Tíminn - 22.06.1966, Side 14

Tíminn - 22.06.1966, Side 14
14 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 22. júní 196S U THANT Framhald af bls. 1. háskíólanámi, hélt hann til heima byggðar sinnar og varð kennari við menntaskólann í Pantanaw að ýju og hóf að endurreisa mennta skólann, sem hafði skemmsit í styrjöldinni Eftir síðari heimsstyrjöldina fengu U NU og Aumg San, hers höfðingi, þá leiðtogi landsins, U Tbant til þesis að starfa í þjónustu ríkisstjórnar landsins. f september 1947 hóf hann starf í upplýsinga málaráðuneytinu og árið 1949 varð hann ráðuneytisstjóri í fræðslu- og útvarpsmálaráðuneytinu. Á árun um 1925—3 ðttj hann sæti í sendinefnd Burma hjá Sameinuðu þjóðunum, og árið 1957, eftir að hafa gegnt ýmsum störfum fyrir stjómina í Rangoon, varð hann fastafulltrúi lands síns hjá Sam einuðu þjóðunum. Öll þessi ðr ferðaðist hann víða um heim í fylgd með U NU, forsœtisráðherra, og sat margar alþjóðaráðstefnur. Jón Finnsson, hæstaréttarlögmaður Lögfræðiskritstofa, Sölvhólsgötu 4, Sambandshúsinu 3. hæð Simar 12343 og 23338 U Thant er Búddatrúarmaður og fylgir hlutleysisstefnu. Hann hef ur gagnrýnt rí'ki bæði í austri og vestri Sovétríkin vegna aðgerð anna í Ungverjalandi 1956, Frakk- land vegna Alsírgmálsins og Banda ríkin vegna Kúbuimálsins. Og þeig ar Band'aríkin og Sovétríkin urðu ekki saimimála um hver skyldi taka við af Dag Hamimarskjöld, þá varð U Thant að lokum eini maður inn, sem þeir gátu báðir stutt. Og er það mál manna, sem til þekkja, að valið hafi reynst mjög happa sælt. U Thant hefur einnig fengist nokkuð við ritstörf, og m. a. riitað bækurnar „Democracy in Sömools'‘ og „History of Post-War Burma“, sem kom út í tveim bindum árið 1961. LÉZT Framhald af bls. 1 son, framkvæmdastjóri Loftleiða Keflavík h.f. tjáði blaðinu í dag. Faðir barnsins hafði símasam bana við lækni þann í Keflavík, sem Loftleiðir hafa sér til að- stoðar. Áleit læknirinn samkvæmt lýsingu föðurins, að hér væri um að ræða væga matareitrun, og ráðlagði föðurnum að hegða sér í samræmi við það. Er flugvélin nálgaðist New York varð það Ijóst, að barmð var mjög þjáð og var læknir. sem með HOTEL BIFRÖST Pöntunum dvalargesta og steerrl hdpa ei’ veitt móttaka í sírna Blfrastar. Hótelstjóriiixi R O W E N ÞVOTTAV ÉLAR m/handvindu, hitaldi og dælu. Úrvals enskar þvottavélar á óvenju hagstæðu verði. SMYRILL Laugavegi 170, sími 12-2-60. Þökkum hjartanlega samúðarkveðjur og auðsýnda hluttekningu og vinarhug við fráfall elskaðrar eiginkonu, móður og dóttur, ídu B. Guðnadóttur Guð blessi ykkur öll. Bragi Eggertsson, Rósa Ingimarsdóttlr, Rósa Guðný Bragadóttir, Guðni Árnason, Jón Eggert Bragason. Eiginmaður minn Björn Gunnlaugsson læknir. lézt að heimili sínu mánudaginn 20. þ. m. Elín Hliðdal. Þökkum vinarhug við andlát og útför Ásgerðar Guðmundsdóttur frá Lundum Jón Guðmundsson, Ólafur Jónsson, Solveig Jónsdóttir, Vilborg Sigurðardóttir. Þökkum auðsýnda samúð og *teíiW5 «ið fráfail og útför sonar j| okkar og bróður, Bjarna Þorbjörnssonar Andrésf jósum, Ingigerður Bjarnadóttir, Þorbjörn Ingimundarson, systkini og aðrlr vandamenn. flugvélinni var , fenginn til þess að hugsa um það. Barnið var með vitundarlaust, er því var ekið í sjúkrabifreið til sjúkrahúss og var látið, er þangað kom. reyndist bamið hafa látizt af garnaflækju. Að því er Sigurður Magnússon, fulltrúi hjá Loftleiðum, sagði í dag, gerði félagið allt, sem í þess valdi stóð til þess að bjarga bam inu, en eins og að framan grein ir, reyndust allar tilraunir árang urslausar. FASTAR Framhald af bls. 1 í herflugvél til Saigon. Tri Quang er einn valdamesti mað ur í stjórnmálum Suður-Viet nam og upp á síðkastið hefur hann æ meir gagnrýnt stuðn- ing Bandaríkjanna við herfor ingjastjórn Cao Kys hershöfð ingja. Hann hefur áður tekið þátt í því að steypa ríkis stjörnum í Suður-Vietnam, m. a. átti hann þátt í falli Diems. í Hue dreifði stjórnarher inn hópi munka, sem gengu um göturnar og kröfðust