Vísir - 04.03.1975, Blaðsíða 9
KU OGNAR SVIINN
UNGI VELDI ÍTALA
— og Anna-María œtlar að hœtta keppni í vor og tekur
því ekki þátt í Plympíuleikunum í Innsbruck nœsta vetur
Ingimar Stenmark hafði al-
gjöra yfirburði í stórsvigi í
Alta Lake í Brezku Colombíu í
Kanada á sunnudaginn í
keppninni um heimsbikarinn.
Hann er nú heldur betur farinn
að ógna veldi itala í þessari
keppni/ en ítalskir skiðamenn
hafa sigrað í henni síðustu
fjögur árin. Eftir sigurinn ;
Alta Lake er Ingimar aðeins 19
stigum á eftir Gustavo Thoeni.
Enn á eftir að keppa í Sun
Valley í Bandaríkjunum og
lokamótið verður i Va! Gar-
dena á itaIíu2l.—23.marz, og á
heimaslóðum verða Italarnir
áreiðanlega hættulegir Svian-
um.
Eftir keppnina á sunnudaginn sagði
Ingimar. „Brautin var betri fyrir mig
en helztu keppinauta mina, þar sem ég
hafði hagstæðari rásnúmer — það
tólfta i fyrri umferðinni, en þriðja I
þeirri siðari”.
Ingimar var þó aðeins i áttunda sæti
eftir fyrri umferðina og þó hann næði
ekki eins góðum tima i þeirri siðari
skaut hann öllum keppinautunum
langt aftur fyrir sig. Eftir fyrri um-
ferðina var hann einni og hálfri
sekúndu á eftir fyrsta manni, Heini
Hemni, Sviss — en Svisslendingnum
mistókst i þeirri siðari, þó svo hann
næði öðru sæti. Veður var slæmt til
keppni og meðal þeirra, sem urðu úr
leik, var Franz Klammer, Austurriki.
Hann missti annað skiðið rétt i lokin i
fyrri umferðinni. Brunkeppni karla og
kvenna, sem vera átti á laugardag,
var frestað vegna veðurs — og verður
Cindy Nelson
ekki i Kanada, heldur i Jackson Hole,
Wyoming i Bandarikjunum um næstu
helgi.
Orslit i stórsviginu urðu þessi:
1. Stenmark, Sviþjóð, 3:18.00
2. Hemni, Sviss, 3:19.83
3. Thoeni, Italiu', 3:19.86
4. P. Gros, Italiu, 3:21.47
5. T. Hauser, Austurriki, 3:21.65
6. Schmalzl, Italiu, 3:21.84
7. Junginger, V-Þýzkal. 3:22.48
8. Berchtol, Austurriki, 3:23.85
9. Greg Jones, USA, 3:23.88
10. Burger, V-Þýzkaland, 3:24.02
Staðan i stigakeppninni er nú:
1. Gustavo Thoeni, Italiu, 219
2. Ingimar Stenmark, Sviþj. 200
3. Franz Klammer, Aust. 190
4. Piero Gros, Italiu, 156
5. Erik Haaker, Noregi, 125
6. Hans Hinterseer, Aust. 103
7. Herbert Plank, Italiu, -88
8. W. Grissmann, Austurriki, 84
9. Paolode Chiesa, Italiu, 70
10. Fernandez-Ochoa, Spáni, 68
I svigkeppni kvenna i Alta Lake
keppti Anna-Maria Moser Pröll ekki,
en hún hefur þegar sigrað fimmta árið
i röð. Úrslit urðu þessi:
1. Cindy Nelson, USA, 1:32.34
2. F. Serrat, Frakkland, 1:32.72
3. K. Kreiner, Kanada, 1:32.85
4. B. Clifford, Kanada, 1:32.97
Staðan i stigakeppninni. Anna-
Maria 268 stig. 2. Hanni Wenzel,
Lichtenstein, 162 stig 3. Rose Mitter-
maier, V-Þýzkalandi, 162 stig 4. Cindy
Nelson, USA, 132 stig 5. Bernadette
Zurbriggen, Sviss, 131 stig. 6. Maria-
Therésa Nadig, Sviss, 117 stig 7.
