Vísir


Vísir - 07.03.1975, Qupperneq 2

Vísir - 07.03.1975, Qupperneq 2
2 Vlsir. Föstudagur 7. marz 1975 risœsnit: Viltu fá fleiri fram haldsflokka í sjónvarp ið? Kristinn Halldórssun, fulltrúi: — Mér er alveg sama. Ég horfi þal HtiB á sjónvarp. Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, hús móðir: — Mér finnst það allt i lag eins og það er. Það er ágætt al hafa tvo til þrjá flokka. Þórey Sigurðardóttir, skrif stofumaður: — Nei, ég vil alls ekki hafa þá fleiri en eru nO þegar. Kagnheiður Þórðardóttir, hús móðir: — Nei, mér finnst alveg nóg af þeim. Ég fylgist með Onedin og Helenu. Mér finnst aftur á móti að auka mætti létta efnið I sjónvarpinu. Soffla Axelsdóttir, húsmóðir: — Ég horfi nú vart á meira en annan hvern þátt i þessum myndaflokk- um. Mér er því næstum sama um fjölda þeirra. Ingibjörg Þorgrlmsdóttir, hús móðir: — Mér finnst magnið ágætt eins og er. Sjálf fylgist ég meö Onedin og Helenu. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Hafa ekki samningsréttU! ónefndur atvinnurekandi skrif- ar: Vitið þér það lesandi góður að það er ein stétt í okkar þjóðfélagi, sem ekki hefur samningsrétt? Þaö eru ekki þingmennirnir. Þeir skammta sér sjálfir. Það er ekki forsetinn. Hann fær allt. Það eru ekki opinberir starfs- menn. Þegar þeir semja, semja þeir við sina eigin kollega. Ef þeim finnst það ekki ganga nógu vel, þá skipa þeir gerðardóm, sem I eiga sæti opinberir starfs- menn. Það eru ekki hinar „vinnandi stéttir” Þær mega semja og ef stirðlega gengur er þeim löghelg- að að beita ofbeldi. (Verkfall er ofbeldi, sem ekkert fær staðizt.) Þaö eru ekki bændur, Þeir eiga rtkissjóð, sem ekkert láta i hann. Hverjir eru það þá, sem ekki fá að semja um kaup sitt og kjör? Hverjir eru það, sem fá engan at- vinnuleysisstyrk þegar illa geng- ur? Hverjir eru það, sem með lögum og ofbeldissamningum hafa verið þvingaðir til að borga persónutryggingar annarra manna, auk sinna eigin? Hverjir verða að bera sjálfskuldarábyrgð fyrir þinggjöldum annarra manna, auk sinna eigin? Hverjir hafa forgangsrétt á magasárum, hjartabilunum og heilablóðfalli? Hverjir borgar brúsann, þegar launþeganum verða á mistök? Hver annar en maðurinn, sem veitti vinnuna? Maðurinn, sem með hug og hönd dreif eitthvað af stað og kom einhverju i gang, sparaði, þrælaði, hugsaði, skapaði og fékk öðrum launað verk að vinna. Hvað gerir hin „vinnandi stétt” án atvinnurekandans? Af hverju má hann ekki lifa llka? Skrifað I minningu forst jórans, sem lézt á fertugsaidri.” Kveðja til blaðamannsins Má ég biðja yður að reyna að skilja það að atvinnurekand- inn, sem er svo „ósvífinn” að skrifa „gegn” samfélaginu getur ekki undirskrifað með nafni. Hann er réttlaus fyrir- litinn og kúgaður. Hann á yfir sér skattrannsókn, skemmdarverk og verðlags- kúgun. „Félagshyggju- mennirnir” vaka yfir öllum hans gerðum. Hann hefur leyfi til að þegja og láta und- an. „KANNSKI OF UPPTEKIN VID AÐ UPPLIFA HRYLUNGINN..." Þannig munu samningavið- rœðurnar ganga hratt fyrir sig... L.H. hringdi frá Seyðisfirði: „Nú fer i hönd hið árlega samningaþras fulltrúa atvinnu- rekenda og launþega. Þras fram og aftur, sem jafnan hefur tekiö langan tfma. Já, alltof langan tima. Það er alveg ótrú- legt, hvaö samningaviðræðurn- ar geta stundum gengið treg- lega. En kannski ég renni grun i, hvað það er, sem oft er orsök seinagangsins. Og ég þykist hafa heyrt, að ýmsum fleiri hafi komið það sama til hugar. Ég ætla ekki að fjölyrða hér um þessar hugsanir, en leyfa mér að skjóta fram tillögu, sem vafalaust yrði til bóta: Sendið samninganefndirnar upp I sveit, þar sem er rólegt og heilsusamlegra umhverfi en I borginni. Sannið þið til. Samn- ingaviöræðurnar gengju rösk- legar fyrir sig.” Ilalla Guðmundsdóttir skrifar: - „Aðeins örfá orð um hina margumtöluðu sögu „handa börnum” eftir Svövu Jakobs- dóttur, sem svo mikið hefur ver- ið rætt um i dálkum Visis, og allt á einn veg. Mig langaði aðeins til að þakka Svövu, útvarpsráði og öðrum sem hlut eiga að máli fyrir að þessi saga var flutt, svo hollt umhugsunarefni var hún. Ég er hrædd um að frú M.L. og H.G. hafi misskilið eitthvað i sögunni. Þau hafa kannski verið svo upptekin við að upplifa hryllinginn i sögunni að þau hafa ekki reynt að skilja um hvað var verið að tala. Haldið þið, frú M.L. og H.G. að sagan sé ætluð börnum? Þvi var hún þá ekki flutt i barnatima? Ég viðurkenni að svipaðar sögur, hvað blóð og barsmiðar áhrærir, hafa löngum verið ætl- aðar börnum, sögurnar um stjúpurnar og galdrakindurnar hafa kannski betri uppeldisá- hrif. En er ekki kominn timi til að við, fullorðið fólk, og þá væntan- lega börnin okkar þegar þar að kemur, förum að skoða helgi- sögnina um móðurfórnina i nýju ljósi? Hefur þér, trú M.L. aldrei hugsazt, að einhverri móðurinni þætti eitthvað bogið við að vera til bara fyrir aðra. Gangast upp i þvi að vera öðr- um heimilismönnum fótaskinn, gleyma að hún hafi einhvern timann vænzt einhvers af öðr- um, annars en að vera húsgagn eða leikfang. Gott'og vel, móðurinni i sög- unni datt þetta ekki i hug, held- ur tættu þau hana i sundur, eiginmaður hennar og börn. Þetta gerist anzi viða, min kæra f rú M.L. Hefur þér aldrei dottið það i hug? Þú harmar mjög að ritskoðun sé ekki i Rikisútvarpinu, og er það að vonum. Þetta lagast nú kannski þegar skipt verður um útvarpsráð. En — frú M.L. er það skilyrði til að þú getir hlust- að á útvarpsefni og verið sátt við það, að það sé „eitthvað skemmtilegt og fyndiö”? Húrra fyrir framlagi Svövu Jakobsdóttur til að vekja fólk — og ekki siður konur en'karla — til umhugsunar á kvennaári. Skilningur frú M.L. á hugtak- inu kvennaár er i minum augum misskilningur”. HRINGIÐ í síma86611 KL13-15

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.