Vísir - 28.01.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 28.01.1975, Blaðsíða 4
4 Vlsir. Þriöjudagur 28. janúar 1975. BILAVARA- HLUTIR NOTAÐIR VARAHLUTIR I FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLA Ódýrt: vélar öxlar hcntiigir i aftanikenur bretti hurðir húdd rúður o.fl. gírkassar drif hásingar fjaðrir BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9—7 alla virka daga og 9—5 laugardaga. j* Peter Gilmore, eins og hann lítur út i einkalifi. í Englandi þekkir núg varh nokkur - en erlendis..! Rœndu tyggi- gúmíkóngnum Sælgætisframleiðanda einum Egidio Perfetti, 62 ára að aldri, sem rænt var fyrir utan heimili hans við Lainate nálægt Milanó 13. janúar siðastliðinn, var sleppt fyrir stuttu i útjaðri Milanó, að sögn lögreglumanns nokkurs. Perfetti, sem stundum er kallaður „tyggigúmmikóng- urinn” fyrir mikla framleiðslu sælgætis, var tekinn af vopnuð- um mönnum og honum stungið inn i bil. Honum var sleppt úr bil nokkrum dögum siðar, bundinn bæði á höndum og fótum, að sögn lögreglunnar. Hann hringdi til lögreglunnar, eftir að honum hafði tekizt að losa sig. Það hefur ekki komið fram, hvort lausnargjald hafi verið greitt. Niu manns eru enn i höndum mannræningja á Italiu, þar af tvö börn. -KE. Ætluðu að kúga inn- brotsþjófinn Tveir leynilögregluþjónar voru nýverið handsamaöir i London. Meö hjálp segulbands- tækis tókst að koma upp um þá er þeir reyndu aö kúga fé út úr innbrotsþjófi. Tveir fréttamenn frá frétta- blaðinu „Guardian” komu fyrir segulbandi á þjófnum Philip Stylie, áður en hann fór á fund lögregluþjónanna Dickenson og Ryder. Siðar, er segulbands- spóla þessi var spiluð, heyrðist samtal þar sem lögreglumenn- irnir tveir fóru fram á 500 pund fyrir að þegja um búðarþjófnað, sem Stylie var grunaður um að hafa framið. Dómari einn i London dæmdi leynilögreglumennina I tveggja og hálfs árs fangelsi samkvæmt gömlum enskum lögum með þessum orðum: „Þið hafið sett skömm og smán á lögreglu borgarinnar.” —- AB. Lögreglan aðstoðaði við fangaflóttann Samkvæmt skýrslum iögregl- unnar I Rio de Janeiro eru tveir lögregluþjónar ábyrgir fyrir aö hafa útvegað fjórum hættuleg- um glæpamönnum vopn, er þeir reyndu aö brjótast út úr fang- elsinu þar i slðasta mánuöi. Fangarnir fjórir og fangelsis- stjórinn létu lifið i þessari flóttatilraun. Þetta er ekki i fyrsta skipti, sem lögreglan hefur verið sökuð um að bera ábyrgð á flótta- tilraunum úr fangelsum. Er haft eftir foringja hóps er reyndi að brjótast út á síðasta ári, en náðist, að þeir hefðu notið að- stoðar lögreglumanna. Hann sagði ennfremur, að flótti væri ekkert vandamál fyrir fanga, sem hefði peninga til að kaupa vopn af lögregluþjónum og fangavörðum. _ AHJ. Svindluðu á spilavítinu Hópur fjárhættuspilara hefur á þrem mánuöum svikið þús- undir dollara út úr spiiaviti viö Tahoe-vatn I Nevada. Talsmaö- ur Harrahs spilavitisins sagöi fjárhættuspilarana hafa notað merkt spil og þannig haft af þeim upphæö, er næmi um þaö bil háifri milijón dollara. Talsmaður Harrahs sagði, að siðustu þrjá mánuði ársins 1974, er hópurinn var að verki, hafi rekstrartap fyrirtækisins verið nær ein og hálf milljón dollara,en varásama tima árið 1973 750.000 dollarar. — AHJ. Gilmore, sem leikur James Onedin, þykir alls ólíkur persónunni, sem gerði hann frœgan Peter Gilmore, sem hér og reyndar viðast er kunnur fyrir leik sinn i sjónvarpsþáttunum um Onedin-skipaféiagiö, átti fyrir skömmu samtal viö einn blaðamanna norska blaðsins „Verdens Gang”. í Noregi er einmitt verið að ljúka við sýningu á þessum þáttum um þessar mundir. Peter Gilmore, sem fór með hlutvérk útgerðarmannsins James Onedin, var spurður að þvi, hve lengi hann hefði unnið við gerð þáttanna. „Hver þáttur tók um tiu daga, og er þá ekki gott að slá þvi svo skýrt fram, hvað hver einstakur tók mikinn tima. Við vorum jafnan með svona fimm þætti I huga i einu. Ef veður var t.d. hagstætt til myndatöku úti á sjó, þá tókum við kannski atriði, sem áttu ekki að birtast fyrr en i næstu þátt- um. Þannig þurftum við nánast að hafa handrit fimm þátta i kollinum I einu,” sagði Gilmore. Hann sagði, að unnið hefði verið af stakri smámunasemi og vandvirkni I stóru sem smáu. Málfarið hefði t.d. tekið mið af þvi, aö I Liverpool á þessum timum, sem Onedin-þættirnir eiga að gerast, hefði irska sett mjög svip sinn á tal fólksins. Enda hefðu margir irskir út- flytjendur á leið til Vesturheims numið staðar I Liverpool og setzt þar að. „1 upphafi var þessum sjón- varpsþáttum ekkert sérstak- lega vel tekið. En að þvi rak þó. Undir 'lokin höfðu fram- haldsþættirnir verið seldir til 20 landa — Þá kom það skritna I ljós. Heima i Englandi þekkti mig varla nokkur. En alls staðar annars staðar báru menn kennsl á mig vegna þáttanna,” segir Gilmore. ,,A mér dundu beiðnir um að koma og gefa skipum og bátum nafn. Ég átti að vera James Onedin. — Engan grunar, hvað ég hef orðið að róa yfir mörg sund eða hvað ég er búinn að brjóta margar kampavins- flöskur siðan,” hélt hann áfram. Blaðamaður VG kvað Gilmore I einkalifi vera alls ólikan James Onedin I þáttun- um, ólikt fjörlegri og viðfelldnari náungi. -GP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.