þess, að leiðtogi þeirra fengi að koma til baka til Hue. Aðalstöðvar Búddatrúar manna í Saigon em umkringd ar vel vopnuðum lögreglu mönnum herforingjastjómar- innar, og hafa þeir bannað ut anaðkomandi allt samband við aðalstöðvarnar síðustu þrjá dagana. í aðalstöðvun um eru hundruð munka, nunna og unglinga, sem ekki fá að fara út. Háttsettur munkur í aðal stöðvunum hringdi í dag í nokkra fréttaritara og sagði þeim, að tvær konur hefðu hótað að brenna sig lifandi við aðalinngang musterisins á mið vikudagsmorguninn, til þess að mótmæla „ómannlegum aðgerðum" stjórnarhersins og og hinum ömurlegu aðstæðum inni í hinu umsetna musteri. PRESTASTEFNA Framhald af bls. 16. er lexía, sem vér getum lært af. Sagði hanii, að prestar þyrftu að beina hæfileikum sín um og kröftum að kirkjunni sjálfri, án þess þó að einangra sig frá mannlífinu. Þá minntist biskup á kirkju viðburði liðins árs, og kvað þar bera hæst guðfræðiráð- stefnu þá, sem haldin var í Reykjavík á s,l. sumri, auk þess, sem að sjálfsögðu var um margs konar kirkjulega við- burði að ræða á synodusárinu. Biskup fór nokkrum orðum um hið mikilvæga mál, sem ligg ur fyrir þesari Prestastefnu, en það er endurskoðun og skip an prestakalla.Kvað hann nefnd þá. er skipuð var til endur- skoðunar á prestakallalögun- um hafa lokið störfum. og hefðu tillögur hennar verið sendar prestum til umsagnar svo að þeir gætu kynnt sér þær sem bezt fyrir umræður á Prestastefnunni. Kvað hann æskilegast að frá Prestastefn unni kæmu skýrar rökstuddar bendingar seim Kirkjuþing og síðar Alþingi gætu haft hlið- sjón af. Hann kvað það ekki grundvöll til umræðna um skipulagsmál kirkjunnar að miða breytingarnar við sparn að á útgjöldum ríkisins í kirkj unnar þarfir. en ekki hefði ann að mátt skilja af orðum fjár málaráðherra i sambandi við fjárlögin í vetur, en að hann hefði kirkjuna nokkuð í liuga til þess að bæta hag ríkissjóðs. Síðar í dag höfðu svo þeir sr. Ingólfur Ástmarsson, bisk- upsritari og sr Sigurður Hauk dal framsögu um prestakalla-1 skipanina, en umræðuhópar munu síðan ræða málið næstu daga. Söngmálastjöri Þjóðkirkj unnar, dr. Riólbert Abraham Ottósson fluitti ávarp í dag, og danski presturinn sr. Finn Tulinius flutti erindi. Dr. Jóns Helgasonar biskups var sérstaklega minnzt á Prestastefnunni en hundrað ár voru í dag liðin frá fæðingu hans, og gengu prestar í skrúð göngu með biskupi og tveim dætrum dr. Jóns í fararbroddi frá Dómkirkjunni og vestur í gamla kirkjugarð, þar sem lagður var blómsveigur á leiði hans. HLJÓMAR Framhald af bls. 2. Að lokum má geta þess, að Hljómar sjálfir leggja á laug- ardag upp í hljómleikaferð um landið. Fyrst leika þeir reynd ar aðeins skamman spöl frá Reykjavík, þ.e. í Hlégarði, en síðan halda þeir norður og austur. HEILDARAFLI Framhald af bls. 16. 500 málum á sólarhring fyrir breytinguna, en vélar hennar voru úr sér gengnar og var því ákiveð ið að endurnýja vélakostinn. Um leið var ákveðið að nota tækifær ið til þess að stækka hana og á hún nú, eftir breytinguna, að geta rekið á móti 10 til 12 hundr uð máluim á sólarhring. í sumar stendur til að hefja byggingu mjölskemmu við verk smiðjuna og á að ljúka bygging- unni fyrir haustið. Þá er áform að að byggja nýjan lýsisgeymi. Eftir þessar breytingar verða lönd unarskilyrði hér miklum mun betri en áður. RÆTT VIÐ HJALTA Framhald af bls. 3. einnig sína möguleika hér sunnanlands? — Jú, áreiðanlega. Ég tel blandaðan búskap hér um slóð ir heppilegastan fyrir flesta bændur, en á einstaka jörðum hagar svo til, að betra er að binda sig við eina grein aðal- lega, og einstakir áhiga- og kunnáttumenn í bændastétt, eiga að binda sig við sérgrein ( landbú'naði, eftir því sem hugur og aðstæður eru tiL og geta þeir þá unnið afreksverk umfram aðra. En eins og ég sagði áðan, var sauðfjárbúskapur að leggj ast í auðn fyrir fjárskiptin. Fyrst eftir þau var einkum treyst á afrétt og óræktað land og því er ekki að neita, að fallþungi dilka