Vísir - 28.01.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 28.01.1975, Blaðsíða 5
Vlsir. Þriðjudagur 28. janúar 1975. 5 REUTER AP/NTB MORGUN UJLÖND í MORGUN ÚTLÖND I MORGUN Umsjón Guðmundur Pétursson 26 sterðust í sprengingum Tuttugu og sex manns særðust I sex sprengingum sem urðu i Manchester og Lon- don i gærkvöldi og ollu miklu tjóni. Lögreglan segir, að sprengjur þessar hafi á sér allt handbragð hryðjuverkamanna irska Iýðveldishersins. Fjórar sprengingar urðu i Londonderry á Norður-lrlandi i gær, en þær gerðu litinn skaða. Fyrsta sprengjan varð i verzl- un einni i Manchester og olli hún meiöslpm nitján manna. Skömmu á eftir fylgdu fimm sprengingar i London. Fyrst i klæðskeraverzlun „Gieves’s”, en þar særðist einn. Þvi næst komu tvær sprengingar i En- field, sem ollu litlum skaða. Sið- ast urðu sprengingar i skart- gripaverzlun i Kensington og i verzlun einni nálægt Viktoriu- stöðinni, en þar særðust sex. Aður en þessi sprengjuhrina gekk yfir, var hringt i lögregl- una og henni gert viðvart. Tal- aði viðkomandi með irskum hreim. Menn hafa nú gefið upp á bát- inn vonir um, að IRA fáist til að gera nýtt vopnahlé. ij 1 t r '0 )Bt%A * | k * j Þannig var umhorfs i klæðskeraverzlun „Gievesc’s” í I.ondon i gærkvöldi eftir sprengju hrvðjuverka- manna. Tólfti dagurinn úti í geimnum Sovézku geimfararnir Alexei Gubarev og Georgij Greshko eru nú búnir að vera tólf daga upp i geimstöðinni Saljut 4. Daglega vinna þeir að rannsóknum sinum á jörðinni, likamsæfing- um og athugunum á þvi, hvernig þeir sjálfir bregðast við þyngdar- leysinu. Geimfar þeirra, Sojus 17, biður þeirra tengt við geimstööina, en ekkert hefur verið sagt um, hvenær það á að flytja þá félaga aftur til jarðar. — Þvi var skotið upp 11. janúar og eftir fjögurra daga flug tengdu Gubarev og Greshko geimfarið við Saljut 4. Saljut 4 hefur verið á lofti siðan 26. desember. Fyrsta geimstöð þeirra Rússa, Saljut 1, var 23 daga I notkun. Reynslan af henni og hálfsmán- aðar geimflug Saljut 3, svo og hinna löngu dvala bandarlskra geimfara I Skylab-geimstöövun- um, hefur sýnt geimvlsinda- mönnum, að þyngdarleysiö hefur slæm áhrif á geimfarana. Af þeim sökum var Saljut 4 út- búinn iþróttatækjum, sem þeir Gubaraev og Greshko eru látnir æfa sig á tvær og hálfa stund dag hvern. Ella eiga þeir á hættu að vöðvar þeirra rýrni og steinsölt I beinvefum þverri. — I þyngdar- leysinu eyðir maðurinn daglega ekki nema 450 hitaeiningum á móti 1200 á jörðu niðri. Getur það reynzt honum hættulegt, þegar hann kemur á jörðu niður aftur og t.d. hjartað hefur tapað einhverju af slagkrafti sinum. Geimfararnir, Gubarev og Greshko, þegar þeir lögðu upp I geimferðina með Sojus 17, sem flutti þá til Saljut 4, en þar hafa þeir dvaiið 12 daga. Vilja senda Kissinger á hafréttarráð- stefnuna „Við teijum, að mögu- leiki til þess að ná alþjóð- legu samkomulagi t sam- bandi við hafréttarmál sé alveg að lokast," skrifuðu 22 öldungadeildarþing- menn í bréfi til Fords Bandaríkjaforseta í gær. Þingmennirnir leggja mjög fast að forsetanum að hann gefi fyrst og fremst gaum hafréttarráð- > stefnunni, sem á að hefjast aftur i Genf I marzmánuði. Stinga þeir upp á þvi, að Ford setji Henry Kissinger, utanrikis- ráðherra, til þess að stýra við- ræðunefnd Bandaríkjamanna á ráðstefnunni. „Það er alger nauðsyn, að þess- um viöræöum ljúki með sam- komulagi á þessu ári. Teygist ráðstefnan fram yfir þann tlma, sem henni var áætlaður, minnka mjög möguleikarnir á þvl, að henni ljúki með árangri”, segja þingmennirnir. Hafréttarráðstefnan hófst I Caracas i fyrra, eins og menn muna. Eitt af helztu umræðuefn- um hennar var um, hvort rlki ættu almennt að taka upp 200 milna efnahagslögsögu, sem er einmitt okkur Islendingum mikið