Vísir - 22.02.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 22.02.1975, Blaðsíða 6
ó Visir. Laugardagur 22. febrúar 1975. vísrn Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Ilelgason Ayglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siftumúla 14. Sími 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánufti innanlands. i lausasölu 35 kr. eintakift. Blaftaprent hf. Misvindasamt Risaveldin reyna að finna lausn á deilunum i Mið-Austurlöndum. Utanrikisráðherrar þeirra, Kissinger og Gromyko, hafa ferðazt þangað og siðan ræðzt við. Kissinger er óþreytandi i sendiferðum. Þetta byggist á þvi, að stefna risa- veldanna i Mið-Austurlöndum er að þvi leyti hin sama, að hvorugur vill styrjöld, þótt hagsmun- irnir stangist á i miklu. Helmingslikur segja kunnugir að séu á friðar- samningum, og er það hagstæðara en oftast áður. Israelsmenn eru farnir að tala i alvöru um að selja i hendur Araba talsvert af herteknu svæð- unum, svo sem Sinaiskaga, gegn tryggingu fyrir friði. Egyptar hafa komið til móts við þessar ósk- ir. Hins vegar hlaupa deiluaðilar út undan sér annað veifið, mæla gifuryrði um andstæðinginn og hóta striði. Þótt Arabar séu meiri orðhákar i þessum efn- um, fer ekki á milli mála að jafnmikil hætta er á, að ísraelsmenn hefji styrjöld. Gerðu þeir það og segðust vera að fyrirbyggja yfirvofandi árás Araba,mundúþeir hafa stuðning margra forystu- manna á Vesturlöndum, vegna orkukreppunnar. Leiðtogar iðnrikjanna mundu gráta þurrum tár- um, að oliurikin yrðu fyrir búsifjum i striði. Risaveldin greinir á um, hvaða leiðir skuli fara til að fá aðila til að semja um frið. Sovétmenn vilja kalla saman stóra ráðstefnu allra viðkom- andi i Genf, en Bandarikjamenn vilja fara mála- miðlunarleið, sem byggist einkum á viðræðum Kissingers við deiluaðila og aðra, sem málið er skylt. Með þvi hyggjast Bandarikjamenn komast að marki hægt en örugglega. Þeir virðast hafa samúð ísraelsmanna og hinna hógværari af leið- togum Araba við þetta. Fréttamenn segja, að i vor, þegar út rennur umboðið, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa til frið- argæzlu i Mið-Austurlöndum, muni á reyna, hvort verði strið eða friður. Þegar umboðið rann út i haust og var framlengt, hafi veður verið slæmt til bardaga. í vor, þegar veður batnar, megi búast við öllu. Kissinger og aðrir, sem vinna að friði, eru i timahraki. Egyptar og Sýrlendingar vigbúast sovézkum vopnum og heimta meira en Sovét- menn hafa viljað láta að sinni. Þó má ætla, að sið- ustu ferðir Kissingers til margra landa hafi aukið friðarhorfur, að minnsta kosti i bili. Á meðan úrslita er beðið, stendur tafl milli oliuframleiðenda og iðnrikjanna, sem er ekki sið- ur slungið. Arabar hafa náð miklum árangri með oliuvopninu. Margir þjóðaleiðtogar hafa selt sannfæringu sina af ótta og hallast á sveif með Aröbum gegn Israel. Fyrir okkur íslendinga gildir á alþjóðavett- vangi, til dæmis hjá Sameinuðu þjóðunum, að við tökum ekki þátt i slikum leik i neinu, jafnvel þótt það kynni að koma fyrir suma frændur okkar á Norðurlöndum. Tvennt skiptir meginmáli að þvi er tekur til Mið-Austurlanda, að vernda og tryggja tilvist ísraelsrikis og tryggja framtið flóttafólks frá Palestinu. Þetta verður að vera grundvöllur frið- arsamninga, og skiptir þá minnstu, hvort eitt rik- ið fær nokkru meira land eða minna en annað. —HH Helztu talsmenn lögleiftingar fóstureyftinga benda á háa dánartölu þeirra, sem sjá sig knúðar til aft leita til kuklara eftir ólöglegum fóstureyftingum, I staö þess aö búa aft öryggi iögverndaftrar heilbrigftis- gæzlu. Spyrna við fótum gegn fóstureyðingum Merkisberar frjálsra fóstur- eyftinga hafa nú byrjaft sókn sina i Suöur-Amerlku. Kólombia er fyrsta landift, þar sem þessu hefur verift hreyft þar i álfu. — En það er vift svo ramman reip aö draga, þar sem rómversk- kaþólska kirkjan er annars veg- ar, aö taismenn fóstureyftinga þora ekki einu sinni aö láta nafna sinna getift. Þetta eru tveir þingmenn, sem fyllzt hafa bjartsýni eftir góðar undirtektir stjórnvalda viö til- lögum um breytingar á skilnað- arlögunum i átt til meira frjáls- lyndis. 