Christa Zechmeister, V-Þýzkalandi,
109 stig 8. Fabienne Serrat, Frakk-
landi, 106 stig og 9. Lise Maria More-
rod, Sviss, 101 stig.
Heimsmeistarinn Anna-Maria
skýrði blaðamönnum frá þvi um helg-
ina, að hún hefði ákveðið að hætta
keppni, þegar þessu keppnistimabili
lýkur og sagði. „Ég er nú 22ja ára og
vil fá tækifæri til að lifa eðlilegu lifi
meö eiginmanni minum. Olympisk
gullverðlaun freista min ekki — og
hver kemur til með að segja að ég geti
hlotið þau”, en á Olympiuleikunum i
Sapporo 1972 gekk Önnu-Mariu illa —
Maria Theresa Nadig kom þar öllum á
óvart, og hrifsaði guilverðlaun frá
Önnu Mariu. Var þvi búizt við, að
Anna-Maria ætlaði sér að ná fram
hefndum i Innsbruck næsta vetur, en
svo verður ekki. 1 keppninni um
heimsbikarinn i Innsbruck i vetur,
sem talin var nokkurs konar forkeppni
fyrir Olympiuleikana, varð Anna-
Maria lika að bita i það súra epli að sjá
Olympiumeistarann, Mariu-Theresu
Nadig, efst á verðlaunapallinum.
—hsim.
Ingimar Stenmark, Sviinn 18 ára,
hefur náð mjög góðum árangri I svigi
og stórsvigi i keppninni um heimsbik-
arinn i vetur — sigrað hvað eftir annað
— og hann ógnar nú mjög veldi ltala,
sem siðustu fjögur árin hafa sigraði i
keppninni. Myndin til hliðar var tekin,
þegar Ingimar sigraði I svigi i
Evrópu. ttalarnir Paolo de Chiesa, til
vinstri, og Fausto Radici urðu I öðru
og þriðja sæti.
Beðið eftir
dómi
Ekkert varð úr þvi að
dómstóll Handknattleiksráðs
Reykjavikur kvæði upp dóm
i kæru Vals á leikinn viö Ar-
mann i 1. deildinni I hand-
knattleik karla i gær eins og
búizt hafði verið viö.
Eftir er að yfirfara einhver
gögn, en dómsins er að
vænta nú næstu daga, að
sögn Harðar Felixsonar,
sem á sæti i dómnum ásamt
þeim Helga V. Jónssyni og
Pétri Sigurðssyni. — klp —
>«ÍfifiiiSS5S5S
>*«*«S5SSSSSSS
»*i555v ■
miwm
mmn
mmm
iipi «««
Tékkneska landsliðið i handknattleik, sem leikur við hið Islenzka i kvöld.
v&djííx é* '
/X; /Hit" ■"x ;/■ '«i2£sr
Islenzkur sigur í 12.
Iqndsleiknum við Tékkq?
— Fyrri landsleikur Islands og Tékkóslóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld
og landsliðin œttu að vera mjög óþekk að styrkleika
Siðustu sex landsleikir tslands
og Tékkóslóvakiu hafa verið mjög
jafnir—þegar undan er skilinn
flensuleikurinn frægi i heims-
meistarakeppninni i fyrra. Þá
unnu Tékkar sárlasið, islenzkt lið
með 10 marka mun, 25-15, en leik-
irnir fimm þar á undan gátu ekki
verið jafnari — þrisvar jafntefli
og einn sigur fyrir hvort land. t
kvöld verður 12. landsleikur þjóð-
anna i Laugardalshöll — og tekst
islenzka liðinu þá að hefna fyrir
HM-tapið? Líkur eru á þvi — alla
vega ætti landsleikurinn aö verða
nijög tvisýnn.
Island og Tékkóslóvakia léku
einn landsleik 1973 og varð jafn-
Laugdœlir neituðu!
Leikmenn blakliðs I.augdæla
neituðu að fara norður til Akur-
eyrar á sunnudaginn til að leika
við MA i islandsmótinu. Ástæðan,
sem þeir gáfu upp, var aðtþrótta-
skemman á Akureyri væri ólög-
leg til blakkeppni, og þar sem
þeir mættu ekki leika I iþrótta-
húsinu á Laugarvatni, sem væri
ólöglegt, sæu þeir enga ástæðu til
að leika i ólöglegu húsi á öðrum
stöðum.
Stjórn Blaksambandsins tók
málið fyrir á fundi i fyrrakvöld,
og dæmdi leikinn tapaðan UMFL
0:3 og 0:45 i stigum. Þessu hafa
Laugdælingarnir mótmælt og
ætla sér að fara i hart i málið.
Segja þeir, að stjórnin hafi
engan rétt til að dæma, það sé i
verkahring blakdómstóls. Ekki
dæmi stjórnar HSI, eða KSI i
svipuðum málum, sem komi upp
hjá þeim, þær láti lögum sam-
kvæmt dómstólana sjá um það.
Þetta mál á eftir að verða anzi
erfitt viðureignar, þvi vitað er að
margir leikið i motinu hafa farið
fram i húsum með ólöglega loft-
hæð — hún á að vera 7 metrar —
en spurningin er hvort þetta hús
sé ólöglegra en eitthvert annað.
Laugdælingar mættu aftur á
móti i leikinn gegn IS á laugar-
daginn, en þeim leik töpuðu þeir
3:0. Stúdentarnir unnu fyrstu
hrinuna 15:7, þá næstu 15:10, og
siðustu hrinuna 15:13.
Þrir leikir voru leiknir i b-mót-
inu um helgina, þar af léku
Eyfirðingar tvo leiki. Þeir töpuðu
fyrir b-liði IS 3:2, en unnu siöan
HK 3:0. Á Laugarvatni léku
Þróttur b og Þór frá Þorlákshöfn.
Þeirri vúðureign lauk eftir 90
minútna baráttu — og fimm hrin-
ur — með 3:2 sigri Þórs. Úrslita-
hrinuna vann Þór 17:15.— klp —
tefli 19-19 á móti i A-Þýzkalandi.
1972 voru þrir landsleikir milli
þjóðanna. Jafntefli á Olympiu-
leikunum 19-19, en þar hlutu
Tékkar silfrið. Jafnt i Reykjavik
12-12 fyrr á árinu og sigur 14-13 og
það er eini sigur Islands gegn
Tékkum. Þegar HM-leikurinn er
undanskilinn hafa Tékkar ekki
unnið tslendinga frá þvi 1969 — þá
unnu þeir 13-12 og 21-17.
tslenzka landsliðið i kvöld verð-
ur þannig skipað og innan sviga
er landsleikjafjöldi leikmanna.
Ólafur Benediktsson, Val, (36)
SigurgeirSigurösson, Vik. (4)
Ólafur H. Jónsson, Val, (78)
Einar Magnússon,Vik. (59)
Stefán Halldórsson, Vik. (10)
Pétur Jóhanness., Fram, (12)
Viðar Simonarson, FH, (76)
Ólafur Einarsson, FH, (5)
Bjarni Jónsson, Þrótti, (35)
Páll Björgvinsson, Vik. (3)
Hörður Sigmarss., Hauk. (14)
Björgvin Björgvinss., Fram, (67)
Landsleikurinn hefst kl. 8.30 og
dómarar verða danskir Jack
Rodil og Kurt Ohlsen. Forsala að-
göngumiða hefst kl. 17.30. hsim.
KR-ingar unnu með 100
stiga mun ó Akranesi!
Akurnesingar fengu að sjá,
hvernig á að leika góðan
körfuknattleik, er þeir fengu
KR i heimsókn I gær.
Þetta var fyrsti opinberi
leikur Akurnesinga i körfu-
knattleik, og var hann liður i
bikarkeppni KKI. tslands-
meistararnir mættu með sitt
bezta liðogléku á fullu allan
timann á móti utandeildar-
liðinu.
Var því ekki að sökum að
spyrja — KR sigraði með
yfirburðum, eða með 144
stigum gegn 44. I hálfleik
höföu KR-ingar 58 stig yfir —
70:12.
Mikill áhugi var fyrir
leiknum, og var hangið i öll-
um rimlum i litla iþróttahús-
inu á Skipaskaga, enda þetta
sögulegur viðburður i bæn-
um.
