Vísir - 22.02.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 22.02.1975, Blaðsíða 5
Vísir. Laugardagur 22. febrúar 1975. ERLEND MYNDSJÁ Umsjón Guðmundur Pétursson Gleraugun fœra henni sjónina Það er ekki að undra þótt þær séu ánægðar, mæðgurnar á myndinni. Hin tiu ára gamla Paula Saraiva frá Sao Paulo i Braziliu sér móður sina, Eldu, i fyrsta skipti á ævinni. Það var læknir I New York, VVilliam Feinbloom, sem bjó til þessi gleraugu. Með þeim á henni að vera unnt að lcsa og skrifa, þvi að hún hefur náð 80 af hundraði af venjulegri sjón með þeim. Met í pönnukökuáti Maðurinn á myndinni, Mark Mishon, er að setja met. Metið, sem hann setti, er i þvi að borða sem flestar pönnukökur á sem skemmstum tima. Honum tókst að raða i sig 61 pönnuköku, 15 senti- metra i þvermál, á sjö minútum, þar sem hann sat á Obelik pönnu- kökuveitingahúsinu I London. Fyrra met átti Mike Veschio frá Los Angeles, sem haföi látið i sig „aöeins” 31. Mark sagðist hafa notiö þess aö borða fyrstu 25, en hinum hafi hann „troðið” niöur. Jolene Renee Lange heitir litli stranginn i höndunum á hjúkr- unarkonu hér til vinstri, móðirin innan við dyrnar. — Lesendur geta betur virt Jolene fyrir sér á myndunum hér fyrir ofan t.h. Það má segja um Jolene litlu, aö hún hafi snemma fengið aö læra, að þetta blessað jarðlif er mesta basl. — Henni var naum- ast hugað lif, og barðist hún við að halda þvi i margar vikur. En hamingjudagur var það hjá mömmu hennar, þegar hun Ut- skrifaðist af sjUkrahUsinu i San Jose i Kaliforniu með Jolene litlu. LIST? Þaö er ekki bara hér uppi á ts- landi sem menn eru ekki sam- mála um list og iistastefnur. Nútlmalist er I augum ihalds- samra listskoðenda illskiljan- leg, en höfundar verkanna telja þau „túlkandi”. A myndinni er eitt verk, sem örugglega er I þessum hópi listaverka. Verkið er á sýningu i Berlin, Charlottenburg kastalanum, og heitir einfaldlega „Stórt höfuö og hönd” og er eftir Rainer lýriestler. Einhverjir kynnd aö lita svo á aö listaverkiö „túlk- aði” allt aðþvfeins vel skoðanir niargra á þeim iistaverkum, sem til sýnis eru á þessari sýn- ingu, sem opnaði á miðvikudag- inn var. Dýr lax Ted Moynihan, veitingahús- cigandi I Limerick á Irlandi, hampar hér laxi harla ánægb- ur, enda má hann vera það, þvi laxinn keypti hann á upp- boöi fyrir 387 pund (138.500 Isl.). Var þetta fyrsti laxinn sem á land var dreginn á þessu veiöitimabili, sem hófst 1. janúar. Þess verður aö geta, aö aö sjálfsögöu bar veitinga- maðurinn laxinn á borö fyrir fastagesti sina daginn eftir að hann keypti þennan eftirsótta fisk. Jolene var sU eina af sexbur- um, sem liföi. Móðir hennar hafði eignazt f jórbura rUmu ári áður, en enginn þeirra liföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.