Vísir - 26.02.1975, Blaðsíða 2
2
Vlsir. Miövikudagur 26. febrúar 1975
risBsm--
Viltu fá zetuna aftur?
Þorgrimur Einarsson, gjaldkeri:
— Ég vil gjarnan hafa zetuna, já.
Mér finnst hún fegra málið og
gera það að verkum, að auðveld-
ara er að rekja uppruna þess.
Eins lærði ég hana i skóla.
Flosi ólafsson, leikari: — Mér
finnst, að zetan megi fara burt
ásamt mörgu öðru, sem stendur
islenzku skrifuðu máli fyrir þrif-
um.
Júiius Karlsson, nemi: — Ég vil
tvimælalaust hafa hana. Ég hef
vanizt henni og vil þvi hafa hana
áfram. Mér finnst máliö fallegra,
réttara og auðskiljanlegra með
henni.
Guðmundur Steinsson, prentari:
— Mér er alveg nákvæmlega
sama. Sjálfur nota ég hana
áfram.
Guðmundur Sveinsson, verka-
maður: — Ég er meö þvi að hún
fái að vera áfram. Þetta er vani
fremur en spurningin um fegurð.
Zetan er búin aö vera I málinu svo
lengi.
Björn Ingþór Hilmarsson, raf-
virkjanemi: — Ég vildi frekar
sleppa henni. Hún var alltaf að
fltekjast fyrir mér. Eini staður-
inn, sem ég vil hafa zetuna áfram
á er á bilnúmerum. Ég þekki svo
marga á Z-númerum, að ég sakn-
aði þess ef þeir misstu zetuna
sina.
Myndin sýnir hluta af þvi svæöi Kópavogs, sem miöbæjarskipulagiö nær til. Næst á myndinni eru ibúöa-
blokkir, sem siöar meir eiga aö lykjast utan um garö. Undir þeim eru biiastæði, sem á daginn eiga aö
nýtast fyrir starfsemi á svæðinu, en á nóttunni fyrir Ibúa húsanna. A miöri mynd er félagsheimilið, en
milli þess og bankahússins yzt til vinstri sér ofan á tveggja hæöa bílageymsluna, sem veriö er aö reisa.
— Svæöið vestan við gjána mun eiga að blöa um sinn, en þar er meðal annars ráðgert, að Menntaskóli
Kópavogs rlsi. — Ljósm. Bragi.
Miðbœr
— þar er blandað
saman starfsemi
og íbúðum
Markmiðið með miðbæjar-
skipulagi Kópavogs er að
tryggja eftir getu, að þar veröi
ekki „dauð borg” eftir lokunar-
tinia skrifstofa og verzlana.
Meiningin er aö tengja þar sam-
an eftir megni þjónustumiö-
stöövar, athafnir og umferö, og
heimili. Þar veröa þvl ekki að-
eins fyrirtæki, heldur lika Ibúö-
ir.
Miðbæjarkjarninn er hugsað-
ur hringur, sem dreginn er með
brúna milli Borgarholtsbrautar
og Digranesvegar sem næst i
miðpunkti. Að vestan nær
hringurinn að húsunum vestan
við kirkjuna, að austan inn á
leikvöll Kópavogsskóla, að
Vill ekki vínhús í Keflavík
Suöurnesjamaöur hringdi:
„Ég vil skora á heilt hugsandi
Suðurnesjamenn að taka hönd-
um saman um það að hindra
opnun vinveitingahúsa i Kefla-
vik. Fanatiker kunna einhverjir
að segja, sem lesa þessa áskor-
un mina, en ég vil biðja þá hina
sömu að doka andartak við og
hugleiöa málið.
Fram til þesa höfum við verið
blessunarlega laus við vinveit-
ingahús hér á Suðurnesjum.
Það hefur þó ekki komið i veg
fyrir það, að þeir sem vilja öðru
hvoru lyfta sér upp með glas i
hendi, hafa getað látið það eftir
sér. Þeir hafa einfaldlega
skroppið til Reykjavikur eða
Hafnarfjarðar þar sem vin-
veitingahus eru. Eins eru alltaf
öðru hverju haldnar félagssam-
komur i samkomuhúsum hér
syöra þar sem vin er á
boðstólum.
Enn um sögu Svövu
Frú M.L. skrifar:
,,Ég vil þakka H.E. fyrir fram-
lag sitt til gagnrýni á sögu
Svövu Jakobsdóttur, sem nefnd
var „Saga handa börnum”. Hún
var frumflutt 26. janúar og ekki
mátti minna vera en að flytja
þennan óþverra aftur 22.
febrúar.
Ég er furðu lostin, að enginn
af klerkum okkar, kennurum,
sálfræðingum og barnaverndar-
mönnum hafi látiö til sin heyra
um þessa barnasögu, svo falleg
sem hún var, og likleg til að gefa
gott fordæmi.
Þaö er ekki litiö framlag, sem
Svava Jakobsdóttir leggur til
kvennaársins 1975. En ég vænti
þess, að Rikisútvarpið og aðrir
fjölmiðlar, að ógleymdum
bókaútgefendum, hlifi okkur viö
sögum eftir Svövu Jakobsdótt-
ur. Hvers er að vænta?
Mig langar til að fá þvi svar-
að, hvers vegna þetta for-
kastanlega verk er kallað „Saga
handa börnum”. Maður fyllist
hryllingi og viðbjóði, að nokkur
manneskja, sem á að heita með
heilbrigöa skynsemi, skuli geta
borið svona nokkuð á borð.
Er engin ritskoðun i okkar
háttvirta Rikisútvarpi? Ég er
nú svo tornæm, að ég get ekki
séð, hvaða tilgangi svona skrif
eiga að þjóna. Ef þetta á aö vera
eitthvaö skemmtilegt og fyndið
fer það fram hjá mér.”
En litum nú á það, sem tekur
viö, ef vinveitingahús opna hér i
löngum bunum. Þau verða trú-
lega opin 20 ára og eldri.
Staöirnir yrðu jafnvel opnir
ungu fólki á aldrinum 18 og 19
ára eins og sum vinhúsin i
Reykjavik.
Þegar lokkandi vinhús verða
opnuð, þarf enginn að efast um,
hvernig fer. ölvun eykst. Þeir
sem drukkið hafa i hófi freistast
til að teygja sig oftar i glasið
þegar það er rétt að þeim á svo
freistandi hátt.
Ég er ekki sá einfeldningur,
að gera mér ekki grein fyrir þvi,
að það er vin á samkomum unga
fólksins á dansleikjum hér
syðra. Þeir komast alltaf yfir
vin með einhverjum hætti ef
þeir nenna að bera sig eftir
„björginni”. En gerum þeim
það ekki of auðvelt.
Það er lika guðsþakkarvert á
meðan margir hinna eldri þurfa
að hafa talsvert fyrir þvi að
„detta i það”. Gerum þeim þaö
ekki heldur of auðvelt, að leggja
lag sitt við Bakkus.”
Það var
þetta með
Ijónin_________
Jói hringdi:
„Ég hringi ekki til að nöldra.
Aðeins til að segja ykkur brand-
ara, sem gæti verið góður með
öllu nöldrinu i lesendadálkum
Visis á morgun.
Sagan er svona:
Móðir i Ameriku fór með son
sinn i dýragarðinn og sýndi hon-
um öll dýrin. Þau voru á leiðinni
út, þegar strákurinn spurði
móður sina: — Mamma,
hvernig elskast ljónin?
— Æ, ég veit það ekki, vinur.
Pabbi þinn og félagar hans eru
allir i Kiwanis.”