Tíminn - 05.07.1966, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 5. júlí 1966
TJMiNN
9
Þessi fyrsta samkoma í nýja
félagsheimilinu var hin prýðiieg-
asta og öllum íþátttakendum til
ánægju. Þótti mörgum 'hún spá
góðu um það, að nýja húsið verði
til eflingar menningu og heilbrigðu
félagslífi í sveitinni.
Á vígslu'hátíðinni flutti Skúli
Guðmundsson alþm., ávarp, og
fylgja hér þættir úr því:
Góðir sveitungar og gestir.
Það erú 33 ár liðin siðan þetta
var. Það var á sunnudegi sumarið
1933. Þá var haldin skemmtisam-
koma hér til þess að fagna því, að
á þessum stað var risið nýtt sam-
komuhús.
Það var margt fólk á samkom-
unni, svo að nýja húsið var fullt.
Og í hestagirðingunni hér suður á
bakkanum voru margir reiðhestar
samkomugesta. Skemmtiatriðin
hafa horfið mér úr minni, en glatt
var á hjalla. Samkomugestirnir
ungir og gamlir, fögnuðu nýja hús
inu, þó að það myndi nú á tím-
um þykja lítið og ófullkomið. Þá
voru krepputímar, en þó voru
menn glaðir, ekki síður en á
Framhald á bls. 14
A
Það ríkti spenna og eftir-
vænting í afgreiðslusal Flugté-
lags íslands á Reykjavíkurflug-
velli að kvöldi 25. júní s.l. Far-
þegar í miðnætursólarfluginu
voru af ýmsum þjóðernum, en
þeir áttu eftirvæntinguna sam-
eiginlega. Að loknum skráning-
um, sköimimu eftir auglýstan
brottfarartíma, voru farþegarn-
ir beðnir um að ganga um
borð í flugvélina „Gljáfaxa" og
það þurfti ekki að segja nein-
um oftar en einu sinni að gera
það. Flugstjóri í þessari ferð
var Ingimar K. Sveinhjörnsson
þrautþjálfaður flugmaður á inn
anlandsleiðum, en flugfreyja
var Kristín Snæhólm, yfirflug-
freyja hjá Flugfélagi íslands.
Að loknum venjulegum „sérí
moníum“ á flugvellinum var
haldið i loftið, og stefnan tek-
in inn Hvalfjörð. Flughæðin var
líti'l, eða að því er virtist um
miðjar hlíðar Esju-
Einhvern tíma heyrði óg frá-
sögn um gamla konu, sem
fór í flugferð í fyrsta sinn, og
sagði við flugmanninn áðtir en
hún steig upp í flugvélina:
„Fljúgðu nú bæði lágt og hægt,
góði minn.“ Þessi saga kom
mér í huga, þegar við svifum
itjn Hvalfjörðinn í svo lítilli
bæð, en reyndar flaug Ingimar
eins lágt og aðstæður ieyfðu,
og gerði ferðina ógleymanlega
öllum þátttakendum meðal ann
ars þess vegna.
Ekki héldum við innar í Hval
fjörðinn en til móts við Fer-
stiklu, en þar sveigði flugvélin
yfir hálsinn og fiaug síðan yfir
Geldingadraga, upp i Skorradai,
þvert yfir Borgarfjörð og upp
Norðurárdal, og enn var hæðin
um miðjar fjallshlíðar
Þegar nálgaðist dalbotninn
hækkaði flugstjórinn flugið lít-
ið eitt, og var stefna tekin á
Skagafjörð. Skyggni var með
bezta inóti, og nú vorum við
komin upp í sólskinið. Birtan
til norðurs var svo fögur, að
ég treysti mér ekki til að lýsa
henni, og var fjallasýnin og
jöklasýnin til suðurs með þeim
hætti að ég treysti mér ekkí
til að fara þar orðum um. Les-
endur verða sjálfir að gera sér
í hugarlund hversu fögur sú
sýn hafi verið, jöklarnir baðað-
ir roðnandi kvöldsóilini.
