Tíminn - 05.07.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.07.1966, Blaðsíða 8
8 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 5 . júlí 1966 FÉLAGSHEIMILIS- ,MS í MIÐFIRÐI í Landnámabók segir: „Skútaðar-Skeggi hót maður, ágætur í Noregi- Hans sonur var Björn, er kallaður var Skinna- Björn, því að hann var Hólmgarðs fari. Og er honum leiddust kaup- ferðir, fór hann til íslands og íiam Miðfjörð og Línakradal. Hans son ur var Miðfjarðar-Skeggi. Hann var garpur miikill og farmaður." Skeggi bjó á Reykjum í Mið- firði. Á Mel, gegnt Reykjum, byggði fyrstur Ögmundur Kormáks- son. Hans sonur var Kormákur,' skáld. Skömmu síðar bjó á Mel Oddur Ófeigsson, ágætur maður, er frá segir í Éandamannasögu. Á Mel hefur verið prestssetur um margar aldir, og nafn staðarins er nú Melstaður. Þar sat séra Björn s-onur Jóns biskups Arasonar, og síðar Arngrímur lærði. Fleiri merk isklerkar hafa þar setið. Skammt norðan við Reyki, þar sem Miðfjarðará fellur til sjávar, er bærinn Ós. Þar bjó fyrrum Þórður hreða, mikill vígamaður, og íþjóðsmiður, samtímamaður Mið fjarðar-Skeggja. Innar í sveitinni austan ár, er bærinn Bjarg. Þar bjuggu foreldrar Grettis, og þar óx hanp úr grasi. Miðfjörður er góð sveit og grös ug. Sunnan við byggðina taka'við Arnarvatnsheiði og Tvídægra, með vötnin óteljandi. Þar eiga Miðfirð ingar góð afréttarlönd,- á mótí Borgfirðingum. Fleiri kostum býr sveitin yfir. Miðfjarðará er ein af beztu' laxveiðiám landsins. Sveitin skiptist í tvö hreppsfé- lög, Ytri- og Fremri-Torfustaða- hreppa. Árið 1933 var byggt samkomu- hús á landi Reykja, á eystri bakka Miðfjarðarár og var því valið nafn ið Ásbyrgi. Það var hitað upp með vatni úr lauginni, sem er í brekk- unni milli bæjarins og árbakkans. — Til þeirrar heitu laugar gekk Sigríður á Ósi, systir Þórðar hreðu, með iéreft sín, svo sem seg ir í Þórðarsögu. — Nokkrum árum eftir að samkomuhúsið var byggt, var reist véla- og bifreiðaverk- stæði, ásamt íbúðarhúsi, þar á bakk anum, og nú eru risin 6 íbúðarhús til viðbótar á þessum stað. Þorp- ið, sem þarna hefur myndazt, nefn ist Laugarbakki. Öll húsin eru hit uð með vatni úr Reykjalaug, en þar tókst að auka magn heita vatnsins með borun fyrir nokkru síðan. Undirbúningur er nú haf- inn að því að byggja þar barna- skólahús fyrir sveitahreppana í sýslunni. Skömmu eftir 1940 var byggð sundlaug austan við samkomuhús ið á Laugarbakka, og þar er sund kennsla hvert vor. Og fyrir um það bil 10 árum var ákveðið, að gera miklar breytingar á gamla húsinu. Hefur nú verið byggt við það á þrjá vegu, svo að úr því hefur ver ið 'gert allstórt og vandað sam- komuhús. Oft hefur reynzt erfitt að byggja við gömul hús, svo að vel fari, en hér hefur það tekizt vel. Akritektinn, sem teiknaði nýja húsið, heitir Halldór Halldórs- son. en yfirsmiður við það var ungur Vestur - Húnvetningur, Björn Traustason byggingameist ari frá Hörgshóli i Vesturhópi, maður mjög vel fær i sinni grein. Allur frágangur byggingarinnar er Frá dansleik í prýðilegur. En umsjón með framkvæmdinni og f járútveg-1 anir í því sambandi annaðist Jó hannes Björnsson, hreppsnefnd- aroddviti. — Eigendur hússins eru Ytri-Torfustaðahreppur, Ung- mennafélagið Grettir og Kvenfé- iagið Iðja. Miðvikudaginn 29. júní sl. var haldin fagnaðarsamkoma í nýja félagsheimilinu, í tilefni af opnun þess. Þangað var öllum hreppshú um boðið, einnig öllum, sem þar höfðu átt heima, þó að nú væri fluttir burt, svo og þeim, sem unn ið höfðu við bygginguna. Fjöl- menni var á hátiðinni, svo að nýja húsið var fullt. Samkoman hófst kl. 9 um kvöldið, með því að leik- flokkur Þjóðleikhússins sýndi Aft- urgöngurnar eftir Ibsen við ágæt- ar viðtökur áhorfenda. Þegar leik- sýningunni var lokið, var setzt að veizluborðum- Kvenfélagskomir í sveitinni veittu þar af mikilli rausn og myndarskap. Undir borð um voru fluttar ræður og kvæði. Veizlustjóri var séra Gísli H. Kol- beins. Hann las upp árnaðaróskir, sem borizt höfðu í símskeytum frá menntamálaráðherra fræðslumála stjóra, íþróttafulltrúa og Hall- dóri arkitekt Halldórssyni. Einnig flutti hann tilkynningu um rausn arlega gjöf, 10 þús. kr„ sem heim ilinu barst frá hjónunum í Reyn hólum, Ingibjörgu Jónsdóttur og Bimi Guðmundssyni. Fyrstur ræðumanna á sam komunni var Benedikt Guðmunds son, bóndi á Staðarbakka. Hann skýrði frá byggingu samkomuhúss ins fyrir 33 árum, og rakti sögu þess í stórum dráttum. Hann ræddi einnig um byggingu sund laugarinnar og þær miklu breyting ar, sem gerðar hafa verið á hús inu. Næsti ræðumaður var Jó- hannes Björnsson, hreppsnefndar oddviti, sem lýsiti nýja luisinu, greindi frá því, hverjir þar hefðu að unnið, og færði þeim öllum þaikkir fyrir vel unnin störf. Einn ig skýrði hann frá heildarkostnaði við bygginguna. Síðan töluðu þau frú Helga Þorsteinsdóttir á Bessastöðum, formaður kvenfé- lagsins, og Böðvar Sigvaldason á Barði, formaður ungmennafé lagsins. Bæði flutttu þau fram ósk ir um að bygging heimilisins yrði sveitinni og fbúum hennar til biessunar. Aðrir sem fluttu ræður og ávörp á samkomunni voru: Skúli Guðmundsson, alþingismað- ur, Valur Gíslason, leikari úr Reykjavík, Jón fsberg, sýslumaður á Blönduósi, Helgi Ólafsson, raf- virki á Hvammstanga, formaður Ungmennasambands t Vestur- Húnavatnssýsiu. Rögnvaldur Rögn- valdsson, burtfluttur Miðfirðingur búsettur á Akureyri, Valdimar Daníelsson, bóndi á KollafoSsi, og Björn Traustason, byggingameist- ari. Tveir menn fluttu frumort kvæði, þeir Gunnlaugur P. Sigur- björnsson frá Torfustöðum og Þór- arinn Jónsson á. Akranesi. Milli ræðuhalda var almennur söngur með undirleik pretskonunnar á Melstað, frú Sigríðar Kolbeins. nætur Fra höfninni i Grímsey Teikning: Riignar Lar. Drangev og Kerlingin á Skagafirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.