Vísir - 04.03.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 04.03.1975, Blaðsíða 4
4 Vísir. Þriöjudagur 4. marz 1975 Góöar Gdrrtait Ýikv'. f l'f Bókamárkaðurínn Í HÚSI IÐNAÐARINS VIÐ INGÓLFSSTRÆTI Flugfreyjur, eldri og yngri munið 20 ára afmælisfagnaðinn i Vikinga- sal Hótel Loftleiða fimmtudaginn 6. marz kl. 19.00. Miðasala og borðapantanir að Hagamel 4 þriðjudag frá kl. 1-5. Simi 26850. Laus staða Starf í Þjóðskjalasafni islands er laust til umsóknar. Starfið er einkum fólgið I þvi að sinna afgreiðslu og vörslu á lestrarsal. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu sendar menntamálaráöuneytinu fyrir 25. mars næstkomandi. Menntamálaráðuneytið 28. febrúar 1975. Laus staða Staða skjalavarðar i Þjóðskjalasafni tslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt iaunakerfi starfsmanna rikisins Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi i sagnfræði eða skyldum greinum. Umsóknir um starf þetta með upplýsingum um nám og starfsferil skulu sendar menntamálaráöuneytinu fyrir 25. mars næstkomandi. Menntamálaráðuneytið 28. febrúar 1975. Stefán Jón Hafstein: Bölvaður verkalýðurinn Um slœpingshótt íslenzkrar verkalýðs- stéttar, leti hennar og kœruleysi Geistleg skrif Dagrúnar nokk- urrar Kristjánsdóttur á slöum dagblaða nú að undanförnu hafa vakið athygli og furðu mætra manna. Hefur henni jafnvel verið svaraö á jnaklegan hátt þegar mönnum hafa blöskrað mest skrif hennar. 1 dag, 24. febrúar 1975, lætur hún birta eftir sig i dagblaðinu Visi svo mikla endemis vitleysu að svivirðu gegnir. Þar er ráðist að islensku verkafólki af svo mikilli fólsku að undirritaður getur á engan hátt látið sliku ósvarað þó liklegt sé að fleiri veröi til. Snemma i grein sinni, sem Dagrún nefnir „Dansinn i Hruna”, kemur hún upp um sitt rétta eðli og á ekki afturkvæmt úr þvi. Orðrétt segir hún: „Ég tel, að til þess séu stjórnarvöld, að þau STJÓRNI en láti ekki stjórnast af misvitrum þegn- um...” (Leturbr. undirritaðs). Nálykt fasismans angar stæk frá penna Dagrúnar þegar minnst er á misvitra þegna. Ég vil gjarnan spyrja Dagrúnu þess hvort hún telji ekki stór- hættulegt að láta „misvitra þegna” kjósa til alþingis á fjög- urra ára fresti. Telur hún ekki að núverandi rikisstjórn sé ein- mitt voðaverk misviturra kjós- enda? Og um leið væri gaman að fá að vita, hvað það er sem skilur Dagrúnu Kristjánsdóttur frá misvitrum þegnum þessa lands. Það er ljóst að i greinar- höfundi Dansins i Hruna leynist einlægasti fasisti sem lengi hef- um þorað að láta á sér kræla. Krafan um STJÓRN án tillits til „misviturra þegna” gæti allt eins verið komin beint frá fóst- bræörunum Hitler og Mússolini, þeim sem tryggðu fasismanum brautargengi með ómældum hörmungum. Næst vikur Dagrún að óstjórn á lslandi sem er þarft umræðuefni og gott sé það krufið til hlitar. Það gerir Dagrún að sjálfsögðu ekki enda ofrausn að ætla henni slikt. Hún vikur að vinsældakapphlaupi stjórnmálamanna og valda- græðgi, þörf ádrepa. Eftir að hafa fjallað um stund um misvitra stjórnendur vikur Dagrún að efnahagsaðgerðum fyrri stjórnar og hefur þar á mótaða skoðun sem og mörgu öðru. Bæði skortir mig þrek og