Vísir - 14.04.1975, Page 1

Vísir - 14.04.1975, Page 1
VISIR 65. árg. Mánudagur 14. apríl 1975 — 84. tbl. FÉKK BÍL í BINGÓI í EFTIRMIÐDAGINN, - UTANLANDSFERÐ UM NÆRRI KVÖLDIÐ — baksíða segir skipstjórinn ó Ottó Wathne, sem einnig só dularfullt Ijós í eyðibyggðinni í Loðmundarfirði Ljósagangurinn í Loð- mundarf irði hef ur nú enn verið staðfestur. Trausti Magnússon, skipstjóri á Otto Wathne, varð var við ijós í Loðmundarfirði laugardagsnóttina fyrir páska. Þetta var á tíma- bilinu milli 4 og 5 um nótt- ina að hann telur. Nú er Trausti vel kunnugur í Loðmundarfirði og telur hann að Ijósið hafi verið frá Stakkahlíð. Þessar upplýsingar fékk lögregl- an í gærdag. „Þetta var skært Ijós og enginn vafi á hvaðan það kom," sagði Trausti í morgun. Séð frá Stakkahlfð Loðmundarfjörð. Leitað I Loðmundarfirði á laugardaginn. Sú leit bar ekki verulegan árangur, kökuleifar fundust, en enginn maðurinn. Ljósmynd Visis Bragi Guðmundson Rannsókn málsins heldur áfram, sagði Richard Björg- vinsson, lögreglumaður á Seyðisfirði i morgun. ,,Við vilj- um komast til botns i þessu máli sem fyrst. Næst liggur fyrir að fá nánari skýrslu frá þvi fólki, sem varð mannaferða vart, og fólki, sem sá ljósaganginn. Leitin um helgina bar ekki árangur, enda þótt Loðmundar- fjörður og næstu byggðir væru finkembdar af leitarflokkum sem höfðu vélsleða og þyrlu sér til aðstoðar. Á eyðibýlunum var ekkertmerkilegtaðfinna, nema e.t.v. brúnköku, sem þarna var i plastumbúðum. Siðustu manna- ferðir um dalinn hafa verið i febrúarlok að taið er, ef frá er talinn huldumaðurinn. Richard Björgvinsson kvaðst vera ósammála þeim, sem héldu þvi fram að þarna gæti verið um hreindýrsspor að ræða. Ef slik spor væru athug- uð, kæmi reginmunur i ljós, þar sem klaufir hreindýranna glennast út, þegar þau stiga i fótinn. Ekki vildi hann leiða neinum getum að þvi hvað hér væri á seyði, en möguleikar væru þó á að skytta hefði verið á ferð enda þótt bannað væri að drepa dýrin um þetta leyti árs. — JBP — ERU SPORIN EFTIR HREINDÝR? — frósögn af stuttri ferð Vísismanna í Loðmundarfjörð — Bls. 3 Misþyrmdu gamalli konu til að hafa út úr henni fé — baksíða Veturliði afturkallar umsókn sína um Kjarvalsstaði — baksíða HÚS ELDI EYÐILEGGST AF Á AKUREYRI - íbúar hússins björguðust allir Tvilyft timburhús á Akureyri skemmdist svo af eldi i nótt, að hæpið er talið að við það verði gert. íbúar hússins kom- ust klakklaust út. Klukkan rúmlega fjögur i nótt var slökkvi- liðinu á Akureyri til- kynnt, að mikill reykur væri i húsinu Strandgötu 39. Þegar liðið kom1 á staðinn, var húsið fullt af reyk, og eldur á ölium hæðum, en húsið er tvi- lyft timburhús, járn- klætt, með háum, steyptum kjallara. 1 húsinu eru þrjár ibúðir, en ekki var búið i kjallaranum, þar sem flutningar stóðuyfir. í hinum Ibúðunum bjuggu átta manns, þar af eitt þriggja mánaða gam- alt barn. Það var leigjandi á neðri hæðinni, sem vaknaði við reykinn og vakti aðra ibúa hússins, og voru allir komir út, þegar slökkviliðið kom á staðinn. Um þrjátiu slökkviliðsmenn komu á vettvang, og tókst að ná yfirhöndinni yfir eldinum, og tók slökkvistarfið um þrjá tíma. Hús- ið brann mikið að innan, svo og innanstokksmunir, en þó eru her- bergi á öllum hæðum, sem eldur- inn komst ekki i. Þar urðu þó skemmdir af reyk og vatni. Bönd- in berast að kyndiklefa hússins um upptök eldsins,~því þar er mest brunnið i kring, og eldurinn barst upp um húsið um rörastokk. Eldsupptök eru þó ekki fullkönn- uð. Enn er vakt við húsið og verður frameftindegi, þvi eldur komst i einangrun þess, sem er reiðingur, en I honum getur eldur kraumað furðu lengi án þess að gera veru- lega vart við sig. —SHH

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.