Vísir - 26.02.1975, Síða 7
Vlsir. Miövikudagur 26. febrúar 1975
7
„Ef stúikurnar standa viö þau
áform, sem þær lýsa I þessari
töflu, er þess aö vænta, aö
konur, sem sinna eingöngu
heimilisstörfum muni teljast til
næsta fágætra undantekninga I
framtiðinni. Heildarniður-
staöan er sú, aö einungis 1,6%
stúlkna segjast hyggja á hús-
móðurstarfið sem framtiöar-
starf.”
Þannig segir meðal annars i
skýrslu könnunar, sem nokkrir
háskólanemar i almennum
þjóðfélagsfræðum gerðu i fyrra-
vetur undir umsjón Þorbjörns
Broddasonar lektors. Könnunin
fjallaði um launavinnu unglinga
i Reykjavik. Spurning um fram-
tiðaráform unglinga varðandi
störf var látin fylgja með, og
kom þá fyrrnefnt fram.
Könnunin náði til. 1405 ung-
linga á aldrinum 13-16 ára.
Ekki kemur það fram i
könnunni að nokkur piltur hyggi
á heimilisstörf i framtiðinni.
Flestir hyggja á stjórnunar-
störf, störf sem krefjast lang-
menntunar og störf sem njóta
mikils álits. Þvi næst koma
iðnaðar- og sérhæfð þjónustu-
störf og störf sem krefjast
skammmenntunar. Fæstir
hyggja á verkamannastörf og
störf sem ekki krefjast mennt-
unar.
Hlutfall stúlkna sem ekki
treysta sér til að svara er ekki
siður hátt en hjá piltunum. Þar
hyggja flestar á iðnaðar- og sér-
hæfð þjónustustörf.
t skýrslunni eru starfsflokkar
skammstafaðir:
SL: Stjórnunarstörf, sem
krefjast langmenntunar,
störf, sem njóta mikils álits.
IÞ: Iðnaðar- og sérhæfð
þjónustustörf, störf sem
krefjast skammmenntunar.
V: Verkamannavinna og störf
sem ekki krefjast
menntunar.
í skýrslunni er þess viða get-
ið, að svör unglinganna dreifist
á mismunandi hátt með tilliti til
starfsflokka feðra. Þessi
flokkun er gerð á grundvelli
þeirra starfsheita, sem
unglingarnir gáfu upp varðandi
feður sina.
En litum nú nánar á, hvað
segir i þessari skýrslu og hvað
þar kemur fram.
Fimmti hver 13-16 ára
vinnur með náminu
,,,..hve launastörf unglinga
eru algeng og vekur að okkar
mati spurningu um hvort ekki
beri að fylgjast betur en gert er
með vinnualagi unglinga i heild,
jafnt utan skóla sem innan.
Fjórði kaflinn fjallar um
launuð störf unglinga með skóla
að vetrinum. Okkur kemur á
óvart hve hátt hlutfall lendir i
þessum hópi, þ.e. fimmti hver
unglingur. Þar sem hér virðist
vera um að ræða langan
vinnudag og verulega tekju-
öflun hjá allstórum hópi, teljum
við mikilvægt að athuga þennan
hóp betur með viðtölum, m.a. til
að grafast fyrirum orsakir þess
að þeir fá sér vinnu.
í kafla sem fjallar um störf
um sumarið 1973, kemur fram
hve feikilega útbreidd sumar-
vinna unglinga er. Þeirri
spurningu hvort einhverjar
breytingar séu að verða á þessu
efni og hvers eðlis verður
einungis svarað með endur-
teknum könnunum.
Nánast allir ætluðu að vinna á
þvi sumri, sem fór i hönd.
Tæpur helmingur var búinn að
— flestir
vilja
sneiða
hjá
verka-
mannavinnu
Stúlkurnar ætla upp til hopa að vinna utan heimilis I framtiðinni. Bæði kynin sneiða nær alveg hjú
verkamannavinnu i áformum sinum.
stúlknanna. Bæði eru þeir all-
miklu fjölmennari við launuð
störf með skólanum og byrja
yngri. Eins og fyrr er komið
fram vann sem næst fimmti
hver unglingur i launaðri vinnu
með skólanum, en þar er i
mörgum tilvikum um mjög
óveruleg störf að ræða, en eigi
að siður er hlutfallið hærra en
svo, að unglingur, sem vinnur
með skólanum, geti talizt til
undantekningar.
Töluverðum erfiðleikum
reyndist bundið að fá skýrar
upplýsingar um lengd
vinnudagsins með skóla. Megin-
ástæðan til þess var sú, að hann
var mjög breytilegur, t.d. frá
einni viku til annarrar. Hjá
meirihluta unglinganna i þess-
um hópi fer tiltölulega litill hluti
starfsdagsins i launaða vinnu.
En minnihlutinn — hve stór
minnihluti er ekki ohætt að
fullyrða — ver furðu miklum
tlma til þessara starfa.
