Vísir - 17.04.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 17.04.1975, Blaðsíða 1
vism 65. árg. Fimmtudagur 17. aprll 1975 — 87. tbl. Formaður iðnrekenda gerir tillögur um nýja stefnu „ÚTFLUTNINGSBÆTUR AFNUMDAR" „tltfiutningsbætur veröi afnumdar á næstu 10 ar umog veröjöfnunarsjóðum veröi beitt f mun rfkari mæli en verið hefur. Niöurgreiöslum skuli hætt og söluskattur lækkaður um sömu upphæö.” Þetta voru tillögur Davfös Schevings Thorsteins- sonar, formanns Félags fsienzkra iönrekenda, viö setningu ársfundar félagsins laust fyrir hádegi. Þá skyldi verðmyndunarkerfi búvöru breytt og miöaö viö erlent markaösverö búvöru en rofin tengsl verö- myndunarinnar viö afkomu annarra atvinnuvega. Tekjuskiptingu f útvegi yröi breytt þannig, aö hægt veröi aö hætta þeim skoilaleik, sem þar sé leikinn vegna óraunhæfra kjarasamninga. Gengisskrán- ingin skyldi miöa viö þaö, aö vel rekin fyrirtæki f út- flutningi séu rekin meö hagnaöi og sem mest jafn- vægi sé meö gjaldeyristekjum og gjaldeyriseyöslu þjóöarinnar. — HH Götur „í molum" í Vest- mannaeyjum — bls. 3 Norðurlandamót í hœttu vegna flugmannaverk- falls — Sjó íþróttir bls. 12 Brauzt inn til að skila þýfinu aftur — bls. 3 Varið ykkur ó vasa- þjófunum! — bls. 3 „Okeypis, fullkomnar verjur ón auka- verkana" — baksíða „Skugginn horfinn" — segir Jón Sigurðsson eftir fund með forsœtisróðherra — Baksíða Phnom Penh: | ^ UPPGJOF Stjórn Kambodiu gafst upp i morgun fyrir Khmer Rouge, sem setið hefur um síðasta virki stjórnar- hersins, höfuðborgina Phnom Penh, siðan i byrjun janúar. Norodom Sihanouk prins kunngerði opinberlega i morgun, að Rauðliðar hefðu unnið borgina. í yfir- lýsmgu hans, sem hann gaf i Peking, var sagt, að „föðurlands- svikararnir hefðu gefizt upp kl. 8.30.” Boöaöi Sihanouk til rikisráðs- fundar útlagastjórnarinnar i morgun. Útvarpið í Phnom Penh hætti útsendingum seint i gær, en sendiherra Kambodiu i Thailandi sagðist hafa heyrt undir morguninn i talstöð sinni aö Khmer Rouge hefði borgina algerlega á sinu valdi. — Rauðliðar klæddir svörtum bux- um með hvfta hálsklúta sáust á öðru hverju götuhorni veifandi byssum sinum, sem þeir höfðu skreytt rauðum borðum. t morgun heyrðist leiðtogi Khmer Rouge, Khieu Samphan, hvetja borgara og lögreglu til þess að halda stillingu sinni. Skoraði hann á hermenn stjórnarinnar og óbreytta borgara að afhenda vopn sin og láta af allri andstöðu við sigur- vegarana. Um mótspyrnu var þá naumast lengur að ræða. Flestir stjórnarhermenn höfðu kastað vopnum sinum. Margir gripu til þess að hafa skipti á einkennis- búningum sínum og borgaraleg- um fötum til þess að eiga ekki á hættu að verða skotnir á stundinni af Rauðliðum. Af helztu ráðamönnum voru eftir i Phnom Penh, þegar siðustu varnirnar molnuðu, for- sætisráðherrann, Long Boret, og Sat Sut-Sakhan, yfirhers- höfðingi og æðsti maður stjórnarhersins. Þeir höfðu hafnað boði um að flýja með siðustu flugvélunum, sem fluttu burt siðustu flóttamennina. — Af siöustu 276 flóttamönnunum, sem flugvélar forðuðu á siðustu stundu, voru aðeins 159 Kambódiumenn, sem áttu „visan gálgann”, eftir yfir- lýsingu Sihanouks prins að dæma i gær, þegar hann hafnaöi uppgjafartilboði stjórnarinnar. Við þvi er nú búizt, af Sihanouk prins snúi heim tii Phnom Penh úr útlegð sinni i Peking, en naumast mun hann taka við sömu völdum og hann hafði, áður