Vísir - 12.04.1975, Síða 3

Vísir - 12.04.1975, Síða 3
Vísir. Laugardagur 12. april 1975. 3 — Nýtt hljóðupptökustúdíó hefur starfsemi sína — Fimm manna hljómsveit getur sparað allt að hólfa milljón ó að lóta hljóðrita hljómplötu sína hér frekar en í Bretlandi Tölvan leysir margan bankamanninn af hólmi Iðnaðarbankinn jók afgreiðslur um 21% en þurfti aðeins að auka starfskraftinn um 2,2% Jöklabúnaði Brotizt var inn i aösetur Hjálparsveitar skáta I Kópavogi um siðustu lielgi og stolið þaðan splunkunýjum búnaði fyrir um 150 þúsund krónur. Ekki verður annað séð en þeir sem þar voru á ferð hafi vitaö nákvæmlega, hvað þeir ætluðu að sækja, þvi ýmis- legt verðmætt var látið óhreyft. Dýrasti hluturinn, sem þarna var stolið,var jöklatjald, sem kostar 50 þúsund. Þá voru teknar 5 Isaxir, 3 bakpopkar, og tveir sig- kaðlar, hvor um sig fjörutiu metrar að lengd, þar að auki nokkur ljós og ein vasatalstöð — labb-rabb. Sá sem þarna var á ferð, leit Tölvutæknin ieikur slfelit stærra hlutverk I bankakerfinu. Þannig hafa t.d. afgreiðslur stolið ekki við öðrum hlutum en þessum og lét til dæmis gosdrykki og sælgæti, sem þarna var, alveg eiga sig. Hann hafði spennt upp hengilásinn fyrir húsinu, þannig að hann gat tyllt honum aftur, og þess vegna uppgötvaðist innbrotið slðar en ella. Það eru vinsamleg tilmæli skátanna, að ef einhver verður var við varning sem þennan I umferð, láti hann vita það. Þetta var allt nýtt, sem fyrr segir, nema talstöðin og ljósin. En menn velta vöngum yfir þvi, hvað til stendur, að gera við jöklabúnað sem þann, sem þarna var stolið. -SHH ýmsar aukizt um 21% hjá Iðnað- arbanka isiands á árunum 1972—1974. Starfsfólki hefur aft- ur á móti ekki fjölgað að sama skapi, eða um 2,2%. Kom þetta fram, þegar Bragi Hannesson bankastjóri útskýrði reikninga Iðnaðarbankans fyrir hluthöf- um á aðalfundi bankans I siðustu viku. Bragi kvað rekstrarafkomuna betri en oftast áður, tekjuaf- gangur án afskrifta nam 23.3 milljónum kr., afskriftir voru 4,4 millj. og I varasjóð fóru 6,8 milljónir. Til ráðstöfunar á fundinum væru þvl 12,1 millj. Rekstrarkostnaður bankans var 97,9 milljónir, en við bankann og fjögur útibú hans starfa li» lega 70 manns. Bankastjórar eru þeir Pétur Sæmundssen og Bragi Hannesson, en nýlega var Valur Valsson ráðinn aðstoðar- bankastjóri. Heildarinnlán til bankans voru á siðasta ári 2116 milljónir króna og höfðu aukizt I krónu- tölu um 29%. Heildarútlán námu alls 1733 milljónum og höfðu aukizt um 26,6%. Arður til hluthafa var ákveðinn 12%. Gunnar J. Friðriksson, for- maður bankaráðs, gat þess I ræðu sinni, að augljóst væri að miklar hækkanir á rekstrar- kostnaði framleiðslunnar á siö- asta ári orsökuðu nú þörf á verulega auknu rekstrarfé, þótt ekki væri til annars en að halda uppi sama framleiðslumagni. Spurningin væri sú, hvern- ig ætti að fjármagna þá auknu veltu, sem verðbólga og gengisfellingar hefðu skapaö. Taldi hann að við núverandi að- stæöur væri sú leið ein til, að rýmka reglur Seðlabankans um framleiðslulán til iðnaðarins, en þessar reglur voru nú mjög þröngar. Sagði hann sjálfsagt að þau fyrirtæki, sem væru I samkeppni við innflutning, fengju að njóta þessarar fyrir- greiðslu nú þegar. Gunnar J. Friðriksson ræddi einnig um vaxandi hlut rikis- valdsins I þjóðfélaginu og gat þess að á árunum 1963—1972 hefði opinberum starfsmönnum fjölgað um 75%, en vinnuafli við framleiðslustörf hefði aðeins fjölgað um 30% á sama tíma. Pétur Sæmundsen banka- stjóri skýröi frá starfsemi Iðn- lánasjóðs. Sjóðurinn veitti á ár- inu 242 lán að upphæð 317,8 milljónir kr. Útistandandi lán I árslok voru að upphæð 1.009.3 millj. króna. Eigið fé