Vísir - 28.02.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Föstudagur 28. febrúar 1975
7
„Einungis ógiftor konra til greina"
- flett í gegnum gömul blöð
„Karlmenn eru að verða jafn-tildurslegir og
kvenfólk.” — „Leyndardómurinn við að ganga
dömulega út er sá...” — „Eiginmaðurinn var
skikkaður til eldhússtarfa” — „Eftirlætiskonan i
dag”.
Þannig setningar sáum við meðal annars þegar
við tókum okkur til og flettum i gegnum rúmlega
10 ára og eldri Visisblöð. Meiningin var að for-
vitnast svolitið um skrif sem sérstaklega voru þá
ætluð kvenfólkinu.
Á kvennasíðum, i auglýsingum og i fréttum
komum við auga á ýmislegt sem við getum ekki
stillt okkur um að leyfa lesendum i dag að sjá.
Við birtum hér klausur úr greinum og einnig
auglýsingu sem við sjáum sem betur fer ekki i
dag- —EA
„Skikkaður" til
eldhússtarfa
Góður eiginmaður kom að
máli við Kvennasíðuna fyrir
skömmu og sagði henni frá upp-
götvun, sem hann hefði gert, er
hann eitt sinn sem oftar var
skikkaður til eldhússtarfa. Bað
hann Kvennasíðuna að koma
uppgötvuninni áleiðis til starfs-
bræðra sinna.
Eiginmanninum góða var feng
inn fullur pottur af heitum kar-
töflum, honum sagt að afhýða
þær og pressa þær síðan í kar-
töflupressu. Er hann hafði af-
hýtt eina, sá hann að svona
gæti það ekki gengið — datt
honum því í hug að reyna að
nota hið alkunna hyggjuvit, sem
karlbjóðinni er gefið og fór því
að hugsa.
Lítið um öxl með
//kveðju,/-brosi
AÐ KOiMA INN:
Smeygið þér yður inn úr
gættinni með augun á hurðinni
eða handfanginu og því næst
á góifinu eða ioftinu?
Eða komið þér ef til vill
æðandi inn með fyrirgangi og
látið hurðina sveiflast stjórn-
lausa?
Eða ef til vill byrjið þér að
tala eins og hundrað manns án
þess að taka tillit til þess hvort
sá, sem þér talið til er: (a) að
tala við einhvern annan, (þ) að
tala í símann eða (c) önnum
kafinn við að leggja saman töl-
ur á blaði?
Leyndardómurinn við fágaða
inngöngu er f þvf fólginn að
koma hávaðalaust inn og loka
dyrunum með báðum höndum
að baki yður, þannig að þér
horfið inn í herbergið. Myndin
er jafnvel ennþá skemmtilegri ef
þér færið yður í miðjar dyrnar,
sem þá „innramma" yður. Lítið
á þann, eða þá, sem inni eru
með bros á vör og bjóðið góð-
an daginn o.s.frv. ef tiiefni er
til.
AÐ GANGA ÚT:
Læðizt þér að dyrunum og
laumizt út um gættina eins og
feimið.-barn?.
Eða sveiflið þér ef til vill
hurðinni frekjulega og kærið
yður kollótta þótt hún skelli
harkalega að stöfum?
Þegar þér réttið út höndina
til að taka um handfangið
skjótið þér yður þá í keng og
rekið sitjandann aftur?
Leyndardómurinn við að
ganga dömulega út er sá, að
ganga rólega til dyranna, standa
bein og rétt um leið og þér opn-
ið. Og um leið og .þér gangið
út lítið þér um öxl með
„kveðju“-brosi eða jafnvel snúið
höfðinu aðeins til hliðar. Þér
megið ekki ofleika þetta. Lokið
dyrunum án hiks og umfram allt
hljóðlega.
Frúrnar — 110
þúsund
Eiglnmennirmr —
8 þúsund
Meðan frúrnar velta þvi fyrir
sér hvort þær eigi að fá sér
kjól fyrir 10.000, eða pels fyrir
110.000, skima eiginmennirnir
varlega 1 kringum sig eftir ódýr-
um fötum eða frakka, sem í
hæsta lagi gætu kostað 8000
kr. saman, og teldist þá jafnvel
ekki ódýrt lengur. Tízkan hefur
haldið innreið sfna I hinn áður
svo þægilega klæðaskáp karl-
mannsins, og þess gætir ekki
slzt 1 verðinu.
