Vísir - 27.01.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 27.01.1975, Blaðsíða 2
2 Vísir. Mánudagur 27. janúar 1975. risntsm: Hvernig á hin fullkomna eigin- kona að vera að þinu áliti? Kjartan Eggertsson, skipstjóri: — Ég veit það ekki, ég hef ekki veriö kvæntur það lengi. Þó þarf góð eiginkona að geta stjórnað heimilinu og lofaö eiginmannin- um að sjá um fjármagnið. Stefán Nikulásson, þingvörður: — Góðar eiginkonureiga fyrst og fremst að vera ágætar konur. Þær þurfa að vera vel lærðar til þeirra starfa, sem þær eiga að inna af hendi. Þær þurfa að kunna að matbúa, hugsa um heimilið, og svo auðvitað vera þokkalega út- litandi og skemmtilegar i viðræðum. Þorsteinn Þorsteinsson, — Þær eiga að geta lagað góðan mat og punktur. Ingi Þorsteinsson, magister: — Þær eiga að láta eiginmanninn i friði. Kristján Kjartansson, sölumaður: — Góð eiginkona á að vera góð kona, elda góöan mat og hugsa vel um heimilið og börnin. Eirikur Sæmundsson, sjómaður: — Góð eiginkona á aö vera góð við manninn sinn. A hvern hátt? Það á hún að finna út sjálf. Það er bæði til matarást og önnur ást. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Vald skóla- stjórans er þeim ofviða SJÖTÍU-OG-ÞRJÁR TRÖPPUR UPP í HELGIDÓMINN! Einn gamall I Kópavogi, sem kallar sig Fótalúinn, hafði sam- band við dálkinn fyrir helgina: „Ég er víst einn af þessum fáu I Kópavogi, sem ei u komnir á efri ár. Hinir eru friskir og ungir, fótfráir og láta ekki á sig fá að hlaupa upp fáeinar tröppur. Nú er það svo svo að flestir þurfa að sækja hitt og þetta tn bæjarskrifstofanna, sem eru nú komnar á efstu hæð félags- heimilisins Ég taldi það um daginn að þær eru 73 tröppurnar, — talsvert erfiði fyrir gamlan mann. En engin er lyftan i húsinu. Vildi ég nú stinga þvi að bæjarstjóranum okkar, sem hefur tekizt að gera marga góða hluti fyrir bæinn á stuttum tima, hvort ekki sé hægt að fá eilitla lyftu i húsið, eða flytja af- greiðsluna eitthvað neöar i húsiö aö öðrum kosti. Veit ég aö margur mundi varpa öndinni léttara I bókstaflegum skilningi, ef þessi framkvæmd yröi að veruleika”. FélagsIIf I skólum Ég er nemandi i 4. bekk eins gagnfræðaskólans i Reykja- vik, og þannig er mál með vexti að fyrir nokkrum árum fór að bera á áfengisneyslu og skemmdarfýsn unglinga á böllum og árshátiðum skólanna. Samt var það mikill minnihluti unglinganna, sem fór aö gera þetta. Nokkrir skólastjórar, eins og þeir eiga að kallast, fóru að halda fund um þetta mál. Þá dettur mér svolitið í hug sem einn kennari kenndi okkur að gera. Að horfa, hugsa og hlusta en slöan að framkvæma. En viti menn, þeir hegða sér eins og börn. Þeir skella MÓTMÆLA LISTAMANNI, EN EKKI HINUM KÍN- VERSKA SÚPERMARKAÐI um fregnina um þing Kina- komma væri að ræða! Og skætingnum er meira að segja margsinnis, I ýmsum myndum, lætt inn i Morgunblaðið! (B.t.L samþykkti engar vitur, þegar Kjarvals-sýning var látin vlkja fyrir verzlun Ktna-komma með te, regnhlifar og leir. Þá var allt eins og það átti að vera) Svivirðingum er látið rigna yfir borgarráðsmenn, og raunar listamanninn líka. Svo langt er gengið, að .„Myndlistaþáttur” i Rikisútvarpinu sl. mánudag er misnotaöurá hinn ruddalegasta hátt, menn uppnefndir og hvers konar stráksskapur viöhafður. En þvi treysti ég, að Albert vin- ur minn Guðmundsson láti ekki deigan síga, og haldi áfram að tala viö menningarvitana á þvi máli, sem þeir skilja. Sagan mun endurtaka sig. Eins og aðför komma að Veturliða á sinum tima mis- tókst, mun fara um herferð klikunnar að Jakobi. Hinn hljóði meirihluti mun þyrpast á sýningu hans að Kjarvals- stöðum i næsta mánuði, og ekki býst ég viö, að margar myndir verði óseldar, þegar upp verður staöið, frekar en i Bogasalnum fyrir hálfu öðru ári, er allar myndir hans seldust á þrem dögum. Það eiga klessu- málararnir erfitt með að þola. Jakob V. Hafstein. Viggó Helgason Njarðargötu 31 skrifar: Veturliði og Björn Th. Margir muna ennþá þann at- burð, er Veturliði listmálari tók i hnakkadrambið á komma list- fræðingnum og varpaði honum út úr gamla Listamannaskálan- um, þar sem sýning hans stóð. Jakob V. Hafstein og Kjarvals- staöir. Snjall og fjölhæfur lista- maöur, J.V.H., sem málað hef- ur myndir i 40 ár, og m.a. naut tilsagnar Asgrims Jónssonar, falast eftir sýningarsal á Kjarvalsstöðum. Forstjóri staðarins tiltekur ákveðin tima I febrúar, sem óráðstafaöur sé. Á það fellst listamaðurinn, en kommaklikan i sýningarráöi kemur I veg fyrir að Jakob fái salinn. Borgarráð sér við dónunum og samþykkir samhljóða að bjóða J.V.H. að halda sýningu 1 Austursal Kjarvalsstaða, þar sem sýning Kjarvals jafnan stendur. Nú skyldi maður halda, að málið væri endanlega leyst, og að listamaöurinn fengi að vinna óáreittur að list sinni. En Adam var ekki lengi I Paradis! Klessukllkan fer á kreik Rógsherferðin hafin. Bandalag Isl. listamanna er látið samþykkja vitur á borgar- ráð, og talað er um „þjóðarhneisu”! Svo mikið þykir liggja við, að þessi samþykkt er lesin dag eftir dag i Rikisútvarpið, bara eins og Björn Th. Þjóðarhneisa — segir BIL STJÓRN Bandalags Islenzkra llstamanna fordæmir harðlega þð smekkleysu borgarrððs að ætla sér að taka ofan nýbyrjaða sýningu ð verkum Kjarvals f sal þeim er kenndur er við bann, og bjóða f hans stað Jakobi Hafstein að sýna mynd- ir sfnar þar. Byggja þannig Kjarval sjðlfum út af Kjarvals- stöðum, og. telur það þjóðar- hneisu. Samþykkt gerð ð fundi 21. janúar 1975. skuldinni á næstu árganga i skólunum, og refsa öllum nemendum en ekki bara sökudólgunum. Skóla- stjóramir gera ekki neitt i þessu fyrr en svo seint og taka þetta ekki réttum tökum. Þeir fækka böllum og banna allar hljómsveitir. Böllin eru stytt þannig að þau eru til I mesta lagi kl. 11.30. nema árshátiðin er leyfð til kl. 1.00 og ekki einu sinni hljómsveit þá, einnig var ákveðiö að öll böll skyldu einungis haldin i Tónabæ. En ég veit um nokkra skólastjóra sem hafa brotið þessi lög og get ég nefnt þá á nafn. Þessi lög urðu til þess að ég er alveg hættur að fara á skólaböll og mjög margir, sem ég þekki hafa einnig gert það. Eins og ég sagði, þá er þetta ekki tekið réttum tökum, þaö átti strax frá byrjun að fara með þá unglinga sem eru ofurölvi og meö skemmdarfýsn heim til foreldra þeirra og ræða um þetta við þá. Þannig að þetta er að ýmsu leyti sjálfum skóla stjórunum okkar að kenna. En ég tek það fram að það eru mjög fáir sem eru almennt ölvaöir á böllum á vegum skólans, sem ég er I og litlar sem engar skemmdir hafa verið unnar, allavega hef ég ekki orðið var við það. Ég vil vekja athygli á einu öðru i sambandi við þessi böll og það er, að i fyrra áður en árs- hátlðin var haldin sagði skólastjóri,að ef ekkert áfengi væri haft með höndum og eng- ar skemmdir unnar þá yrðu hljómsveitir leyfðar og böllin lengd. Unglingarnir sáu sér heldur betur tækifæri og ekki nokkur manneskja kom nálægt áfengi og ekki nokkur hlutur skemmdur. Nei, ekki aldeilis. Það var engu breytt og ekkert annað en svikin lof- orð. Og svo er það enn eitt og það er það að það er enginn danssalur I skólanum sem ég er I, og verður þvl alltaf að leigja húsnæði og s.l. vetur varð Tónabær fyrir valinu og einnig nú I vetur og þar á að halda árshátið. Ég veit ekki hvað lengi það er búiö að biðja skólastjórann um annað húsnæði, en alltaf segirhann nei. Nú langar mig til að vita eitt, og það er til hvers er verið að kjósa nemendafélag i skólum, þegar unglingarnir I þvi félagi gera ekki annað en að hlýða skóla- stjóranum en fá ekki að ráða neinu sjálfir. Jæja, nú ætla ég að lofa skólastjóranum að komast að þvi, að ég mun halda áfram þangað til eitthvað gerist, og standið nú fyrir máli ykkar, þið þarna skólastjórar og svarið fyrir ykkur annars eruð þið bara.. Kalli kúla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.