Vísir - 26.02.1975, Side 1
JT
v: i i ■i mi 1!
65. árg. Miðvikudagur 26. febrúar 1975. —48. tbl.
W 9 • •
OÞJALT OKUTÆKI
Lyftarar eru ekki þýð ökutæki
i borgarumferðinni. ökumaður
eins slíks tækis, sem um miðjan
daginn i gær var á leið austur
Tryggvagötuna, missti stjórn á
tækinu og lenti á litlum fólksbll,
sem kom úr gagnstæðri átt.
Fólksbillinn skemmdist mikið,
en engar skemmdir var að sjá á
þungum lyftaranum.
Lyftarinn mun hafa verið i
samfloti með vörubil, sem var
að flytja vörur upp i Alþýðu-
brauðgerð, og átti hann að losa
af bílnum þar.
—JB/Ljósm. Bj.Bj.
Fœr lág-
launafólk
2000 króna
Nú verður fátt um
framkvœmdir hjá ríki
5,5 — 8,3% niðurskurður útgjalda veldur frestun framkvœmda — mikil lœkkun tekjuskatta
Mikill niðurskurður
verður á framkvæmdum
rikisins. Útgjöld rikisins
á að skera niður um 5,5-
8,3 af hundraði, eða 2,5-
3,7 milljarða króna. Á
móti kemur eitthvað
minni lækkun tekju-
skatts, aðallega hinna
lægst launuðu, sem
verður væntanlega
verulegur hluti af tekju-
skattinum. Skattur-
inn átti samkvæmt
fjárlögum að veita rik-
inu 6,7 milljarða i ár.
Láglaunabætur eiga að hækka
til að bæta upp hækkun visitölu,
sem nemur um fjórum af hundr-
aði, svo og það prósent, sem bæt-
ist viö söluskattinn. Fyrir fólk
með 50 þúsund á mánuði gæti
þetta oröið um tvö þúsund krónur.
Nánari ákvörðunum þetta.svo og
niöurskurð rikisútgjaldanna,
liggur ekki fyrir. Oftast hefur
reynzt erfitt að skera niður
rekstrarútgjöld rikisins, en hæg-
ara er að fresta framkvæmdum.
Af þeim 44,7 milljörðum, sem
rikið ætlaði sér að eyða
samkvæmt fjárlögunum, áttu
tæplega 33,5 milljarðar að fara til
rekstrarliða, en 11,3 tæpir til
„fjárfestingar og fjármagnstil-
færsla”. Afborganir lána eru stór
hluti af þessu siðasttalda. Það er
þvi fyrirsjáanlegt, að fram-
kvæmdir rikisins verða næsta litl-
ar, ef útgjöldin eru skorin niður
eins og að framan greinir, þótt
leitað sé leiða til sparnaðar á
rekstri.
Rikisstjórnin mun skera niður
fyrirhuguð útlán fjárfestingar
lánasjóöa og gera ráðstafanir i
útvegsmálum.
—HH
NÚ MISSA
MARGIR
OLÍU-
STYRKINN
— haksíða
,Villi frœndi'
verður
varanlegur
- baksíða
•
HROSSIN
DAFNA
VELÁ
HAUGUNUM
— baksíða
Skrílslœti
í Portúgal
— sjó bls. 5.
ENN
ÞVÆLAST
STANGIRNAR
FYRIR
JÓHANNESI
— íþróttir í opnu
NÝTT DEKK f STAÐ
ÞESS GAMLA
Ein af bátabryggjunum svokölluðu úti á Granda er að endur-
fæðast þessa dagana Starfsmenn Reykjavfkurhafnar hafa rifið
upp allt dekkið til að setja nýtt I stað þess gamla, dálitið af gömi-
um bitum fær einnig aö vikja fyrir nýjum og sömu sögu er að
segja um einn og einn staur.
Aður hafa aðrar bátabryggjur verið yfirfarnar á þennan hátt,
en að sögn hafnaryfirvalda er ekki ákveðið, hvort i bráð verður
ráðizt I frekari endurbætur á trébryggjum f Reykjavikurhöfn.
JB
Duflin af
sovézkum uppruna:
„Teljum að
þau hafi rekið
langt að",
— segir
róðuneytisstjóri
„Jú, það iiggja hjá okkur
skýrslur um frumathugun, sem
við iétum gera á öðru duflanna,
sem hér rak á land, en hún segir
okkur lítið. Það þarf að athuga
þetta mikiu nánar,” sagði Pétur
Thorsteinsson ráðuneytisstjóri
utanrikisráðuneytisins um rann-
sókn á uppruna og tilgangi dufl-
anna, sem rak á land við
suðurströndina fyrir helgina.
„Þetta er nánast bara lýsing á
öðru duflanna að utan. Það hefur
ekki tekizt enn að flytja duflið frá
Stokksnesi, en það dufl virðist
vera i mun betra ástandi. Þetta
eru hlutir, sem ekki virðast mjög
aðkallandi og verða þvi fram-
kvæmdir við hentugleika,” sagði
Pétur Thorsteinsson.
„Við þýkjumst vita, að iiér sé
um að ræða tæki til að fylgjast
meö ferðum skipa og kafbáta og
hafi rekið langt og af miklu dýpi.
Svipuö tæki hafa einnig fundizt
sjórekin hjá nágrannaþjóöun-
um,” sagði Pétur Thorsteinsson.
' „Dufl, sem rekur hingað meö
straumum langt að, liggur litið á
að rannsaka. Við getum ekki gert
aö þvi, hvað rekur á okkar fjörur,
en i augnablikinu bendir flest til
að þessi dufl séu langt að komin,”
sagði Pétur Thorsteinsson.
1 fréttatilkynningu frá
utanrikisráðuneytinu i gær kom
auk þessara upplýsinga fram, aö
ekki væri unnt aö sjá hvar duflin
væru framleidd, en ýmsir hlutar
þeirra væru þó af sovézkum
uppruna. _jb
BYRJA AÐ VERKA FISK í BLÓMABÆNUM
þurrfiskverkunarstöð i Hveragerði róðgerð
Ákveðið hefur verið að
reisa þurrf iskverkunar-
stöð i Hveragerði og á að
hef jast handa um miðjan
apríl. Búizt er við, að
vinna geti hafizt þar í
haust.
Það er Guðbergur Ingólfsson
og synir hans, sem reisa þessa
verkunarstöð, en fyrir eiga þeir
fiskverkun i Gerðum i Garöi.
„Það er þrennt, sem veldur
áhuga okkar á að reisa fisk-
verkun i Hveragerði”, sagöi
Guðbergur þegar við höfðum
samband við hann i morgun.
„I fyrsta lagi heita vatnið. 1
öðru lagi finnst okkur þetta
timabært vegna tiikomu hring-
vegarins. Við fáum sérstaklega
mikið af fiski frá Austfjörðum,
einnig frá Selfossi og Stokkseyri
og þetta styttir vegalengdina
um ca. 110 km. 1 þriðja lagi eig-
um viö svo von á góðu vinnuafli i
Hveragerði.”
Guðbergur sagði, að ráðgert
væri, að um 12-15 manns væru i
jafnri vinnu árið um kring.
Stöðin veröur nýtizkulega úr
garði gerð og birgðir alltaf til.
Arsframleiösla er ráðgerð 700
tonn af þurrum fiski. Stöðin
veröur 970 fermetrar á stærð.
„Ráðamenn i Hveragerði
hafa ekki verið siður áhuga-
samir en við”, sagði Guðbergur,
„og það hefur verið mjög
gaman að vinna með þeim að
þessu.”
EA