Vísir - 27.01.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 27.01.1975, Blaðsíða 13
Visir. Mánudagur 27. janúar 1975. 13 Innlegg i kjarabaráttuna Visnasöngvarinn Joe Glazier frá Bandarikjunum skemmti viöa um land á dögunum, m.a. á vinnustað á tsafirði. Var honum vel fagnað, enda hinn bezti skemmtikraftur. Eitt laga hans haföi eftirfarandi viðlag: „I’m looking for að job with sky-high pay A tour-day week and a two-hour- day” o.s.frv. Hann var semsé að skyggnast um eftir vinnu með svimandi háu kaupi, 4 daga vinnuviku, tvo tima á dag. Skyldi annars ein- hver hafa slik kjör á íslandi i dag? Hvað um það, þetta kyrj- aði frystihúsafólk með Glazier og hafði gaman af þessu inn- leggi I verkalýðsbaráttuna. Rafknúnir almenn- ingsvagnar til Hafnarf jarðar? í öllum orkuskorti heimsins, sem raunar kemur ekki eins hart niður hér á landi og viða annars staðar, koma upp margar nýstár- legar hugmyndir. 1 Borgaranum, sem nýlega kom út i Hafnarfirði skrifar Brynjólfur Þorbjarnar- son grein um hugmyndina að raf- knúnum almenningsvögnum milli Hafnarfjarðar og Reykjavikur. Kostir slikra vagna, sem þegar eru farnir að sjást á götum i Bret- landi og V-Þýzkalandi eru margir. M.a. eru þeir kostir að þeir eru hljóðlausir og valda engri mengun, en það er meira en sagt verður um núverandi strætisvagna. Nýtt menntamála- ráð kemur saman til fundar Nýkjörið menntamálaráð kom samán til fyrsta fundar sl. miövikudag. Formaður var kjörinn Kristján Benediktsson, varafor- maður Baldvin Tryggvason og ritari Jón Sigurðsson. Aðrir i ráðinu eru Matthías Johannes- sen og Björn Th. Björnsson. Aðsetur Menntamálaráðs og Bókaútgáfu Menningarsjóðs er aö Skálholtsstig 7. Þar er opið alla virka daga milli kl. 9 og 12, og 13 og 18. ★ VÖNDUÐ HERRAFÖT ★ STAKIR JAKKAR ★ STAKAR BUXUR ★ ÚRVAL AF SKYRTUM í HERRABÚÐINNI við Lœkjartorg múnudag, þriðjudag, miðvikudag. Útsolon stendur aðeins í 3 daga. F/W\ V I D LÆKJARTORG r Gagnkvæmt tryggingafélag ? Já, Samvinnutryggingar gagnkvæmt trygginga g.t. eru relag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.