Ekki siður
„tildurslegir"
en kvenfólk
Það er nokkuð almennt sagt
nú orðið, að karlmenn séu að
verða ekki síður tildurslegir en
kvenfólk. Sannleikurinn er hins
vegar sá, að fatasmekkur karí-
manna hefur batnað stórkost-
lega mikið á siðustu árum, þó
að hann, eins og svo margt ann-
að, hafi farið út í nokkrar öfg-
ar hjá ýmsum.
Þœr sjú fyrir sér
hina sólbrúnu
kvikmyndastjörnu
Cpurningin er þá einfaldlega
þessi: — Eru yfir höfuð enn-
þá til karlmannlegir karlmenn?
Kannski eru konumar ósanngjarn
ar þegar þær eru að leita að
þeim og þykjast hvergi finna þá.
Þær virðast þá hafa einhverja
frumstæða og barnalega Imyndun
um það, hvernig karlmenn eigi
að vera, ímynd sem þær hafa
skapað sér eftir auglýsingum og
kvikmyndum. Þær sjá fyrir sér
hina sólbrúnu kvikmyndastjörnu,
íþróttamannlegan vöxt, glæsileika
£ framgöngu, pípu f munnvikinu,
sterklegar hendur á stýri lúxus-
bíla.
1 ímynd lronunnar verður hinn
karlmanniegi maóur að hafa til
að bera fyrst og fremst mikla
samkvæmishæfileika, hann þarf
að vera stór, sver og kraftalegur,
baráttudjarfur og hetjulegur eins
og Gunnar á Hlíðarenda, sem
barðist einn gegn þrjátíu. En slík-
ar hetjur eru auðvitað ekki til nú
á dögum.
I ll\ll\l 1
= síqan m
Umsjón:
Edda Andrésdóttir
Einungis ógiftar koma til greina
Flugfreyjur
Ver oskum at5 ráða íslenzkar
stulkur, sem flugfreyjur til
starfa á flugleiCum utan U.S.A.
Fyrstu 6 mánuöina eru launin
kr,-13. 00Q. 00 á mánuCi, sxðar
geta þau orðiC kr. 26. 000. 00.
Einungis ogiftar stulkur koma til greina
c>£ verða þær. að uppfylla eftirfarándi
lagmarksskilyrCi:
Aldur ^ 21-27 ára. Haéð : 158-173 cm
Þyngd : 50-63 kg. Menntun : Gagpfræða
þ.róf eða önnur hliCstæð' ménntun. GÓC
kunnáttk í ensku ásamt einuöCru erlendu
tungumáli ér nauCsynleg.
Þær stulkur, sem til j;reina koma,verCa
aC sækjá 5. vikna namskeiC, sér aC
kostnaCarlausu, x aCalstöCvum félagsins
í New York, áCur en endanleg ráCning á
sér staC.
Skriflegar umsóknir berist skrifstofu
Pan American, Hafnarstr. 19 Reykjavík
fyrir 8. apríl 1964, Umsækjendur komi
til viCtals í Hotel Sögu, fimmtudaginn
9. apríl kl. 10. 00 - 17. 00.
PA.IV AtVIERtCAIV
íslenzkar konur
kunna ekki aðganga
Það hefur þótt við brenna,
að íslenzkar konur kynnu ekki
að ganga — þær hreyfðu sig
of luralega og þyngslalega (eig-
inlega grófar í hreyfingum) eða
frekjulega eins og valkyrjur.
— eiga konur að
koma fyrst niður með hælana,
þegar þær ganga?"
„Alls ekki — þær eiga að
stíga fyrst f tærnar".
„Eiga þær að vera innskeif-
ar?"
„Fremur útskeifar en inn-
skeifar".
„Eiga þær að þenja út brjóst-
kassann?"
„Það er ókvenlegt að þenja
út þrjóstkassann, eins og kon-
an hafi gieypt hrffuskaft".
„Er það satt, að konur séu
nú látnar ganga með sandpoka
á höfðinu í staðinn fyrir bækur,
svo að þær beri sig vel?“
„Það hef ég ekki heyrt —
nú er hætt að nota bækur til
að kenna göngulag. Það skiptir
máli, að konan gangi þannig,
að hvorki axlirnar né rassinn
hristist eins og f rúmsjó ...“.
Gód ar
^arrialt
Bókamarkaóurinn
I HUSI IÐNAÐARINS VIÐ
INGÓLFSSTRÆTI
argus