Vísir - 05.02.1975, Side 1

Vísir - 05.02.1975, Side 1
65. árg. — Miðvikudagur 5. febrúar 1975 — 30.tbl. „Vona að leið finnist, sem þjónar hagsmunum almennings" : ;r,“' Gjaldeyris yfirvöld skammta úr hnefa ÖUU FRCSTAÐ NEMA ÞVÍ MBT ÁRÍÐANDI Einn árekstur varð að þrem — hálkan í morg- un reyndist sumum erfið Sex bilar pöruðu sig skipu- lega saman á Digranesvegin- um i morgun. Astæðan var sú, að hálka var nokkur á vegin- um og áttuðu ökumennirnir sig ekki nægilega á þvf. Óhöppin byrjuðu, er bilstjóri ætlaði að hleypa út barni við gangbrautina við Kópavogs- skóla, rétt fyrir átta i morgun. Annar bill kom aðvifandi og bilstjórinn áttaði sig ekki nægilega fljótt, þegar billinn fyrir framan stanzaði, heldur skall á honum. Bilstjórinn á þriðja bilnum i röðinni, sem kom þar á eftir, varð heldur sneggri til og tókst að stöðva sinn bil, en fjórði bilst jórinn náði ekki að stöðva bil sinn i tæka tið og lenti á þeim þriðja. Þegar hér var komið sögu þótti rétt að kalla á lög- regluna, en skömmu eftir að hún var komin á staðinn, varö einn áreksturinn enn. Vildi hann til á nákvæmlega sama hátt. Bilstjóri, sem var á leið eftir Digranesveginum, stöðvaði bil sinn aftan við þá fjóra, sem lent höfðu í tveim aðskildum árekstrum, en fékk þá næsta bil aftan á sig og var þar með orðinn þátttakandi i þriðja árekstrinum. Lögreglunni tókst nú fljót- lega að greiða úr flækjunni og kom þannig i veg fyrir að þessi óhöpp héldu áfram. Enginn slasaðist i þessum árekstrum, en eignat jón varð talsvert. JB. Listamenn og borgarróð - bls. 7 „Getum bjargað andlitinu með sigri gegn Dönum" — segir fyrirliði íslenzka landsliðsins — sjá íþróttir í opnu Gjaldeyrisyfirvöld „velta á undan sér” beiðnum um yfirfærslu, öllu þvi, sem talið er, að megi fresta. Yfirfærslur hafa ekki verið bannað- ar á vörum eins og heimilistækjum og bil- um, en þær bíða. greiða það, sem er mest áriðandi, eins og hráefni til iðnaðar, veið- arfæri og helztu matvörur. Hitt biður yfirleitt, en ekkert verður fullyrt um framhaldið. Fer það vafalaust eftir ákvörðunum rikis- stjórnar um úrræði i efnahags- málum. Nú er mjög strangt fylgt fram gjaldeyrisreglum. Áherzla er lögð á, að allt sé gjaldfallið og krafizt skjala, sem sanna það. Sjö daga frestur er, ef um er að ræða erlenda víxla og aðrar skuldir, og þriggja daga frestur, ef um ferðagjaldeyri er að ræða.— HH. Óhjákvæmilegt er talið að af- „FLENGJUM AUÐVITAÐ TIL ÞESS AÐ FA BOLLUR" — bakarar og leikskólar farnir að hugsa til bolludags „Við búum til 22 mann,” sagði fóstra i menn litu þar inn, en þá bolludaginn af fullum bolluvendi, einn á Hagaborg, þegar Visis- var verið að undirbúa krafti. Bolludagurinn er á mánu- daginn, en ef hvert barn á að geta flengt, þá er vist eins gott að hefjast handa i tima. Það lendir nefnilega að mestu á fóstrunum að dunda við bollu- vendina, þó að krakkarnir hjálpi að sjálfsögðu til. „Bolla, bolla....” — Það var nóg að gera þegar við litum inn á Hagaborg i gær, enda er bolludagurinn á mánudag. Ljósm: Bragi. „Við flengjum auðvitað til þess að fá bollur,” sögðu krakkarnir á meðan þau klipptu niður marglitan pappir i vendina, en það er einmitt þeirra hlutverk. Það eru vist flestir sem fá vatn i munninn, þegar minnzt er á þessar ljúffengu rjómabollur, sem fylgja deginum. Bakariin gefa mönnum kost á að bragða á bollunum þó að hann sé ekki runninn upp, og sum hver byrja að baka þær viku áður. Einn bakarinn sem við ræddum við, sagði að það væri viss regla að gefa aldrei upp hversu mikið væri bakað, en hann kvaðst hafa trú á þvi að fólk drægi svolitið að sér nú. Verð er ekki komið á bollurnar ennþá, svo að bakarar selja þær á rjómakökuverði. -EA. Fóru á leigubíl í innbrotaleiðangur: 6 UNGMENNI LATA GREIPAR SÓPA í HVERAGERÐI í húmi næturinnar siðastliðna nótt hélt bófaflokkur úr Reykja- vik innreið sina i Hveragerði og lét þar greipar sópa, áður en haldið var til höfuð- staðarins á ný. Hópurinn, fjórir piltar og tvær stúlkur, kom akandi i leigubil úr Reykjavik og hafði setið að drykkju, það sem af var nætur- innar. Leigubillinn ók unga fólk- inu um Hveragerði nokkra stund, en hleypti þvi að lokum úr við Blómaskála Páls Michelsens. Þá var klukkan orðin hálfsjö um morguninn. Hópurinn réðst þegar til at- lögu við aðalhurð blómaskálans og braut þar stór rúðu. Þegar inn var komið voru greipar látn- ar sópa og verðmætum fyrir allt aö 200 þúsund stolið úr verzlun- inni. Þá var einnig mikið sóðað út og plöntur skemmdar. Eftir að flokkurinn hafði hirt nægju sina, var þýfið borið út i leigubilinn og flóttinn hafinn. Bílstjóranum var bent á að afl- að hefði verið nóg og hélt hann þvi af stað með flokkinn. íbúi i næsta húsi við blóma- skálann heyrði skarkalann i morgunsárið og komst nægilega fljótt á fætur til að sjá flóttabil- inn hverfa fyrir hornið. Lögreglunni á Selfossi var þegar gert viðvart og kom hún á staöinn. Jafnframt tilkynnti hún nærliggjandi lögreglustöðvum um leigubilinn, sem ungmennin væru á. Lögreglan i Árbæ hélt til móts við leigubilinn og kom að honum rétt ofan við Arbæ. Var leigubil- stjórann þá greinilega farið að lengja eftir lögreglunni. Stöðv- aði hann þegar bilinn og hjálp- aði lögreglunni við að safna saman þýfinu og koma flokkn- um yfir i lögreglubilinn. Flokkurinn var fluttur i fangageymslu lögreglunnar við Hverfisgötu. Var reynt að yfir- heyra unglingana, en það gekk erfiölega vegna þess hversu ofurölvi þeir voru. Fá þeir að sofa úr sér vimuna hjá lögregl- unni, áður en þeir verðá yfir- heyrðir á ný. t morgun var lögreglan búin að safna saman mestum hluta þýfisins, sem aðallega voru dýr- mætar myndavélar og úr. Mikið fannst i sjálfum leigubilnum, en unglingarnir höfðu fleygt frá sér einhverju magni, er þeir urðu lögreglunnar varir og gekk verr að hafa uppi á því. Páll Michelsen sagði, að um- gengnin i blómaskála hans hefði ekki verið til neinnar fyrir- myndar i nótt. Voru þrír menn i morgun að setja nýja rúðu i og hreinsa til. —JB

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.