Tíminn - 05.07.1966, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 5. júlí 1966
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúj ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.:' Steingrímur Gíslason Ritstj skrifstofur 1 Eddu-
húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán innanlands - t
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Lífeyrissjóður fyrir
landsmenn aila
Nefnd, skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna,
vinnur nú að samningu frumvarps um lífeyrissjóð fyrir
alla landsmenn. Hér er um mikið nauðsynja- og fram-
faramál að ræða og vonandi kemst það í heila höfn á
næsta Alþingi.
Þetta mál hefur verið lengi til umræðu og það hefur
tekið níu ár að koma málinu á þetta stig.
Árið 1957 fluttu Framsóknarmenn þingsályktunar-
tillögu um athugun möguleika á stofnun lífeyrissjóðs
fyrir landsmenn alla. Þessi tillaga var samþykkt og
skilaði nefnd sú, sem skipuð var .til þessarar athugunar,
áliti haustið 1960. í áliti nefndarinnar komu m. a. fram
þessar tillögur: 1) Sett verði löggjöf um almennan líf-
eyristryggingasjóð, sem allir landsmenn eigi kost að
tryggja sig hjá. 2) Slíkur almennur lífeyrissjóður veiti
tryggingu, sem aðeins verði viðbótartrygging við al-
mannatryggingar. 3) Unnið verði að breytingum á núver-
andi sérsjóðum, svo að þeir allir veiti framvegis aðeins
viðbótartryggingu við almannatryggingar.
Með löggjöf frá 1963 var þriðji liður þessará tillagna
framkvæmdur. Frá 1960 til 1964 heyrðist hins vegar
hvorki hósti né stuna frá ríkisstjórninni um samningu
frumvarps um almennan lífeyrissjóð.
Árið 1964 fluttu Framsóknarmenn á ný þingsályktun
artillögu um kosningu fimm manna nefndar til að semja
frumvarp um almennan lífeyrissjóð fyrir landsmenn
alla. Þessi tillaga var samþykkt en breytt á þá lund, að
ríkisstjórninni skyldi falið að kanna hvort tiltækilegt
væri að semja slíka löggjöf. Málið dróst því á langinn
og tafðist að ástæðulausu og virtist ríkisstjórnin meta
nefndarálitið frá 1960 harla lítils oa áttu þó sæti í
þeirri nefnd þrír menn, sem eru sérstaklega vel að
sér í tryggingarmálum þjóðarinnar.
Ríkisstjórnin fól Haraldi Guðmundssyni, fyrrverandi
sendiherra, að safna gögnum um málið. f skýrslu hans
er margan fróðleik að finna en þó ekki allan
þann íróðleik, sem sú nefnd, sem nú starfar að málinu
þarf á að halda við samningu frumvarpsins.
Því skal ekki neitað, að Alþýðuflokkurinn hefur unnið
flokka mest að tryggingamálum, en hitt er óþarfi fyrir
Alþýðuflokkinn að eigna sér þetta mál eins og ræðu-
menn Alþýðuflokksins og Alþýðublaðið gjarnan gera
og ódrengilegt er það, að ásaka þann flokk, sem bezt
hefur stutt Alþýðuflokkinn í þessum málum og þrot-
Íaust hefur barizt fyrir lífeyrissjóðsmálinu og átti upp-
tök þess, um þvergirðingshátt í tryggingamálum.
Það er nauðsynlegt að tryggja öllum góð lífsskilvrði í
ellinni. Ellilífeyrir almannatr. er góður stuðningur en
hann hrekkur bara hvergi nærri til. Það er réttlætismál
og þjóðhagslegur ávinningur að stofna öflugan lífeyns-
sjóð allra landsmanna. Þjóðarbúskapurinn í heild mun
njóta góðs af slíkri sjóðsstofnun. Saga þessa máls sýnir
þó, að það getur tekið langan tíma að koma framfara- og
nauðsvtijamálum í höfn og ennfremur, að góð mál
hljóta að ná fram fyrr eða síðar, þótt móti blási, ef bar-
áttunni er þrotlaust haldið áfram. Það verða liðin 10 ár
frá því Framsóknarmenn hófu baráttu fyrir bessu máli
á Alþingi, ef það nær fram að ganga á næsta þingi.
