Vísir - 26.02.1975, Page 4

Vísir - 26.02.1975, Page 4
4 Vlsir. Miðvikudagur 26. febrúar 1975 í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚT Stonehouse á yfir sér brottvísun úr Astralíu Áströlsk innflytjenda- yfirvöld segja, að John Stonehouse, þingmanni, verði veittur þriggja daga frestur til að yfir- gefa Ástraliu, ef hann hættir þingmennsku, vegna þess að hann hafi fengið taugaáfall áður en hann laumaðist inn í landið á fölsku vega- bréfi. „Veikindi hans eru með þeim hætti, að hann uppfyllir ekki þau skilyrði, sem sett eru þeim, er vilja setjast að I Astralíu,” segir Clyde Cameron, innflytjendaráð- herra Astrallu. Cameron vitnaði fyrir frétta- menn i skýrslu lækna, sem rannsakaðhöfðu hinn 49 ára þing- mann. „Það er litið svo á, aö hann hafi fengið taugaáfall, sem leitt hefur til þunglyndis og ofsóknar- kenndar,” segir I skýrslunni. „Taugaáfallið var afleiðing þess, að maðurinn hafði færzt of mikiö I fang og axlaö of mikla ábyrgð.” Stonehouse setti eins og menn muna á svið drukknun sina á Floridaströnd, en laumaðist á fölsku vegabréfi i gegnum Hono- lulu til Astraliu. Hann var hand- tekinn af lögreglunni, en sleppt lausum, þegar sannaðist, að hann var brezkur þingmaður. Þing- menn samveldislandanna þurfa ekki landvistarleyfi til dvalar i Astraliu. Neðri málstofa brezka þingsins hefur komiö á laggirnar nefnd til að kanna aðdraganda þess, að Stonehouse greip til þessa örvæntingarráðs og eins til að huga að þvi, hvgrt ástæða sé til þess að svipta hann þinghelgi og kjörbréfi umdæmis slns, sem yrði að kjósa annan þingmann I hans stað. Aströlsk yfirvöld hafa lýst þvl yfir, að þau muni framselja Stonehouse, ef Bretar óski þess. Kambodía ao falli komin — Ford Bondaríkjaforseti vill auka hernaðaraðstoðina, en þingið andvígt því Ford-stjórnin vinnur nú að þvi að fá Banda- rikjaþing á sitt band i stefnu sinni til þess að veita Lon Nol-stjórninni i Kambodiu aukna hern- aðaraðstoð. Ford forseti lét frá sér fara neyöarkall til þingsins I gær um að samþykkja aukna hernaðaraö- stoð til handa Kambodiu, sem annars mundi falla i hendur kommúnistum. Henry Kissinger utanrikisráö- herra sagöi, aö það væri fullvíst, að stjórnarherinn mundi ekki geta varizt sókn kommúnista einfaldlega vegna skorts á skotfærum, ef honum bærist ekki aðstoö. Um leið hafa þær fréttir borizt frá Kambodiu, aö Oudong, fyrrum höfuðborg Kambódiu, væri fallin i hendur kommúnist- um. Ráða kommúnistar nú lögum og lofum á svæði, sem er aöeins 13 km frá Phnom Penh, og hafa þeir hert mjög eldflaugahriðina á borgina. Þingmenn demókrata, sem eru i meirihluta I báðum deildum Bandarlkjaþings, eru andvigir frekari fjáraustri til hernaðarað- stoðar i Indóklna. Kommúnistar hafa hert eld- flaugahrfðina á Phnom Penh og hefur sú sókn komið illa niður á óbreyttum borgurum. Þessi simamynd hér við hliðina var tekin af tveim konum á hlaup- um að leita sér skjóls undan skothrlðinni. í Phnom Penh er þéttsetinn hver bekkur vegna flóttamannastraumsins utan^af- landsbyggðinni. Folalda skrokkar PENINGAFALS- ARAR GRIPNIR Lögreglan í Karls- ruhe i V-Þýzkalandi hefur haft hendur i hári hóps peninga- falsara, sem um fjög- urra ára bil hafa unn- ið að þvi að reyna að framleiða gallalausan 100 marka-seðil. Alls eru þetta átta manns, sem handtekin hafa verið, grunuð um peningafölsun. Þar á meðal er 66 ára gömul kaup- sýslukona. Dýrar prentvélar fyrir föls- unina fundust skammt frá heimili konunnar, sem grunuð er um að hafa fjármagnað fyrirtækið. En falsararnir höfðu ekki sett neina seðla I umferö, því að þeir töldu, aö þeir gætu bætt framleiðsluna enn. Daley hlaut útnefningu Richard Daley, borgarstjóri Chicago, hefur veriö útnefndur frambjóðandi demókrata til borgarstjórnarkosninganna næstu þar i borg. — Nái hann kjöri, verður það sjötta kjör- timabilið, sem hann situr sem borgarstjóri Chicago, en það yrði algert met I sögu USA. Um 800 þúsund af 1,5 milljón á kjörskrá greiddu atkvæði i for- kosningu demókrata, og hafði Daley hlotið 428,539 atkvæöi, þegar slðast fréttist af talning- unni. En næsti keppinautur hans I flokknum, William Singer, hafði fengið 214,457 atkvæöi. Úrbeining, pökkun og merking. kg.kr. 270 [M®@TT(oXI)D[R0 Laugalæk 2 Sími 35020 — Hósið opnað kl. 19.00

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.