Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678

Vísir - 28.02.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 28.02.1975, Blaðsíða 5
Vlsir. Föstudagur 28. febrúar 1975 5 TL.ÖND í MORGÚN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND I MOR Umsjóll: G.P. RÆNDU BORGAR- STJÓRAEFNI MINNIHLUTANS Lögreglan leitar dyrum og dyngjum í V- Berlín og aðeins tveir dagar til kosninga Þúsundir lögreglu- manna leita nú dyrum og dyngjum um alla Vestur- Berlín að sporum, sem leitt geti þá á slóð Peter Lorenz, leiðtoga borgar- stjórnarminnihlutans, en honum var rænt skammt frá heimili sinu í gær. Lögreglan telur, að Lorenz sé hafður i haldi einhvers staðar i borginni. Hefur vörður verið efldur við flugvelli og landa- mærin. — Austur-þýzk yfirvöld hafa boðizt til þess að leggja vestur-þýzku lögreglunni lið við leitina. Hinn 52 ára leiðtogi kristi- legra demókrata hafði staðið i strangri kosningabaráttu til* undirbúnings sunnudeginum næsta, þegar Berlinarbúar ganga til kosninga. Höfðu Lor- enz og flokksbræður hans góðar vonir um að fella stjórn demó- krata. Þegar fréttist um ránið i gær, létu allir flokkarnir þrir af kosn- ingaundirbúningnum. En til- kynnt hefur verið, að kosning- arnar muni fara fram engu að siður. Lorenz var tekinn, þegar hann fór að heiman til að hitta banda- riskan blaðamann i flokksskrif- stofunum. — Með vissu er vitað, að þarna voru að verki að minnsta kosti tveir menn og ein kona. Þau óku smábil á Mercedes Benzinn, sem Lorenz var i. Þeg- ar ekill Lorenz sté út til að huga að skemmdunum, var hann sleginn niður og ræningi settist undir stýri á Benzinum. Ekillinn gat siðar þekkt á mynd úr safni lögreglunnar konuna, sem ekið hafði á hann. Var það Angela Luther, 34 ára fyrrverandi kennslukona, sem talin var hafa staðið i tengslum við „Baader-Meinhoff” glæpa- klíkuna. — Hún hvarf 1972, þeg- ar sprengja eyðilagði ibúð, sem hún hafði á leigu undir fölsku nafni. Lögreglan hefur leitað hennar siðan. Leiðtogar stærstu stiórn- málaflokka V-Þýzkalands flugu þegar i stað til V-Berlinar frá Bonn til skyndifundar, sem Klaus Schuetz, borgarstjóri, boðaði til. Meðan fundurinn stóð yfir, safnaðist saman fjöldi manns fyrir utan og fordæmdi mannránið. Bifreið Peters Lorenz fannst i bilageymslu og i honum sprautunál, sem benti til þess, að Lorenz hefði verið sprautað- ur með deyfilyfi. Yfirvöld hafa boðið 100 þús- und mörk i verðlaun (nær 6,5 milljón isl. kr.) hverjum þeim, sem veitir upplýsingar, er geta leitt lögregluna á spor ræningj- anna. öryggisgæzla annarra stjórnmálamanna i borginni hefur verið efld. Rániö hefur gefið gagnrýni flokksmanna Lorenz á borgar- stjórn V-Berlinar byr undir báða vængi. Þeir höfðu haldið þvi fram, að ekki hefði verið nægilega stemmt stigu við vax- andi afbrotum glæpalýðsins og naumast væri óhætt að fara um götur borgarinnar að næturlagi. Rifjast hefur upp I sambandi við ránið morðið á dómaranum, GUnther von Drenkmann. Hann var skotinn til bana á heimili sinu i nóvember, daginn eftir að einn félaganna i „Baader-Mein- hoff”-glæpahópnum dó i fang- elsi eftir hungurverkfall. Linnulaus skothríð Kommúnistar hafa haldiö uppi linnulausri sókn með eidflauga- árásum á höfuðborg Kambodiu, Phnom Penh. Mannfallið hefur verið mikið meðal óbreyttra borgara. Ein eldflaugin I gær lenti á miðju markaðstorgi skammt frá Pochentong-flugvellinum I Phnom Penh, þaðan sem þessi mynd er komin. Sjö létu lifið af völdum eldflaugarinnar og sautján særðust. ELDURINN ÞAGGAÐI í 200.000 SÍMUM 200.000 símar þögnuðu í New York í gær allir í einu og kom ekki til af góðu, Mikill eldur hafði komið upp í einni af stærstu sjálf- virku símstöðvum borg- arinnar, en hún var í tólf hæða byggingu. Mest allt slökkvilið borgarinnar var kallað út, en fékk litið við ráðið, svo magnaður var eldur- inn. Ekki skorti þó, að þeir reyndu. Sextiu slökkviliðsmenn voru fluttir á sjúkrahús, þegar þeir höfðu gengið fram af sér við slökkvistarfið. Hitinn frá brenn- andi plasteinangrun simaviranna var ofboðslegur, og reykurinn sýrublandinn. Enda gátu ekki aðrir gengið að slökkvistarfinu en reykkafarar. Slökkviliðið átti i mesta basli við að komast að byggingunni vegna kröfugöngu 20.000 bygg- ingaverkamanna, sem varð á leið þeirra. Eldurinn lék enn laus i morgun, og bjóst slökkviliðsstjórinn ekki við þvi að ráða niðurlögum hans fyrr en eftir fimmtán klukku- stundir. Það er talið taka að minnsta kosti viku að koma þessum 200 þúsund simum i samband aftur. Lögregla og slökkviliö borgarinn- ar hafa orðið að fá bráðabirgða- númer. — En verzlunareigendum erekki rótt á meðan, þvi að þjófa- viðvörunarkerf i þeirra voru tengd við þessa simstöð. 3 3 3 3 G3 3 3 i3 3 K1 3 Kl 3 KI 3 3 3 [3 13 3 3 13 13 3 3 3 13 [3 13 (3 3 3 3 3 3 3 3 frifr Pluovélobók FJÖLVA GÆTIÐ VANDLEGA AÐ! Vönduð bók í fermingargjöf verður œvilöng minning um vinóttu og góðvilja Fjölvaútgáfan gefur út fjölda grundvallarrita í (slandssögu, Verald- arsögu, Náttúruf ræði, Sögu og tækni fluglist- ar, og síðast en ekki síst Myndskreyttu Bib- líuna. Allar þessar bækur eru svo stórar, að þær eru hver um sig vegleg fermingargjöf og þannig samdar með fjörlegum texta og með lifandi nútíma- legri myndskreytingu, að þær eru sérlega eft- irsóttar af ungu fólki. Veraldarsagan. Stórt verk I mörgum bindum, sem opnar upp á gátt skilning á vegferð mannkynsins. Hver bók er sjálf- stæð. 1. bindi: Forsaga mannkyns, 2. bindi: Upphaf menningar við fljótin. Hvort viljið þér, að gjöf yðar verði flöktandi stundargaman eða fararnesti og fjársjóður um langa og farsœla œvidaga Munið að góðar bœkur eru óforgengileg verðmœti Myndskreytta Bibllan er forkunnarfögur og viðeigandi fermingargjöf. Framlag Fjölva á þjóðhátlðarári. Saga Boga Melsteðs og TrySgva Gunnarssonar oj; Stóra járnbrautar- málsins. Saga Benedikts Sveins- sonar sýslumanns og þjóðhreyfingar Þing- eyinga. Saga Páls Briems og Velvakenda hans og Magnúsar lands- höfðingja. >Ortlíin» Tbomrcnten Saga Skúla Thoroddsens og Þorsteins Erlings- sonar &ISc-A msrmkyranj VERALDAR úSStoSAGA FJÖLVA r,

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 50. Tölublað (28.02.1975)
https://timarit.is/issue/238984

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

50. Tölublað (28.02.1975)

Aðgerðir: