Vísir - 27.01.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 27.01.1975, Blaðsíða 6
6 Visir. Mánudagur 27. janúar 1975. vísir Ctgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: . Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson RitstjprnarfuUtrúi: Haukur Helgason Aúglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Arftaki Stalíns Ekki er lát á orðróminum um, að Bresnjev, for- maður kommúnistaflokks Sovétrikjanna og æðsti valdhafi Sovétrikjanna, muni brátt vikja fyrir öðrum. Ýmist er sagt, að sjúkdómur valdi eða valdabarátta fari harðnandi i flokknum og Bres- njev standi höllum fæti. Þeir fréttamenn, sem kunnugastir eru i Kreml, eru ekki sammála um horfurnar, en oft hefur orðrómur af þessi tagi reynzt á rökum reistur, þótt stundum komi hann ekki fram um langa hrið. Ef til þess kæmi, að Bresnjev yrði að leggja niður völd, vita menn engan veginn, og liklega ekki Kremlverjar sjálfir, hver mundi taka við af honum. Óhætt er að fullyrða, að fráhvarf Bres- njevs yrði ekki harmað meðal frjálslyndra menntamanna i Sovétrikjunum. Tvennt einkenn- ir feril Bresnjevs sem æðsta leiðtoga Sovétrikj- anna. Hann hefur á seinni árum endurvakið stalinismann að mjög miklu leyti, og i öðru lagi hefur hann átt sinn þátt i þiðunni, sem hefur gætt i samskiptum austurs og vesturs allra siðustu ár- in. Við fráfall Stalins 1953 lék blær frelsis um Sovétrikin. Eftir millibilsástand varð Nikita Krustjev æðstur manna i Kreml, og hann tók brátt upp frjálslyndari stjórnarhætti. Glæpir Stalinstimans voru afhjúpaðir og mun meira frelsi leyft. Það kom til dæmis fram i þvi, að leyfð var útgáfa verka rithöfundarins Solsjenitsyns, sem lengi hafði setið i fangabúðum Stalins. Krustjev féll úr sessi árið 1964, og við tóku Bres- njev sem flokksformaður og Kosygin sem- for- sætisráðherra. Ferill Krustjevs hafði ekki markað timamót i utanrikisstefnu Sovétrikjanna. Krustjev lét kæfa byltinguna i Ungverjalandi i blóði svo og andóf frjálslyndra manna i Póllandi og viðar. Krustjev fylgdi fram heimsveldisstefnu Sovétrikjanna. Fjandskapur magnaðist við Kina, og i Kúbudeil- unni 1962 gekk Krustjev eins langt og hann þorði, þótt hann léti undan, þegar strið vofði yfir. 1 innanrikismálum naut almenningur hins vegar góðs af völdum hans. Stalin hafði ekki verið annt um, að alþýða manna byggi við sæmileg kjör, húsnæði og matvæli. Þetta breyttist talsvert á dögum Krustjevs. Eftirmaður Krustjevs, Leonid Bresnjev, hefur leyft alþýðu manna að fá betri hlut en áður var, svo sem i húsnæðismálum, þótt Sovétrikin séu enn á býsna frumstæðu stigi i þeim efnum. Lifs- kjör almennings hafa batnað með aukinni fram- leiðslu. En Bresnjev hefur i engu dregið úr heimsvaldastefnunni. Það kom greinilegast fram i innrásinni i Tékkóslóvakiu 1968, þegar Kreml- verjum þótti sem sú hálfnýlenda þeirra mundi ganga undan sér. Fjandskapur við Kinverja hefur haldið áfram. Bresnjev gerði sér hins vegar grein fyrir þvi, að framhald kalda striðsins þjón- aði ekki hagsmunum Sovétrikjanna. Þar var komið upp þrátefli. Þvi væri það hagur Sovét- manna að draga úr viðsjám við Vesturveldin og auka viðskipti, sem báðir gætu hagnazt af, með þvi að tækniaðstoð fengist til að nýta auðlindir i Sovétrikjunum og matvæli til að bæta úr hungri. Hið sorglegasta við valdaferil Bresnjevs er, hversu mjög stalinisminn hefur verið endurvak- inn i viðskiptum stjórnvalda við þá, einkum menntamenn, sem höfðu séð bárur frelsis brotna á ströndum i tið fyrirrennara hans. — HH Amin effir enn her Uganda til hrelling- ar grönnum sínum Íldi Amin, forseti Uganda, sem væntan- lega verður á næsta ári forseti Rikjasambands Afriku, átti nýlega fund með súdönskum upp- reisnarmönnum, sem Íverið höfðu í heimsókn i Uganda. Samkvæmt fréttum útvarpsins i Kampala voru þarna á ferð „fulltrúar” bæði „borgaralegra afla og hersins i Súdan”, sem sagðir voru hafa hrundið af stað uppreisn, er „hvarvetna mæltist vel fyrir”. Fyrir þessum mönnum vakir — ef marka má Radio Kampala — að koma á stofn sterku lýðræðis- riki i Súdan. Útvarpið helgaði þessari heim- sókn mikið rúm i dagskrá sinni. Hafði það eftir gestunum harða gagnrýni á Numeiri forseta / Súdan, utanrikisráðherra hans og : aðra leiðtoga Súdans. Svo langt / var gengið, að þeir voru sakaðir um að hafa ljóstrað upp leyndar- málum