Vísir - 04.03.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 04.03.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir. ÞriOjudagur 4. marz 1975 vísm tJtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannes~son Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: iSiöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Heilbrigð hlutaskipti Sennilega er hvergi meiri framleiðni i islenzku atvinnulifi en i fiskveiðunum. Aflamagnið á hvern sjómann er meira en annars staðar og raunar margfalt meira en viðast hvar i heimin- um. Skipulag útgerðarinnar hefur lika lengi verið til fyrirmyndar. Útgerðin er á höndum margra smárra aðila, en ekki fárra stórra. 1 mörgum til- vikum eru skipstjórnarmennirnir sjálfir meðal aðaleigendanna. Og öll áhöfnin tekur þátt i áhætt- unni, þvi að hún er ráðin upp á hlut. Þetta rekstrarform er hagkvæmt og leiðir til mikilla afkasta, eins og reynslan sýnir, auk þess sem það forðar sjómönnum frá þeirri lifsfirringu, er stundum sækir að launamönnum stórfyrir- tækja. Vegna alls þessa er æskilegt að viðhalda þessu rekstrarformi og efla það. Sjálft hlutaskiptakerfið fór úr skorðum fyrir nokkrum árum, þegar það leiddi til þess, að sjó- menn höfðu rosatekjur, meðan útgerðin rambaði á barmi gjaldþrots, án tillits til þess, hvort vel aflaðist eða ekki. Þessi röskun leiddi bölvun millifærslukerfisins yfir útgerðina. Æ fleiri liðum útgerðarkostnaðar hefur verið smeygt framhjá hlutaskiptum. Annars vegar hefur fiskverði verið haldið niðri og hins vegar hafa fiskvinnslustöðvarnar greitt stórar fúlgur til sameiginlegra sjóða útgerðarinnar. Með þessum hætti er niðurgreidd olian, tryggingar, vextir og afborganir útgerðarinnar. Með þessu er verið að innleiða dulbúinn rikis- rekstur i sjávarútveginn. Hæfni útgerðarmanna, skipstjórnarmanna og áhafnar skiptir minna máli en áður, enda er bókhaldið komið upp i Þjóð- hagsstofnun, sem siðan breytir millifærslum eftir þörfum. Ýmisleg spilling fylgir þessu. Vegna oliusjóðs- ins keyra menn vélar skipanna ósparar en ella, þótt þeir viti, að siðasta hraðamilan er lang- dýrust. Og engin leið er að greina af öryggi á milli venjulegs viðhalds og tjóns, sem tryggingar greiða, svo að tjónagreiðslur verða óeðlilega há- ar. Þetta millifærslukerfi þarf að afnema, áður en það veldur varanlegu tjóni. Og rikisstjórnin hefur einmitt hug á að tengja slikar aðgerðir við björgunaraðgerðirnar i efnahagslifinu. Miklu máli skiptir, að þetta takist og að útgerðin komist aftur á heilbrigðan grundvöll. Þær greiðslur, sem hingað til hafa komið frá fiskvinnslunni, verður framvegis að greiða af óskiptu aflaverðmæti bátanna. Jafnframt þarf fiskverðið að hækka sem nemur þessari breyt- ingu. Þetta mundi leiða til þess, að aflaverðmæti upp úr sjó yrði svipað og i Færeyjum. Hingað til hafa blekkingar millifærslukerfisins leitt menn til að halda, að óeðlilegur munur væri á fiskverði þar og hér. Með þvi að greiða sama hluta af rekstri bát- anna af óskiptum afla og nú er greitt með milli- færslum, ætti að vera unnt að hindra, að óeðlileg hlutskipti kollvarpi þvi kerfi, sem við vitum, að bætir hag útgerðar og sjómanna betur en nokkurt annað kerfi. Skaðlegar eru hlutaskiptareglur, sem leiða til taps á rekstri flestra báta, þótt vel aflist, og jafn- skaðlegar