Vísir - 27.01.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 27.01.1975, Blaðsíða 1
VISIR 65. árg. —Mánudagur 27. ianúar 1975 — 22. tbl. Talsverður snjór kominn i Sigöldu — „En veðrið var aldrei slœmt," sagði Ingvar Björnsson, skrifstofustjóri Landsvirkjunar „Þaö snjóaöi talsvert i logni fyrri hluta dags i gær”, sagöi Ingvar Björnsson, skrifstofustjóri Landsvirkjunar i Sigöldu, i viötali viö Vísi i morgun. „Þegar á ieiö, dró f nokkuö stóra skafla, en veöriö varö aldrei slæmt.” Páll Bergþórsson, veöurfræö- ingur, hafði af því áhyggjur, er hann sagði veðurfréttir i sjón- varpinu f gærkvöldi, að erfitt væri i Sigöldu. Það virðist hafa farið betur en á horfðist, Ingvar sagði, að aðalvinnan þar eystra væri nú i botnrásinni, þar sem vatnsúrtakið verður úr Krókslóni. Astandið þar hafði ekki verið kannað af hálfu Lands- virkjunar i morgun, þvi leiðin þangað upp eftir hafði ekki verið rudd ennþá, en ef skafið hefur að ráði 1 rásina, getur orðið töluvert verk að hreinsa hana, þvi vélum verður ekki við komið að gagni og verður þvi að handmoka að mestu leyti. —SH Atli Þór fer einnig til Morton — íþróttir bls 9 — íþróttir bls. 9 Skora ó að aftur kalla leyfið — baksíða STÖKKVA FRÁ SKÓLABEKK UT I ATVINNULIFIÐ „Þetta er nú frekar leiðinlegt, — ennþá”, sögöu nemendur Vörðuskóla, sem Visismenn hittu fyrir í Vélsmiöjunni Héðni snemma i morgun. Þeir voru mættir til leiks meðal vélvirkj- anna til að kynna sér störf þeirra. Oft hefur veriö kvartaö yfir þvi að námsfólk kynntist ekki atvinnulifinu i iandinu. En nú hafa skólarnir ráöiö bót á þvi, margir hverjir. Fá nem- endur nokkurra daga fri frá skólabekkjunum, eru sendir á vinnustaöi og kynnast þvi, sem þar fer fram innan veggja. Nemendur 4. bekkjar Vörðu- skóla voru sendir á marga vinnustaði, kynnast dagblaða- útgáfu (3 hjá Visi , en aðrir hjá Morgunblaðinu og sjónvarp- inu), kokkamennsku hjá Loft- leiðum, sjúkrahúsum, Þjóðleik- húsinu, bönkum, rannsóknar- störfum i Keldnaholti. Ein- hverjir fóru jafnvel i handlöng- un hjá múrurum og nokkrir i ljósmyndun. A fimmtudaginn sameinast hópurinn svo aftur i skóla sinum og þá stendur til að skrifa rit- gerð um það, sem á dagana hef- ur drifið. Myndirnar tók ljósmyndari Visis i morgun vestur i Héðni, þar sem nemendur fylgjast með störfum manna, en minni myndin I horninu sýnir hina ungu blaðanema okkar á Visi ræða litillega við skólafélagana. Reykjovíkur- félögin í forystu í hand- boltanum — Iþróttir í opnu Vinstrimenn hleyptu upp þingi mið- demókrata Sjó bls. 5 . Sjo ara strókur hjólpaði stúdentum Nú verður fylgt fram strangar en fyrr ákvæðum um takmörkun á gjaldeyri ferðafólks héðan. Ferðamenn eiga til dæmis aðeins að fá 60% af venjulegri yfir- færslu, ef þeir ferðast á vegum ferðaskrifstofa. Þessum ákvæð- um hefur verið fylgt fram vægi- lega til þessa. Ennfremur verður hert að ferðaskrifstofum við yfir- færslur, svo sem vegna skrifstofa þeirra erlendis, leiösögumanna og annars starfs. Með þessu ætla stjórnvöld að reyna að minnka gjaldeyris- eyðslu íslendinga. Hins vegar eru ýmis vandkvæði á sérstakri skattlagningu á farmiða. Þetta var langt komið i tið viðreisnar- stjórnarinnar, en mæltist illa fyrir og var hætt við það. Menn gætu til dæmis keypt farmiða skemmstu hugsanlega leið, til dæmis til Glasgow, ef þeir ætluðu lengra, og greitt skattinn hér að- eins af þeim miða og siðan keypt frá Glasgow það, sem þyrfti það- an. Þó mætti skattleggja farmiða almennra ferðamanna, sem fara með leiguflugi beint til Kanari- eyja, Mallorka og þess háttar. Unnt væri að leggja sérstök innflutningsgjöld á vörur, sem ekki eru framleiddar hér á landi. Það væru fjáröflunartollar, en ekki verndartollar, og bryti það ekki i bág við samninga við EFTA og EBE. —HH Hert að ferðaskrifstofum og ferðafólki Gjöld ó innlendar samkeppnisvörur nauðsynleg, verði innflutningsgjöld lögð á — vandkvœði við farmiðaskatt Hert verður að ferða- skrifstofum og ferða- fólki i gjaldeyrismálum, að sögn embættis- manna. Að öðru leyti er ailt óákveðið um að- gerðir til gjaldeyris- sparnaðar að svo stöddu. Verði lögð inn- flutningsgjöld á ákveðn- ar vörur, yrði að leggja sömu gjöld á innlendar vörur, sem kepptu við þær innfluttu. Annað væri brot á samningum við EFTA og Efnahags- bandalagið. JÁTUÐU ÁFENGIS- ÞJÓFNAÐ Á ÍSAFIRÐI Tveir menn á tsafirði játuðu i nótt að hafa brotizt inn i djúpbátinn Fagranesið að- faranótt fimmtudagsins sl. Mennirnir stálu þaðan 47 áfengisflöskum og nokkru af skiptimynt og sælgæti. Lögreglan á ísafirði vann að þvi að upplýsa málið ásamt Eulltrúa bæjarfógeta. Annar maðurinn var hand- tekinn i gær vegna þessa inn- brots og einnig innbrots i apótek staðarins i haust. Hann neitaði sakargiftum fyrst i stað. 1 nótt bað hann hins vegar um að fá að breyta framburöi slnum. Þýfið úr Fagranesinu var faliö I kjall- ara á heimili mannsins. Fannst svo til allt af þvi. Félagi þjófsins hefur einnig játað hlutdeild sina I innbrot- inu. Þá játaði fyrrnefndi þjófur- inn einnig að hafa brotizt inn I apótekið og i Alþýðuhúsið. —ÓH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.