Vísir


Vísir - 07.03.1975, Qupperneq 7

Vísir - 07.03.1975, Qupperneq 7
SVING OG SAND Nordjass-kvintettinn hélt aðra tónieika sina i sal Hamra- hliðarskólans á þriðjudags- kvöld. Ásamt þeim kom fram „big-band” Félags islenskra hljómlistarmanna, og varð úr þessu ágætis kvöldstunð. Ákaf- lega ólikar hljómsveitir, ekki einungis að stærð og hljóðfæra- skipan, heldur einnig að laga- vali, en hvorug hljómsveitin lék „gamla góða djassinn” sem maður bjóst við. Nordjass má segja að hafi byggt mest af sinni tónlist á im- próviseringum i blues-stil, en „big-bandiö” hallaðist yfir i poppið, nk. rokk-djass. Ujn þetta mætti lengi deila, tónlistar- stefnurnar hafa svo mjög bland- ast hver annarri, að vart má greina á milli stundum. En tónlistin sem flutt var náði á- gætlega til áheyrenda enda vel flutt og skemmtileg. Nordjass-kvintettinn er- eins og kunnugt er skipaður einum hljóðfæraleikara frá hverju Norðurlandanna, og Pétur Ost- lund er fulltrúi Islands. Aðrir TONLIST Eftir Jón Kristin Cortes eru Ole Kock Hansen frá Dan- mörku á pianó, Nils P. Noren frá Noregi á gitar, Kjell Jpnsen frá Sviþjóð á bassa og Pekka Pyory frá Finnlandi á saxófón og flautu. Það er enginn vafi á þvi, að Pétur östlund er „karakterinn” i hljómsveitinni, ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tima séð jafnákafan og leikglaðan spila- mann sem hann, hnitmiðuð tækni hans og kraftur er slikur, að hann smitar alla i kringum sig. Fyrir utan hve gaman er að heyra hann spila, þá er næstum enn skemmtilegra að sjá hann spila, hann hefur auðsýnilega svo mikla ánægju af þvi sem hann er að gera, að áheyrendur jafnt sem spilarar hijóta að hrifast með. Eins og áður sagði byggðist tónlist þeirra mest upp á im- próviseringum yfir litil stef, og ber þar fyrst að nefna „Intro- duction”, lag sem þeir sömdu á sunnudagskvöld sl., ’Og er það kynning á hljóðfæraleikurunum sjálfum, hver þeirra fær þar sóló-kafla til að sýna hæfni sina og „réttlæta” kosninguna i kvintettinn. Er það skemmtilegt verk, þó nokkuð langdregið sé. Notuðu þeir eitt stef til skiptinga milli hljóðfæra, og var blásar- inn nk. sviðsstjóri. Lögin sem TVÖ Á PALLI Ástriður Andersen sýnir þessa dagana 52 oliu- og vatns- litamyndir I Hamragörðum. Ég man ekki eftir nema einni sýn- ingu sem hún hefur haldið, en þar bar nokkuð mikið á form- iausum, skrautlegum myndum. Frú Ástriður hefur greinilega lagt sig fram við að ná tökum á sterkri myndbyggingu og hefur hún þar notið aðstoðar Þjóð- verjans Weisshauer. Leggur hún mikið upp úr landslags- stemmningum, þar sem mynd- inni er skipt I lárétta reiti og sól eða skýform svifa yfir vötnun- um, eða þá að hún byrjar með frjáls „tassisk” vinnubrögð, en „blokkerar” svo yfir allt nema miðjuform með einum lit. Má finna ýmis skemmtileg tilþrif á meðal mynda hennar, en aftur er það litaval hennar sem i það heila kippirstoðumundan þeirri MYNDLIST eftir Aðalstein Ingólfsson festu sem Astriður hefur náð I myndbyggingu. Fjólubláir og purpurarauðir litir ásamt ópal- grænu og rauðgulu, — allt eru þetta stórhættulegir litir. Jónas Guðmundsson, alt- muligtmaður listanna, er aftur á'móti á góðri leið með að ná fullu valdi yfir sinum litum og linum. Núhefur hann verið að sýna i Iðnaðarhúsinu i Keflavik, en þar hefur Björn Stefánsson byggt upp fjölbreytta sýningar- starfsemi og býður ótt og titt til sýningahalds. Aðsókn hefur yfirleitt verið góð og var sýning Jónasar engin undantekning að þvi leyti. 32 verk var^ að sjá, mörg þeirra splunkuný, að þvi er listamaðurinn sagði, og flest þeirra unnin með vatnslitum og bleki, þótt finna mætti oliu- myndir innan um. Jónas hefur þróað með sér margskonar að- ferðir við myndgerð og ber mest á samblandi hraðra blek- teikninga af natúraliskum formum og gegnsæjum litslæð- um, sem hann leggur með svömpum og tuskum á pappir- inn. Teikning er sennilega hinn Hestar — vatnslitamynd eftir Jónas Guðmundsson veiki punktur Jónasar, en hann skemmtilegheitum og dettur oft er eindæma snjall við að hylja niður á djarfar skáldlegar þá vankanta með öðrum stemmningar. Pétur östlund á tónlcikunum í HamrahliOarskóla. Ljósm.B.P. á eftir fylgdu voru i svipuðum dúr, fremur langdregin, og komst aldrei verulega gott sving i kvintettinn, en það er oftast svingið sem er þaö skemmtilegasta við djassinn. Var þetta likara „jam-session” þar sem nokkrir eldklárir hljóð- færaleikarar