TÍMINN
5
r-" ■ ■mb" — - ■"
Ritstjórnargrein úr The Economist:
Geta Rússa til að hafa áhrif
á Austur-Evrópuríkin rénandi
FUNDUR utanríkisráðherra
Varsjárbandalagsríkianna um
daginn stóð lengur en gert
hafði verið ráð fyrir. Ekkert
var látið uppi um hvað dvalið
hefði svo mjög fyrir ráðherr-
unum við fundarborðið, og er
það algert- leyndarmál. Ef til
vill hefur þá greint á, og ef
til vill hafa þeir verið að reyna
að koma sér saman um uppá-
stungur til þess að leggja fyrir
ie Gaulle Frakklandsforseta.
En svo getur einnig verið, að
í næsta mörg horn hafi verið að
líta til undirbúnings að fundi
ieiðtoga Varsjárbandalagsríkj-
anna, sem nú er hafinn.
Á því er engin launung, að
Rússar vilja koma fram breyt-
ingum á skipulagi Varsjár-
badalagsi.is Hitt hefur ekki
verið látið uppskátt, hvaða
breytingum þeir vilja koma
fram, en vel má vera, að þeim
sé hin pólitíska hlið samtak-
anna meira áhugaefni en hern-
aðarhliðin, enda eru samtökin
veikari á því sviði. Geta Rússa
til að ráða beinlínis yfir ríkis-
stjórnum hinna Austur-Evrópu
ríkjanna hefur farið rénandi.
En þeir hafa virzt fúsir til að
slá undan veðri verðandi brevt
ingar í Austur-Evrópu, gagn-
stætt gallharðri fastheldni Kín-
(verja við grundvallarkenning-
ar. Þetta virðist hafa aflað Rúss !
um meiri óþvingaðra vinsælda
og áhrifamáttar meðal Austur-
Evrópumanna, en þeir hafa
nokkurn tíma áður notið.
. VILJA nú Rússar notfæra
sér hagstæða áhrifaaðstöðu
gagnvart A-Evrópuríkjunum til
þess að treysta forystuaðstöðu
sína innan kommúnistahreyf-
ingarinnar almennt (Kínverj-
um til mikils ama)? Eða vilja
þeir treysta tök sín í Austur-
Evrópu án tillits til annars?
Hvort heldur, sem ofan á
verður, eru samtök Varsjár-
bandalagsríkjanna hinn rétti
vettvangur til athafna að svo
stöddu. Varsjárbandalagið svar
ar algerlega kröfum Rússa, ef
þeir þykjast þurfa á að halda
samtöikum til þess að láta í
ljós sameiginlega afstöðu til at-
riða eins og Vietnam, Þýzka-
lands og öryggis Evrópu ad-
mennt. (Að vísu gæti þegar í
upphafi orðið torsóttara en allt
annað að marka hina sameigin-
legu afstöðu). En Varsjárbanda-
lagið gæti eimnig orðið grund-
völlur einhverrar samþjóðlegr
ar stofnunar, sem réði yfir sam-
eiginlegum hervörnum og sam-
eiginlegri utanríkisstef nu að-
ildarríikjanna, ef það reyndist
aðal áhugamál Rússa, þegar til
kastanna kemur.
Erfitt er að fullyrða
um, hvort þörf sé í raun og
veru á nokkru nýju tæki til
að koma fram öðrum hvorum
þessum tilgangi, þar sem fjarri
fer að ljóst liggi fyrir, hve
mikið vald er í raun og veru
fólgið að baki sameiginlegrar
herstjórnar bandalagsins og
pólitísku ráðgjafanefndarinnar.
Nefndin á að koma sarnan að
minnsta kosti tvisvar á ári sam
kvæimt sáttmála bandalagsins,
en raunin hefur eigi að síður
orðið sú, að hún hefur aðeins
— aðalritari Kommúnistafiokks
Sovétríkjanna.
sjö sinnum setzt á rökstóla
síðan Varsjárbandalagið var
stofnað fyrir ellefu árum. Svo
virðist því sem auðvelt ætti að
vera að gera nefndina virkari
en hún hefur verið til þessa.
RÚMENAR vilja einnig
breyta sáttmála Varsjárbanda-
lagsins, en áhugamál þeirra um
breytipgar beinast í aðra átt
en áhuigi Rússa. Rúmenar hafa
þegar reynzt reiðubúnir að
taka sérafstöðu þrátt fyrir
bandalagssáttmálann. (í októ-
ber 1964 styttu þeir herskyldu-
tíma sinn einir bandalagsiþjóð-
anna úr 24 mánuðum í 16 mán-
uði). Reyni Rúmenar nú að
koma fram breytingum á sam-
tökunum ganga þær eflaust í þá
átt að losa um bönd samtak-
anna fremur en að herða þau
fástar en áður. Sennilega vilja
Rúmenar umfram allt annað
hnekkja drottinvaldi Rússa yf-
ir hernaðaruppbyggingu banda
lagsins.
