Vísir - 22.02.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 22.02.1975, Blaðsíða 4
4 Visir. Laugardagur 22. febrúar 1975. // Hefurðu reynt að kyrkja kött?" Ragnar Lár Fimmtudaginn 13. febrúar sl. birtist iiér I VIsi grein eftir Dagrúnu Kristjánsdóttur og bar greinin yfirskriftina „HVAÐ EE LIST?” Dagrún er fræg aö endemum fyrir afturhalds- sjónarmiö sin á hinum ólikustu málefnum. Fyrirsögnin og inn- gangurinn aö grein Dagrúnar gæti gefiö til kynna, aö hún ætl- aöi aö leggja eitthvaö til mál- anna og má reyndar meö nokkr- um sanni segja aö hún geri þaö. En þetta tillegg hennar er á þann máta „matreitt”, aö ég get ekki oröa bundizt. Greinin er litiö annaö en skltkast og sleggjudómar, en sleggjudómar eru Dagrúnu mjög tamir. Hún hefur aö eigin áliti vit á flestum hlutum og er óhrædd viö aö dæma þá, hvort sem hún þekkir þá eöa ekki, og er I þvl sam- bandi skemmst aö minnast þess, er hún, á opinberum vett- vangi, fordæmdi kvikmynd sem sýnd var i einu kvikmyndahúsa Reykjavikurborgar, án þess aö hafa séö myndina. En litum nú á grein Dagrún- ar. bá er birtist I Visi á dögun- um. Þess skal getið, að letur- breytingar eru undirritaðs. 1. Lítillœti eða hroki Dagrún segir I greininni: „Hinir svokölluöu „listamenn” eru vfirleitt ekki menn af hjarta litillátir — þess vegna þykir mér hæfa aö setja gæsalappir við þetta heiti, sem þeir gefa sjálfum sér og aörir gefa þeim burt- séö frá því, hvers virði afkvæmi þeirra eru i raun og veru eöa hvers eðlis þau eru. Ég er þess fullviss aö listamaöur af guös náö — sannur listamaður, sýnir ekki þann hroka, sem fram kemur hjá flestum af hinum smærri ,,lista”postulum, þvi þaö samrýmist alls ekki. List- gáfan er guðs gjöf, sem þiggj- andinn hlýtur að þakka af al- hug....” o.sv.frv. Og Dagrún heldur áfram: „Aö vera hroka- fullur yfir þvi að vera gefið meira en öðrum, þaö er I sann- leika heimskulegt. Hér áöur fyrruröu listamenn aö ryöja sér sjálfir braut og þaö gerðu þeir og gátu vegna þess, að I fyrsta lagi höföu þeir listagáfuna innra með sér .... o.sv.frv.” 2. Að ryðja sér braut Það væri fróðlegt að vita, hvaða listamenn Dagrún á viö, sem „hér áður fyrr urðu að ryðja sér braut”. Ef hún á við „hina þrjá stóru”, Kjarval, Asgrim og Jón Stefánsson, þá ruddu þeir sér að vlsu braut, en það hafa flestir af okkar lista- mönnum gert, meira að segja þeir sem I daglegu tali eru kall- aðir „nútlmalistamenn”, eða það sem Dagrún og hennar likar kalla „klessumálara”. Ég held að Dagrúnu væri hollt að kynna sér feril manna eins og t.am. Þorvalds, Svavars, Sigurjóns, Asmundar, Kjartans, Karls, Jóhannesar og svona mætti lengi telja. Ef Dagrún i raun og veru heldur að þessir menn og margir fleiri hafi lagt út á lista- brautina vegna listamanna- launanna, (eins og hún reyndar heldur fram), þá er það mikill misskilningur. Það vita allir, sem eitthvaö þekkja til lista- manna okkar, að þeir leggja flestir mjög hart að sér til að ná árangri I list sinni. Að vlsu eru margir kallaðir, en fáir útvald- ir. Hvaða efni, eöa aðferðir listamennirnir nota, hlýtur að vera þeirra mál, en á þvi er eng- inn efi, að framtíðin mun skera úr um gildi verka þeirra, en ekki fólk eins og Dagrún Kristjánsdóttir. Hins vegar er slæmt til þess að vita, að lista- menn allra tima skuli þurfa að