Vísir - 28.02.1975, Blaðsíða 8
Vlsir. Föstudagur 28. febrúar 1975
Vlsir. Föstudagur 28. febrúar 1975
M
Nr'
Norski landsliðsmaðurinn Rune Sterner skorar i fyrri landsleik Norðmanna og Austur-Þjóðverja I Moss. A-Þjóðverjarnir
sigruðu i þeim leik með 19-15 eða fjögurra marka mun.
Norðmenn sigruðu,
en Danir fengu skeíl!
í landsleikjum við Austur-Þjóðverja. Norðmenn sigruðu með eins marks
mun eftir að Þjóðverjar komust í 3-0 og 7-3 - en töpuðu fyrri leiknum
Norðmenn eru ekki heims-
I meistarar, en við getum sigrað
þá beztu, skrifaði VG eftir, að
norska iandsliðið í handknatt-
leik vann Austur-Þjóðverja í
landsleik í Skien sl. sunnudag.
Norðmenn unnu með eins
marks mun — misnotuðu þó
fjögur af fimm vítaköstum,
sem liðið fékk í leiknum — og
lengi vel var útlitið svart.
A-Þjóðverjar komust í 3-0, 4-1, 6-2 og
7-3 og höfðu forustu nær allan leikinn.
Þegar minúta var eftir jafnaði Per
Otto Furuseth i 16-16 — rétt áður hafði
Harald Tyrdal skorað fimmtánda
mark Noregs. Mikil taugaspenna hljóp
i leik Þjóðverja — Wolfgang Böhme
fékk dæmdan á sig ruðning — og
nokkrum sekúndum fyrir leikslok
skoraði Harald Hegnas sigurmark
Noregs með langskoti 17-16 og fyrsti
sigur Norðmanna gegn A-Þjóðverjum
var staðreynd. Löndin hafa leikið
marga landsleiki frá 1959 — og i fyrra,
mánuði eftir, að Austur-Þjóðverjar
hlutu HM-silfur, náðu Norðmenn i
fyrsta skipti jafntefli við þá, 19-19.
Á laugardag léku löndin landsleik i
Moss og þá hafði norska liðið enga
möguleika. Austur-Þjóðverjarnir sigr-
uðu örugglega með fjögurra marka
mun, 19-15. Harald Tyrdal var mark-
hæstur Norðmanna með 5 mörk, Röse
skoraði 3, Sterner 3, Reinertsen 2,
Grislingaas og Gjerde eitt hvor. 1
sigurleiknum var Gjerde markhæstur
með 4 mörk. Furuseth skoraði 3 Röse
3, Grislingaas 2, Hegna 2, Tyrdal 2 og
Reinertsen eitt.
Þá léku Austur-Þjóðverjarnir einnig
nýlega tvo landsleiki við Dani. Þeir
sigruðu i báðum með nokkrum mun,
22-18 i þeim fyrri, og 21-13 i þeim siðari
og höfðu þá algjöra yfirburði.
Danir byrjuðu þó vel i siðari leiknum
— komust i 2-0 og höfðu yfir 4-3. En
•siðan ekki söguna meir. Þjóðverjarnir
léku sér að danska landsliðinu og um
tima stóð 18-7 fyrir þá. Lokakafla
leiksins skoruöu Danir sex mörk gegn
þremur, svo lokatölurnar urðu ekki
alveg eins hrikalegar. Gert Andersen
var liðsstjóri danska liðsins i leikjun-
um — og eftir þá segja dönsku blöðin,
að útlitið hjá Dönum i alþjóðlegum
handknattleik sé allt annað en glæsi-
legt. —hsim.
Tveir hundrað
stiga leikir!
ÍR vann Val 103:92 og ÍS - UMFS 100:55
Tveir hundrað stiga leikir voru
leiknir í fyrstu umferð bikarkeppninn-
ar I körfuknattleik I Laugardalshöll-
inni i gærkvöldi en þá áttust þar við
Valur-ÍR og ÍS-Skallagrímur.
Borgnesingarnir, sem eru efstir I 2.
deild, höfðu ekkert að gera i stúdent-
ana og töpuðu með 45 stiga mun.
Skoruðu þeir aðeins 55 stig, en fengu á
sig nákvæmlega 100 stig.
t hinum leiknum var skemmtileg
barátta og mikið skorað. Jafnt var,
þegar um 5 minútur voru eftir af leikn-
um — 83:83 —, en þá tóku ÍR-ingarnir
glæsilegan lokasprett, sem nægði þeim
til að sigra með 11 stiga
mun......103:92. Eru það tölur eins og
oft heyrast nefndar i sambandi við
körfuknattleik erlendis.
