Vísir - 22.02.1975, Blaðsíða 9
Vlsir. Laugardagur 22. febrúar 1975.
9
Þeir fóru í sjö - en
trompásinn vantaði
Eitt af þeim spilum,
sem Italir græddu mest á
í undankeppni heims-
meistaramótsins, var á
móti Bandaríkjamönn-
um. ítalirnir notuðu eina
af sínum sérstöku
sagnaðferðum til þess að
ná besta samningnum í
fjórum sögnum, þegar
Bandaríkjamennirnir
notuðu helmingi fleiri til
þess að komast í óvinn-
andi samning.
Staðan var n-s á hættu og
norður gaf.
AD-4
y A-4
A 10-2
4 A-K-D-9-7-6-5
4 A-9-6
VG-6
£ K-D-G-8-3
10-8-2
4 8-5-3
y 9-7-3-2
*
7-6-5-4
4-3
4 K-G-10-7-2
V K-D-10-8-5
♦ A-9
4 G
Sagnir i opna salnum voru
þannig:
Norður Austur Suður Vestur
Bellad. Hamman GarozzoWolff
34 P 34 P
3 ^ P 6G P
p P
Opnunarsögn Belladonna
þýddi nákvæmlega — þéttur
sjölitur i laufi og ás til hliðar —.
Þrir tiglar hjá Garozzo spurði i
hvaða lit ásinn væri. Þegar
Belladonna upplýsti að það væri
hjartaásinn, þá þurfti Garozzo
ekki meiri upplýsingar og fór
rakleiðis i sex grönd.
Wolff spilaði náttúrlega út
tigulkóng og fékk þess vegna
aldrei spaðaásinn — sagnhafi
tók alla slagina, af þvi að
hjartagosinn var annar.
En nú skulum við athuga
sagnirnar i hinum salnum:
Norður Austur Suður Vestur
Soloway Franco Swanson Pittala
14 P 14 24
if 44 4G P
54 P 5f P
54 p v4 D
P P P
Hvar mistókst Bandarikja-
mönnunum? Fimmlaufasvarið
við fjórum gröndum var lykil-
spila-Blackwood. Soloway áleit,
að lauf væri samþykktur
tromplitur og þvi sagði hann frá
laufakóngnum sem ás (fimm
lauf þýða annaðhvort enginn
eða þrir ásar). En Swanson áleit
að spaði væri samþykktur
tromplitur og þvi væru fimm
lauf sama sem þrir ásar. Hann
sagði þvi fimm tigla, sem er
spurning um spaðadrottningu.
Fimm spaðar þýddu? Ég á
spaðadrottningu. Nú var einfalt
að segja sjö og það gerði
Swanson.
Þegar doblið kom, þá vökn-
uðu efasemdir, en allt var þá
um seinan.
Bridgefélag Oxfordháskóla heldur
keppni á íslandi
Fimmtudaginn 27. febrúar
gengst Bridgesamband islands
fyrir riðli (eða riðlum) i alþjóð-
legri tvimenningskeppni ungs
fólks, sem skipulögð er af
bridgefélagi Oxfordháskóla.
Sömu spil eru spiluð i keppninni
alls staðar, þar sem hún er
haldin.
Þátttaka er heimil öllum
háskólastúdentum og öðrum
ungum bridgemönnum undir
þritugu. Spilað verður i Félags-
heimili stúdenta við Hringbraut
og hefst keppni kl. 20 stundvis-
lega.
Þátttaka tilkynnist til Jakobs
R. Möller, simi 19253 fyrir
sunnudagskvöld 23. febrúar.
HJALTI ER BUINN AÐ
VINNA BR-MÓTIÐ
Nú er aðeins ein umferð eftir i
aðalsveitakeppni Bridgefélags
Reykjavikur og hefur sveit
Hjalta Eliassonar þegar tryggt
sér fyrsta sætið.
Röð og stig efstu sveitanna
eru nú þessi:
1. Sveit Hjalta Eliassonar 245.
2. Sveit Þóris Sigurðssonar 208.
3. Sveit Helga Sigurðssonar 203.
4. Sveit Þórarins Sigþórssonar
175.
5. Sveit Jóns Hjaltasonar 172.
6. Sveit Björns Eysteinssonar
158.
7. Sveit Gylfa Baldurssonar 154.
8. Sveit Hermanns Lárussonar
144.
Siðasta umferðin verður spil-
uð nk. miðvikudag kl. 20 i
Domus Medica og spila þá sam-
an m.a. sveitir Hjalta og
Þórarins.
Næsta keppni Bridgefélags
Reykjavikur er tvimennings-
keppni með Butlerfyrirkomu-
lagi og er mönnum ráðlagt að
tilkynna þátttöku sem fyrst til
stjórnarinnar.
BR-sveitir á toppnum
í Reykjavíkurmóti
Að tiu umferðum loknum I
undankeppni islandsmótsins,
sem jafnframt er Reykjavikur-
meistaramót, er staða efstu
sveitanna þessi:
1. Sveit Þórarins Sigþórssonar
BR 159.
2. Sveit Helga Sigurðssonar BR
156.
3. Sveit Þóris Sigurðssonar BR
154.
4. Sveit Hjalta Eliassonar BR
152.
5. Sveit Jóns Hjaltasonar BR
122.
