Vísir - 07.03.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 07.03.1975, Blaðsíða 4
4 Vísir. Föstudagur 7. marz 1975 apUnTtEbR útlönd í morgun útlöndí morgun útlönd í morgun útlönd í morgu LÍBANIR BÚAST VIÐ ARAS Líbanir eru viðbúnir, að ísraelsmenn reyni hefndaraðgerðir fyrir árás skæruliða Pales- tinu-Araba á Tel Aviv i gær. ísraelsmenn virð- ast leggja áherzlu á að kæfa allar hugmyndir um, að Egyptar hafi átt nokkurn þátt i árásinni. Forsætisráðherra Libanon sagði blaðamönnum, að öryggis- ráð landsins sæti á stöðugum fundum og aðgerðir hefðu verið gerðar til að mæta hefndarað- gerðum, sem væri búizt við. Israelsmenn svöruðu fyrir árásir skæruliða á byggðir i Norður- Jsrael i fyrra með sprengjuárás- um, eldflaugaárásum og vél- byssuskothrið á búðir flóttafólks frá Palestinu, sem eru I Libanon. Mörg hundruð flóttamenn og skæruliðar féllu þá eða særðust. Kissinger utanrikisráðherra Bandarikjanna kemur til Kalró I dag I nýja „friðarför”. Þótt Israelsmenn séu ævareiðir vegna árásarinnar i gær, þar sem sex ísraelsmenn og sjö skæruliðar biðu bana, að þvi er nú er sagt, sagði Rabin forsætisráðherra ísraels i gær, að aðalviðfangsefn- ið væri að skapa frið. Eitt slagorð Palestinu-Arab- anna, sem réðust inn i Tel Aviv, var „tilraunir Kissingers munu mistakast”. Siðustu tilraunir Kissingers til að skapa frið i Mið- Austurlöndum hafa gengið út á að fá ísraelsmenn til að draga herlið sitt til baka gegn þvi, að Egyptar lýsi yfir, að þeir muni ekki fara með strið á hendur þeim. Rabin forsætisráðherra sagði I gær, aö Israelsmenn mundu „refsa skæruliðum”, sem að árásinni stóðu. Annað sem talið er benda til hefnda, er bréf frá fulltrúa Israels til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem bent er á, að fyrsta viðurkenning samtaka Palestinu-Araba á aðild að hermdarverkunum i gær hafi borizt frá Beirut, höfuðborg Libanon. Sú borg væri aðsetur foringja frelsishreyfingar Pales- tlnu-Araba. 1 rauninni barst viðurkenningin frá Damaskus i Sýrlandi, segir talsmaður stjórnarinnar i Libanon. Skæruliðar segja, að árásin i gær hafi átt að sannfæra Banda- rikjámenn og Israelsmenn um, að ekki yrði unnt að semja um frið I Mið-Austurlöndum nema Pales- tinu-Arabar væru með. „EKKI AFTUR TILINDÓKÍNA" Ford Bandaríkjafor- seti reynir að gera beiðni sina um viðbótar hernaðaraðstoð við Kambódiustjórn þolan- legri fyrir þingmenn með þvi að heita þvi, að slik hernaðaraðstoð muni ekki þýða, að bandariskir hermenn fari aftur til Indókina. „Þetta er á elleftu stundu,” sagði Ford i gærkvöldi og höfðaði til tilfinninga þing- manna i Kambódíumálinu. Þingmaður hafði áður sagt for- setanum, að sennilega yrði beiðni hans hafnað. A blaða- mannafundi, sem var sjónvarpað, sagði Ford, að helmingslikur væru til þess að þingið féllist á að leggja um 33 milljarða króna i hernaðarað- stoð til stjórnar Lon Nols i Kambódiu og um 45 milljarða króna til stjórnarinnar i Saigon, Suður-VIetnam. „Allir bandarisku her- mennirnir eru komnir heim. Þeir fara ekki aftur,” sagði Ford. ísbrjótar fastir í ís Tveir isbrjótar, bandariskur og argentinskur, eru fastir i þykkum is við Suðurskautsland- ið og kunna að verða að sitja þar fastir I vetur. Hinn bandariski Glacier og Generai San Martin frá Argentinu verða að losna á næstu vikum, ellegar verða áhafnir að horfast i augu við vetur i Isnum. Glacier festist eftir að hafa brugðið við til hjálpar hinu skipinu, sem varð fyrir vélarbilun, er það var að flytja vistir til stöðva Argen- tinumanna á Suðurskautsland- inu. Bandarlsk stjórnvöld hafa fyrirskipað brottflutning allra i höfn, sem ekki er full þörf fyrir á skipinu, og allra farþega. A Glacier eru 224 manns. Milli skipanna eru um 18 mll- ur. !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ PLÖTULOPI — HESPULOPI Verölaunasamkeppni Álafoss Vegna fjölda áskorana um að lengja skilafrestinn í lopasamkeppni okkar höfum við ákveðið að framlengja hann til lO.apríl n.k. ÁLAFOSS h.f. LOPITWEED — LÉTTUR LOPI !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Vann byssukúluna Myndavélin i þessum banka varð snarari en kúlan. Bankaræninginn skaut vélina I klessu, en hann myndaðist samt eins og hér sést. Þetta var i Clevelandborg i Bandarikjunum. Skömmu eftir ránið náðist einn ræninginn og tveggja, sem vitað var, hverjir eru, var leitað. Forsetinn fékk skýrslu Aðild CIA að samsœri um morð ó þremur er- lendum þjóðaleiðtogum Bandarik ja forseta hefur borizt skýrsla um aðild leyniþjónustunnar CIA að samsæri um að myrða nokkra leiðtoga annarra rikja. Ford forseti staðfesti þetta á blaðamanna- fundi i gærkvöldi. Hann kvaðst ekki vilja upplýsa frekar um skýrsluna að sinni, en hana samdi yfirmaður CIA.Willi- am Colby. Blaðið Washington Post segir, að samsæri hafi á veg- um CIA verið gert til að myrða Fidel Castro forsætisráðherra Kúbu, Rafael Trujillo einræðis- herra i Dóminikanska lýðveldinu og Patrice Lumumba I Kongó. Tveir hinir sfðastnefndu voru myrtir. CIA hefur verið I athugun bandarisku rikisstjórnarinnar að undanförnu. Eitt og annað er talið uppvist um refjar leyniþjónust- unnar og orðrómur er á kreiki um aðild hennar að hermdarverkum viða um lönd. Castró lagast Kólumbia tók i gær upp stjórnmálasamband við Kúbu og varð tólfta Amerlkurikið til að viðurkenna stjórn Castros. Kólumbia sleit stjórnmálásam- bandi við Kúbu árið 1961. Asamt Venesúela og Costa Rica lýsti Kólumbia þvi yfir I nóvermber, að Kúba ógnaði ekki lengur Ameriku með byltingu eins og verið hefði fyrir áratug.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.