Vísir - 22.02.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 22.02.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Laugardagur 22. febrúar 1975. 3 Rafmagnsveitan þarf 25,6-29,9% hœkkun — hitaveitan 30% Ekki rafmagn í 600 nýjar — fóist hœkkun ekki, segir borgarstjóri Borgin getur ekki lagt rafmagn i um 600 ibúðir, sem verður lok- ið við að byggja i ár, ef ekki fæst heimild til verulegrar hækkunar á rafmagnsverði, sagði Birgir ísleifur Gunn- arsson borgarstjóri i viðtali við Visi. Eftir gengisfellinguna er hækkunarþörf Rafmagnsveitu Reykjavikur 25,6-29,9%, eftir þvi hve hækkun Landsvirkjunar á heildsöluverði rafmagns verð- ur mikil. Hitaveitan þarf að minnsta kosti 30% hækkun til að geta sinnt sinum framkvæmd- um, sagði borgarstjóri. Birgir sagði, að fyrir áramót, er f járhagsáætlun var gerð fyrir Rafmagnsveituna, hefði verið beðið um 11,9% hækkun um- fram þad 9,3%, sem rafmagn hækkaði i heildsölu hjá Lands- virkjun. Þetta mál hefði enn ekki fengið afgreiðslu.i rikis- stjórn, en við gengislækkunina eykst halli Rafmagnsveitunnar gifurlega. Hún er mjög háð er- lendu efni og hefur neyðzt til að taka mikið af erlendum lánum að undanförnu. Þetta hækkar við gengislækkunina. Orsök lán- tökunnar hefði helzt verið, að borgin hefði ekki fengið að hækka rafmagnsverð eins og þörf hefði verið siðustu ár. „Við höfum gert rikisstjórn- inni grein fyrir þessari þörf”, sagði borgarstjóri. Afleiðing þess ef verðið fengist ekki hækkað um nálægt 25,6-29,9%, yrði að.Rafmagnsveitan yrði að segja upp allmörgum starfs- mönnum og hætta við ívrir- hugaðar framkvæmdir eins og að framan greindi, taldi hann. „Fólki finnst rafmagnsverð nokkuð hátt”, sagði borgar- stjóri, „en við getum ekki frem- ur en aðrir eytt meiru en við öfl- um. Þess ber einnig að gæta, að i haust var lagður á Rafmagns- veitu Rvfkur 13% skattur, það er verðjöfnunargjald, til að greiða halla á Rafmagnsveitum rikisins. Með söluskatti eru þessar álögur á rafmagnsveitu. borgarinnar yfir 30%. Fjárþörf rafmagnsveitunnar er 467,8 milljónir,” sagði borgarstjóri. „Við mótmæltum verðjöfnunar- gjaldinu, en það er lögbundið og viö vitum, að það tekur tima að vinda ofan af sJiku, en þörfin er bryn”. Ekki byrjað á hita- veituframkvæmdum siðan um miðjan des- ember Hitaveitan sótti um heimild til 9,4% hækkunar i desember, miðað við að geta haldið áfram framkvæmdum i nýjum hverf- um og nágrannabyggðum. Ekk- ert svar hefur komið frá rikis- stjórn enn, sagði borgarstjóri. Eftir gengislækkun óx vandi Hitaveitunnar geysilega, svo að nU þarf minnst 30% hækkun, sagði Birgir. Hitaveitan hefur mikið af erlendum lánum á herðum sér. „Siðan um miðjan desember hefur ekki verið byrj- að á nýjum verkefnum, og all- miklar tafir hafa þegar orðið á íbúðir framkvæmdum hitaveitu”, sagöi Birgir. „Reykjavikurborg hefur haft forgöngu um orkuöflun fyrir IbUa sina og reyndar höfuðborg- arsvæðið. SU forganga hefur að þvi er tekur til hitaveitu sparað borgarbUum mikiö fé. Við þyrftum 200 þUsund tonn af oliu á ári til að hita upp borgina, ef ekki nyti við hitaveitunnar. 