í ræðu, sem Ceausescu leið
togi kommúnistaflokks Rúmen
íu hélt 7. maí í vor, (og áður
hefur verið sagt frá í blaðinu),
réðist hann almennc gegn hern
aðarsamtökum ríkja og for-
dæmdi þau yfirleitt. Hann lýsti
þeim sem fyrirbæri horfinna
tíma, ósamrýmanlegu þjóðleg-
um sjálfsákvörðunarrétti.
Hann fordæmdi einnig dvöl
hersveita eins ríkis á landi
annars, og hefur þá eflaust
haft í huga bæði Austur- og
Vestur-Evrópu.
Rússneskar hersveitir hafa
fastar bækistöðvar í Ungverja-
landi, Póllandi og Austur-
Þýzkalandi samkvæmt gagn-
kvæmum sérsamningum ríkis-
stjórnar Rússlands og stjórna
þessara ríkja hvers um sig, en
ekki samkvæmt ákvæðum Var-
sjárbandal-agssáttmálans. (Rúss
ar kúnna þrátt fyrir allt að
vera tilleiðanlegir til að
minnka herafla sinn í Austur-
Þýzkalandi um nokkrar her-
deildir til þess að þóknast de
Gaulle forseta Frakklands.)
Ekki liiggur Ijóst fyrir, hvort
eða að hve miklu leyti önnur
aðildarríki Varsj árbandalagsins
eru skyld að leggja fram fé
til að standa straum af dvalar
köstnaði þessara erlendu her-
manna.
UM MIÐJAN júnímánuð
mildaði Ceausescu nolckuð fyrri
afstöðu sína, þar sem hann við-
urkenndi, að meðan hið „árás-
argjarna“ Atlantshafsbandalag
væri við lýði yrði ó’hjákvæmi-
leg nauðsyn að halda áfram að
treýsta sameiginlegan varnar-
mátt Varsjárbandalagsríkj-
anna. Ummæli hans voru næsta
samhljóma ummælunum, sem
Brezhnev viðhafði um sáttmála
Varsjárbandalagsins í ræðunni,
sem hann flutti á flokksþingi
kommúnistafilokks Tékkóslóvak
íu fyrr í mánuðinum. Vera má
að för Brezhnevs til Búlcarest
um miðjan maí hafi átt sinn
þátt í þvi, að rúmenski komm-
únistaleiðtogmn tók munninn
-ekki eins fullan og^hann hafði
gert áður.
Hvað sem þessu líður hafa
Rúmenar ekki jafn góða að-
stöðu í þessu efni og þeir höfðu
þegar þeir buðu Rússum byrg-
inn í Oomecon (Council for
Mutual Economic Aid). Sitt er
hvað að rísa gegn tilraunum
Rússa til efnahagslegrar yfir-
drottnunar og hagnýtingar eða
reyna að hrófla við gerð þeirr-
ar hernaðarregn'hlífar, sem
Rússar halda á lofti yfir öllu
þessu landsvæði. (Auðvitað er
alltaf fyrir hendi sá möguleiki
að Rússar grípi á ný til þess
að beita skriðdrekum sínum,
eins og þeir gerðu í Budapest
árið 19S6, en þó virðisit það
stöðugt verða óheppilegra
stjómmálalega séð).
RÚMENAR virðast hafa tek-
ið sérstöðu til ríkisstjómar-
innar í Bonn og hvatvís af-
staða þeirra á ekki fyigi að
fagna í Prag, Varsjá eða Austur-
Berlín. Þvert á móti er svo
að sjá, sem illur bifur á vænt-
anlegum fyrirætlunum Vestur;
Þjóðverja hafi grafið um sig
í auknum mæli víða í Austur-
Evrópu, vegna þeirrar skoðun-
ar, að fráhvarf Frakka muni
veita Vestur-Þjóðverjum sterk-
ari aðstöðu en áður innan At-
lantshafsbandalagsins. Tæpast
getur talizt líklegt að tilviljun
ein hafi ráðið því, að skömmu
eftir að Ceausescu flutti ræðu
sína 7. maí s.I. birtu leiðtogar
Tékka og Ungverja yfirlýsing-
ar um fulla hollustu við sátt-
mála Varsjárbandalagsins.
Varsjárbandalagssáttmálinn
var upphaflega saminn og und-
irritaður sem gagnráðstöfun
gegn þeirri ógnun, sem talin
var festast í aðild Vestur-Þjóð-
verja að Atlantshafsbandalag- |
inu. Rúmenar geta því haldið I
Framhald á bls. 15. f