í gær var dregið i aðra
umfcrð bikarkeppninnar og
lcika þar þessi lið:
ÍR-Ármann
Kli-UMFN
Fram-KR b
ÍBK-ÍS -klp-
Nú voru IR-ingar óheppnir!
Ármenningar fundu mistök í skýrslunni og eru með „pottþétta" kœru
Ármenningar hafa lagt fram
kæru á leikinn við ÍR i 1. deild ts-
landsmótsins i körfuknattleik,
sem fram fór á laugardaginn og
1R vann með þvi að einn Ármenn-
ingurinn sló I netið á siðustu
sekúndu leiksins.
Telja Armenningar sig hafa
fundið galla i leikskýrslu, og hafa
allir sem hafa séð hana eða afrit
af henni, sagt að þeir hafi þar rétt
að mæla.
Mistökin koma á 4 minútu sið-
ari hálfleiks, þegar staðan er
58:43 fyrir Ármann. Þá fá tR-ing-
ar tvö vitaköst, sem Agnar Frið-
riksson tekur. Ilann skoraöi úr
þvi fyrra og þá stendur á skýrsl-
unni 58:44, og hann skoraði einnig
úr því siöara, og þar koma mis-
tökin, þvi á skýrslunni stendur
58:46.
Allt er þetta vel skrifað og
snyrtilegt svo ekki fer á milli
mála. Þarna hafa aðeins orðið
smá mistök, en þó eru þau svo
stór, að leikurinn verður að öllum
likindum dæmdur ógildur og
leikinn upp að nýju. — Jafntefli er
nefnilega ekki til I körfubolta!!
Loks tóku Evrópu-
meistararnir við sér
- Bayern Miinchen sigraði - Evrópumótin byrja ó ný ó morgun
Loks vann Bayern Munchen I 1.
deildinni vestur-þýzku og það ætti
aðeins að hressa upp á leikmenn
Evrópumeistaraliðsins fyrir
leikinn við sovézka meistaraiiðið
Ararat Yereven I Evrópubikarn-
um. Hann verður I Munchen á
morgun — en þá verður leikið I
átta-liða úrslitum I öllum
Evrópumótunum þrcmur.
Reyndar leikur Barcelona við
Atvidaberg I kvöld.
En snúum okkur að deilda-
keppninni. Bayern vann ekki
neinn stórsigur — botnliðið
Wuppertaler 3-1 á Olympiu-
leikvanginum i Munchen. Lands-
liösmennirnir kunnu Höness,
Gerd Muller og Schwarzenbeck
skoruðu mörk Bayern. Fyrsta
markið kom á 17. min. Höness.
Siðan skoraði Muller úr viti á 26
min. og varnarmaðurinn
Schwarzenbeck þriðja markið.
Mark Wuppertaler kom á
lokaminútu leiksins.
Borussia Mönchengladbach er i
efsta sæti eftir jafntefli i
Duisburg 1-1, en Kickers Offen-
bach tapaði illa á heimavelli fyrir
Köln 1-4. Hertha vann Stuttgart 4-
0
A Spáni heldur Real Madrid
sinu striki og er nú að verða
öruggt með sigur i 1. deild. Vann
Las Palmas 4-0 i Madrid á
sunnudag. Ekkert gengur hjá
Barcelona — jafntefli á heima-
velli við Hercules 0-0, Real
Zaragoza vann Atletico Madrid
3-1 og er i öðru sæti. Real Murcia
og Espanol gerðu jafntefli 0-0.
I Belgiu sigraði Standard Liege
Bruges 1-0 á heimavelli, en
Asgeir Sigurvinsson lék ekki með
Standard. Er i leikbanni. Efsta
liðið Molenbeek vann Liege 3-1,
en Anderlecht náði aðeins jafn-
tefli i Beveren 0-0.
I Hollandi vann Eindhoven
Breda 1-0 og hefur forustu eftir 23
leiki — er með 37 stig. Fejenoord
er i öðru sæti með 36 stig og Ajax
hefur 35. Þá kemur Twente með
29. Fejenoord sigraði de
Graafschap 2-0 á sunnudag, og
Ajax sigraði Roda á útivelli 0-1. I
Portúgal er Benfica á góðri leið
með að tryggja sér meistara-
titilinn. Hefur 40 stig eftir 24 leiki
— af 30. Sporting hefur 37 stig og
Porto 33.