kunnáttu til að rökræöa þau mál við Dagrúnu enda að bera i bakkafullan lækinn að f jalla um hverjum hitt og þetta sé aö kenna þegar að efnahag lands- ins er komið. Grunar mig reyndar að þar séum við i grundvallaratriðum ósammála. (Persónulega læt ég mér detta i hug ráödeildarleysi eigerda at- vinnutækjanna sem orsakar- þátt.) Eftir að hafa látið vaða á súöum um efnahagsmál nokkra stund kemur Dagrún að þvi sem hún telur vera „stærsta skyssa sem gerð hefur verið”. Ekki ræðst Dagrún á garðinn þar<aem hann er lægstur, heldur vindur sér beint að þvi sem hún telur verst hafa verið gert bæði fyrr og siðar, án tillits til rúms eða tima. Það sem er henni svo mik- ill þyrnir i augum er lögsetning 40 stunda vinnuviku verkafólks. Telur þessi valkyrja islenskra stjórnmála að lagaboð þetta hafi sett atvinnurekendum drápsklyfjar á heröar, svo mjög að kikni þeir i hnjáliðunum. Það getur vel verið að Dagrún Kristjánsdóttir haldi þetta i al- vöru. Kannski heldur hún lika að i stærstu og finustu einbýlis- húsum landsins búi menn sem séu hinir sönnu öreigar okkar lands. Kannski heldur hún að i stærstu og eyðslusömustu bllum þessa hrjáða'lands aki fátækir hugsjónamenn i fórn fyrir al- þýðu landsins. Kannski heldur Dagrún Kristjánsdóttir allt þetta, en hitt má hún vita aö ekki er ,,launþega”stéttin á sama máli. Annað veigamikið óheilla- skref telur Dagrún að hafi verið stigið. Aukinn fritimi verka- fólks. Raunar er það mikil firra, og þaö vita allir nema Dagrún, að halda þvi fram að vinnutimi hafi styst við lögboðið. Reyndin varð einungis sú að eftirvinna jókst enda öllum kunnugt að laun verkamanns fyrir 40 stunda vinnuviku sjá engri fjöl- skyldu farborða. A hinn bóginn er fróölegt að sjá á prenti skoðanir Dagrúnar Kristjánsdóttur á þvi hvernig verkafólk ver tómstundum sin- um. Fyrst setur hún upp reikn- ingsdæmi þar sem hún kemst að þvi að af 168 timum á viku sé 128 eytt i svefn og aðra hvild. (Auð- vitað er niðurstaðan alröng þar sern forsendan, 40 stunda vinnu- vika, er ekki fyrir hendi). Siðan segir þessi mikli kvenskörungur orðrétt: ,,... og ef ekki er verið að vinna, þá hlýtur fólk að taka annað til bragðs, og þaö eru skemmtanir og ferðalög, sem þá er um að velja, drykkju- skapur, innbrot, misþyrmingar og morö, bilþjófnaðir, smygl, eiturlyf og eyðileggingaræði. Það þarf mikia peninga tii að geta stundaö hið svokallaða „menningarlif” og svo virðist sem peningana þrjóti æði oft, fyrst svo margir gripa til þjófnaöa, innbrota og smygls, til aö standa straum af út- gjöldunum.” Það er nú það. Það var þá bölvaöur verkalýðurinn sem stendur á bak við skálmöldina. Iöjuleysingjarnir sem reyna aö finna sér eitthvað að dútla við. Hvað gerir Dagrún Kristjáns- dóttir i fristundum sinum? Stel- ur hún bilum, smyglar eiturlyfj- um, skvettir hún málningu á listaverk eða stundar hún kannski ekkert menningarlif? Reyndar er það rétt að peninga verkafólks þrýtur æði oft, og þá er illt i ári. En Dagrún þarf ekki að kviða peningaleysi þvi hún kann svo sannarlega ráð við öllu sliku. Ahrif lagasetningar um 40 stunda vinnuviku sér Dagrún gjörla og rekur i áhrifamiklum liðum sem nú verða raktir og