—klp—
Risabingó
Knattspyrnusamband Islands
efnir til „risabingós” i Sigtúni nk.
sunnudagskvöld. Spilaðar verða
18 umferðir og vinningar eru
glæsilegir m.a. fimm utanlands-
ferðir. Bingóið hefst kl. 20.30.
Húsib opnað kl. 19.00.
Kappganga
Skiðaboðganga fer fram á
vegum Skiðafélags Reykjavfkur
næstkomandi þriðjudag og hefst
kl. 2. Sveitir frá Ungtemplara-
féiaginu Hrönn og Skiðafélagi
Reykjavlkur taka þátt i keppn-
Umsjón: Hallur Símonarson
Sœnsku meistararnir
í SAAB féllu niður!
Lugi verður að sigra í síðasta leik sínum gegn Heim til að komast
í lokakeppnina um nœsta meistaratitilinn
Aðeins ein umferð er
nú eftir i 1. deildinni
sænsku i handknattieik
og lið Jóns Hjaltalin
Magnússonar, Lugi,
verður að sigra i siðasta
leik sinum — á heima-
velli gegn Heim — til að
komast i úrslitakeppn-
ina um sænska meist-
aratitilinn. Meistarar
Saab frá i fyrra, sem
léku við FH i Evrópu-
keppninni, eru hins veg-
ar fallnir niður i 2.
deiid!!
Það var eftir 17. umferðina.
Saab lék þá i Malmö og með sigri
gátu meistararnir bjargað sér frá
falli, — jafntefli hefði gefið vissa
möguleika. Þetta var gifurlegur
baráttuleikur — oft meiri slags-
mál en handbolti og taugaspenn-
an gifurleg, jafnt á leikvelli sem
áhorfendapöllum. Jafnt var i
hálfleik, en IFK Malmö tókst að
sigra meðeins marksmun i lokin,
15-14, og bjargaði sér þannig frá
fallinu, en meistaraliðið féll.
Þriggja stiga munur er nú á
liðunum og ein umferð eftir.
A sama tima lék Lugi I Stokk-
hólmi gegn Hellas, sem lék hér á
landi sl. haust. 1 öllum
Stokkhólmsblöðunum auglýsti
Hellas — Hjálp — Hjálp — Hjálp
og auglýsingin i heild er hér.
Þetta hreif — áhorfendur voru
heldur betur með á nótunum og
studdu Stokkhólmsliðið dyggi-
lega. Hellas sigráði með 14-12
eftir 7-7 i hálfleik og þar með hélt
liðið sæti sinu i 1. deild. Hins veg-
ar hefði heldur betur verið spenna
ef Hellas hefði tapað — á að leika
gegn Saab á útivelli i siðustu
umferðinni. En sú spenna er úr
sögunni.
Jón Hjaltalin lék með Lugi, þótt
hann væri slappur af fléhsunni.
Það kom fram i leik hans og
bjargaði kannski Hellas. Jón
skoraði aðeins eitt mark i leikn-
um — óvenjulegt hjá honum i
keppninni i vetur. Kurt-Göran
Kjell skoraði 7 mörk fyrir Hellas i
leiknum og Lars Kahl var næstur
með 3 mörk. Anders Esteriing
skoraði 2, en landsliðsmennirnir,
Dan Eriksson og Johann Fischer-
ström aðeins eitt mark hvor.
Eero Rinne var markhæstur hjá
Lugi með 5 mörk — Olle Olsson 3
og fjórir leikmenn eitt mark hver.
önnur úrslit i umferðinni urðu
þau, að Heim tapaði á heimavelli
fyrir Drott 19-21, Kristianstad
vann efsta liðið Frölunda 20-16, en
Ystad og Lidingö gerðu jafntefli
15-15.
Siðasta umferðin — hin átjánda
— verður á sunnudag. Lugi leikur
þá heima gegn Heim og verður að
vinna til að komast i úrslita-
keppnina um sænska meistara-
titilinn. Fjögur efstu liðin keppa
um hann. Aðrir leikir eru milli
Saab-Hellas, Lidingö-Kristian-
stad, Frölunda-Malmö og
Drott-Ystad. Staðan er nú þann-
ig:
17 12 1
17 9 1
Frölunda
Kristianst.