— Við flugum yfir aragrúa
vatns á Tvídægru og Arnarvatns
heiði, Grímstunguheiði og hvað
sem þær nú annars 'heita heið-
arnar norður þar. Ekki létu vis-
urnar hans Jónasar á sér standa
heldur þrengdu sér fram í hug
skotinu, léttan og leikandi.
Við komum ofan í Skaga-
fjörðinn á móts við Víðimýri
og þá tók Matthías við. Flogið
var út fjörðinn að austanverðu
austan við Héraðsvatnaósinn,
en þaðan var stefnan tekin á
Drangey.
Og enn koma manni vísur
í hug, svo marga staði eigum
við, sem hafa notið þeirrar
frægðar, að um þá hafi verið
ort, að segja má, að 'hægt sé
að fljúga um landið þvert og
endil'angt án þess að hafa und-
an við upprifjanir kvæða um
hina ýmsu staði, sögufræga seim
lítt þekkta. Ekki fannst mér
Drangey vænleg til búsetu fyr-
ir aðra en núverandi íbúa, en
þeir eru margir og virðast
una hag sínum vel á silium og
stöllum í þverhníptum berg-
veggjunum. Við flugum hring
um eyna og óneitanlega var
hún tignartleg og ógnvekjandi
var hún.
Frá Drangey var stefnan tek-
in yfir Málmey og þaðan út
fyrir Dalatána. Ég spurði flug-
freyjuna hvort við kæmum til
með að sjá inn til Siglufjarðar,
en hún kvaðst álíta að við fær-
um það utarlega, að slíkt væri
óhugsandi. Að svo mæltu fór
hún fram í til flugmannanna
og grun hef ég um, að hún
hafi sagt þeim frá áhu.ga far-
þega um að líta þennan fræga
síldarbæ augum, vegna þess að
flugvélin var ekki fyrr komin
fyrir tána en hún sveigði inn
í Siglufjörðinn, fram hjá kaup-
staðnum, tók síðan krappa
beygju innst í fjarðarbotnin-
um og síðan út fjörðinn að
nýju. Vel mátti greina fólk á
bryggjunum og síldarplönin
mörg í skipuilegum röðum.
Nú var stefnan tekin á Gríms
ey og fyrr en varði sáum við
þennan einbúa þarna norður-
frá og á landakortinu sést heim
skautsbaugurinn skera eyjuna
um þvert. Flugstjórinn renndi
flugvélinni tvisvar yfir flug-
brautina áður en hann lenti,
en tilgangurinn var sá, að reka
kríurnar í burtu, en þær voru
þama í hundraða- eða réttara
sagt þúsunda tali. Þegar vélin
var lent, flýtti ég mér út til
að ná mynd af fólkinu þegar
það gengi út úr flugvélinni. Ég
hljóp nokkurn spöl frá vélinni
en hafði vart tekizt að setja
mig í ljósmyndarastellingar þeg
ar kríurnar réðust á mig með
sínum gamailkunnu skrækjum.
Mér lánaðist að taka þessa einu
mynd, sem ég átti eftir á film-
unni, áður en ég flýði af hólmi.
Klukkan var rúmlega tólf á mið
hætti, þegar við lentum í Gríms
ey, og miðnætursólin skein í
al'lri sinni dýrð og snerti ekki
hafflötinn, hvað þá meira. Tvær
ungar stúlkur voru komnar til
að taka á móti okkur og
skömmu síðar komu stúlka og
piltur akandi á traktor, en
traktorar munu vera einu far-
artækin, sem notuð eru í Gríms
ey. Eyjan er stærri en ég hafði
gert mér í hugarlund, og óneit-
anlega er hún falleg. Ekki er
langt að fara frá flugvellinum
niður í „þoi*pið“. Farþegarnir
skiptast í tvo hópa við flugvél-
ina, annar hópurinn gekk í sól-
arátt út flugvöllinn, en hinn
hópurinn niður í þorpið, en þar
hafði kaupfélagið verið opnað
Framhald á bls 14
. • . og fyrr en varir sjáum viS þennan einbúa . . .
Klukkan var rumlega tólf á miðnætti, þegar við lentum í Grímsey.
. . . . flugvélin var ekki fyrr komin fyrir tána . . .