1 rafmagnsmálum hefur verið staöið þannig að verki, að raf- magnstruflanir á svæðinu eru fátlðar, og þær eiga eingöngu rætur að rekja til tilviljana- kenndra óhappa, þegar þær verða. A sama tíma búa heilir landshlutar við orkuskort og of veik dreifikerfi. Það er einlægur áhugi borgaryfirvalda að geta áfram haldið uppi þessari þjón- ustu með jafnmiklum sóma og veriö hefur, en til þess að svo megi verða er nauðsynlegt, að greitt sé fyrir þessa þjónustu það, sem hUn kostar i raun og veru”, sagði borgarstjóri. — —HH Herranótt Menntaskólans: Shannon Castle Singers syngja og dansa á Loftleiðum — þykir mörgum fögur hljóð og sjón. — Ljósm. BG. Óttast íslendingar sprengjuregnið? — írar kynna hinn vaxandi ferða- mannaiðnað sinn Sprengjufréttir og hryðjuverk á Norður-írlandi virðast hræða venjulegan Islenzkan ferðamann. A.m.k. hefur straumur ferða- manna héðan ekki beinzt i þeim mæli til irlands sem e.t.v. væri eðliiegt. „Ferðamenn verða aldrei varir við ógnaröldina á ír- landi, enda er hún viðsfjarri ferðamannaslóðum”, sagði Pat- rick J. Gleeson, sölustjóri frska ferðamálaráðsins I gær, en þá var verið að opna Irska viku á Hótel Loftleiðum. „Við aukum ferðamanna- strauminn jafnt og þétt, i fyrra jókst hann um 9%, sagði Gleeson. Og lrar bjóða sem fyrr upp á sitt sérstæða og skemmtilega land. Þar er hægt að ferðast fyrir sáralitið fé á okkar mælikvarða. Hægt er að leigja hestvagna, sem menn stýra sjálfir og leigja fyrir litið, eða þá ef menn hafa meira i pyngjunni að leigja sér lysti- snekkju fyrir 200 pund vikuna, en þá geta 6—8 manns verið sam- an um leiguna. Enn aðrir leigja herbergi á bændabýlum, — verðið með irskum morgunveröi er minna en tvöfaldur viskisjUss i Reykjavik, sagði John Grenn, fulltrUi hjá ferðamálaráðinu. Ir- arnir sýndu i gærdag örlitið inn i 15. öldina og skemmtanir sinna manna á þeim timum. Það var söngflokkurinn Shannon Castle Singers sem kom fram og gerir það á sunnudagskvöldið á Loft- leiðum. Loftleiðir hafa á matseðlinum irska fæðu, að sjálfsögðu. Emíl Guðmundsson kvað þá ætla að bjóða fólki upp á irskar brauð- snittur, Limerick Ham, léttreykt grisalæri, ástarbrunn (Topar An Grádh) og að sjálfsögöu irskt þokukaffi. —JBP— Strókarnir fórnuðu hórinu „Stúlkurnar saum- uðu sina kjóla sjálfar, en herrafötin fengum við i einni tizkuverzlun- inni, sem býður upp á Gatsbytizkuna, ” sagði Kjartan Ragnarsson i viðtali við Visi, en Kjartan leikstýrir tveim stuttum leikrit- um eftir Bertold Brecht, sem flutt verða á Herranótt Mennta- skólans i Reykjavik i ár. Annað leikritanna heitir „SmáborgarabrUðkaup” og er gamanleikur, sem lýsir brUð- kaupi i Þýzkalandi fyrir Hitlers- timann. Visismenn litu á menntskæl- ingana, þar sem þeir voru að æfa sig i dag niðri i Austurbæj- arbiói, en frumsýning verksins verður á mánudaginn. Leikendurnir glitruðu i gerv- um sinum með sleikt hárið, kringlóttar gleraugnaglyrnur, tannburstaskegg, langar perlu- festar og höfuðband eins og ku hafa tiðkazt áumræddum tima. „Ja, þau hafa miklu fórnað. Strákarnir hafa til dæmis allir oröið að klippa sig og það er sannarlega virðingarvert,” sagöi Kjartan, og áður en Visis- menn sneru á braut stilltu leik- endur sér upp fyrir eina fjöl- skyldumyndatöku. —JB Leikendurnir Magnús, Hilmar, Margrét, Birna, EUert eru i aft- ari röð frá vinstri, en I fremri röðinni eru þau ólöf Einarsdóttir, formaöur leiklistarfélagsins, Tryggvi, Herdis og Jón Viðar. Ljósm. Bragi. Folalda skrokkar Úrbeining, pökkun og merking. kg.kr. 270 [MID{D©1T^[Ð)D[Ka Laugalæk 2 Sími 35020

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.