Vísir - 14.04.1975, Side 11

Vísir - 14.04.1975, Side 11
Visir. Mánudagur 14. april 1975, . Þeir, sem ekki reykja, eru í meirihluta hér á landi, og þess vegna eiga þeir að ráða lögum og lofum. Þetta fólk hefur verið tillitssamt við reykingamenn og lítið kvartað yfir þeim óþægindum, sem mengun af tóbaksreyk hefur valdið því. En nú hafa vísindin lagt þeim í hendur beitt vopn í réttindabaráttu þeirra með því að sanna, að reykurinn er heilsuspillandi fyrir þá, sem eru í návist reykingamanna. Þeim, sem ekki reykja, er sama, þótt reykingafólk valdi sjálfu sér heilsutjóni, — en það hefur engan rétt á að eitra fyrir öðrum. Reykingamenn ættu því að sýna tillitssemi og reykja ekki, þar sem annað fólk er nærstatt, — eða velja þann kostinn, sem öllum er fyrir beztu: Segja alveg skilið við sígarettuna og leita eftir hollari félagsskap. SAMSTARFSNEFND UM REYKINGAVARNIR

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.