Tíminn - 19.07.1966, Síða 9

Tíminn - 19.07.1966, Síða 9
MtHmjDAGUR 19. júlí 1966 Þelta eru fjórar af hestakonunum sem riðu einar síns liðs sunnan úr norður •'iiiiiiliiiij T' Roði frá Ýtra-Skörðugili í Skagafirði, 15 vetra, rauður, sem hlaut fyrstu heiðursverðlaun í stóðhesta. Í.nlÍ ::" Hér fer Blær frá Langholtskoti Árn., i fararbroddi, en hann hlaut 1. helðursverðlaun i gæðingakeppn. TÍMINN keppninni með afkvæmum, er ■ miðið og fjögur afkvæmi hans til hliðar. Blesi frá Skáney er lengst til vinstri, þá Bliki frá eiltartungu, Roði, Vinur frá Gilja hlíð og Smáfrúar-Rauður frá Sturlu-Reykjum. inni. Eigandinn, Hermann Sigurðsson, situr gæðinginn. AL VEG DASAMLEG FERD Á föstudagskvöldið komu til Hóla fimm hestakonur úr Ár- nessýslu, og höfðu þær þá að baki fjögurra daga ferð á hest- um yfir Kjöl, einar síns liðs. Hestakonurnar voru hinar sprækustu er fréttamaður hitti þær í miðjum áhorfendahópn- um og spjallaði stuttlega við þær. — Hvernig voru dagleiðirn- ar hjá ykkur? — Fyrsta daginn fórum við í Freanstaver og gistum þar i leitarmannakofanum, annan daginn fórum við inn á Hvera- velli, þriðju nóttina gistum við í Húnaveri i Bólstaðahlíð, og hingað komum við svo klukkan tíu á föstudagskvöldið. Hannes Fr. Jónasson verkstjóri Akranesi Þvi miður náðist ekki til einnar, Margrétar á Iðu í Bisk., en hér á myndinni eru frá vinstri: Eygló Jó- hannesdóttir, Ásakoti, Bisk., Guðrún Sveinsdóttlr, Varmalæk, Hrunam.hr., Jóhanna Bríet Ingólfsdóttir, — Og hvað voruð þið ineð marga til reiðar? — Þeir voru 23 í allt hest- arnir og þar af 4 trússahest- ar, en við höfðum engan bíl með farangur heldur fluttum allt á trússunum. — Eigið þið alla hestana sjálfar? — Þetta er svona sameign Framhald a ols 15 í dag verður gerð frá Akranes- kirkju útför Hannesar Fr. Jón-: assonar verkstjóra í Rörasteypu Akraneskaupstaðar. Hann lézt í Sjúkrahúsi Akraness þann 12. júlí sl. eftir stutta en erfiða sjúkdóms- legu. Með Hannesi er genginn sérstæður og eftirminnilegur mað ur. Hann var Norður-Þingeyingur. Fæddur í Fagradal á Hólsfjöllum 24. júlí 1902. Faðir hans Jónas Fr. Kristjánsson var ættaður af Fjöllunum en móðir hans Sigríð- ur Jóhannesdóttir var frá Akur- eyri, en hún var seinni kona Jón- asar.. Þegar Hannes er 8 ára flyt- ur fjölskyldan að Ytri-Nýpum í Vopnafirði og þremur árum síðar deyr móðir hans. Bræðurnir voru þá 5, allir ungir að árum og 2 systur af fyrra hjónabandi Jónas- ar. Það var að vonum mikið áfall fyrir fjölskylduna, er móðir Hann esar lézt frá þessum stóra barna- hóp. Faðir hans hættir þá búskapn um og börnin dreifðust víðs veg- ar. Eftir það ólst Hannes upp á ýmsum stöðum við misjöfn kjör. En snemma kom í ljós táp og kjarkur í fari Hannesar og stælt- ist hann við hverja raun, sem mætti honum á uppvaxtarárunum. Hann var síðan um nokkur ár vinnumaður á ýmsum stöðum í Vopnafirði og víðar nyrðra. Árið lð26 verða þáttaskil í lífi hans. Þá réðist hann til sr. Svein- bjarnar Högnasonar er þá var ný- kjörinn prestur í Laufási við Eyja- fjörð og flytzt með f jölskyldu hans að Breiðabólstað í Fljótshlíð ári síðar og er þar til 1928 er hann gerðist plægingarmaður hjá Bún- aðarsambandi