1 viðtali við'fréttamann Reuters sögðu þessir nafnlausu þingmenn, að þeir væru að búa sig undir að leggja fram frumvarp i þingi Kólomblu, þar sem gert væri ráð fyrir auknu frjálslyndi i fóstureyðingum. Hinir kaþólsku biskupar Suður- Ameriku eru greinilega fylgj- endur þeirrar skoðunar, að ekki sé ráð nema i tima sé tekið. Þótt fóstureyðingarhugmyndirnar séu ekki lengra komnar, hafa þeir þegar brugðizt við hart. Segja þeir, að mennirnir, sem eru að undirbúa lagafrumvarp um frjálsari fóstureyðingar, „séu aö undirbúa hinn hræðilegasta glæp”. Fóstureyðingar eru bannaðar með lögum i öllum tuttugu lýö- veldum rómönsku Ameriku, nema Kúbu kommúnista, þar sem ríkið leyfir fóstureyðingar á fyrstu þrem mánuðum meðgöngutimans. Kólombia er fyrsta land álfunn- ar, þar sem fóstureyöingar koma til almennrar umræðu. Forvigis- menn kaþólsku kirkjunnar lita svo á, að það gæti verið fleygur- inn, sem opnað gæti leiðina fyrir þessa ófreskjuaðgerðir þar i heimi. „Enginn heiðarlegur maður, þvi siður þingmaður, má taka þátt i aðgeröum eða áróðri, sem hlynntur er lagabreytingum um frjálsar fóstureyðingar,” lýsti hans heilagleiki, Anibal Munoz Duque kardináli, yfir. Hann er æðsti maður kaþólsku kirkjunnar i Kólombiu. „Sá, sem slíkt gerir, veit, að hann brýtur alvarlega gegn sam- vizku sinni og er að fremja glæp gagnvart guði og samfélaginu,” sagði kardinálinn og skóf ekkert af þvl. En þeir, sem telja sig vera að berjast fyrir félagslegum umbót- um, geta þulið upp langar tölur um ólöglegar fóstureyðingar, sem viðgangist hvort eö er, þrátt fyrir lagabönnin, — rétt eins og gert hafa skoðanabræður þeirra I sömu baráttu annars staðar i heiminum. „A meftan konur okkar búa vift þetta, hjálpar afstafta kaþólsku kirkjunnar litift,” segir helzti talsmaftur fóstureyftinga i Suftur- Ameriku. Ililllllllll m mm UMSJÓN. G. P. Lækjar telja, að ekki færri en 200,000 til 250,000 fóstureyðingar eigi sér ólöglega stað I Kólombiu ár hvert. Það er ætlaö, að 250 til 600 konur deyi árlega af hverjum 100,000 fóstureyðingum, sem þannig eru framkvæmdar af hinum og þessum kuklurum við óheilbrigðar aðstæður. — Benda læknar á, að þetta jafngildi þvi, að milli 1000 og 1500 konur á barn- eignaraldri farist af fóstur- eyðingaraðgerðum árlega. I Kólombiu eru þeir svo strangir, að þeir leyfa ekki einu sinni fóstureyðingar til þess að bjarga lifi móður i barnsnauð. Hvað þá, að þeir leyfi eyðingu illa afskræmds fósturs. 1 viðtalinu við fréttamenn Reuters sögðust þingmennirnir ónefndu ekki enn hafa lagt drög að frumvarpi sinu. En þeir segj- ast vera byrjaðir að ráðfæra sig við lækna áður en þeir ákveða með sér, hvað þeir leggi til við þingið. Ekkert liggur fyrir, sem hvatt getur þá til þess að halda, að stjórn Alfonso Lopez Michelsen forseta muni styðja þetta fram- tak þeirra. Þó lagði stjórnin fyrir þingið I fyrra frumvarp, sem fól i sér auðveldun borgaralegra hjónavigslna og hjónaskilnaða. Einu viðbrögð þess opinbera til þessa birtust I yfirlýsingu heil- brigðis- og menntamálaráðherr- ans, Hernando Duran Dussa, sem sagði, að Kólombla væri ekki búin undir það enn að leiða fóstur- eyðingar i lög. Einn hinna opinberu talsmanna þess, að fóstureyðingar verði leyfðar með lögum, er dr. Miguel Trias, forseti samtaka, sem kalla sig „Profamilia”. Það er einka- félagsskapur, nokkuð umdeildur i Kólombiu, sem hefur takmörkun barneigna og getnaðarvarnir á stefnuskrá sinni. Dr.MiguelTriassegir: „Það er timi til kominn að huga að möguleikum þess að leiða fóstur- eyðingar I lög i Kólombiu og það algerlega út frá sjónarhóli vis- inda og skynsemi.” Þar vikur doktorinn að þvi, að allar umræður um máliö renna venjulegast út i sandinn, vegna þess að þær byggjast flestar á svo tilfinningalegum grundvelli, að þær eru oftast langt utan marka skynseminnar. Trias bendir á þá staðreynd, að Kólombia er eitt örfárra landa i heiminum i dag, sem leyfa ekki einu sinni fóstureyðingar i neyðartilvikum. — „Að þvi leyti standa lög Kólombiu langt að baki annarra,” segir hann. Annars er hann þeirrar skoðunar, eins og margir aðrir reyndar á undan honum, að getnaðarvarnir mundu að miklu leyti leysa vanda fóstureyðing- anna. En jafnvel á sviði þeirra hefur kaþólska kirkjan virkað afturhaldandi og fordæmdi þær i fyrstu. Trias gagnrýnir kirkju- valdið fyrir þessa afstöðu: „Að hafast ekki annað að en kalla þetta hræðilegan glæp, meðan svo margar konur okkar verða að búa við þetta, leysir augljóslega eng- an veginn vandann,” segir hann og bætir við: „Það mundi lika litið bæta, þótt þeir tækju upp jákvæðari afstöðu og segðu að leita ætti einhverrar þeirrar lausnar, sem væri I anda þess góða i heiminum og samboðið virðingu mannsins. Það mundi hjálpa sára-, sáralitið.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.