Ystad
Lugi
Heim
Drott
Hellas
Malmö
Saab
Lidingö
17
17
17
17
17
17
17
17
4 318-283 25
7 299-296 19
6 308-302 18
7 293-292 18
6 316-322 18
8 308-297 17
8 306-317 17
8 267-263 16
6 1 10 304-316 13
4 1 12 312-343 9
7 4
8 2
7 4
8 1
8 1
7 2
Nú i vikunni tryggði Fredercia
KFUM sér sigur i 1. deildinni I
Danmörku, vann þá HG 18-15, en
tvær umferðir eru eftir. Staðan er
þannig.
Fredericia KFUM
Arhus KFUM
HG
Helsingör
GIC/EB
Nissum
Stadion
Stjernen
Skovbakken
Holte
Meistararnir
16 336-245 29
16 306-271 22
16 234-235 21
15 262-226 19
16 260-268 14
16 260-263 13
16 242-282 13
16 247-281 11
16 234-274 9
15 239-275 7
frá I fyrra,
KFUM-Árósa, sem Bjarni Jóns-
son lék með þá, eru i öðru sæti —
og það merkilega var ^_i 16.
umferðinni að liðið tapaði á
r
j HJÁLP - HJÁLP - HJÁLP
IHandbollvcsnner oeh alla Hellener kom till Eriks- *
dalshalien i morgon söndag kl. 16.30 och stöd
p Heilas i ödesmatchen mot Lugi!
heimavelli fyrir Skovbakken
17-19. Það lið er einnig frá Árós-
um og hefur eftir sigurinn nokkra
möguleika að bjarga sér frá falli
— hsim.
Breiðholts-
hlaup ÍR
hefjast ó ný
Breiðholtshlaup 1R hefja nú
göngu sina að nýju, og á sunnu-
daginn 2. marz kl. 14 hefst 1.
HLAUP ÞESSA ARS VIÐ Breið-
holtsskólann.
Alls munu hlaupin verða 6 I ár,
cins og undanfarin ár, og er þetta
einstaklingskeppni i aldursflokk-
um, sem miðast við fæðingarár
viðkomandi. Þeir sem Ijúka 4
hlaupum af hinum 6, sem hlaupin
verða, munu hljóta verðlaun
fyrir.
Auk þess er um bekkjarkeppni
að ræða á milli skólanna i Breið-
holtinu og er keppt um Visis-bik-
arinn, sem er farandbikar, gefinn
af dagblaðinu Visi. Keppt var um
hann i 1. sinn sl. ár og vann hann
þá 3. bekkur A i Breiðholtsskóla,
sem hlaut 64 stig. Hver einstak-
lingur, sem hleypur alla leið, skil-
ar einu stigi til bekkjar sins I
keppninni um bikarinn.
Þar sem talsverðan tima tekur
að skrá i 1. hlaupið, eru væntan-
legir hlauparar beðnir að koma til
skrásetningar eigi siðar en kl.
13.30, svo hlaupið þurfi ekki að
dragast þess vegna, en geti hafizt
kl. 14.00 svo sem ráð er fyrir gert.
Spánarboð í páska-
mót á lokastiginu
— Framkvœmdastjóri Bétulo vœntanlegur hingað á morgun
Spánverji sá, sem sendi is-
lenzkum knattspyrnufélögum boð
um þátttöku i knattspyrnumóti á
Spáni um páskana á vegum
iþróttasamtakanna Bétulo, kom
hingað til lands sl. haust, sagði
Steinar Árnason dómtúlkur, þeg-
ar hann hafði samband við blaðið
i tilefni greinar hér á iþróttasíð-
unni nýlega, að Spánarboðin væru
ekki fýsileg.
Maður þessi, Jose Puche Gea,
framkvæmdastjóri Bétulo, sem
er i útborg Barcelona, Badalona,
kom hingað til lands i byrjun
Athugasemd frá formanni Skíðasambands Islands:
Skil ekki gremju Árna Óðinssonar
Sjaldan hef ég orðið eins undr-
andi og þegar ég opnaði Visi sl.
föstudag og las viðtalið við Árna
Oöinsson, skiðamann, þar sem
hann lýsir þvi yfir, að hann muni
ekki keppa framar erlendis á
vegum SKI. Undrun minni ollu i
fyrsta lagi hinar mörgu rang-
færslur i greininni og i öðru lagi
þaö, að þegar ég ræddi við hann
ásamt hinum keppendunum, er
þeir voru nýkomnir úr ferð sinni,
virtust þeir vera fremur ánægðir.
Vegna viðtals þessa tel ég mér
skylt f.h. stjórnar SKÍ að gera
eftirfarandi athugasemdir.
