Vísir - 27.01.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 27.01.1975, Blaðsíða 12
12 Vfsir. Mánudagur 27. janúar 1975. Ensku meístaramir nötruðu en bikarmeistararnir féllu Jafnvel vítaspyrna nægöi ekki ensku meist- urunum hjá Leeds, þegar þeir léku við litla Wimbledon-liöið úr suðurdeildinni í fjórðu umferð bikarkeppninnar á laugardag. Já, meistar- ar Leeds nötruðu frammi fyrir mesta áhorfenda- fjölda sínum á leiktíma- bilinu, 46.230, i þessari viðureign Davíðs og Goli- ats — og í Ipswich féllu bikarmeistarar Liver- pool, en þau úrslit fölna í samanburði við árangur Wimbledon. Jafntefli 0-0 á leikvelli jötnanna og á þriöjudag mætast liðin aftur í Wimbeldon, smá- borg í suðurjaðri Lundúnaborgar, þar sem völlur félagsins er rétt við tennisvöllinn, sem gert hefur nafn borgar- innar heimsfrægt. Orslitin i leiknum i Leeds eru hreint ótrúleg — en þó reyndar ekki i fyrsta skipti, sem meist- urum Leeds gengur illa aö eiga viö „smáliö”. Leikmenn Wimbledon böröust hetjulegri baráttu — það var hlaupið og barizt, aldrei gefinn eftir þuml- ungur, og taklingarnir voru á stundum harkalegar. Þaö bar árangur — Leeds-liöið náöi aldrei sveiflu i leik sinn, og eftir leikinn voru 2000 áhorfendur frá Wimbeldon „trylltir” af gleöi. En leikmenn liösins þurftu nokkurn tima til aö jafna sig — og átta sig á úrslitunum — áöur en þeir gátu samfagnaö þeim. Atta min. fyrir leikslok fékk Dave Thomas, enski landsliðsmaöurinn hjá QPR, skoraði eitt af mörkum liös sins i bikarleiknum við Notts County á föstudagskvöld. Hin tvö skoruðu Don Givens og Gerry Francis og QPR vann auöveldan sigur. A myndinni aö ofan er Thomas að skalla á mark Tottenham I deildaleik i vetur, sem QPR vann 2:1. Þeir i hvitu peysunum eru Martin Peters og Phil Beal, Tottenham. Fimmta umferðin A laugardaginn var dregiö I fimmtu umferð ensku bikar- keppninnar og varð niður- staðan þessi! Leikið veröur 15. febrúar. Everton-Fulham eða Nottm. Forest. Peterbro-Middlesbro Mansfield-Carlisle Derby eða Bristoi Rov. -Leeds eða Wimbledon Birmingham-Walsall Conventry eða Arsenal- Leicester Ipswich-Aston Viila West ham eða Swindon-QPR i Glasgow var dregið i fjórðu umferð skozku bikarkeppn- innar. Ctkoman varð þannig: Montrose eða Ilamilton-Dum- barton eöa Inverness Motherwell eöa Partich-Queens Park Celtic-Clydebank eða Dun- fermline Arbroth-Albion St. Johnstone eða East Fife- Dundee Airdire eða Morton-Ross eða Falkirk Dundee Utd. eða Berwich-Aber- deen eöa Rangers Queen of the South-Hearts eöa Leeds vitaspyrnu. Peter Lori- mer — maöurinn með kröftug- asta spyrnu brezkra leikmanna — tók hana, en markvörður Wimbledon Dickie Gay, varöi. 