eru millifærslureglur, sem leiða til þess, að öll útgerð gengur, hversu vitlaus sem húner. Heilbrigt hlutaskiptakerfi er bezta kerfið. —JK Karamanlis sver embættiseið sinn. Hann hefur ekki átt sjö dagana sæla siöan. T.h. sést á myndinni Gizikis hcrshöfðingi, sem var forseti á siðustu timum herforingjastjórnarinnar. Karamanlis milli tveggja elda — stúdenta og herforingja Þegar Ijóstraö var upp núna i siðustu viku samsæri hægrisinn- aöra foringja i her Grikkja, kom bert I ljós viö hvern vanda sjö mánaöa gömul stjórn Constantins Karamanlis hefur aö striöa. Samsærismennirnir viröast hafa verið úr hinum óánægðari hópi foringja hersins, sem hafa orðið fyrir vonbrigðum með, hvernig stjórnin hefur annazt málefni hersins. En það, sem þeim hefur þótt verst, er að þeim þykir stjórninni hafa mistekizt að hafa hemil á kommúnistum. Flestir hinna handteknu for- ingja stóðu i nánum tengslum við fyrrverandi valdakliku hersins. Einstaklega stóðu þeir Dimitrios Ioannides, hershöfðingja, nær, en hann var sá, sem sat orðið uppi með öll völd, þegar herforingja- stjórnin afsalaði sér völdum vegna Kýpurmálsins. Samsærismennirnir ætluðu sér að frelsa Ioannides úr fangelsi, þar sem hann situr og bfður þess að mæta fyrir rétt og svara til saka ákærður fyrir landráð, og fyrir að hafa komið á stjórn her- foringjaklikunnar. Herinn hafði haft um hönd stjórnun landsins 1 sjö ár, þegar bráðabirgðastjórn Karamanlis var sett á i júni i fyrra. Þegar mistókst byltingartil- raun griskættaðra liðsforingja á Kýpur, og griski herinn treystist ekki til að verja Kýpurgrikki fyrir innrás Tyrkja, neyddist herfor- ingjastjórnin til að segja af sér. Karamanlis var þá kallaður heim úr útlegðinni. Fyrsti þröskuldur- inn, sem hann þurfti að yfirstíga, var að koma herforingjunum i skilning um, að þeim bæri að halda sér einvörðungu að málefn- um hersins og láta stjórnmálin borgurum eftir. Eitt fyrsta verkefni varnar- málaráðherrans, Evangelos Averoff-Tositsas, var að veita 40 háttsettum foringjum hersins ,,fri frá störfum I allt að tólf mánuði”. Það var greinilegt á nafnalistan- um, aö valdir höfðu veriö helztu „harðjaxlarnir”, sem staðið höfðu að stjórn hershöfðingjanna. Lokaákvörðun um framtið þessara manna I hernum var lát- in biða til maí næstkomandi, þeg- ar æðstaráð varnarmála I Grikk- landi fer yfir afrekaskýrslu for- ingjanna, eins og venja er til á ári hverju. — Margir telja að foringj- arnir hafi séð fyrir, að þeir yrðu allir settir á eftirlaun, þvi hafi þeir látiö leiðast út i nýtt bylt- ingarsamsæri. Annað kann að hafa rekið þá til þess jafnframt. Nefnilega óánægja þeirra ,með þá ákvörðun þess opinbera að höfða mál á hendur leiötogum herforingja- klikunnar og svo það sem þeir hafa nefnt linlega stefnu stjórnar- innar gagnvart kommúnistum og ' vinstrisinna stúdentum. Þegar Karamanlis komst til valda siðasta sumar, leyfði hann starfsemi kommúnistaflokksins, sem bannaður hefur verið með lögum i Grikklandi i rúman ald- arfjóröung. Þetta var mörgum foringjum hersins þvert um geð. Enn verr likaöi þeim, þegar griskum kommúnistum var leyft að koma heim frá Austur-Evrópulöndum, þar sem 80 þúsund griskir kommúnistar leituðu hælis eftir borgarastyrjöldina i Grikklandi 1946-’49. Slðasta tiltæki stjórnar Kara- manlis var svo