1. Alþjóöa skiðasambandinu FIS
var sent yfirlit yfir þau FIS-
mót sem lslendingar tóku þátt i
á sl. ári, strax sl. vor. Siðan var
það hlutverk FIS að skrá stig
þeirra. Það, sem stjórn SKI
vissi ekki, var að einungis þeir
skiðamenn, sem ætluðu að
halda áfram keppni i alþjóða-
mótum á n.k. vetri, yrðu teknir
með i stigaskrá FIS. Urðu þvi
hin ýmsu skiðasambönd að
tilkynna FIS fyrir 15. okt. sl„
hvaða skiðamenn myndu taka
þátt i keppni á þeirra vegum
þennan vetur. Tilkynningu um
þennan frest á FIS að senda
aðildarsamböndum sinum.
Islendingar fengu þó ekki slika
tilkynningu, og þar eð aldrei
hefur áður reynt á þetta atriði
hér, er vart við þvi að búast, að
við vissum af þvi.
2. Nær einu áhrif þess, að stig
þeirra félaga voru ekki á skrá,
tel ég þau, að þeir hefðu hlotið
rásnúmer 70-100 i stað 95-120.
Er það vissulega bagalegt, en
eftir að komið er svo aftarlega i
rásröð á annað borð, má búast
við þvi, að brautin sé orðin það
slæm, að hún versni vart mikið
úr þvi.
3. Ámi minnist á fyrirgreiðslu
SKl og segir ,,..... þvi það
heyrðist hvorki stuna né hósti
frá Skiðasambandinu”. Hvað á
Ami við? Við hjá Skiðasam-
bandinu áttum alltaf von á
skeyti með upplýsingum um
árangur þeirra félaga og
hvernig ferðin gengi, en aldrei
heyrðist neitt frá þeim. Einu
fréttirnar, sem við fengum, þar
til þeir komu heim, fengum við
með þvi að hringja i formann
SRA, en við höfðum heyrt, að
þá hefði vantað meiri peninga
og snúið sér til hans.
4. Varðandi kostnað við þátttöku
I FlS-mótum giida almennt þær
reglur, að ef viðkomandi skiða-
samband hefur fengið boð um
að senda þátttakendur, þá
borgar sá aðili, sem heldur
mótið uppihald mótsdagana
m.m., en annars ekki.
1 okkar tilviki hafði einungis
borizt boð um þátttöku i einu af
hinum sex mótum, sem þeir
voru skráðir i, enda fengu þeir
góða fyrirgreiðslu á þeim stað,
en Arni segir ,,....urðum að
greiða topp verð á öllum stöð-
um”.
5. Árni telur, að hann og Haukur
hafi átt möguleika á að komast
niður fyrir 50 punkta i þessari
ferð. Þetta tel ég vera algera
óskhyggju. Þegar rætt er um
punkta, þá er átt við meðaltal
úr tveimur beztu mótum hvers
og eins og er þá svigi og stór-
svigi ekki blandað saman. Is-
lendingar eru tiltölulega mun
betri i sv igi en i stórsv igi, svo að
möguleikar á góðum stigum
eru mun meiri i þeirri grein.
I þessari ferð tóku þeir félag-
ar aðeins þátt i tveimur sviga-
keppnum. Beztum árangri náði
Haukur Jóhannsson, en fyrir
árangur sinn i öðru mótinu
hlaut hann 61,3 stig að viðbætt-
um 10-20 stigum vegna styrk-
leika mótsins. I stórsvigi tóku
þeir þátt i 4 mótum, og náði
Haukur aftur beztum árangri
og hlaut hann u.þ.b. 70 stig.
A þessu sést, að Arni leggur
lltið mat á möguleikana, þegar
hann slær þessu fram.
Ég tel hins vegar, að þessir
strákar gætu aflað sér góðra
punkta og væntanlega náð 50
punkta markinu, en til þess
þyrftu þeir að dvelja i Mið-
Evrópu allan veturinn og taka
þátt i mun fleiri mótum. Væri
gaman, ef SKl hefði fjárhags-
legt bolmagn til að standa
straum af kostnaði við slika
ferð.
6. Viðtalinu lýkur með þvi, að
Árni minnist á kunningja sina
frá Chile og segir: „Sambandið
þéirra sá lika um að fylgja
hlutunum eftir og senda
greiðslur”.
Samkvæmt þvi, sem þeir
félagar sögðu mér, er þeir
komu til landsins, þá höfðu
Chilebúarnir ekki fengið
punktana sina frá fyrra ári
skráða, en þeir voru þó svo
heppnir að hitta ráðamann i
FIS, sem gat kippt þvi i lag
fyrir þá.
