Vísir - 07.03.1975, Síða 6

Vísir - 07.03.1975, Síða 6
6 Vlsir. Föstudagur 7. marz 1975 VÍSIR Ctgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjóifsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannessön ~ Augiýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 AfgreiOsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Verkföll ekki óumflýjanleg Nokkurs uggs um verkfallshættu gætir hjá fólki um þessar mundir. Byggist sú svartsýni aðallega á þvi, að Alþýðusamband Islands hefur eindregið beðið aðildarfélög sin að afla sér verkfalls- heimildar. Reynslan hefur kennt mönnum svart- sýni i þessum efnum. En hinu má ekki heldur gleyma, að á sjónar- miðum launþega, vinnuveitenda og rikisstjórnar eru ýmsir snertifletir, sem gefa almenningi ástæðu til að vona, að samkomulagshorfurnar séu betri en vopnabrakið á yfirborðinu gefur til kynna. f fyrsta lagi eru aðilar málsins sammála um, að atvinnuöryggið skipti mestu máli og að það sé i mikilli hættu um þessar mundir. Forustumenn Alþýðusambandsins gera sér ljóst, að nauðung- arsamningar i kjölfar óhófskrafna mundu valda snöggum samdrætti i atvinnulifinu ofan á þann samdrátt, sem fyrir er, og leiða á þann hátt til at- vinnuleysis. I öðru lagi eru málsaðilar sammála um, að brýnast sé að bæta kjör láglaunafólks, og að hin- ir, sem betri kjörin hafa, geti fremur tekið þátt i byrðum efnahagserfiðleikanna. Vinnuveitendur hafa gert launþegum tilboð i þessum anda, sem er mikilvægt skref til sátta, þótt aðila greini enn á um upphæðir. í þriðja lagi eru samningamenn sammála um, að kjarabætur skattalækkana, sem rikisstjórnin hefur boðizt til að beita sér fyrir, verði metnar að fullu sem aðrar kjarabætur. í þessu felst mikil- vægur möguleiki á að bæta kjörin með sparnaði i rikisrekstri og frestun rikisframkvæmda og án kostnaðar fyrir illa stætt atvinnulif. í fjórða lagi eru deiluaðilar sammála um, að kjarabæturnar megi koma i áföngum. Forustu- menn Alþýðusambandsins hafa viðurkennt, að óraunhæft sé að krefjast þess, að lifskjörin, sem fólust i samningunum fyrir réttu ári, verði endur- heimt i einu vetfangi. Allir þessir fjórir snertipunktar eru mikilvæg- ir. Þeir valda þvi, að ekki er enn ástæða til að ör- vænta, þótt blásið sé i herlúðra. Samningsaðilar eru sammála um margar meginlinur. Þeir vita, að atvinnuástandið takmarkar möguleikana. Þeir vita, að mest riður á að bæta kjör láglauna- fólks. Þeir telja skattalækkanir jafngildi kaup- hækkana. Og þeir telja ekki unnt að endurheimta kaupmáttinn frá i fyrravor i einum áfanga. Oft hafa samningar náðst án verkfalla, þótt meira hafi borið á milli. Ekki er þvi á þessu stigi unnt að fortaka, að deiluaðilar séu menn til að finna lausn innan hins tiltölulega þrönga ramma, sem snertipunktarnir setja þeim. Hins vegar verður að viðurkennast, að viðræð- ur samningamanna ganga ósköp hægt. Þrátt fyrir hið frjálsa samningaform mæna þeir um of á rikisstjórnina eins og hún geti nú höggvið á Gordionshnútinn. Rikisstjómin hefur