Tíminn - 05.07.1966, Blaðsíða 6
tÍMÍNN
ÞRIÐJUDAGUR 5. júlí 1966
MINNING
Jóu Jónsson
Hofi
Jón andaðist í Landsspitalanum
30. maí 1966 eftir stutta legu þar.
Hann var fæddur að Valadal í
Skagafirði 29. apríl 1894 sonur
hjónanna Sólveigar Eggertsdótt-
ur, Jónssoar prests á Mælifelli
Sveinssonar, og Jóns fyrrum
bónda á Nautalbúi og Eyhildarholti
b. í Valadal Pálmasonar.
Jón hlaut í æsku ágætt uppeldi
og undirbúning undir lífsstarf
sitt. Hann varð búfræðingur frá
Hvanneyri 1915, og var síðan við
verklegt náan í Borgarfirði.
Hann var á fyrsta samvinnu
námskeiði, sem haldið var í
Reykjavík 1918 til 1919. Hann var
á yngri árum mikill íþróttamaður
glíminn og sundmaður góður.
Hann var dýravinur og átti ágæta
hesta, og hafði nútóð yndi af
þeim, enda mjög laginn tamninga-
maður, svo sem faðir hans og
frændur.
Jón hóf búskap á landnámsjörð
inni Hofi á Höfðaströnd árið 1921
og keypti þá jörð ásamt svokall
aðri Hofstorfu með landareign
kauptúnsins Hofsóss og nokkrum
hjáleigum. Á Hofi bjó hann til
dánardags. Meðan hann átti alla
Hofstorfuna hafði hann mitól um
svif í sambandi við úthlutun lóða f
Hofsós o.fl. en þá var kauptúnið
í örum vexti. Þegar Hofsós varð
sérstakur hreppur, keypti hann af
Jóni alla landareign, sem hreppur
inn náði yfir.
Fljótlega eftir að Jón hóf bú-
skap, var hann kosinn til marg
víslegra trúnaðarstarfa á fjölmörg
um sviðum félagsmála fyrir sveit
sína og hérað. Hann var kosinn
í ihreppsnefnd Hofshrepps 1931 og
oddviti 1934 og gegndi því starfi
til dánardags. Sýslunefndarmaður
í sýslunefnd Skagaijarðarsýslu
var hann frá 1938 og gegndi þar
margvíslegum nefndarstörfum, var
m. a. í stjórn Varmahlíðar, form.
samgömgumálanefndar o. fl.
Hann var stópaður formaður
fasteignamatsnefndar Síkagafjarð
arsýslu 1938 og vann að fastetgna
mati sem út kom 1942 til 1944
og síðan kosinn í fasteignanefnd
skv. lögum frá 1963 og var byrj
aður á störfum þar. Hann hafði
mikil afskipti af búnaðarmálum
sveitar sinnar og héraðs, var m.a.
fonn. búnaðarfélags Hofshrepps
frá 1926 og í stjórn Búnaðarsam-
bands Skagfirðinga frá 1947 og
formaður sambandsins frá 1961.
Hann sýndi einnig í verki hug
sinn til búnaðarmála, bjó góðu
búi á eignarjörð sinni Hofi og
bætti jörðina stórlega að ræktun
og húsakosti.
Samvinnumálin lét hann sig
einnig miklu skipta. Fljótlega eft
ir stofnun Kaupfélags Fellshrepps
í Hofsós var hann kosinn í stjórn
þess félags, sem síðar var nefnt
Kaupfélag Austur-Skagfirðinga og
form. þess félags frá 1957 Þegar
kaupfélögin i Hofsós og Haganes
vík stofnsettu Kjötbúð Siglufjarð
ar árið 1928 vann Jón ásamt Pétri
sambands bænda frá stofnun þess
undirbúningi þess og stópulag-
ingu kjötsölumála á þessum félgs
svæðum.
Fjöldamörg mót og fundi sótti
Jón, bæði sem fulltrúi félagasam
taka þeirra, sem hann starfaði fyr
ir, auk þess sem hann var fulltrúi
Skagfirðinga á aðalfundum Stétta
sambands bænda frá stofnun þess
1945. Hvarvetna sem Jón kom að
málum, var hann ókvikull og neils
hugar, og jafnan mikið tUlit tekið
til skoðana hans og málflutnings
á fundum.