sjóðsins I árslok var 832,9 millj. króna og hafði aukizt um 186,4 milljónir á árinu. I bankaráði eru nú Gunnar J. Friðriksson, Sigurður Kristins- son, Haukur Eggertsson og I varastjórn þeir Kristinn Guð- jónsson, Þórður Gröndal og Sveinn S. Valfells. Vigfús Sig- urðsson baðstundan endurkjöri, en 1 bankaráði hefur hann setið I 12 ár. —JBP— Snúa dœminu alveg við: Hljóðrita íslenzkir tónlist Bretanna? Fóstrur sýna hvað þœr lœra Fósturskólinn heldur sýningu á húsakynnum skólans I Vonar- stræti 1 I dag og á morgun. Þar verður kynnt starfsemi skólans og sýnt ýmislegt úr starfi hans, meðal annars ýmsir skemmti- legir hlutir, sem stúlkurnar vinna að. Þeirra á meðal er þessi hestur, scm stúlkurnar hafa gert úr dagblöðum, og ýmiss konar Ieikföng. Þá eru á sýningunni likön að „Draumadagheimilum” stúlknanna, en sýningin er öðrum þræði til að vekja ath'ygli á þeim húsakynnum, sem skólinn verður að búa við. Ljdsm. JIM. Hluthafar Iðnaðarbankans á aöalfundinum á Hótel Sögu. Eigendur hins nýja fyrirtækis standa hér við hljóðupptökutækin I stúdlóinu við Trönuhraun f Hafnar- firði. Á myndinni eru t.v.: Jónas R. Jónsson, Böðvar Guðmundsson, Sigurjón Sighvatsson og Jón Þór Hannesson. „Það kostar fimm manna hljómsveit nálægt hálfri milljón meira að fara til hljómplötu- upptöku I Bretlandi heldur en ef upptakan gæti farið fram hér heima. Með tilkomu okkar full- komna stúdiós verða utanferð- irnar óþarfar”, sagði Jón Þór Hannesson hljóðmeistari i við- tali viðVIsi I gær. En Jón er einn fjögurra eigenda fyrirtækisins Hljóöritun hf„ sem tekur til starfa I dag. „Þó furðulegt megi virðast hefur dæmið um upptökur hér- lendis einnig snúizt viö á annan og óvæntan hátt”, sagði Jón ennfremur. „1 morgun fékk Hljóöritun hf. fyrirspurn frá Bretlandi um verð og aðstöðu, þar sem enskur söngflokkur hefur áhuga á þvi að koma hing- að I sumar til hljóðritunar”. Hljóðritun hf. er eign Jóns, eins og áöur greinir, en hinir eigendurnir þrlr eru þeir Böðvar Guðmundsson hljóð- tæknimaður og poppararnir Jónas R. Jónsson og Sigurjón Sighvatsson, sem hafa starfað saman i tveim eða þrem lands- þekktum hljómsveitum. „Þetta fyrirtæki getur boðið upp á tæknilega fullkomna hljóðritunarþjónustu, sem er fyllilega samkeppnisfær við sambærileg fyrirtæki erlendis, sem islenzkir aðilar hafa hingað til þurft að leita til vegna hljóð- ritunar á tónum og tali”, full- yrtu þeir félagarnir er þeir kynntu fjölmiðlum fyrirtæki sitt I gær. Húsnæöi Hljóðritunar hf. er að Trönuhrauni 6 I Hafnarfirði. Það er rúmlega 200 fermetrar að flatarmáli. Hljóðupptökusal- urinn er 80 fermetrar, stjórn- klefi og úrvinnsluherbergi rösk- ir 40 fermetrar, en þar að auki er vistleg setustofa og skrif- stofuherbergi. „Hér eru möguleikar til hljóð- ritunar fyrir kvikmyndir, stereo-upptökur, plötuútgáfur, kassettuframleiðslu, útvarps- og sjónvarpsþætti”, sagði Jón Þór. „Hér má hljóðrita allt frá einsöng til flutnings sinfóniu- hljómsveitar og kóra. Hið síöar- nefnda hefur oft reynzt erfitt að fá hljóðritað hérlendis. Ríkisút- varpið, bæði hljóðvarp og sjón- varps, hafa ákaflega oft þurft að láta viðameiri upptökur efnis sitja á hakanum vegna fullnýt- ingar þess upptökupláss, sem útvarpið hefur yfir aö ráöa eins og stendur”. Hljóðblöndunarborð Hljóðrit- unar hf. er 18 rása og er af gerð- inni Tore Seem. Segulbandstæk- in eru tvö: Scully fjölrásartæki, átta rása, og Scully Master Tape, tveggja rása. Það kemur að sjálfsögðu I hlut þeirra Jóns og Böðvars að vinna viö þessi tæki þar sem það er þeirra fag. Jónas verður hins vegar upp- tökustjóri og Sigurjón fram- kvæmdastjóri. —ÞJM

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.