þegar boðið aðstoð á ýmsum sviðum og getur af eðlilegum ástæðum ekki lagt fram frekari tilboð, nema þá til að liðka fyrir undirritun samninga á siðustu klukkustundum viðræðnanna. Ef deiluaðilar lita nú raunsætt á snertipunkt- ana og meta hin félagslegu og efnahagslegu sjón- armið að jöfnu, eiga þeir að geta náð saman end- um, áður en til verkfalla kemur. — JK „Brjótum uppreisnina I Eritreu”, hrópar mannfjöldinn á götum Addis Ababa. Fóíkið vill sjólfstœði — en fœr það varla að sinni Dag eftir dag eru i fjölmiölum fréttir um bardaga i Eritreu aust- ur i Afriku. Þarna er mikið mann- fail, en hvaö er eiginlega á ferö- inni? 1 rauninni skipta úrslit bar- daganna talsvert miklu fyrir framvindu heimsmálanna. Arab- ar eru aö verki. Þeir standa á bak viö uppreisnarmenn. Þeir vilja ná fótfestu I Eritreu, sem er nú hluti af Eþiópiu, þar sem gamla keis- aranum Selassie var steypt af stóli fyrir skömmu. Herforingjar, sem segjast vera sósialistar, tóku völdin af keisar- anum. Margir voru liflátnir á hrottalegasta hátt. Herforingj- arnir voru nú i vikunni að lýsa yfir þjóönýtingu alls jarönæðis i sveitum. Þeir vildu meö þvi sanna, aö þeir væru „róttæk- ir sósialistar”, en um þaö höföu margir efazt. Gegn Aröbunum, sem púkkuöu undir uppreisn sjálfsstjórnar- manna í Entreu, hata BanaariKin stutt stjórn Eþiópiu i Addis Ababa. En Bandarikjamönnum ltkaöi illa viö aögerðir herforingj- anna gegn andstæðingum og sósialismatilburöi. Eþiópia hefur mikið aö verja. Eritrea er eini aögangur Eþiópiumanna aö sjó, Rauöa hafinu. Rússnesk vopn frá Aröbum Charles Glass, blaöamaður Chicago Daily News, er nýkom- inn úr ferö til Eritreu, þar sem hann dvaldist i tiu daga meö upp- reisnarmönnum. Hann segir, aö barátta uppreisnarmanna, þjóö- frelsishreyfingar Eritreu, sé orð- in allsherjar uppreisn alþýðu manna. Hvert sem hann fór meö uppreisnarmönnum tók almenn- ingur þeim opnum örmum. Hann hitti fyrir mörg hundruð skóla- pilta, sem höfðu hlaupizt úr skóla til aö berjast meö þeim. Upp- reisnarmenn eru vopnaðir létt- um, sjálfvirkum, rússneskum vopnum, sem þeir höfðu fengiö hjá Aröbum, Sýrlendingum og trökum. Her Eþfópiu er annar stærsti her i Afriku, 40 þúsund manns. Blaöamaðurinn lýsir þvi að viða þori Eþiópiumenn ekki út úr her- búðum sinum. Þeir verði myrtir, ef þeir fari út fyrir. Hann ræddi viö menn á aldrinum 15 til 25 ára, sem eru I her uppreisnarmanna. Þeir höföu yfirleitt fariö i striöið meö blessun foreldra sinna eöa þá aö foreldrarnir höf öu veriö vegnir af Eþiópiumönnum. Uppreisnar- menn sem hann hitti voru kristn- ir, múhameðstrúar eöa „heiöingj ar”. Þeir segjast hafa hiröingja á sinu bandi, og hiröingjar visuðu þeim veg milli vatnsbóla. „Við erum hreyfing, ekki stjórnmála- flokkur”, sagði talsmaður upp- reisnarmanna. „Viö erum full- trúar fyrir öll sjónarmiö og allt fólk, allra ættflokka I Eritreu”. Illlllllllll Umsjón: HH. Vilja ekki mál og menningu Eþiópiu Af hverju vilja ibúar Eritreu fá sjálfstæöi? Þeir sætta sig ekki viö