Borgarfjarðar, og við þau störf og önnur er hann í Borgarfirði til 1932, er hann flytur á Akranes, þar sem hann átti heima upp frá því. För Hannesar í Borgarfjörðinn hafði örlagaríka þýðingu fyrir líf hans. Þar kynntist hann eftirlif- Iandi konu sinni Ástríði Torfadótt- ur frá Deildartungu — mikilhæfri ágætiskonu — sem skapað hefur með honum fyrirmyndar heimili í 34 ár. För Hannesar í Borgar- fjörðinn var því mikið gæfuspor. Þau hófu búskap sinn á Akranesi 1932 og hafa eignast 3 syni. Þeir eru Sigurður, vélvirki, búsettur á Akranesi, kvæntur Svölu ívarsdótt- ur frá Stykkishólmi, Birgir og Jón, sem enn dvelja í foreldrahús- um. Um 20 ára skeið hefur Hannes unnið hjá Akraneskaupstað við röragerð og verið þar verkstjóri síðan 1954 eða undanfarin 12 ár. Var það mikið happ fyrir kaup- staðinn, þegar Hannes tók að sér rörasteypu hans. Á þessu tímabili er búið að framleiða gífurlegt magn af rörum, gangstéttarhell- um, hlífum fyrir raflínur og öðr- um skyldum vörum fyrir bæinn og byggðirnar á Vesturlandi. Rekst urinn hefur gengið mjög vel undir stjórn Hannesar og miklar endur- bætur verið gerðar á húsakynn- um og vélakosti rörasteypunnar undanfarin 12 ár. Hefur Hannes verið lífið og sálin í framkvæmd- um þessum og um þetta fyrirtæki bæjarins hefur hann hugsað af frá- bærri árvekni og samvizkusemi alla tíð. Sjálfur var hann mikill dugnaðarmaður til allra verka og gerði jafnframt miklar kröfur til annarra en þó alltaf mestar til sín. Hann var einnig mjög lag- _ virkur og gætti þess jafnan að hafa 9 snyrtilega umgengni á vinnustað og í nágrenni hans svo að til fyr- irmyndar var. Honum þótti vænt um starfið og stofnunin var bæn- um til sóma. Hannes var bjartur yfiriitum. Kvikur í hreyfingum. Glaður og hýr í viðmóti. Trygglyndur og vin fastur. Greiðvikinn og hjálpsam- ur með afbrigðum. Lundin við- kvæm en hjartarúmið mikið. Hann var fróður og minnugur á menn og málefni og las góðar bækur, er stund gafst í amstri daganna. Heimili þeirra hjóna á Akra- nesi var alla tíð mikið fyrirgreiðslu og gestrisnisheimili. Alveg sérstak lega lá leið Borgfirðinga þangað, sem á Akranes komu, en þau hjón áttu stóran vinahóp um Borgarfjarðarhérað og hún frænd- garð mikinn. Gestrisni þeirra var sönn og einlæg og allir fundu, sem þangað komu að þar voru þeir velkomnir. Ber þetta órækt vitni um höfingslund þeirra hjóna. Þeir verða því margir, sem sakna hins glaðværa og hjartahlýja húsbónda, sem ánægðastur var, þegar veita þurfti flestum gestum beina. En sárastur verður þó söknuðurinn fjölskyldunni, sen} naut umhyggju hans og fórnfýsi i svo ríkum mæli, er hann fellur nú frá, svo mjög fyrir aldur fram. Því um allt var Hannes frábær heimilisfaðir Ég leyfi mér í nafni hinna mörgu, sem notið hafa góðvildar og gestrisni Hannesar og konu hans að flytja innilegar þakkir og votta allri fjölskyldunni dýpstu samúð. Dan. Ágústínusson. PUSSNINGAR- SANDUR VIKURPLÖTUR Einangrunarplast Seljum allar gerSir af pússningasandi, heim- fluttan og blásinn inn. ÞurrkaSar vikurplotur og einangrunarplast. Sandsalan við Elliðavog sf. Elliðavogi 115, sími 30120.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.