6. SveitJóns Stefánssonar BDR
98.
7. Sveit Ólafs Lárussonar BR 90.
8. Sveit Braga Jónssonar TBK
89.
Næstu umferðir verða spilað-
ar n.k. þriðjudag kl. 20 i Domus
Medica.
Kvenmannslausir kennarar
Nú er búið, eins og alþjóð veit, að gera
efnahagsráðstafanir. Þær voru fólgnar I
þvi að fella gengið, enda komin mikil og
góð reynsla á slikar aðgerðir.
Hliðarráðstafanirnar voru svo að sjálf-
sögðu þær að hækka verð á tóbaki og
brennivini, bilum og utanlandsferðum.
Ég er hlynntur þessum aðgerðum. Þær
gætu nefnilega, auk þess að spara þjóðar-
búinugjaldeyri,komið i veg fyrir að fjöldi
manns deyi úr lungnakrabba, lifrarbólg-
um, kransæðasjúkdómum og sólsting.
Það má sem sagt með sanni segja að
áðurnefndar aðgerðir séu mjög mannúð-
legar. Ég er á þvi að islensk stjórnvöld
ættu að fá einhver verðlaun fyrir þetta.
Það er hvort sem er alltaf verið að veita
verðlaun og stundum af miklu minna
tilefni.
Er pervisið gerist pyngjutetur,
peningarnir farnir.
Enginn þunnur orðið getur,
utan ráðherrarnir.
Þegar þetta er ritað stendur þing
Norðurlandaráðs enn yfir. Eitthvert
slangur af þingmönnunum okkar verður
þvi að vera á stöðugum þeytingi á milli
leikhúsa. Ekki eru þeir þó jafn margir og
sagt er i næstu visu.
Okkar góðu þingmenn, þeir
I Þjóðleikhúsi vaða reyk.
Þangað fóru tugir tveir
að taka þátt i gestaieik.
Það er stutt frá stjórnmálum yfir i list-
ina. Ég ætla ekki að blanda mér i þær
deilur sem nú standa yfir um Kjarvals-
staði. En mér finnst listaverk eigi ætið að
vera i sem eðlilegustu umhverfi. T.d. ætti
að sýna arfasátur i hlöðu og brauð
bakarii svo eitthvað sé nefnt.
1 borgarráði er stöðugt strit
við stjórn á andans vistum.
Ætli þeir hafi eitthvert vit
á öðru en framboðsiistum.
Fyrir um það bil tuttugu árum kváðust
á i útvarpssal nemendur úr Kennaraskóla
íslands og Menntaskólanum i Reykjavik.
Hér eru nokkur sýnishorn af þessum
kveðskap.
1 fyrstu visunni byrjar K.l. en Mennta-
skólinn botnar.
Draugagangur mikill mun
á Menntaskólans lofti.
Hjá oss það vekur illan grun
þú örgum beitir hvofti.
1 næstu visu er það Menntaskólinn sem
byrjar.
Krit upp reiða kennarar
klókir breiða út viilurnar.
Okkur leiðist ekki par
út þó freyði skammirnar.
Svo virðist á næstu visu, að i liði
Menntaskólans hafi verið kvenmaður, þvi
að K.l. byrjar hana þannig.
Ljóshærða stúlku leit ég þar
úr liði Menntaskólans var.
Liðsmenn Menntaskólans botna
skemmtilega.
Kvenmannslausir kennarar
kúra fullir öfundar.
Næst er hér hringhenda, sem Mennta-
skólinn á upphafið að.
Suma eltir ólánið,
öðrum veltir heimska.
Oss fær hrellt um sónar svið
sálarhelti og gleymska.
Þegar hér er komið sögu virðast menn
hafa verið búnir að hita sig vel upp og ber
næsta visa þvi vitni. Menntaskólinn byrj-
ar.
Upp með klakkinn, bikkjan brokkar,
blakkan makkann vindur skekur,
alltaf frakkur áfram skokkar
óðar Blakkur nokkuð frekur.
Liðin enduðu svo kveðskapinn á þessum
visum. Sú fyrri er eftir lið K.í.
List og skemmtun óðsmið er
andann löngum skerpir.
Visdómsugian ekki hér
eggjum fleiri verpir.
Visa liðs Menntaskólans er þannig
Ekkert fleira yrkja þeir
óður deyr úr minni.
Valla meir úr ljótum leir
láta heyra að sinni.
1 siðasta þætti birti ég visu, sem hring-
henduvinur hafði endurbætt. Hér kemur
Yfir þveran eyðisand
einn ég fer að sveima.
Nú er farið Norðurland,
nú á ég hvergi heima.
Næsta visa, sem jafnframt er siðasta
visan i þættinum i dag er eftir Sigurð Ö.
Pálsson.
Nætur vorsins ástareld
undra heitan kveikja.
Dætur Evu kannske I kveld
kalla þig til leikja.
Ég vil svo geta þess, að ég hef sennilega
komist að alrangri niðurstöðu i rannsókn
minni i siðasta þætti. Að minnsta kosti
barst þættinum engin einasta visa að
þessu sinni. Svo bregðast krosstré sem
önnur.
Fyrripartur þessa þáttar hljóðar þann-
>g-
Nú hækkar verð á vörum ótt,
vist það dæmin sanna.
Ben. Ax.