1 byrjun siöari hálfleiks var einn bezti maður „litla , liösins”, Selwyn Rice, borinn af velli illa meiddur á fæti — en varamaöur hans átti ekki siöur góöan leik. Wimbledon, sem sló Burnley út i fjóröu umferö og þaö á heimavelli 1. deildarliðsins, hefur nú möguleika aö veröa fyrsta liö utan deildanna I 26 ár aö komast i fimmtu umferö keppninnar — 16 liöa úrslit. Hin tvö liöin utan deildanna, sem léku á laugardaginn, voru slegin út. Stafford Rangers tapaöi fyrir liöi Noel Cantwell, Peter- bro, á leikvelli Stoke 1-2, og áhugamannaliöið Leatherhead beiö lægri hlut fyrir Leicester. Leikið var I Leicester, þó svo Leatherhead ætti rétt á aö leika á sinum leikvelli — en pening- arnir réöu. Ahorfendur voru 32.090 i Leicester — en aöeins brot af þeim fjölda kemst inn á leikvöll áhugamannaliösins. Leikmenn Leicester fengu heldur betur að skjálfa i leikn- um, en von Leatherhead, aö veröa fyrsta áhugamannaliöiö til að komast 1 5. umferö frá styrjaldarlokum, brást. Þó var staðan 2-0 fyrir Leatherhead i hálfleik og skoruðu þeir Peter McGillicuddy (hvíllkt nafn) og Chris Kelly mörkin. I siöari hálfleiknum náöi Leicester algjörum yfirtökum — Jon Sammels, Steve Earle og Keith Weller skoruðu og sigur 1. deild- arliösins var i höfn. Úrslitin i 4. umferð urðu þessi: Aston Villa—Sheff.Utd. 4-1 Bury—Mansfield 1-2 Carlisle—WBA 3-2 Chelsea—Birmingham 0-1 Coventry—Arsenal 1-1 Ipswich—Liverpool 1-0 Leatherhead—Leicester 2-3 Leeds—Wimbledon 0-0 Middlesbro—Sunderland 3-1 QPR—Notts County 3-0 Plymouth—Everton 1-3 Stafford—Peterbro 1-2 Walsall—Newcastle 1-0 West Ham—Swindon 1-1 Derby—Bristol Rov. frestað Fulham—Nottm. For. frestað 2. deild Millvall—Cardiff 5-1 Oxford—Norwich 2-1 Southampton—Oldham 1-0 En nú skulum viö aöeins lita á helztu úrslitin i bikarleikjum. Newcastle, liöið, sem lék til úr- slita viö Liverpool I keppninni sl. vor, beiö lægri hlut I „drull- unni” á leikvelli Walsall. Úrslit- in urðu þar óvænt eins og svo oft áöur á þessum velli i bikarleikj- um. Hetjur 3. deildarliðsins voru George Andrews, sem skoraöi sigurmarkiö á 34.min. meö þvi aö skalla knöttinn innan á stöng og I mark, og Mick Kearns, markvöröur, sem varði hvaö eitir annað af hreinni snilld, þegar Newcastle sótti mjög i siöari háifleik. Áhorf- endur 19.998 og i 5. umferö leik- ur Walsall viö Birmingham — en Walsall er útborg Birming- ham, rétt fyrir noröan eins og Wolverhampton. Mikil spenna var i Ipswich og bikarmeistarar Liverpool heldur óheppnir aö tapa i leikn- um. John Toshack átti skot i þverslá Ipswich-marksins I fyrri hálfleik, og Kevin Keegan renndi knettinum rétt framhjá markinu. Varnarleikur beggja liöa var. sterkur — en loks fjór- um min. fyrir leikslok var skor- aö. Fyrirliöi Ipswich, bak- vöröurinn Mick Mills, spyrnti á mark og knötturinn fór framhjá tveimur varnarmönnum og i netiö. Áhorfendur voru 44.709 — mesti áhorfendafjöldi, sem nokkru sinni hefur veriö i Ipswich. Aston Villa lék sér aö mót- herjum sinum úr 1. deild — Sheff. Utd. — 1 hávaðaroki. Keith Leonard náði forustu á 12. min. og þannig var staöan i leik- hléi. Chris Nicholl skoraöi annaö mark Villa á 50.mln. ög markakóngurinn , Ray Graydon, þaö þriðja á 61.min. Á 70 min. var eina mark Sheff. Utd. skoraði — Tony Field — en