hagsmunamál vegna ætlana okk- ar að færa fiskveiðilögsöguna út i 200 milur. Þegar hafréttarráðstefnan stóö yfir i Caracas, samþykkti öld- ungadeild Bandarikjaþings að færa fiskveiðilögsögu USA úr 12 milum út i 200 milur. En fulltrúa- deildin afgreiddi aldrei frum- varpið. — Sama frumvarp hefur nú skotið upp kollinum á ný á yfirstandandi þingi Bandarikj- anna. Tveir Italonna áminntir fyrir að sparka undir bridgeborðinu Tveim itölskum bridgespiia- mönnum á heimsmeistaramót- inu á Bermudaeyjum var veitt alvarleg áminning I gær, þar eð þeir þóttu hafa óeölilega fótatil- buröi undir spiiaborðinu. Mönnunum varð svo um þessa áminningu heimssamtaka bridgemanna, að þeir treystu sér ekki til að spila leiki Italiu við Bandarikin, en honum hafði verið frestað. Forseti heimssambandsins, JuliusRosenblum (USA),sagði, að mönnunum hefði veriö veitt alvarleg áminning. Fyrirliði bandarlsku sveitarinnar, Alfred Sheinwold, sem hafði fyrir heimsmeistaramótið gefið i skyn, að það kynni að vera eitthvað óhreint við spila- mennsku Itala, neitaöi þvi, aö bandariska sveitin hefði verið komin á fremsta hlunn með aö hætta þátttöku og fara heim. — En i yfirlýsingu sinni sagði hann, að bandarisku sveitinni þætti miður, að heimssamband- ið hefði ekki sent itölsku spila- mennina Ivo heim. Fyrirliði itölsku sveitarinnar, Sandro Salvetti, sagðist ekki trúa þvi, að félagar hans hefðu svindlað, ella hefði hann sent þá beint heim. Þetta er fyrsta heims- meistaramótið, sem hinir áminntu spilarar, Franco Facc- hini og Sergio Zucchelli, taka þátt I, en þeir hafa tvivegis keppt með góðum árangri fyrir hönd þjóðar sinnar á Evrópu- mótum. — Það var einkanlega Facchini, sem var áminntur um að gæta að fótum sinum,en hann þótti hreyfa þá óeðlilega og snerta fætur félaga sins, meöan ásögnum stóð og áður en félagi hans spilaði út I fyrsta slag. Fyrir mótið höfðu menn búizt við þvi, að aðdróttanir Banda- rikjamanna kynnu að koma itölsku spilamönnunum úr jafn- vægi — einkanlega i leik þeirra innbyrðis. — Ýmsir eldri meist- arar Italiu, sem að mestu höfðu dregið sig i hlé, eins og t.d. Pietro Forquet, bankastjóri, vildu óðir og uppvægir fara og keppa á heimsmeistaramótinu, þegar þeir heyröu, hvernig and- inn blés. En þá var búið að velja liðið fyrir nokkru, og þvi var ekki breytt. En i leiknum i gær við banda- risku sveitina sönnuðu Italirnir enn einu sinni yfirburði sina og sigruðu með 20 stigum gegn 0. A öðru borðinu spiluðu Gar- ozzo og Belladonna, sem enginn var i vafa um, að hefur verið bezta bridgepar heimsins siðustu árin. En á hinu borðinu voru nýliðarnir, Arturo Franco og Vita Pittala. Spiluðu þeir með ágætum og sýndi Franco, að hann getur orðið verðugur arftaki gömlu meistaranna. Undanrásirnar eru nú hálfn- aðar, en allir eiga að spila tvo leiki við alla. Italia hefur nú 83 stig, Frakkland 60 st„ Bandarikin 53 st., Brazilia 31 st. og Indónesia 31 st. Verður samþykkt vantraust á Hartling? Minnihlutastjórn Frjálslyndra i Dan- mörku bjó sig undir að mæta vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar, sem líklegt þykir að lögð verði fram i dag. Þar eiga nú að fara fram um- ræður um fjárlögin, en mikill á- greiningur er um, hvaða leiðir skuli fara til að leysa efnahags- vanda Dana. Frjálslyndir hafa aðeins 42 þingsæti I þjóðþinginu, þar sem 179 fulltrúar eiga sæti. Horfurnar voru þvi allt annað en bjartar fyrir Poul Hartling forsætisráð- herra, þegar hann lagði fyrir þingið, strax og það kom saman eftir jólahlé á föstudaginn var, tillögur sinar um efnahagsaö- gerðir. í flokki Frjálslyndra rlkir þó bjartsýni um, að sósialdemókrat- ar og Framfaraflokkurinn muni ekki vilja fella stjórnina eins og komið er.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.