berjast við afturhaldsöfl hvers tima, og þó, kannski gefur sú barátta list þeirra ennþá meira gildi en ella. 3. Að ofan eða neðan Dagrún segir aö listamenn nútímans séu hrokafullir, þeir séu að springa af eigin sjálfs- ánægju, stórmóögi sýningar- gesti, beri óþverra á borö fyrir sýningargesti og ætlist til aö sýningargestir dáist að „lista- verkunum”. A hinn bóginn, seg- ir Dagrún, er tilgangurinn aö hafa fólk aö háöi og spottiog aö lokum „smáni þeir Almættiö.” Ennfremur segir Dagrún: „Ef þetta er gert af innri þörf og innblæstri, þá er hætt við að hvort tveggja hafi veriö þegiö aö neðanhið góða, fagra og fúll- komna kemur ætið ofan frá.” Þá veit maður hvaðan Dagrún hefur svigurmæli sin. Tæpast er þess að vænta, að hún þiggi þau frá hinum vonda. r 4. Abendingar Dagrúnar Dagrún hefur ekki einasta vit á þvi hvernig myndlist á ekki að vera. Hún veit llka hvernig tón- list á ekki að vera og hvernig á ekki að túlka hana. Hún er þess meira að segja umkomin (vænt- anlega hefur hún þá vitneskju úr réttri átt), að segja tónskáld- um okkar hvernig þeir eigi aö semja verk sín. Hún segir: „Vil ég þvi vinsamlegast gefa þeim, er semja slik tónverk, þær ábendingar aö þaö væri hiö mesta miskunnarverk aö byrja á endinum, þá vissu allir hvers vænta mætti og gætu gert viö- eigandi ráðstafanir.” Og Dag- rún heldur áfram, en nú lýsir hún túlkendum, (vafalaust af eigin reynslu): „Eitt sinn bótti það bezt hæfa að þegja, ef rödd- in liktist ryögaöri blikkdós, eöa ef hljóðin minntu á kött sem veriöer aö kyrkja.”Og enn seg- ir Dagrún: „Þaö er bara betra sé hún hás, fölsk og gerir jafnvel ekkert til, þó aö litiö heyrist nema tlst eöa væl.” 5. Hvernig eru hljóðin? Þeir sovézku „nútimalista- menn”, sem náðarsamlegast hafa fengið að sýna almenningi verk sin stuttar dagstundir á torgum, mega sannarlega þakka fyrir að Dagrún skuli ekki vera ráðamaður 1 Sovét- rikjunum. Dagrún byrjar grein slna á þvl aö minnast á svokallað Kjarvalsstaöamál. Um það mál ætla ég ekkert að segja. Sú af- staða sem meirihluti borgar- ráös hefur tekið mun dæma sig sjálf og þá sem hana tóku. Að lokum sendi ég Dagrúnu vlsu, sem ber I sér spurningu sem gaman væri að hún svaraði og þá að sjálfsögðu I hljóðvarpi, eða sjónvarpi, svo svarið nyti sln. 011 eru skrif þln út I hött, um það viti þjóðin. Hefurðu reynt aö kyrkja kött, hvernig eru hljóöin? Skútustöðum við Mývatn, 16.2. 1975. Ragnar Lár. Þögn og falsanir Látbragðsleikur trúða í íslenzkum efnahagsmálum Þaö er staöreynd, sem ekki verður á móti mælt meö neinum rökum, nema þá falsrökum, að þorri fólks hérlcndis er gjör- samlega sneyddur allri þekk- ingu á efnahagsmálum, fjár- munamyndun og raunar frábit- inn hvers konar viöleitni til skilningsöflunar á þeim málum. Þar með er ekki sagt, að áhugi á efnahagsmálum sem sllkum sé ekki fyrir hendi hjá fólki, almennt talað. Stjórn- málaumræður hérlendis hafa t.d. mestmegnis snúizt um efna- hagsmál og efnahagsvanda og hvers konar fjárhagsleg vandræði I gegnum árin, bæði á Alþingi og manna á meðal, þótt árangur hafi aldrei orðiö sýni- legur i neinu tilviki og vandinn hafi einungis margfaldazt með auknum vangaveltum og ráð- stöfunum, hverju nafni sem nefnast, en sem ætlaðar hafa verið til úrbóta. Allt tal og aðgeröir islenzkra stjórnmálamanna og