Vísir - 27.01.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 27.01.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Mánudagur 27. janúar 1975. cTVIenningarmál íslensk list og erlend eftir Aðalstein Ingólfsson Það hefur lengi verið venja þeirra sem skrifað hafa um íslenska myndlist að rita um íslenska lista- menn eins og þeir hafi sprottiðfullbrynjaðir fram á sjónarsviðið, rétt eins og gyðjanAþenaforðum, eftir stutta og tiltölulega skað- lausa námsviðdvöl á ein- hverjum útlendum lista- skóla. Leit þeirra og þroski hefur verið túlkaður sem einstaklingsfyrirbrigði sem lítið eða ekkert á sam- eiginlegt með því sem er og var að gerast úti í hinum stóra heimi. Ekki veröur islensku lista- mönnunum sjálfum kennt um þetta fyrirbæri þvi þeir hafa jafnan veriö fúsir til aö upplýsa, ef spuröir, hvaöan þeir telji sig hafa listræna næringu sina og hvaöa útlendir listamenn hafi haft mest áhrif á lifsskoöun þeirra og listsköpun. En spyrjendur hefur vantaö yfirleitt, og þeir sem spurt hafa, hafa ekki veriö ginnkeyptir fyrir útlendri list, sumpart vegna þess aö grundvallarþekkingu á króka- stigum hennar hefur skort (og veröur þaö þekkingarleysi skrif- aö aö einhverju leyti á reikning skólakerfisins). En sumpart hef- ur ástæöan verið sú að áhuga- menn um list hafa visvitandi snú- ið blinda auganu aö útlandinu og kosiö að sjá aðeins hiö „islenska” i list landsmanna. Hefur þetta geörof oft lýst sér þannig að lang- ar greinar hafa veriö prentaöar um útlitsfyrirbæri, án þess að getiö hefur verið um náiö sam- band þeirra viö verk islenskra listamanna, þótt það hafi verið deginum ljósara þeim sem á ann- aö borð hefur kunnaö að nota aug- un. Siöan er fjálglega skrifaö um áhrif islenskrar náttúru til lands og sjávar á vissa málara, en ekk- ert er minnst á þá staðreynd að undirstöðu sina fékk listamaður- inn utanlands og i mörgum tilfell- um hefur þessi undirstaða mótaö afstööu hans til eigin lands og lýös æ siðan. Viö þekkjum öll söguna um hvernig hin islensku hraun og fjallaform „mótuðu” list meist- ara Kjarvals, en hversu stór er ekki hlutur útlendra málara i list hans, málari sem Kjarval var nógu óþjóðlegur og viösýnn til að kynna sér (Turner, Monet, Soutine of 1.) ? Er þjóðleg list til? Hiö „þjóðlega” er að drepa is- lenska myndlist, sérilagi lands- lagsmálun, þvi þeim sem hana stunda hefur ekki veriö veitt nægilegt aðhald. Það hefur þótt fullboðlegt ef landslagið er nægi- lega „islenskt”, sem venjulega hefur þýtt nægilega óhlutdrægur, fallegur óður um staði sem allir þekkja. Helgi þessara uppáhalds- staöa hefur svo komið i veg fyrir að málarar þeirra hlytu heil- brigöa gagnrýni. Fari svo að út- lendur listamaður vogi sér að endurtúlka islenskt landslag flýg- ur fiskisagan og sýningar þeirra eru illa sóttar meðan innlendir selja fyrir milljónir. Ef hugtakiö „þjóðlegur” hefur yfirleitt einhverja merkingu i Is- lenskri list, þá þýðir það einfald- lega allt það sem gert er af is- lendingum (og útlendingum á Is- landi), hvort sem um er að ræða Erró i Paris eða Jóhann Briem á Fróni. Listamenn eru listamenn hvar sem þeir eru og list er al- þjóðlegt fyrirbæri. Tilraunir þær sem visvitandi hafa verið geröar til þess að skapa „þjóðlega list” hafa nær alltaf endað með ósköp- um. Gott dæmi um það eru „regionalistarnir” amerisku, eins og Thomas Hart Benton og Grant Wood. Ég veit varla um leiöinlegri og geldari nútimalist, nema þá e.t.v. sovéska sósial- realismann. Á þessari öld hefur það reynst nauðsyn hverjum islenskum lista- manni aö fara utan til þess að nema og skoða. Styrkur hans hef- ur þá komið fram i hæfileikum List er rannsókn A kúbisma má t.d. lita sem við- brögð listamanna við nýjum heimi, heimi tvistraðra atóma og Einsteins, heimi sem skyndilega var ekki „allur þar sem hann var séður”, i bókstaflegri merkingu. Fútúrisminn var að mestu leyti viðbrögð listamanna við vél- menningu og hraða og dadaism- inn var i eðli sinu siðferðileg upp- reisn gegn grimmd, spillingu og sjálfselsku hinna svokölluðu sið- menntuðu þjóða, sem sendu milljónir ungra manna til slátrunar á vigvöllum fyrri heim- styrjaldar. Það er þvi augljóst að þýðingarlitið er að tileinka sér þessar gömlu stefnur út i ystu æs- ar nú á dögum, þótt margar myndrænar uppgötvanir þeirra séu enn i fullu gildi og sumar vart fullnýttar enn. Borgir eins og Paris, London og New York hafa verið miðstöðvar listrænna rannsókna sem hafa haft eins mikla þýðingu fyrir nú- timann eins og rannsóknir vis- indamanna. Og eins og hver góð- ur visindamaður kappkostar að kynna sér og notfæra sér þær uppgötvanir sem honum finnst skipta máli, þá ætti hver góður listamaður að vera með á nótun- um. 1 öllu falli er honum skylt að taka einhverskonar afstöðu, hvort sem hún er jákvæð eða nei- kvæð, gagnvart þvi sem er að gerast i listum úti i heimi. Geri hann það ekki, á hann á hættu að verða utangarðs, ekki aðeins i augum þeirra listsnobbara sem hlaupa hugsunarlaust á eftir hverju nýju listfyrirbæri, heldur utangarðs viö það sem skiptir mestu máli og endurspeglar best tíðarandann, svo ekki sé minnst á þær tæknilegu nýjungar sem hann fer á mis við. List og kreppa Við skulum þvi láta af þeirri firru að erlend list skipti litlu máli fyrir okkur, ef við á annað borð viðurkennum (eins og ég geri...) að list skipti máli. Listamenn okkar eiga það skilið að viðsýni þeirra og eðlisgáfur séu metnar að verðleikum og islensk list á það skilið að hún sé rannsökuö (og gagnrýnd) innan ramma heimslistar, án þess þó að per- sónuleiki hvers listamanns fari forgöröum i úttektinni. Vist er að ekki munu allir þeir þola þann samanburö, en þeir sem hann þola eru þeir sem skipta máli. Það mun vist mörgum þykja hart að ég skuli fara fram á auk- inn stuðning við listir og listiðnað er kreppuár vofa yfir okkur (eins og stjórnmálamenn hafa verið að hamast við að segja okkur). Á slikum timum hefur stuöningur við listir einmitt verið það fyrsta sem skorið hefur verið niður, i sparnaðarskyni. Slikt er óhæfa, þvi það er einmitt á slikum tim- um sem við þurfum kraftmikið listalif til að halda I okkur glór- unni. Það þarf að kenna fólki að sjá og tjá sig, og þessa sjón og verkmennt þarf að byrja i barna- skólum. Vinnuaðstöðu lista- manna þarf að bæta stórlega. Listsögudeild þarf að stofna viö háskólann og koma þarf upp list- bókasafni og safni ljósmynda af verkum islenskra listamanna. Styðja og endurskipuleggja þarf Listasafn Islands svo það geti staðið i stykkinu hvað fræðslu og sýningar snertir, og styðja veröur alla viðleitni til að sýna erlenda list hérlendis. Annars verðum við eyjaskeggjar að eilifu. ,• - f+rrtgtlM • **'■' ■ —í -• i tslenskur kúbismi: Bónorðiö, málverk eftir Jóhannes Kjarval, væntan- lega frá árunum 1928-9. hans til að laga tilraunir útlendra málara að sinum eigin persónu- leika, en ekki öfugt. Hverfi hann til Islands hlýtur islenskt um- hverfi og málun einnig að hafa áhrif á hann og list hans verður alþjóðleg i raun. Athuganir lista- manna á öllu þvi sem I kringum þá er, hvort sem það er llf eða list, eru eðlilegar, og hæfileikinn til að nýta þær athuganir er guðsgjöf. Þetta hlýtur að vera hinn heil- brigði gullni meðalvegur og er næsta furðulegt að tiunda þurfi svo augljósa staðreynd á þessum tima. Lífsháski listarinnar Listamenn éins og Einar Jóns- son eru undantekning i innhverf- um einstrengingshætti sinum og fyrirlitningu á erlendum list- stefnum, og vil ég meina að list hans sé snauðari fyrir vikiö. Má e.t.v. segja að fordæmi hans hafi verið klettur i vegi eðlilegrar þróunar islenskrar höggmynda- listar. Til eru svo hinsvegar lista- menn hérlendis sem fallið hafa svo algjörlega undir áhrif er- lendra stefna að persónuleiki þeirra hverfur undir oki þeirra. En þetta eru hvorutveggja hluti af þeim hættum sem fylgja þvi að vera listamaður („lifsháski” kallaði Steinn Steinarr það). Það er svo jafnan á þá siðar- nefndu sem „þjóðlegir” list- áhugamenn benda er þeir barma sér yfir óheilindum erlendra „tiskufyrirbæra” i listum og bá- súna lof um islenska landslags- málara. E-n hér er viö listamann- inn sjálfan að sakast, sjaldnast við hin útlendu listfyrirbæri. Að aðhyllast „erlenda” stefnu, ef I hlut á góður listamaður, er ekki að apa sinnulaust eftir ytri formum (þóttslikt komi fyrir, hér og erlendis). Flestar þær liststefnur sem ris- ið hafa upp á þessari öld hafa ekki byggst upp á yfirborðskenndum leik meö liti og form sem einhver drátthagur snillingur hefur stofn- að til að gamni sinu, heldur hafa þær byggst upp af lifsskoöun sem jafnan hefur verið spegilmynd eða andverkun af þvi ástandi sem rikt hefur I þjóðfélaginu og heiminum hverju sinni. Lenqstu revnsluna vid ad skipuleggja dvölina eftir óskum og þörfum íslendinga Revndasta starfsfólkið. sölumenn, fluglida og farar- stjóra sem tryggir farþegum okkar trausta og örugga ferðaþjónustu. Mesta úrvaliö, af hótelíbúðum og smáhúsum með sundlaugum, tennisvöllum og fleiru hvað skemmti- og þjónustuaðstöðu snertir. Lægsta verðið á fargjöldum, sem þýöir það að 2ja vikna ferð kostar frá 28.800 krónum, og 3ja vikna ferð kostar frá 31.400 krónum. BÝÐUR NOKKUR BETUR? ISLANDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.