Vísir - 22.02.1975, Blaðsíða 16
lé Vísir. Laugardagur 22. febrúar 1975.
□ □AG | D KVÖLD | Lí □AG | □ KVÖ L Dl n □AG I
SJÚNVARP •
Laugardagur
22. febrúar
16.30 tþróttir — Knattspyrnu-
kennsla.^
16.40 Enska knattspyrnan.
17.30 Aörar Iþróttir. Bein
útsending frá lyftinga-
keppni í sjónvarpssal.
Umsjónarmaöur ómar
Ragnarsson.
18.30 Lina iangsokkur. Sænsk
framhaldsmynd, byggö á
barnasögu eftir Astrid
Lindgren. 8. þáttur. Uýö-
andi Kristín Mántylá. Aöur
á dagskrá haustiö 1972.
19.15 Þingvikan. Þáttur um
störf Alþingis. Umsjónar-
menn Björn Teitsson og
Björn Þorrteinsson.
19.45 Hlé.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Dagskrárkynning og
auglýsingar.
20.30 Elsku pabbi. Breskur
gamanmyndaflokkur.
Pabbi finnur tengadason.
Þýöandi Dóra Hafsteins-
dóttir.
20.55 Ugla sat á kvisti. Get-
raunaleikur meö skemmti-
atriöum. Umsjónarmaöur
Jónas R. Jónsson. Stjórn
upptöku Egill Eövarösson.
21.35 Eftirf örin (The
Searchers). Bandarisk
kúrekamynd frá árinu 1956,
byggö á sögi* eftir Alan Le-
May. Leikstjóri John Ford.
Aöalhlutverk John Wayne,
Natalie Wood, Jeffrey Hunt-
er og Vera Miles. Þýöandi
Kristmann Eiösson. Myndin
gerist I Texas á öldinni, sem
leiö. Ethan Edwards á bú-
garö i félagi viö bróöur sinn.
Hann snýr heim eftir langa
fjarveru, en skömmu eftir
heimkomu hans gera
indiánar árás á búgaröinn,
fella flesta heimamenn og
hafa á brott meö sér tvö
börn bóndans.
23.30 Dagskrárlok.
Sunnudagur
23.febrúar1975
18.00 Stundin okkar. 1 Stund-
inni aö þessu sinni er mynd
um Onnu litlu og Langlegg,
frænda hennar. Söngfugl-
arnir syngja og tvær nýjar
persónur koma til sögunnar.
Þær heita Mússa og Hrossi.
Þá sjáum viö spurninga-
þátt, og á eftir honum fer
annar þáttur leikritsins um
Karl Blómkvist, leynilög-
reglumeistara. Umsjónar-
menn Sigriöur Margrét
Guömundsdóttir og Her-
mann Ragnar Stefánsson.
18.50 Hlé.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Dagskrárkynning og
auglýsingar.
20.30 Þaö eru komnir gestir.
Trausti Ólafsson tekur á
móti leikkonunum Aróru
Halldórsdóttur, Emiliu
Jónasdóttur og Nlnu Sveins-
dóttur og spjallar viö þær
um leikferil þeirra.
21.00 Brunarústirnar. Leikrit
eftir sænska skáldiö August
Strindberg. Leikstjóri Hak-
an Ersgard. Aöalhlutverk
Erland Josephson, Jan Erik
Lindquist, Ulla Blomstrand
og Arthur Fischer. Þýöandi
Jóhanna Jóhannsdóttir.
Leikurinn gerist i Stokk-
hólmi seint á 19. öld. Miö-
aldra maöur, sem áratug-
um saman hefur búiö i vest-
urheimi, kemur heim og
fréttir þá, aö æskuheimili
hans hafi brunniö til ösku
nóttina áöur. (Nordvision —
Sænska sjónvarpiö).
22.25 Aö kvöldi dags.Sr. Guö-
jón Guöjónsson, æskulýös-
fulltrúi þjóökirkjunnar,
flytur hugvekju.
22.35 Dagskrárlok.
Sjónvarp kl. 20.30 í kvöld:
Natosha Pyne
—hún leikur oðra dótturina í „Elsku pabbi"
Leikkonan, sem leikur áöra
dóttur Patrick Cargills I þáttun-
um um „Elsku pabba” á laugar-
dögum, heitir Natasha Pyne. Hún
hefur fengizt viö leik á sviöi og
einnig birzt á hvita tjaldinu
nokkrum sinnum. Hennar stærsta
hlutverk var þó f myndinni „The
Taming of the Shrew”, þar sem
hún lék á móti sjálfum Burton
hjónunum. Natasha fór meö hlut-
verk Biancu.
„Þau voru mér bæöi- ákaflega
yndisleg,” sagöi Natasha i viötali
nýveriö. Uppáhald Natöshu á
hvita tjaldinu er samt sem áöur
Richard Harris og eins Nathalie
Wood. „Hvaö ég vildi aö ég heföi
útlitiö hennar,” sagöi Natasha i
viötalinu. Annars þarf nú
Natasha ekki aö vera aö kvarta
undan útlitinu.
Ef þættirnir um „Elsku pabba”
endast þaö lengi þá sjáum viö
Natöshu ganga I heilagt hjóna-
band.
En um svipaö leyti og sá þáttur
var tekinn upp giftist Natasha
Pyne leikaranum Paul Copley,
sem lék meö henni i leikritinu
„Lulu” á sviöi I Leeds. „Hann lék
þar ungan mann, sem var alveg
vitlaus I mig,” sagöi Natasha aö
lokum.