Með skólanum er stunduð
verkamannavinna ýmiss konar,
afgreiðslustörf, barnagæzla og
húshjálp og sendlastörf. Eldri
piltar eru fyrst og fremst i
ýmiss konar verkamannavinnu,
en eldri stúlkur einkum við af-
greiðslustórf.
Greinilegur
launamisnninur
Tafla sem birt er um
vikukaup fyrir vinnu með
skólanum veturinn ’73-’74,
staðfestir „greinilega hinn
HEIMILISSTORF EINGONGU
FÁGÆT UNDANTEKNING
í FRAMTÍÐINNI?
IINNl
m. SÍÐAN =
Umsjón: Edda E. Andrésdóttir
kynbundna launamismun, sem
rikir i islenzku þjóðfélagi.” 1
öörum kafla er tafla sem gefur
ekki til kynna að stúlkurnar
vinni miklu skemmri vinnudag.
Skýringin á þessum launamis-
mun er þvi talin liggja fyrst og
fremst I þvi að piltarnir séu i
betur launuðum störfum.
1 elzta flokknum reynist
helmingur piltanna hafa yfir
4000 krónur á viku, en engin
stúlka nær þvi marki.
Allur þorri unglinga stundar
launaða vinnu yfir sumarið. Af
þeim 1405 unglingum, sem tóku
þátt i könnuninni, stunduðu 1235
launaða vinnu sumarið 1973.
„Þeir eru virkir þátttakendur i
atvinnulifinu og hafa að þvi
leyti mikla sérstöðu séu þeir
bornir saman við jafnaldra sina
i nálægum löndum.” Flestir
vinna verkamannavinnu, en
hún spannar breitt svið, svo sem
uppskipunarvinnu, garðyrkju-
störf og fleiri.
Varðandi vikukaup að
sumrinu kemur það i ljós, að
stúlkur fylla iægsta flokkinn i
töluvert meiri mæli en piltarnir.
— stúlkur
fjöl-
mennari
í lœgstu
launa-
flokkunum
V-flokki) Þessi munur milli
kynja byggist væntanlega á þvi,
að minna sé lagt upp úr þvi, að
stúlkur komist i „góða” vinnu,
en piltar, enda minna i húfi
fjárhagslega, segir i skýrslunni.
Einnig kann að vera að minni
fyrirvara þurfi vegna stúlkna-
starfa en piltastarfa.
í sambandi við þetta er mjög
áberandi að þeir, sem koma úr
SL-flokki, hafa tryggt sér vinnu
i meiri mæli en hinir. Þessi
munur hverfur þó i yngsta
aldursflokknum. „Þar sem
ástæða er til að ætla, að þeir,
sem hafa tryggt sé vinnu
snemma komist i eftirsóknar-
verðari störf en hinir, virðist
óhætt að álykta, að hér komi
fram aðstöðumunur manna úr
mismunandi þjóðfélagshópum
til að fleyta til sin feitari bitun-
um.”
Stúlkurnar ætla að
vinna utan heimilis
Um framtiðaráformin segir i
skýrslunni: „Stúlkurnar ætla
upp til hópa að vinna utan
heimilis i framtiðinni (a.m.k.
þær sem tjá sig um maliö). Aö
þvi leyti skera þær sig liklega
mjög frá kynsystrum sinum af
næstu kynslóðum á undan. En
eftir sem áður setja þær sér
markmiö, sem eru mjög frá-
brugðin markmiðum piltanna
og staðfesta þannig trúnað við
rikjandi venjur og gildi
þjóðfelagsins um „kvenna-
störf” og „karlastörf”. Það er
hins vegar piltum og stúlkum
sameiginlegt að þau sneiða nær
alveg hjá V-flokki i áformum
sinum. Þau störf verða þó fyllt
af einhverjum hér eftir sem
hingað til.”
Flestir piltanna hafa byrjað
aö vinna 11-13 ára, en stúlkur 14
ára eða eldri. Hlutur piltanna i
atvinnulifinu er sýnu meiri en
Langflestir unglingar stunda launaða vinnu yfir sumarið. Þeir eru
þvi virkir þátttakendur I atvinnulifinu og hafa að þvi leyti sérstööu
samanborið við jafnaldra sina i nálægum löndum.
tryggja sér vinnu, en við treyst-
um okkur ekki til að fullyrða
hvernig hinum reiddi af. At-
hyglisverður munur kemur
þama fram milli kynja og
starfsflokka feðra.”
Minna lagt upp úr
„góðri” vinnu fyrir
stúlkur?
I skýrslunni er nánar gerð
grein fyir þvi. Svo er að sjá sem
piltarnir hafi verið forsjálli en
stúlkurnar varðandi vinnu.
Heildarmunurinn milli kynja er
skýr, og hann birtist i sérhverj-
um undirflokki að einum undan-
skildum (ungl. fæddum 1958 i
— fimmti
hver
nemandi
13-16 óra
vinnur
með nómi