tilraunir Eþiópiumanna til að knýja þá til aö taka viö rikjandi tungumáli i Eþiópiu og menningu Eþiópiumanna. Eþiópiumenn voru byrjaöir á þessu, jafnvel áö- ur en Haile Selassie keisari inn- limaöi svæöiö i riki sitt áriö 1962. Eritrea var fyrrum itölsk ný- lenda. Þetta er aöalorsök þess, aö uppreisnarmenn hafa mikiö fylgi meöal ibúanna. Uppreisnarmenn ráða nú með- al annars þeim svæöum, sem Eþiópiumenn réðust sem harka- legast á fyrir nokkrum árum, þannig að tuttugu þúsundir manna flýöu inn I grannrlkið Súdan undan þeim. Skiptar skoö- anir eru um fjölda uppreisnar- manna. Sumir segja, að þeir séu bara sex þúsund, aðrir allt að tuttugu þúsund, undir vopnum. Olia og fosfat Uppreisnarmenn vilja flytja heim flóttafólkið, sem hefst við i Súdan og nýta auðlindir svæðis- ins, sem eru mikilvægar, olia og fosfat. Þeir segjast vilja ástunda gott samstarf við Eþiópiu, þegar þeir hafi feng- iö sjálfstæðið, hvað sem um þaö loforð yrði. 1 sveitum og þorpum hugsa menn minna um nýtingu auðlinda, en segjast hafa áhuga á að vera „látnir afskipta- lausir af hermönnum frá Eþiópiu og skattheimtumönnum”. Sundrungin i Eþiópiu hefur gef- iö uppreisninni byr undir báða vængi, en flestirtelja þó liklegast, að Eþiópiumenn muni neyta afls- munar og brjóta uppreisnina, áð- ur en Eritrea næði sjálfstæði, að minnsta kosti aö sinni. Innrás Araba? Þannig er frásögn blaöamanns- ins. Mikiö hefur verið barizt i helztu borg Eritreu, Asmara, að undanförnu. Uppreisnarmenn hafa haldiö stórum hlutum borg- arinnar og oröið fyrir heiftarleg- um loftárásum Eþiópiumanna. Asmara er önnur stærsta borgin i núverandi Eþiópiu, með um 200 þúsund Ibúa, álika og ibúafjöldi tslands, en I höfuðborg Eþiópiu, Addis Ababa, búa hátt á sjöunda hundrað þúsund. Arabar hafa lát- ið sig átökin skipta i vaxandi mæli. Spyrja má, hvort þeir muni koma uppreisnarmönnum til hjálpar, svo sem með innrás frá Súdan, sem styður uppreisnar- menn. I viðureigninni i Miö- Austurlöndum mundi það veröa mikill akkur fyrir Araba, ef þeir ættu trausta bandamenn I sjálf- stæðu riki I Eritreu. Haile Sel- assie keisari var maður mikill fyrir sér, og hann komst upp meö sjálfstæöa utanrikisstefnu, með- an hann var og hét. Eþiópia er hins vegar frumstætt riki, og ibúar hafa rakið menningu sina til bibliutimans, meðal annars sagt, aö keisarinn væri kominn af Salómon konungi og drottning- unni af Saba. Nú er keisarinn far- inn frá. Arabar hafa löngum verið féndur Eþiópiumanna. t lok 19. aldar ráku Eþiópiumenn ttali af höndum sér, en siðar féll Eritrea i hendur Itala. (Italir tóku landiö allt fyrir aðra heimsstyrjöld- ina, eins og frægt er). Is- lendingar hafa talsvert bor- ið hag Eþiópiu fyrir brjósti, haft þar trúboð með margvislegri aöstoð fyrir blá- snautt fólkið og nú nýlega sent þangaö mikið af fatnaði. Framtið Eþiópiu skiptir okkur af þessu nokkru máli, en þar er nú allt i hers höndum og tvisýnt, hvaö næst gerist. Fólk i Asmara á flótta.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.