Vísir - 28.02.1975, Blaðsíða 4
4
Vlsir. Föstudagur 28. febrúar 1975
reuter ÚTLÖNDÍ morgun útlönd í morgun utlöndí morgun útlönd í morgun i
ap^ntb
SLUPPU EFTIR ÆÐISGENGINN
ELTINGALEIK
Franska' lögreglan
leitar nú tveggja banka-
ræningja, sem komust
undan, eftir að hafa
sleppt fimm gislum,
sem þeir tóku i banka-
ráninu.
Þessi slmamynd var tekin i biti I
morgun i Parls, þegar ræningjarn-
ir voguöu sér út úr bankanum. Sést,
hvar einn þeirra meö hött yfir höf-
uðið heldur byssu við gagnauga
eins gislanna.
►
OUVfltT!
m lumoi m nmmo
* r a mo
tf «c t5* 50 á 90
1 biti i morgun fóru ræningjarn-
ir úr bankanum, þar sem þeir
höfðu búið um sig i gær, þegar
ránið fór út um þúfur og lögreglan
umkringdi bygginguna. Þriðji
ræninginn var skotinn til bana,
þegar hann reyndi að flýja.
Ræningjarnir höfðu skotið einn
bankastarfsmanninn til bana,
þegar hann hringdi neyðarbjöllu.
Til að gislunum yrði hlift,
neyddist lögreglan til að láta
ræningjana hafa bifreið til undan-
komu. Óku þeir burt i henni, en
höfðu mér sér tvær milljónir
franka (70 milljónir isl. kr.) og
þrjár bankameyjar, sem þeir
héldu áfram i gislingu.
Æðisgenginn eltingaleikur hófst
um götur Parisar. Skiptu
ræningjarnir um bifreið á flóttan-
um og slepptu stúlkunum. Höfðu
þeir að lokum af að hrista eftir-
reiðarmennina af sér.
1 ljós kom, að hinn látni félagi
þeirra var þekktur bófi frá Tou-
louse.
Þvargað um Kýpurmálið
í öryggisráðinu í gœr
öryggisráö Sameinuðu
þjóöanna varö að gera hlé
á umræöunum í gærkvöldi
um Kýpurmálið, vegna
þess hve áliðið var orðið.
Ekki var tiltekið, hvenær
þeim skyldi fram haldið.
Þvi fór fjarri, að bólaði nok'kuð
á samkomulagi milli
deiluaðilanna á Kýpur, eða að
fulltrúarnir eygðu samstöðu um
ályktun, sem báðir aðilar gætu
sætt sig við.
Það var ekki einu sinni unnt að
ná samkomulagi um, á hvaða
tungumáli ályktun örygg-
isráðsins yrði höfð. Allar
ályktunartillögur höfðu strandað
á þvi, að þær voru á tungu, sem
annar aðilinn eða báðir gátu ekki
unað. — Siðast var þrefað um
tillögu, sem Guyana og Irak höfðu
soöið saman á ensku, frönsku og
itölsku.
Fulltrúar V-Evrópu höfðu lagt
til, að ráðið ályktaði, að harma
bæri einhliða yfirlýsingu Kýpur-
Tyrkja um sjálfstæði norðurhluta
Kýpur. En eðlilega voru
stuðningsmenn Tyrkja litt hrifnir
af þeirri hugmynd.
hann Sovétmönnum og Banda-
rikjunum, hvernig komið væri
Kýpurmálinu. Sakaði hann Rússa
um að hafa reynt að spilla
viðræðum aðilanna, og fór hann
háðulegum orðum um tillögur
Rússa til lausnar málinu.
Jakob Malik, fastafulltrúi
Sovét, sat ekki undir ádrepunni
án þess að bera hönd fyrir höfuð
stjórn sinni. Sakaði hann Kina
um,,rógburð” og ,,fjandskap” við
Sovétrikin.
Drjúgur hluti umræðnanna i
gær fór i orðahnippingar milli
fulltrúa Kina og Sovétrikjanna.
Huang Hua, fastafulltrúi Kina,
kastaöi fyrsta steininum. Kenndi
Stóð i þessu stappi drjúga
stund, og þegar þvargið sýndist
greinilega ekki ætla að leiða til
neinnar niðurstöðu, var fundinum
frestað.
Listaverkin fundin
Berlinarlögreglan hefur haft
aftur upp á flestum málverkanna
og teikninganna, sem stolið var
úr safni i Hannover I siðustu viku.
Voru tveir menn handteknir við-
riðnir þjófnaðinn. Þýfið var metið
á 64 milljónir '-;r.
Komin eru i leitirnar tiu þeirra
nitján málverka eftir Wilhelm
Busch, sem stolið var, og allar 25
teikningarnar eftir Heinrich Zille.
Voru þær i ibúð, þar sem lögregl-
an kom að mönnunum tveim.
Ekkert hefur hins vegar spurzt
til niu málverka Busch.
UTSALA
UTSALA
^ Tökum fram í dag og ó morgun mikið úrval af
☆ FLAUELSBUXUM
☆ GALLABUXUM
☆ VINNUSKYRTUM
☆ FLAUELSSKYRTUM
☆ ULPUM
☆ NYLONBLUSSUM
☆ FLAUELSJÖKKUM
☆ BARNAULPUM
☆ DENIMBUXUM
☆ OG MARGT FLEIRA
☆ MIKIL VERÐLÆKKUN
Hr Opið til kl. 12. ó laugardögum
VINNUFATABUÐIN
LAUGAVEGI 76 - HVERFISGOTU 26