I Evrópumótunum verða þessir
leikir á morgun.
Evrópubikarinn:
Barcelona-Atvidaberg
Ruch Chorzov-St. Etienne
Bayern Munchen-Ararat
Leeds-Anderlecht.
Evrópukeppni bikarhafa:
Real Madrid-Rauða stjarnan,
Belgrad.
Malmö-Ferencvaros
Eindhoven-Benfica
Bursapor, Tyrkl.-Dynamo Kiev.
UEFA-bikarinn
Velz Moster, Júg.-Twente
Juventus-Hamborg
Köln-Amsterdam
Banik Ostrava-Borussia Mön.
-hsim.
Björn Borg
í bílslysi
Björn Borg, sænski tennis-
leikarinn, sem 19 ára er einn
fremsti I heimi I tennis, lenti i
bílslysi I Falun i Sviþjóð á
sunnudag og slasaðist. Hann
skarst á hönd og fékk slæmt
taugaáfall. Hann verður frá
keppni um tíma. Myndin til lilið-
ar var tekin 2. febrúar, þegar
Borg sigraði á miklu tennismóti
IRichmond, USA, sem var liður
i heimsmeistarakeppninni.
Verðlaun voru 60 þúsund dollar-
ar.
Hjálmar varð meistari
Hjálmar Aðalsteinsson KR
varð Reykja vlkurineistari I
einliöa-og tvíliðaleik f borðtennis
I gær. Með honum I tviliðaleikn-
um lék Finnur Snorrason KR, og
sigruðu þeir þá Ólaf H. ólafsson
og Birki Þ. Gunnarsson Erninum
i úrslitum.
í einliðaleiknum lék Hjálmar til
úrslita við skákmanninn Jóhann
Orn Sigurjónsson — en þeir léku
einnig til úrslita i mótinu i fyrra
— þá var keppnin tvisýn eins og
nú, en leikjunum lauk 21:19 og
21:13.
Reykjavikurmeistari i einliða-
leik kvenna varð Karólina
Guðmundsdóttir Erninum. Hún
sigraði Margréti Rader KR i úr-
slitum 23:21 og 21:12. Karólina
sigraði einnig i tvil iðaleik
kvenna, þar sem hún var með
Laufeyju Gunnarsdóttur. í úr-
slitunum sigruðu þær Ragnheiði
Stefánsdóttur og Ástu Urbancic.
Þá tók Karólina fyrstu
verölaunin i tvenndarkeppni, þar
sem hún lék með Birki Þ.
Gunnarssyni. Sigruðu þau Ólaf
H. ólafsson og Laufeyju
Gunnarsdóttur i úrslitaleiknum
21:18 og 21:12.
Gunnar Finnbjömsson Ernin-
um mátti þakka fyrir sigur i úr-
slitaleiknum i unglingaflokki, þar
sem hann lék við Odd Sigurðsson
KR. Úrslitin urðu 20:21 - 21:15 og
21:18. 1 tviliðaleiknum var eins
hörð barátta, en þar lék Gunnar
með Jónasi Kristjánssyni, en
Oddur með Agli Helgasyni. Þurfti
oddaleik sem nægði þeim fyrr-
nefndu til að sigra.
t einliðaleik unglinga 13 til 15
ára sigraði Hjálmtýr Hafsteins-
son KR Tómas Guðjónsson KR
21:13 og 21:18 en i flokki unglinga
yngri en 13 ára varð Bergsveinn
Ólafsson sigurvegari. -klp
\ I Tl
IX
“ íbúd að vordmæti
V O KnuUH'AHðl* • I MEVIUAVfK V
»>8./ 1«.,.. ir. „ H . '•-.* I 'lk.
4f, -BT 1 -T-'-X
MUNIÐ
Ibúðarhappdrætti H.S.i.
2ja herb. ibúð að
verðmæti kr. 3.500.000.-
Verð miða kr. 250.