Stiklað hefur verið á stóm um
öll störf Jóns, og margt ótalið af
félagsmálastörfum hans. Fullyrða
má, að öll störf, sem Jóni voru
falin, leysti hann af hendi af stakri
samvizkusemi, og lagði oft mibla
vinnu í að inna þau af hendi. Flest-
voru störf þessi litið eða ekkert
launuð, og sést af 'því, hvilíka
fórn hann hefur _á sig lagt við fé
lagsmálastörfin. í fljótu bragði
igera menn sér ektó grein fyrir,
hvers er krafizt af mönnum, sem
svo mjög eru á oddi í velferðarímál
um héraða, sem Jón var, en við
! t#SEfí
nánari athugun ætti hugsandi
mönnum að vera vel ljóst, að með
ævistarfi sínu hefur Jón unnið mik
. ið þrekvirtó, endia veit ég, að sveit
ungar hans og aðrir, sem notið
hafa forystu hans og starfa á ýms
um swiðum, munu að leiðarlokum
senda honum hugheilar þaktór
fyrir öll störfin og samskiptin.
Jón kvœntist árið 1921 eftirlif
andi konu sinni Sigurlínu f. 22.5.
1898 Bjömsdóttur, bónda að
Brekku í Víðimýrarsókn, Bjarna
sonar. Sigurlína á sinn mikla þátt
í að Jóni tókst að sinna svo marg
vislegum störfum, sem hann gerði
það kom í rífcum mæli á hennar
herðar að annast búsforráð og
heimilisforsjá í fjarveru bónda
síns. Auk þess jók ekki lítið á
venjuleg húsmóðurstörf, mjög mik
il gestakoma á heimilið, bæði í
sambandi við hin margvíslegu
störf Jóns og þá einnig, að Hof
er í þjóðbraut og þangað þótti
gott að koma og dveljast með
hinum glaðværu og mjög svo gest
risnu húsbændum.
Böm þeirra Jóns og Sigurlínu
em Pálmi lögfræðingur og kaup-
maður í Reykjavík og Sólveig
sýslumannsfrú á Patreksfirði. Auk
þess ólu þau upp Friðrik Péturs
son, bróðurson Jóns, og síðar Sig
urð, son Friðriks.
Strax er Jón fluttist að Hofi,
hófust persónuleg kynni okkar
og síðan höfum við árlega haft
mikil og góð samskipti á ýmsum
sviðum, sem aldrei hefur borið
skugga á. Vil ég nú að stólnaði
votta Jóni virðingu mina og þökk.
Þeim Sigurlínu og Jóni færam
við hjónin innilegar þaktór fyrir
vináttu oig hlýhug í okkar garð og
sendum Sigurlínu og börnunum
og hinni háöldruðu tegdamóður
Jóns innilegar samúðarkveðjur.
Herman Jónsson
Yzta-Mói.
jí«v'sbaivii,7
Gísli Guðmundsson
frá Hrauni
Sunnudaginn 22. maí s.l. lézt hér
á heimili sínu Hrauni Djúpavogi,
Gísli Guðmundsson, frv. símstöðv-
arstjóri. Eða Gísli í Hrauni eins
og hann var kallaður hér af heima-
mönnum. Hann var búinn að vera
lengi sjúkur og farinn að þ|á hvíld
ina.
Gísli var fæddur 10. nóvember
1889 á Papós í Austur-Skaftafells-
sýslu. Poreldrar hans vora Sigríð-
ur Jónsdóttir frá Byggðaholti
í Lóni og Guðmundur Sigurðsson
söðlasmiður. Þau hjón eru talin
með fyrstu íbúum Hafnarkauptáns
í Hornafirði en þangað fluttist
Gísli 8 ára gamall með þeim. En
um sama leyti fluttist verzlunin frá
Papós til Hafnar. Guðmundur starf
aði öðru hvoru við verzlunina,
einnig Gísli eftir að hann náði
aldri til þess. Annars vandist hann
öllum algengum störfum til sjós
og lands í æsku. Hann ferðaðist
talsvert sem fylgdarmaður, með
Þórhalli Daníelssyni kaupmanni á
Höfn, því Gísli var góður hesta-
maður og hafði yndi af þeim alla
sína ævi. Gísli stundaði nám við
bændaskólann á Hvanneyri, og eft
ir það stundaði hann búnaðarstörf
hjá ýmsum nokkur ár ásamt störf
um hjá_ föður sínum við söðla-
smíði. Árið 1915 fluttist svo Gísli
til Djúpavogs og 29 des. það ár gift
ist hann eftirlifandi konu sinni
Ingibjörgu Eyjólfsdóttur frá Hlíð.
Þau eignuðust eina dóttur er lézt
fyrir 19 árum. Foreldrum sínum
mikill harmdauði og öðrum sem
hana þekktu.