svarað. Dagrún segir: ,,i l'yrsta lagi lamað fjárhagslegt öryggi og greiðslugeta margra fyrir- tækja...” Enn hefur enginn orð- ið var við það að fyrirtæki geti ekki greitt eigendum sinum flughátt kaup og ýmis friðindi sem skila sér misjafnlega vel á skattskýrsluna. Greiðslugeta margra fyrirtækja hefur að undanförnu getað séð fyrir kaupum á einbýlishúsum, einkabilum og utanlandsferðum eigendanna. A meðan það er hægt, fer ekkert fyrirtæki á hausinn eins og Dagrún óttast. í öðru lagi telur hún að at- vinnuöryggi verkafólks sé stefnt i voða. Það tel ég rétt. En ekki vegna styttingar vinnuvikunn- ar. Það viröist sem sé þrálátur fylgifiskur efnahagskerfisins aö samdráttur og kreppa riða yfir það öðru hverju. óstjórn at- vinnutækjanna er þar nærtæk- ari orsök en stutt vinnuvika. í þriðja lagi segir Dagrún ...stóðst ekki sú áætlun að launþegar gætu lifað af 40 stunda vinnuviku, nema með stórhækkuöum launum, sem gerðu launagreiöendum ókleift með öllu að halda rekstrinum gangandi.” Það er rétt að „launþegar” geta ekki lifað af 40 stifctida vinnuviku. Hvað þeir taka til bragðs þegar svo er komiö höfum viö Dagrún sina skoðunina hvort á, hún telur „launþega” gripa til glæpa, ég tel raunar að þeir bæti við sig vinnu. Siðan lagasetningin var gerð hefur Dagrún orðið vör við óvenjulegan fyrirtækjadauða. Ég skora á hana að sanna það. I fjórða lagi telur Dagrún að al- menn neysla og eyösla hafi auk- ist meö auknum fritima. Dag- rún telur að verkamaður sem ekki geti lifað af tekjum sem 40 stunda vinnuvika gefur, noti fri- timann til eyðslu! Raunar var Dagrún búin að benda á hvað verkafólk gerir i tómstundum en að þvi leyti tekur hún ekki einu sinni sjálfa sig trúanlega. Mótsagnirnar i grein Dagrúnar hrópa til lesandans i nekt sinni. Enn fer Dagrún á kostum og söðlar um til fyrri kenningar um glæpamennsku verkalýðsins. Orðrétt: {, 1 fimmta lagi leiðir slæpingsháttur til leti og kæru- leysis, sem gjarnan breytist til þess sem enn verra er, alls kon- ar afbrot...” Þar með eru kenn- ingar hennar upptaldar enda öllum landslýð fyrir bestu að linni. Ekki veit ég hvað Dagrún Kristjánsdóttir starfar, en helst gæti ég trúað að hún ræki fyrir- tæki. Einhverra hagsmuna hefir hún a.m.k. að gæta með at- vinnurekendum sem knýja hana til að hella svo úr skálum vand- lætingar sinnar á verkafólki. En þab verð ég að segja henni að ekki tel ég að verkafólk, eða launþegar eins og hún kallar það, sé önnum kafið við sóun eða myrkraverk 72 tima vik- unnar eins og Dagrún reiknar út. Þvi siöur tel ég að glæpaverk séu framin vegna þess að fólk almennt vinni ekki nóg. Glæpa- menn eru skilgetin afkvæmi samfélagsins. Það brenglaða gildis- og siðferðismat sem i samfélaginu rikir verður ekki læknað með þvi að láta fólk þræla sér út uns það hnigur út af, of örmagna til að hefja glæp- ina. Og að lokum: Hættulegustu glæpamennirnir leynast e.t.v. þar sem Dagrúnu uggir sist. Þeir sem lifa á vinnu annarra, snikja á þjóðarlikamanum, mergsjúga þá sem minnst mega og skella skuldinni á aðra. Það eru hættulegustu glæpamenn- irnir. Þeir sem stunda glæpi gegn samféiaginu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.