virtist síðan fara minnkandi um skeið, ár frá ári. En síðustu árin hefur orðið á þessu breyting. Farið er að beita sauðfé í vaxandi mæli á ræktað land, einkum vor og haust, nota tún kál akra og nýrækt. Og síðan hef ur fallþunginn farið vaxandi. Þetta bendir á rétta íeið. Sauð fjárræktin verður í vaxandi mæli að byggjast á hagkvæmri nýtingu ræktaðs lands. En þetta er ekki nóg. Til þess að nógu góður árangur náist, verðum við að breyta sauð- fónu með kynbótum í þá átt, að það nýti betur ræktað fóð ur. Einlemban er t. d. of smá virkt framleiðslutæki fyrir ræktað land og ég tel, að fyr ir höndum séu nú mjög aðkall andi verkefnj á þessu sviði sauðfjárræktarinnar. Við verð- ur að fá stofna, sem nýta bet ur og svara betur i afurðum, meira og dýrara fóðri. Þá kemur og til, að við verð um að taka meira tillit til óska neytanda um kjötgæði og kjöt tegundir. Til þess þarf að koma miklu nánara og meira samstarf neytenda og bænda um vöruna sjálfa og vörugæð- in. f ull og gærum eru og mik il og vaxandi verðmæti. — Þú telur þá, að íslenzki bóndinn eigi margra góðra kosta völ og nýrra tækifæra, um þessar mundir? — Já, ég tel alls ekki hæfa, að íslenzkir bændur séu böl- sýnir núna. Landbúnaðin- um hefur fleygt fram síðustu áratugi og ný verkefni blasa hvarvetna við. Búskapurinn hefur verið erfiður en bónd inn á nú að geta horft fram til meiri þæginda, betri áf- komu og ánægjulegra lífs. Kröf urnar hafa mjög breytzt, en möguleikarnir til þess að verða við þeim hafa einnig stórlega aukizt. — Þó eru nú ískyggileg vandamál við að etja, til dæm is í sölumálunum? — Já, það er rétt, og alls ekki vert að vanmeta þau. Ég held þó, að þetta sé aðeins tímabundinn vandi og stafi af sérstökum ástæðum og öfug- þrpun mála. Það er auðvitað hroðalegt áfall, ef svo á að fara, að mikið vanti á, að bænd ur fái grundvallarverð fyrir framleiðslu sína og vinnu. Þeir mega sannarlega ekki við þeim tekjumissi og það mun áreið- anlega valda því, að margir bændur hætta búskap og draga einnig úr hinni nauðsynlegu sókn stéttarinnar til að bæta búskaparhættina. Ég vil benda á, að vandinn stafar ekki frá bændum, og framleiðsluaukn- ingin er á engan hátt óeðliieg miðað við árferðið, sem verið hefur, heldur af aímiemiri þró un efnahagsmála. Fyrir fimrn árum hefði þennan vánda aiis eklki að höndum borið, þrátt fyrir sama framleiðslumagn því að þá hefðu útflutningsbæt ur nægt, og verð búvara til út flutnings verið nægilega bag- stætt. En verðbólgan hefur ger samlega snúið dæminu við og það er hún, sem er meginor- sök vandans. En ég trúi ekki öðru e i að þeir víðsýnu og réttsýnu menn sem að þessu vinna nú, bæði af hálfu bænda og stjórnar valda, finni sæmilega lausn á þessum stundarvanda. Og að frambúðarlausn verður áreið- anlega unnið af hálfu bænda og samtaka þeirra. Ég held. að dreifa megi framleiðslunni meira og skipuleggja hana, og bændur eru tilbúnir að hlusta á og ieita leiða í því skyni og hafa þegar gert það. En í þessu efni verður að haldast í hend ur -jákvæð viðleitni af hendi bændasamtaka og stjórnar valda. Það er ekki réttmætt, að ætlast til lausnar af bændum einum. Þetta ér þjóðfélagsmál, og stjórnarvöld eiga að veita öflugan stuðning til þess að beina þróuninni á rétta leið. — En livað finnst þér helzt skorta á Iífsaðstöðu fólks í sveitum núna? — Þau vandamál, eru aðal lega félagslegs og menningar- iegs eðlis. Bændur skortir ör- yggi í atvinnurekstri og af komu. Ég tel t.d. að tillögurn ar um stóreflingu Bjargráða sjóSs, séu mikilvægt spor í rétta átt. Og þjóðin verður að veita dreifbýlinu meiri mennt- unar- og menningaraðstoð, jafna m;«g . menntunaraðstöð una og t&j&Kærin til þess að njóta pðiílegs félags- og menn ingarlífs eins og sjálfsagt er í nútíma samfélagi. Sveitafólkið, yerður að fá meira og betra öryggi í allri samfélagsþjón- ustu og lífsafkomu og hljóta meira frelsi undan oki dag legra anna. —A.K.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.