Ingibjörg hefur sýnt mikið þrek
1 veikindum Gísla og mikið erfiði
, á sig lagt við hjúkrun hang síð-
ustu mánuðina til þess að hann
Ifengi hinztu hvíldina heima í
Hruna að síðustu. Eftir að Gísli
varð símstöðvarstjóri hér á Djúpa
vogi en það var hann í 42 ár og
jafnframt vegaverkstjóri í 20 ár.
Annaðist Ingibjörg símstöðina í
fjarvera hans og dóttur þeirra, af
sömu trúmennsku og Gísli. í ann-
an tíma skiptu þau með sér vörzl-
unni og sést af því að Gísli hefur
haft góðan lífsföranaut þar sem
Ingibjörg var. Enda var samband
þeirra mjög vinsamlegt, kryddað
smá glettni frá Gísla hálfu. Gísli
átti heima á Hlíð fyrstu 14 árin
sem þau vora á Djúpavogj en
fluttu þá í Hraun sem þau keyptu
af séra Jóni Finnssyni. Heimili
þeirra var alltaf hreint og fágað
og að koma til þeirra hjóna var
alltaf notalegt. Þvi jrfir heimili
þeirra hvíildi ró ».g listrænn þokki
ofinn saman úr gömlum munum,
myndum og blómun, Ingibjargar.
Ég kynntist Gísla fljótt eftir að
ég kom hingað fyrir 19 árum og
síðustu 8 árin voram við nábúar.
Minnist ég hans sem einlægs barna
vinar. Börn löðuðust að honum
og hafði hann yndi af að vera í
þeirra hóp einkum þeirra yngstu.
Við höfðum mikil skipti saman í
gegnum símann. Var oft vont að
ná sambandi, þá, langlínur fáar og
tíminn stuttur sem síminn var op-
inn. Var oft gaman að heyra til
hans. Hann gat verið blíður og góð
ur í orðum annað kastið, en ef
það dugði ekki gat hann kveðið
fastar að, og svo fast að unun
var á að hlýða. Hann var léttur
1 lund os fyndinn og hjálpaði það
honum mikið í símaþvarginu.
Hann var mjög vel liðinn af sam-
starfsmönnum sinum hjá símanum,
þvi þótt kastaðist i kekki annað
slagið, var það fljótt gleymt.
* BILUNN
Rent an Ioeoar
sími 1 8 8 33
m
m
SKiPAUTGCRB RÍKISINS
M.s. Herftubreið
fer vestur um land í hring
ferð 9. þ.m.
Vörumóttaka á þriðjudag
og árdegis á miðvikudag
til Kópaskers, Þórshafnar,
Bakkafjarðar, Borgarfjarð-
ar, Mjóafjarðar, Stöðvar-
fjarðar, Breiðdalsvíkur og
Djúpavogs.
Farseðlar seldir á föstudag
Bifreiðaeigendur
] Annast stillingar á mótor-
og rafkerfi bifreiða að Suð
urlandsbraut 64 (bak við
verzlunina Álfabrekku.)
Nýjustu mælitæki.
ÉINAR EINARSSON,
] rafvélavirki,
j Básenda 1,
i Sími 3-23-85.
Gísli hafði afburða fallega rit-
hönd og voru heillaskeyti með rit
hönd hans hreinar gersemar. AU-
ir reikningar og uppgjör frá hon-
um var sérstaklega vel unnið.
Hann mátti ekki sjá krampu eða
brot á blaði sem hann ætlaði að
senda frá sér.
Með þessum fátæklegu orðum vil
ég færa Gísla þakkir fyrir alla
snúningana sem hann lagði á sig
3 sambandi við símaþjónustuna.
Vökurnar þegar sjukleika eða slys
bar að höndum. Ég veit ég mæli
fyrir munn allra hér í byggðar-
laginu. Ég færi konu hans og syst-
kinum innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Þorsteinn Sveinsson.
MUjlCAL
EXPRE^
SUMMER
EXTRA
encr>iAi
A.WM tmmmr motcrtoi'S owtiw simmm
Sumarblað með fjölda lit-
mynda. Verð kr. 30.00.
Sendum, ef greiðsla fylgir.
I
FRÍMERKJASALAN,
Lækjargötu 6A.
\
REWT
BOLHOLTI 6.
(Hús Belgjagerðarinnar).
Trúlofunar-
hringar
afgreiddir
samdægurs.
Sendum um allt land.
HAUOÓR
Skólavörðustig 2.