Hvort þeir eru með minna en
50 punkta get ég ekki dæmt um,
en sennilegt þykir mér, að þeir
séu allan veturinn við keppni og
taki þvi þátt í mun fleiri mót-
um.
7. Fjárhagslega gerði SKI meira
en að standa við skuldbinding1
ar sinar, þar eð þeim félögum
voru greiddar 113 þús. kr. i stað
100 þús„ sem reiknað hafði
verið með. Hins vegar var allt-
af ljóst, að þessi styrkur myndi
ekki nægja algjörlega, en skv.
upplýsingum Arna mun ferðin
hafa kostað 140.000 kr. fyrir
hvern þátttakenda, og munu
viökomandi skiðaráð hafa
brúað bilið að mestu. Þyngsti
útgjaldaliðurinn reyndist vera
rekstúr bilsins, en án hans hefði
verið ógerningur að fara i slika
ferð.
Skiöasamband Islands hefur
tvisvar áður sent Árna, honum að
kostnaðarlausu, til þátttöku i
mótum erlendis. Hefur hann
ávallt staðið sig með ágætum og
verið landi sinu til sóma. Sam-
skipti Skiðasambandsins við hann
hafa einnig ávallt verið með
ágætum. Fæ ég ekki skilið hina
miklu gremju Ama i þessu tilviki
og þykir það miður, ef hann vill
ekki framar keppa fyrir sam-
bandið á erlendri grund.
F.h. stjórnar SKÍ,
Hákon Ólafsson.
nóvember. Hann setti sig i sam-
band við spánska ræðismanninn i
Reykjavik, Magnús Viglundsson,
sem aftur bað mig að aðstoða
hann. Gea dvaldi hér aðeins dag-
stund og tókst ekki á þeim tima
að ná sambandi við Ellert
Schram, formann Knattspyrnu-
sambands íslands, til að kynna
honum Spánarboðin, sagði Stein-
ar ennfremur.
Ég talaði við Ellert um málið
og fékk upplýsingar um islenzk
félög — þýddi þær á spænsku og
sendi út. Siðar fengu svo islenzk
félög boð um þátttöku i páska-
mótinu. Meðan Gea var hér á
landi ræddi hann einnig við Flug-
leiðir — en þessar Spánarferðir
eru hugsaðar þannig, að spánskt
ferðafólk komi með þeirri flugvél,
sem flytur Islenzka knattspyrnu-
menn utan — og taki það siðan
aftur til Spánar, að loknu mótinu
ytra.
Mér finnst að þetta mál hafi
verið nokkuð mistúlkað hér —
sem kannski stafar af þvi, að KSI
og spænska sambandið sam-
ræmdu þetta mál ekki betur. Ég
reyndi að koma á beinu sam-
bandi, en það hefur ekki tekizt.
Hélt að málið væri komið i höfn,
þegar umrædd grein birtist svo i
Visi, sagði Steinar að lokum.
Rétt er að bæta þvi hér við, að
nokkur félög höfðu mikinn áhuga
á þessu Spánarboði — en eftir þvi
sem við bezt vitum hefur enn eng-
in ákvörðun verið tekin hvort ein-
hver félög haldi á páskamótið.
Nú, og svo, þegar við vorum að
ganga frá þessari grein i prentun
hringdi Steinar Árnason og skýrði
frá þvi, að Gea mundi koma hing-
að snögga ferð á morgun — laug-
ardag — og þá halda fund með
fulltrúum islenzkra félaga. Þar
verður endanlega gengið frá mál-
inu — en það er nú á lokastigi af
hálfu spænska sambandsins.
—hsim.
Ásgeir fer í leik-
bann ó laugardag
Asgeir Sigurvinsson var ekki
með StandardLiege i siðari leikn-
um við Antwerpen i bikarkeppn-
inni i Belgiu á miðvikudags-
kvöldið. Var hann meiddur eftir
fyrri Ieikinn, og bannaði læknir
liðsins honum að leika.
Leikurinn fór fram I Antwerpen
og lauk með 1:0 sigri heima-
liðsins. Fyrri leiknum, sem fór
fram i Liege s.l. laugardag, lauk
með jafntefli 3:3.
Standarder þar með úr keppn-
inni, en i undanúrslitunum leika
Antwerpen-Molenbeek og Ander-
lecbt-Diest.
Asgeir verður heldur ekki með
Standar.d I deildakeppninni á
laugardaginn. Þá er hann i
leikbanni, sem hann var dæmdur
i eftir að liafa fengið þrjár
bókanir I vetur. —klp—