Vísir - 27.01.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 27.01.1975, Blaðsíða 4
4 REUTER AP/NTB Vísir. Mánudagur 27. janúar 1975. HOTEL LOFTLEIÐIR DlOmASAIUR Fjölbreyttar veitingar.Munið kalda borðið. Opiðfrá kl. 12—14.30 og 19—23.30. UÍAIAADSRAR HjólbarÖar á Jeppa Jeppaeigendum bendum við á að næstu tvær vikur seljum við ó sérstöku verði DUNLOP hjólbarða. Stærðir: 700x16 og 750x16 — Verð: 7850.00 kr. stk. 4USTURBAKKI HF SUÐURVERI SÍMAR 38944-30107 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I Af þingsetningu fundar OPEC-landa f Alslr, þar sem fram kom hugmyndin um aö frysta loks olluverö nftir fimmfaldar hækkanir. Ætía sjáifir að frysta olíuverðið Stærstu oliusöluriki heims hafa nú i undir- búningi tillögu, sem vonazt er til, að muni stilla þær öldur, sem oliuhækkanir hafa hrint af stað i efnahagslifi fjölda þjóða. Enn hefur ekki verið endanlega gengið frá tillögunni í smá- atriðum, en þar verður þó gert ráð fyrir að frysta olíuverð um langan tima með verðbólgutrygg- ingum. Það voru Alsirmenn, sem lögðu þetta til á fundi samtaka olluút- flutningslanda (OPEC), sem lauk I Alsír í gær. Fékk tillagan góðar undirtektir hinna. Þykir líklegt, að leiðtogar OPEC-landa muni taka hug- myndina upp sem meginframlag olluútflytjenda I viðræðum við olíuinnflutningsrlki á ráðstefnu, sem fram á að fara síðar á þessu ári. Eftir fimmfaldar hækkanir á olluverði siðustu 15 mánuði, mundi þetta binda enda á ein- hvern versta verðbólguhvatai stærstu iðnaðarlandanna. En af hálfu OPEC-fulltrúanna kom það fram, að gera þyrfti ráð fyrir þvi að hækka oliuna, ef verð á innflutningsvörum til OPEC- landa hækkaði upp fyrir kaupgetu þeirra. Jafnframt var haft orð á þvl, að öllum 13 aðildarrlkjum OPEC væri að mæta, ef veitzt yrði að einhverju einu þeirra. Lumar FBI á mann- skemmandi upplýsing- um um embœttismenn? Fréttaritið ,,Time” greinir frá þvi i dag, að flogið hafi fyrir, að skýrslur FBI (alrikis- lögreglan i Bandarikj- unum) hafi m.a. haft að geyma upplýsingar um kynlif fyrrverandi for- seta Bandarikjanna, eins og John Kennedy og Richard Nixon. Time heldur þvi fram, að sam- kvæmt þessum skýrslum hafi bræöurnir John F. Kennedy og Robert Kennedy ekki verið við eina fjölina felldir. Þessara upplýsinga segir blað- ið, að FBI hafi aflað sér undir stjóm J. Edgar Hoover, sem hafi geymt skýrslurnar inni á einka- skrifstofu sinni. Hann hafi jafn- framt haft undir höndum mann- skemmandi upplýsingar um fleiri embættismenn, og þær hafi hann látiö leka út, ef honum þóttu við- komandi sér fjandsamlegir. Heimsmeistaramótið í bridge lamað vegna svindlóburðar Alþjóöabridgesambandiö hef- ur nú til athugunar, hvort einn Itölsku bridgekeppendanna á heimsmeistaramótinu I Hamilton á Bermudaeyjum hafi borið fæt- urna eitthvaö óeölilega til, meöan á spilamennsku stóö. Var leik ttaliu viö Bandarikin frestaö t gærkvöldi vegna klögu- mála. Leiðindin hafa legið I loftinu á þessu 25. heimsmeistaramóti I bridge og er þar um að kenna blaðagrein, sem fyrirliði banda- risku sveitarinnar, Alfred Shein- wold, skrifaði ekki alls fyrir löngu. Þar gaf hann I skyn, að ofurmenni bridgeíþróttarinnar, itölsku meistararnir, sem tólf sinnum hafa fært Italiu heims- meistaratitilinn, hefðu ekki rétt við. Jafnmörgum sinnum hafa Bandarlkjamenn farið með sárt ennið heim, og þótt atvinnulið þeirra, Dallas-ásarnir, ynni tvisvar heimsmeistaratitilinn, þá þótti það ekki nema hálfur sigur, þvi að „Bláa sveitin” ítalska tók þá ekki þátt I mótunum. — Hafa Bandarikjamenn aldrei getað borið Italina ofurliði. Á þeim 25 árum, sem heims- meistarakeppnin hefur farið fram I bridge, hafa fjórum eða fimm sinnum komið upp kvartan- ir um, að þátttakendur kynnu aö hafa rangt við. í öll þessi skipti hafa bandarískir bridgespilarar staðiö aö þessum aðdróttunum. Er frægt orðið meðal spilamanna álfunnar, þegar þeim tókst að eyöileggja mannorð tveggja frægustu bridgemanna Breta, sem slðar kom I ljós, að hafði ver- ið gert r'angt til. Fyrir nær 15 árum I heims- meistarakeppninni I Como kom upp leiðindaatvik, þegar banda- risku spilamennirnir kröfðust þess I leiknum við ítallu, að allir spilamennirnir héldu höndunum með spilunum undir boröi. Var svo gert, þar til Italski spilarinn, Belladonna, sem keppir einnig núna á Bermuda — gerði sér upp hrylling, spratt upp af stólnum og benti stórhneysklaður undir borö- ið um leið og hann æpti: „Ég sé fæturna á félaga mlnum”. Þetta þótti slíkt grín, að and- rúmsloftið hreinsaðist af öllum leiðindum. En þetta með fæturna, að láta sér detta I hug að gruna þá um merkjagjafir, virðist ekki hafa veriö jafn fáránlegt og mönnum þótti I Como. A Bermuda var að þessu sinni tekin upp nýbreytni til þess að firra spilamenn leiðindum af á- væningi um svindl. Sett voru spjöld I kross yfir spilaborðin svo að spilamennirnir sæju ekki hverjiraðra, og notuðu þeir miða til að segja á spil sin. Þessi nýbreytni hefur reynzt seinka spilamennskunni mikið, en að öðru leyti vel. Nema hún hefur þó ekki getað verndað spilamennina fullkomlega fyrir áburðinum. Spilaðar hafa verið 4 umferðir. Hefur Italla 63 stig, USA 53 stig, Frakkland 46 st., Indónesia 25 st. og Brazilia 19 st.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.