en honum var bylt 1970. Raunveruleg völd verða i höndum Khmer Rouge og þeirrar stjórnar, sem hún mun setja á laggirnar. Likiegastur til að verða forsætisráðherra þeirrar stjórnar og mestur valdamaður er Khieu Samphan w NÓTT Liklegastur til þess aö veröa forsætisráöherra stjórnar Khmer Rouge er Khieu Samphan, sem hér sést t.h. á þessari mynd frá Hanoi I fyrra. I Hús Hamarsfélaga standa á fallegum staö eins og þessi mynd Guömundar Sigfússonar sýnir. Byggingaframkvæmdirnar eru langt á eftir áætiun og ef til dagsekta heföi komið af hálfu Hamars heföu upphæðirnar fljótlega verið farnar aö skipta hundruöum þúsunda. Stórátökum afstýrt!! ? Stórátökum á milli Bygginga- sam vinnufélagsins Ilamars i Vestmannaeyjum og verktaka- fyrirtækisins tstaks virðist hafa veriö afstýrt með samkomulagi 1 fyrrakvöld. Málavextir eru þeir, aö tstak haföi tekið að sér að reisa nokkurn fjöida húsa fyrir Hamar. Átti aö afhenda fyrstu ibúðirnar i nóvember, en þegar það hafði dregizt i meira en fjóra mánuði og talsvert vantaöi upp á ennþá, brást þolinmæði Hamars- manna. Var farið að ræða um að koma dagsektum á ístak þar til verkinu væri lokið, en verk- takarnir báru þvi við, að óhag- stætt veður hefði tafið verkið. Samið hafði verið um, að tstak reisti 18einbýlishús fyrir Hamar Rak hnff í kvið sér Maöur nokkur rispaöi sig á hnifi á kviö i verzlunarhúsi Siila og Valda i Austurstræti i gær. Sárið var fremur litið, en mikiö blæddi og i verzluninni varð uppi fótur og fit. Fyrrverandi kona þessa manns vinnur i verzluninni. Nokkru áður hafði maðurinn komið þangað, vel klæddur, og vildi ræða hjúskaparmál við konuna, en hún taldi ekki þörf á þvi. Þá fór maðurinn, en kom bráðum aftur, og hafði þá farið i verri föt. Hann hafði engar vöfl- ur á, heldur rak i sig búrdálk, sem hann hafði haft með sér, og veitti sér um þumlungs djúpan áverka á kvið, en skáhallt, og skemmdi engin liffæri. Hann var fluttur á slysadeild, en fékk að fara þaðan fljótlega. —SHH og 9 parhús. Eiga ibúðirnar að af- hendast fokheldar og sú fyrsta átti að verða tilbúin i nóvember sl. eins og fyrr greinir, en það var ekki fyrr en núna fyrst, sem fyrstu ibúðirnar eru að verða tilbúnar til afhendingar. Samkvæmt upphaflegu samningunum átti öllu verkinu að vera lokið fyrir mailok, en á fundi verktakanna og stjómar Hamars i fyrrakvöld varð það að sam- komulagi, að þau timatakmörk yrðu færð yfir á mánaðamótin ágúst-september næstkomandi. Var samkomulagið gert með þeim fyrirvara, að það yrði samþykkt af þeim félagsmönnum Hamars, sem biða eftir að taka við fbúðunum. -ÞJM. Lögreglumaður hljóp sakamanninn uppi „Griptu hann! Hann er á visa nafalsari! ” — Þetta hrópaöi bankastarfsmaöur, sem kom hlaupandi á eftir manni út úr Austurbæjarúti- búi Landsbankans i gærdag, og köllin voru ætluð lögreglu- þjóni, scm var þar nærri á varðgöngu. Lögregluþjónninn brá við hart, elti þrjótinn inn i húsa- garðog yfir nokkra garðveggi og króaði hann loks af. Þá voru lika komnir á vettvang lögreglumenn á bilum og vél- hjólum. Maðurinn var settur undir lás og slá, og er honum var sagt, að rannsóknarlögreglan vildi hafa tal af honum, sagði hann sér ekki koma það á óvart. Yfirheyrslur voru að hefjast i morgun, er Visir fór i prent- un, en maðurinn er grunaður um að eiga nokkuð langan sakaslóða. — SHH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.