Arababandalagsins við ísraelsmenn og Bandarikjamenn. — En þar syðra geta menn naum ast fundið verri svik. Idi Amin hefur naumast mátt opna munninn, siðan hann komst ' i sviðsljósið við valdatökuna i ) janúar 1971, án þess að hneyksla [ flesta, sem til heyra. Flestir hafa ) reynt að leiða hjá sér athafnir f hans eða orð en þó án þess að ) styggja hann, ef hjá þvi varð f komist. Þótt flest hans æði bendi Amin hefur ekki vandað nágrönnum sinum kveðjurnar við opinber ) til þess, að hann sé kolruglaður og tækifæri síðustu vikna. segja verið fengnir frá Norður- Kóreu. Rússar hafa nýlega hleypt af stokkunum fyrir Amin heilli flug- sveit, og Tékkar eru með aðrar fjórar i skólun. Rússar áttu heiðurinn af þvi að hervæða og þjálfa fyrstu Simbasveit Amins, en það gekk þó ekki alveg stór- slysalaust fyrir sig, eftir þeim fréttum að dæma, sem borizt hafa sunnan úr Uganda. Á einni æfing- unni, sem fór fram undir umsjón sovézkra hernaðarsérfræðinga, létu fimm menn.úr Simbasveit- inni lifiðog tuttugu og fimm særð- ust, þar af fimm mjög alvarlega. Skýrði Amin forseti frá þessu mannfalli við hátiðlega athöfn 1 Mbarara-herskálunum skammt frá Kampala, þegar hann skýrði frá þvi, að þjálfuninni væri lokið. Lýsti hann jafnframt ánægju sinni með æfingarnar, sem hann sagði, að hefðu verið „árangurs- rikar”. Fjálgum orðum þakkaði forset- inn sovézku leiðbeinendunum. Yfirmaður sveitarinnar skýrði Amin svo frá, að „samvinna” Ugandahers og sovézku sér- fræðinganna hefði verið með „miklum ágætum”, og gat hann glatt Amin með þvi, að Rússarnir hefðu lært að tala Kiswahili og Kinyankole. Starfsbræðrum Amins i ná- grannalöndunum er alls ekki um þetta hernaðarbrölt Ugandafor- seta. Reynslan hefur lika sýnt það, að Amin þarf ekki mikið til- efni til þess að sýna hernaðar- mátt sinn á nágrönnunum. Hann hafði ekki verið marga mánuði forseti Uganda, þegar hann rak allt i einu upp ramakvein og kvað Tanzaniumenn hafa gert innrás I Uganda. í þrjár vikur linnti ekki loftárásum Ugandamanna á bæi og þorp I Tanzaniu. — Tanzaniu- menn vissu naumast, hvaðan á þá stóð veðrið. Sást enginn vottur þess, að þeir hefðu hreyft legg eða lið til innrásar i Uganda. Þeim stendur þvi nokkur stugg- ur af þvi, hvað Amin karlinn kunni að láta sér detta i hug, ef honum skyldi leiðast aðgerðar- leysið. Kaligula endurborinn, þá hafa menn veigrað sér við að nefna það opinberlega. En sfðustu athafnir Ugandafor- seta hafa komið öðrum leiðtogum Afriku i bobba, sem gæti leitt til aö rofnaði eining Afrikulanda i Rikjasambandinu, eða Einingar- samtökum Afrikulanda, eins og OAU-sambandið hefur verið kall- að. Þykir framkoma Amins for- flllllllllll WftMl UMSJÓN: G. P. Amin I broddi fylkingar hermanna sinna i skógum Uganda. ' seta naumast vera I anda þeirra samtaka. Einkanlega er það skörtur karls- ins á diplómatiskri háttvisi, sem er hreint að gera nágranna hans gráhærða. A siðustu vikum hefur hann veitzt að Numeiri, forseta Súdan, Kaunda forseta Zambiu, Nyerere forseta Tanzaniu og Seretse Khama forseta Bots- wana. Jafnvel Eþiópiumenn hafa séð sig tilneydda til þess að segja Amin að vera ekki með nefið i innanlandsmálum þeirra. Ofan á þetta bætist slðan, að leiötogar Afrikurikja hafa áhyggjur af fréttum, sem Amin hefur sjálfur staðfest, um að Sovétrikin hafi látið Uganda i té vopn I miklum mæli, og það ókeypis, svo að haft sé orðrétt eft- ir Amin. Eftir þvi sem bezt var vitað, áð- ur en þetta vopnaflóð kommún- ista til Uganda hófst, réði Ugandaher yfir tólf miðlungs- stórum skriðdrekum, fimmtán Ferret-könnunarvögnum, fjölda Sovétsmiðaðra brynvagna, 36 liðsflutningabilum og nokkrum loftvarnabyssum. f dag er vitað, að Uganda hefur komið sér upp þúsundmanna flugher, sem hefur til umráða 29 orrustuþotur af gerðinni MIG 15 og 17 og 42 aðrar flugvélar til flutninga og æfinga fyrir utan eina þyrlusveit. Samkvæmt tölum Amins sjálfs hefur hann sent þúsund menn til hernaðarþjálfunar og tækni- menntunar I Sovétrikjunum og Austur-Evrópu og aðra sex hundruð til Libyu. Fjöldi foringja i her Amins nýtur leiðsagnar heima i Uganda hjá rússneskum og tékkneskum sérfræðingum. Og enn fleiri njóta þjálfunar leið- beinenda frá skæruliðum Pales- tinuaraba I skæruhernaði. Nokkr- ir leiðbeinendur hafa meira að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.