þremur min. fyrir leikslok var Leonard aftur á feröinni og skoraöi. Áhorfendur 35.881. Swindon úr 3. deild kom á óvart á Upton Park I Lundúnum — náöi þar jafntefli viö West Ham. Heldur slakur leikur, en West Ham virtist þó stefna i sigur, þegar Bill Jennings skor- aöi á 75.min. eftir fyrirgjöf Tre- vor Brooking. En Peter Eastoe jafnaöi fyrir Swindon sjö min. siðar — og liðin mætast á ný i Swindon á þriöjudag. Ahorf- endur 35.679. Mikil spenna var I leik Coventry og Arsenal og mörk liðanna sluppu furöulega áöur en Brian Alderson skoraöi fyrir Coventry á 57.min. En Alan Ball jafnaði tveimur min. siöar og Arsenal náöi tilgangi sinum — öörum leik á Highbury á þriðjudag. Áhorfendur 31.165. Rokið átti þátt I tapi Chelsea. A 43 min. „plataöi” knötturinn — eftir fyrirgjöf Howard Kendall, fyrirliöa Birmingham — mark- vörö Chelsea, John Philips, og Ken Burns skoraöi ódýrt mark. Þaö nægði. Dave Latchford varöi snilldarlega þegar Chelsea reyndi allt til aö jafna i siðari hálfleik. Ahorfendur 35.450. Þaö var rok og rigning i Carlisle og varla boölegt af leika. Frank Clark náöi forustu fyrir Carlisle á lO.min. en Tony Brown jafnaöi fyrir WBA úr vitaspyrnu. Carlisle náði for- ustu fyrir hlé meö marki Joe Laidlaw og komst í 3-1 á 60.min. þegar Bobby Owen skoraöi. Bakvöröurinn Gordon Nisbit, sem eitt sinn lék i marki WBA, lagað'. stööuna i 3-2 á 70.min„ en fleiri uröu mörk WBA ekki, þrátt fýrir mikla viöleitni loka- kafla leiksins. Áhorfendur 14.843. Pop Robson náöi forustu fyrir Sunderland — bikarmeistarana 1973 — á ll.min. I Middlesbro, þegar hann náö sendingu til markvarðar. Bobby Murdoch jafnaði á 40.min. og I siðari hálf- leiknum haföi Middlesbro mikla yfirburöi. John Hickton skoraöi úr viti á 55.min. — og aftur úi viti á 76.mln. Nokkrir aöalleik- manna Sunderland lágu I flensu. Ahorfendur 39.400. Everton skoraði tvivegis I fyrri hálfleik i Plymouth — Jim Pearson á 7. min. og Mick Lyons á 37. min. Barrie Vassallo minnkaði mun- inn á 59. min. meö glæsilegu marki — en þaö nægði skammt, Lyons skoraöi annaö inark sitt og þriöja mark Everton efsta liðsins i 1. deild, á 76. min. —hsim. Þeir eru markhœstir Markahæstu leikmenn’ I deilda- og bikarleikjum eftir lcikina á laugardaginn eru nú: 1. deild 16 — Brian Kidd, Arsenal. 15 — Malcolm Ncwcastle. MacDonald, 14 — Bob Latchford, Everton. 13 — Francis Lee, Derby. 12 — Colin Bell, Manch. City, Alan Clarke, Leeds, Alan Foggon, Middlesbro, Don Givens, QPR, Leighton James, Burnley, Billy Jennings, West Ham. 2. dcild 21 — Ray Graydon, Aston Villa. 15 — Bryan „Pop” Robson, Sunderland. 14 — Mick Channon, Southamp- ton, Ted MacDougall, Norwich. 13 — Phil Boyer, Norwich. 22 ■ 3. deild • Alan Buckley, Walsall. 21—Peter Eastoe, Swindon. 20 — Bill Rafferty, Plymouth. 19 — Bill McNeil, Hereford. 4. deild 22 — Brian Clarke, Mansfield. 16 — Richard Habbin, Reading. 15 — John James, Chester.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.