að náða tvo kommúnistlska uppreisnarmenn sem hafa leynzt i fjöllum Kritar i 35 ár. — Vakti það mikla athygli og fjölmiðlar Grikkja birtu allir viötöl og frásagnir þessara tveggja manna, þar sem slegið var ævintýraljóma um reynslu þeirra. Þetta var skapraun mörgum foringjum hersins, sem barizt höfðu viö kommúnista i borgara- styrjöldinni. Grikklandsstjórn hefur tefkið mjög vægt á mótmælaaðgerðum stúdenta, sem vinstrisinnar hafa verið aðalhvatamenn að. Fimm mánuöir eru liðnir siðan kennslu- misseri háskólans hófst, en stú- dentar hafa ekki sótt tima og litla rækt lagt við námiö. Hafa þeir variö tlma sinum og kröftum til þess að krefjast refsingar yfir herforingjaklikunni og prófessor- um, sem hallazthöfðu á sveif með henni, þegar hún sat að völdum. Þeir hafa einnig krafizt þess, að „hreinsuð yrði úr hernum þau öfl”, sem hlynnt voru foringjun- um. í enn einn stað vilja margir for- ingjar griska hersins kenna stjórn Karamanlis, hvernig málin hafa þróazt á Kýpur. Finnst þeim stefna stjórnarinnar hafa orðið til þess að niðurlægja griska herinn. Sumir þessara foringja áttu áreiðanlega einhvern þátt i valdaráninu I fyrrasumar, þegar Makarios forseti varð að flýja land. Sú bylting varð til þess að Tyrkir geröu innrás til þess — eins og þeir sögðu — að vernda hagsmuni hins tyrkneska minni- hluta á Kýpur. Grisku foringjarnir telja, að Grikklandsher hefði vel getað stöðvað innrás Tyrkja og hindrað hemámið á norðurhluta Kýpur. — Þeir lita svo á, að Karamanlis, sem hafi óttazt að strið við Tyrki hefði eyðilagt stjórnmálaferil sinn, hafi gefið eftir og gengið að skilmálum, sem herforingjarnir telja óaðgengilega. Bráðabirgðastjórn Karaman- lisar biðu mörg verkefni. Það fyrsta var að koma á lýðræðis- legri stjórnarskrá en verið hafði við lýöi undir stjórn herforingj- anna. Og um leið efna til kosn- inga. Að þvi liðnu og eftir að mynduð hafði verið löglega kosin stjórn, var höfuðverkefnið að koma á róilandinu og tryggja hið nýja lýðveldi. Grikkir voru þvi siður en svo vel undir styrjöld við Tyrki búnir. Eitt af Jivi sem stjórnin hefur talið liklegt til þess að friða lands- menn, var að draga fyrir rétt þá sem farið höfðu með völd i skjóli hersins. — Sú friðun hefur svo á hinn bóginn orðið til þess að magna ófrið meðal foringja hers- ins. Karamanlis forsætisráðherra fær nú jafnframt að finna fyrir þvi sama og herforingjastjórnin á sama tima. Nefnilega að ekkert fæst við stúdentana ráðið. Hún sakar þá um að efna til fjölda- funda og mótmæla um stjórnmál, en sinna engu málefnum stúdenta sjálfra. Stúdentar hafa virt að vettugi bann stjórnarinnar við mótmælaaðgerðum og enn. sem komiö er, hafa ekki orðið árekstr- ar út af þvi, en óvist hve lengi stjómin lætur það viðgangast. Hún hefur lýst þvi yfir, að óeirðir stúdenta hleypi óróa i þjóðlifið. I bakgrunninum biður svo úr- lausnar verkefni, sem eitt út af fyrir sig væri þó ærið við að glima fyrir stj'órnina. Efnahagslif þjóð- arinnar er I öngþveiti vegna al- menns samdráttar i heiminum, og þeirrar ringulreiðar, sem myndaðist undir forsjón herfor- ingjanna. Tveir forkólfar herforingjaklikunnar, Papadopoulos, sem var forseti, og Ioannides, æðsti maður herlögregiunnar, sem siðar vék Papado- poulos frá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.