komu saman. Er ég ekki frá þvi að skemmtilegra hefði verið að fá hljómsveitina til Islands sem siðasta viðkomu- stað. Hljómsveitir verða oftast ekki skemmtilegar fyrr en þær hafa leikið saman i nokkurn tima og hver farin að þekkja inn á leik hinna Þegar á allt er litið held ég að 18 manna hljómsveit FIH hafi verið áheyrilegri bluti tónleik- * anna, mun meira sving i tónlist- inni og blásara-,,sándið” hreint og beint æðisgengið stundum, eins og t.d. i laginu „A beil for Gary”. Að visu var misbrestur '' hér og þar, en i herídhra^nvjög 'v gott, sérlega þegar tekið er tillit til þess, að grundvöllur fyrir , starfsemi hljómsveitar af þess- ari stærð og tegund er nánast enginn. Það eina sem hefst upp úr krafsinu er ánægjan. Það þarf að finna einhvern fjárhagslegan grundvöll fyrir á- framhaldandi starfsemi hljóm- sveitarinnar, t.d. athuga um plötuútgáfu eða eitthvað i þeim dúr. MA TARSTAND Leikhúsk jallarinn: LÚKAS eftir Guðmund Steinsson Leikstjórn-.Stefán Baldursson Leikmynd: Magnús Tómasson Lúkas eftir Guðmund Steinsson gengur mikils til út á máltiðir. Verklega eða sjónræna fyndnin i leiknum, eða hvað á að kalla það, liggur einkum i einum þremur, fjórum stórum máltiðum sem Lúkas á að gera sér gott af, reigingslegum tilburð- um hans sjálfs og auð- mjúklegri undirgefni gömlu hjónanna i leiknum að undirbúa allt þetta matarstand. En hver skyldi nú þessi bless- aður Lúkas eiginlega vera: það er spurning sem leikhúsgestur brátt ber upp fyrir sjálfum sér, ef ekki öðrum, en fátt verður, þvi miður, um svör af leiksins hálfu. Leiknum nægir, eða hann lætur sér nægja, grandgæfilega uppmálun á gamskiptum Lúkasar og gömlu hjónanna, grátbroslegri undirgefni og ein- feldni þeirra, hrottalegum yfir- gangi af hans hálfu. Lúkas kem- ur til þeirra og þiggur veislu: það er réttur hans og skylda þeirra. Aðrar kringumstæður koma þessu máli vist ekki við. En tilbrigði efnisins i meðförum koma einkum til af þvi hvernig Lúkasi liður i maganum hverju sinni, hvort hann hefur meiri matarlyst eða minni, hvort hann kemur stundvislega, of seint eða of snemma til veisl- unnar. Um gömlu hjónin fáum við að vita að þau hafa eitt sinn verið ung og ástfangin, draumur þeirra um æskuna og ástina og jörðina sem þá var þeirra, svo óumræðilega fögur, böðuð him- nesku ljósi, kemur þeim i þriðja atriöi leiksins á flugstig að gera sér sjálf gott af krásum Lúkas- ar. Lúkas segir um gömlu hjón- in að þau séu eitthvað sem alltaf hefur og alltaf muni vera til, óhagganleg eins og jörðin, eins og þjóðin, þau séu reyndar kjami og auður þjóðarinnar. Um Lúkas sjálfan fáum við enn- fremur að vita það að óvildar- menn hans kalli hann falskan og drottnunargjarnan, blóðsugu og hræsnara. En gömlu hjónin gegna ekki sliku, fyrir þeim er Lúkas almættið sjálft, sama þó hann kalli veislumatinn eitrað- an, rifi niður blómin gömlu kon- unnar, berji þau sjálf og sparki þar sem þau liggja fyrir fótum Veisla breidd á borð — Árni Tryggvason: Agúst, Erlingur Gislason: Lúkas, Guðrún Stephensen: Sólveig hans. Lúkas er þeirra lif, eins og þau lika þráfaldlega segja i leiknum. Við svo búiðer ekki nema von, og sjálfsagt til þess ætlast, að áhorfandi fari að spá i „tákn- lega merkingu” þess sem gerist fyrir augum hans á sviðinu, um- fram það sem leikurinn sjálfur segir. Þá er hægt að taka Lúkas og gömlu hjónin sem tákn upp á yfirstétt og undirstétt, vald- stjórn og þjóðina, kúgun og undirgefni, eða hvaðeina, eftir þvi sem hugur kýs. A þessu ráði er að visu sami gamli ljóður sem endranær: að táknlegt gildi eða merking leiks á vitaskuld lif sitt fólgið i atburðarás og orð- ræðu leiksins, að „táknin” þiggja líf af lifi leiksins sjálfs, eins og hann kemur fyrir. En Lúkas er fjarska lang- dregið verk um litla hugmynd, textinn einhæfur og dauflegur og megnar illa að vekja áhuga eða viðhalda eftirtekt áhorfand- ans I fábreytni sinni. Styrkur leiksins fannst mér frekar sjón- rænn: uppmálun hins afkára- lega veisluhalds, sem þar er breitt á borð, hrottaskapurinn i lokaatriðinu . . . Og leikendur fóru af ákefð og alúð með leik- inn: Erlingur Gislason i hlut- verki Lúkasar, Arni Tryggva- son og Guðrún Stephensen sem gömlu hjónin, og hann var lika vel og alúðlega búinn á litla svið Þjóðleikhússins. LEIKHÚS EFTIR ÓLAF JÓNSSON Visir. Föstudagur 7. marz 1975 cTMenningarmál

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.