Enska knattspyrnan
I dag kl. 16.40:
„Hvaö ætlaröu svo aö gera
i hálfleik, Gubbi?”
,Stundin okkor
kl. 18.00 ó
morgun:
Mússa og
Hrossi hittast
Nýir félagar birtast i „Stund-
inni okkar” á morgun. Þaö eru
félagarnir Mússa og Hrossi.
Mússa og Hrossi eru sköpunar-
verk Herdisar Egilsdóttur
kennara. Herdis hefur áöur
samiö mikiö af efni fyrir börn,
má bæöi nefna söguna um Siggu
og skessuna, sem flutt hefur
veriö i sjónvarpinu, og eins nýtt
barnaleikrit, sem hún vann ný-
lega verölaun fyrir i samkeppni,
sem Iönó efndi til.
Hrossi er hestur, sem býr einn
i hesthúsi. Hann er enginn
venjulegur hestur heldur fyrst
og fremst mikill lestrarhestur
og les allt sem auga á festir. Svo
er þaö einn daginn aö inn I kof-
ann til hans kemur agnarlitil
mús, sem er aö leita sér aö hús-
næöi. Hesturinn leyfir Mússu,
eins og músin heitir, aö vera hjá
sér, og þau tvö veröa hinir ágæt-
ustu félagar. Viö fáum svo
væntanlega aö sjá meira af
þeim I næstu viku.
1 slöustu „Stundinni okkar”
rifjuöu umsjónarmennirnir upp
ýmislegt úr fyrri „Stundum” i
tilefni þess aö þetta var sú þrjú
hundraöasta i rööinni. Rifjaö
var upp eitt atriöi eöa svo frá
hverjum umsjónarmanni, en
þeir eru orönir allmargir i gegn-
um árin.
Fyrst sá Hinrik Bjarnason,
sem nú starfar hjá Æskulýös-
ráöi, um þáttinn en fékk fljót-
lega hana Rannveigu vinkonu
hans krumma sér til aðstoöar.
Rannveig er núna kennari. SIÖ-
an tóku þeir Tage Ammendrup
og Andrés Indriöason viö þátt-
unum og þulur hjá þeim var
Svanhildur Kaaber, sem nú
starfar I filmusafni sjónvarps-
ins.
1 hennar stað kom fljótlega
Kristln ólafsdóttir, sem eftir aö
hafa verið þula I um eitt ár tók
sjálf viö stjórn þáttanna. A eftir
henni kom Asta Ragnarsdóttir,
sem nú stundar frönskunám i
Háskólanum og þá Ragnheiður
Gestsdóttir og Björn Þór
Sigurbjörnsson. Björn er nú I
háskóla og Ragnheiöur aö
kenna I Hólaskóla.
Þau tóku viö þáttunum um
haustiö 1972 og voru meö hann i
þrjá mánuði. Þá tóku núverandi
umsjónarmenn, Hermann
Ragnar Stefánsson og Sigriöur
Margrét Guömundsdóttir viö
þáttunum. Sigriður Margrét er
kennari viö Digranesskóla.
— JB
Hárgreiðslumeistarar mœta til leiks
Myndin hér til hliðar er
frá upptöku „Uglunnar".
Það er Egill Eðvarðsson
stjórnandi, sem er þarna
að virða áhorfendurna
fyrir sér. —JB
í „Uglunni" í kvöld eru
það hárgreiðslumeistarar
og fólk af því taginu, sem
er mætt í sjónvarpssal
ásamt mökum sínum.
Brugðið verður á leik og
nú fær Arnþór slökkvi-
liðsmaður enn einu sinni
að spreyta sig.
Gestir úti í sal fá eins
og síðast tækifæri til að
hlaupa í bjölluna jafn-
framt því sem þeir eru
látnir fara í leiki.
„Ugla á kvisti"
í kvöld:
John Wayne leikur aöalhlutverkiö I kúrekamyndinni I kvöld. Hér
er hann ásamt syni hershöföingja nokkurs, er hann hittir aö
máli. Strákurinn er leikinn af Pat Wayne, sem raunar.er sonur
John Wayne.
Sjónvarp í kvöld kl. 21.35:
Fimm óra leit
Ethan Edwards (John
Wayne) snýr heim á búgarð
sinn I Texas eftir langa fjarveru
vegna herþjónustu. Skömmu
eftir heimkomuna koma Indián-
ar i heimsókn, skilja flesta
heimamenn eftir I valnum en
taka tvær dætur bóndans meö
sér á brott.
Þannig er upphafið aö mynd-
inni Eftirförinni (The Sear-
chers), en aðeins upphafiö, þvl á
eftir fylgir fimm ára leit Ed-
wards að stúlkunum.
Kvikmynd þessi er gerö af
John Ford, sem hefur gert f jöld-
ann allan af góðum kúreka-
myndum, þar á meðal margar
meö John Wayne I aöalhlut-
verki. Þessi mynd er frá árinu
1956 og er byggö á sögu eftir
Alan Lemay.
1 myndinni er mikiö um viöa-
miklar útisenur, bardaga viö
Indlána og sjálfan vetur kon-
ung. Mynd þessi er á dagskrá
sjónvarpsins klukkan 21.35 I
kvöld.
Jeffrey Hunter i hlutverki sinu I
myndinni Eftirförin.