forystu- manna I fjármálum hafa þvi frekar likzt almennum bolla- leggingum og eins konar sam- kvæmisleikjum, sem fremur hafa virzt ætlaðar til þess að drepa timann I skammdeginu, meðan á þingtima stendur, en til þess að gera gangskör að uppbyggingu eðlilegrar fjár- málaþróunar, t.d. með aðstoð frá viðurkenndum stofnunum á þessu sviði, I löndum, sem hafa náð beztum árangri og búið við stöðugleika I fjármálum ára- tugum saman, jafnvel á striðs- timum. Það má einna helzt likja umræðum og aðgeröum á fjár- málasviði hérlendis við lát- bragðsleik trúða, sem reyna að fá áhorfendur i fjölleikahúsi til að trúa, að þeir séu að leysa flóknar þrautir og fá áhorfendur til að fylgjast með af áhuga, meðan verið er að undirbúa næsta atriði, en þegar atriði trúðanna lýkur fellur tilraun þeirra um sjálfa sig og þeir standa uppi vandræðalegir og virðast undrandi á öllu saman, en hoppa siðan um sviðið og taka á móti lófataki áhorfend- anna. Það kemur glögglega fram I svörum fólks, sem tekið er tali á förnum vegi, t.d. varðandi álit þess á nýafstöðnum ráðstöfun- um I efnahagsmálum, að þekkingarskorturinn er jafn- alger og hjá stjórnmálamönn- unum sjálfum og heildartil- hneiging öll I þá átt að telja rikj- andi ástand hverju sinni óum- flýjanlegt, fólkið muni halda áfram að vera góðir áhorfendur að hverju atriði, sem upp kunni að vera fært i látbragðsleiknum milli aðalsýningaratriöanna. Þannig eru dæmigerð svör almennings við spurningunni um, hvernig hann bregðist t.d. við gengisfellingu, þessi: „Það eru náttúrlega allir ósáttir við sllkar fellingar, en þeir segja, að þetta sé nauðsynlegt, þegar fólkið eyðir miklu”, — og „það þýðir ekkert að láta sér bregða, það verður að taka þessum hlutum”, — „manni er auðvitað illa við þetta, en ekkert er viö sliku að gera, þvi reynir maður aðleiða þetta hjá sér”, — „mér er nokkuð sama, það virðist óumflýjanlegt, að allir hlutir hækki stöðugt I verði”. Og hér er komið að kjarnan- um I þessum mikla leik lát- bragða og falsana. Fólk tekur þetta sem náttúrulögmál, að vera áhorfendur að sýningunni, þvi er sama, reynir aö láta sem minnst á nokkru bera, sizt af öllu að hafa frumkvæði að nokkrum hlut. — „Við höfum menn á launum til þess að annast okkar mál, verkalýðs- leiðtogana.” En verkalýðsleið- togarnir hafa verið eins konar sýningarstjórar I sirkusnum, þeir hafa stjórnað öryggis- Geir R. Andersen Hvaö verður langt þangað til enginn treystir lengur á pen- inga, heldur tekur tryggö viö bein vöru- og eignaskipti. netum og ljósaútbúnaöi og séð um, að ljósin féllu rétt á hvert sýningaratriði, beint skæru ljósi á gengisfellingaratriðin, en deyft ljósin, þegar sýna hefur átt áhrif veröfalls afurða á erlendum mörkuðum eða atriði um umfram- og ofeyðslu I þjóðarbúskap. Það er sem sé mikiö um fals- anir og blekkingar I þvl stjórn- mála- og efnahagsleikhúsi, sem við erum aðilar að hérlendis, og þótt þjóðin hafi aldrei orðið þess megnug að skrá sirkus eða fjölleikahús meðal viðskipta- firma í landinu, hefur okkur hlotnazt að eiga miklu meiri samskipti við þess konar fyrirtæki dagsdaglega en flestar aðrar þjóðir. Er nú svo komiö, aö stjórnmálamenn sjálfir virð- ast eiga fullt I fangi með að sviðsetja nýjar trúverðugar sýningar og hafa þess vegna látið sýningarstjórunum eftir i æ rikari mæli umsjón uppsetningar og textaflutnings fyrir áhorfendur, þ.e. verka- lýðsforkólfum og forystumönn- um hinna ýmsu „hagsmuna- samtaka” (hvað sem það orð merkir, þegar um er að ræða að bjarga þjóð frá gjaldþroti). Sannast mála er það einnig aö fólk I þessu landi hefur mikla þörf fyrir að vera betur upplýst um mikilvægustu þættina I þjóð- arbúskapnum, fjármál og efna- hagsmál, svo mikla þörf, að almenn þekking á þessum málum er nú brýnasta verk- efnið af öllum mikilvægum til þess að lýðskrumið og fals- anirnar, sem nú fara fram I skjóli þekkingarleysis og rangra upplýsinga, megi kveða niður I eitt skipti fyrir öll. Og I stað þess að magna verðbólgu meö togstreitu milli hópa stjórnmálamanna, sem ekki hafa einbeitni né þekkingu til að kveða hana niður með eðlilegum og alþekktum aðgerðum, verður að virkja almenning til þátttöku I barátt- unni, I stað þess að stuðla að þvi, að hann sé fær um það eitt að gera kröfur um áframhaldandi látbragðsleik trúðanna. En meðan sjálfskipaðir sér- fræðingar telja málin of viðkvæm til þess að um þau sé fjallað, nema bak við tjöldin, vegna þess að þeir meta eölileg- ar ráöstafanir óvinsælar, eins og þjóðinni hefur nú verið tilkynnt frá æðstu stöðum, varðandi þá eðlilegu leið, niöur- færsluleiöina, þá munu umræður og úrræði I efna- hagsmálum haldast á frumstæðu stigi hér á landi. En hverjir eru þess um- komnir að virkja fjöldann og segja þjóðinni sannleikann i efnahagsmálum hennar, segja henni sannleikann um gagns- leysi gengisfellingarinnar og gengisfellinga almennt, sann- leikann um að gengisfellingin siðasta hafi ekki verið nauðsyn- leg vegna 32% verðfalls á þorsk- blokkinni, vegna 3.300 millj. kr. halla á útgerðinni, vegna 58% verðfalls á fiskimjöli, vegna 4% minnkunar þjóðarframleiðslu, vegna 60% verðfalls á frystri loðnu, eða vegna útlits fyrir 17,750 millj. kr. viðskiptahalla i lok þessa árs, eða vegna þess að gjaldeyrisvarasjóðurinn er á þrotum? Það verða að koma menn fram á sjónarsviðið til þess að leiðrétta slikar falsanir og krefjast þess, að niðurfærslu- leiðin sé sú leið, sem héðan af muni þó verða farin, jafnvel eftir siðustu gengisfellingu, að stefna þurfi að niðurfærslu launa og verðlags um a.m.k. 10% næsta árið, og að stefnt skuli að gengishækkun svo fljótt sem aðstæður leyfa. Þá þyrfti engar nýjar ráðstafanir um skyldusparnað, eða auknar álögur I skattaformi, sem siðan yrði dreift til þess að halda fyrirtækjum gangandi. Fyrirtæki, sem standa höllum fæti, verða að fá sitt andlát, þvi óarðbæra framleiðslu má ekki halda áfram að styrkja lengur, og enn siður illa rekin fyrirtæki. Þjóðin verður að fá aö vita hvaða atvinnugreinar soga til sin fjármagn og eyða þvi til einskis. Menn, sem eru til þessa alls reiðubúnir, eru til, en þeim hefur verið haldið niðri, ýmist af hinum sterku miðstjórnum stjórnmálaaflanna eða af hinum ýmsu „hagsmunahópum”, sem telja sig munu verða afskipta, ef slikir menn fái að koma fram með raunhæfar og ábyrgar tillögur. Hvers vegna eru menn, sem eru þekktir að góðri fjármálastjórn I eigin fyrir- tækjum og opinberum, ekki settir við stjórn fjármála i stað manna, sem vitað er, að aldrei hafa nálægt fjármálum komið, nema samkvæmt skipunum frá flokkslinum?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.