Vísir - 17.04.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 17.04.1975, Blaðsíða 6
6 Visir. Fimmtudagur 17. april 1975. vísrn (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Bírgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason y Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannessön Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 40 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Misnotaður þjóðarauður Nýlegar tölur um þjóðarauð íslendinga eru ( ekki til. En með hliðsjón af verðbólgu siðustu ára ) og árlegri fjárfestingu má gizka á, að hann nemi \ nú um 400 milljörðum króna á núverandi verð- í lagi. Er þetta um tvær milljónir króna á hvert ( mannsbarn. ) Eftir skiptingu árlegrar fjárfestingar mætti \ ætla, að helmingur auðsins eða 200 milljarðar séu ( i atvinnutækjunum, fjórðungur eða 100 milljarðar / i ibúðarhúsnæði og f jórðungur eða 100 milljarðar ) i opinberri eigu. ( Þetta hljóta að vera mjög ónákvæmar tölur, en / gera samt sitt gagn. Til gamans má geta þess, að ) samkvæmt þeim nemur þjóðarauðurinn á hvert \ mannsbarn að meðaltali einni milljón króna i at- ( vinnutækjum, hálfri milljón i ibúðarhúsnæði og / hálfri milljón i opinberum stofnunum. ) Nýjustu tölur um árlega fjárfestingu eru frá ( árinu 1973. Þá nam fjárfesting i atvinnuvegunum, ( ibúðarhúsnæði og opinberum mannvirkjum þeim ( hlutföllum, sem að ofan greinir. Höfðu hlutföllin \ þá haldizt svipuð i mörg ár. ( í fyrra varð á þessu breyting, einkum vegna of- ( fjárfestingar hins opinbera á kostnað almenns ) ibúðarhúsnæðis. Samkvæmt spá Þjóðhagsstofn- \ unar voru þá fjárfestir 20 milljarðar i atvinnulif- ( inu, 10 milljarðar i ibúðum og 13 milljarðar hjá ( hinu opinbera. ) Erfitt er að ræða um framleiðni eða arðgjöf \ þeirrar fjárfestingar, sem fer i mannvirki hins ( opinbera og ibúðir almennings. En hinar grófu ( tölur, sem hér hafa verið birtar, benda til þess, að ) 200 milljarða auður i atvinnulifinu framleiði 20 ( milljarða á ári til fjárfestingar i atvinnulifinu. ( Þetta gæti bent til þess, að hringrás fjármagns- ) ins i verðmætasköpuninni á íslandi taki um tiu \ ár. Hver króna i þjóðarauðnum sé um tiu ár að ( búa til nýja krónu til viðbótar i þjóðarauðinn. ( Erlendis eru mörg dæmi um, að fjárfesting sé ) þrjú til fimm ár að skila jafnvirði sinu til baka til \ nýrrar fjárfestingar. Bankar erlendis gera oft þá ( kröfu, að fjárfestingarfé skili sér til baka á fimm ( árum. Þeir krefjast nákvæmra áætlana um arð- ) gjöf fyrirhugaðra framkvæmda, leiðrétta þær og ( lána siðan i þá fjárfestingu, sem þeir telja gefa af ( sér skjótastan arð. ) Ef við næðum þvi marki, að fjárfestingarfé \ skilaði sér til baka á fimm árum i stað tiu, hefð- ( um við brátt tvöfalt meira fjárfestingarfé til um- ( ráða til uppbyggingar islenzks atvinnulifs. Á nú- ) verandi verðlagi væri árleg fjárfesting þá 40 \ milljarðar i atvinnulifinu i stað 20, eins og nú er. ( En hér er handbæru fjármagni ekki beint i arð- ( bærasta farveg. Það er þvert á móti lánað með ) sjálfvirkum hætti um kerfi stofnlánasjóðanna og ( annarra framkvæmdasjóða til atvinnuþátta, sem ( hafa pólitiskan forgang. Arðsemiskröfur skipta )) engu máli i þessu viðamikla áveitukerfi. \ Litt arðbærir og óarðbærir forgangsatvinnu- ( þættir hafa ótakmarkaðan aðgang að háum lán- ( um með lágum vöxtum til langs tima og með ) rikisábyrgð, ef þarf. Þeir fá styrki', uppbætur og \ niðurgreiðslur og njóta innflutningsbanns. Þeir ( fá jöfnunargjöld, tekjutryggingu og sjóðamilli- ( færslur. ) Þetta er skýringin á þvi, af hverju við höfum ( aðeins 20 milljarða á ári til fjárfestingar i at- (í vinnulifinu, en ekki 40, eins og við gætum haft, ef (/ pólitisk forréttindi vikju fyrir markaðslögmál- )i um. —JK (( Volkswagenverk- smiðjurnar, sem eitt sinn voru eitt arðbær- asta fyrirtæki Vestur- Þýzkalands, eiga nú i al- varlegum vandræðum með einn fimmta þeirra 133.000 manna, sem við verksmiðjurnar hafa starfað, en sjá núna fram á uppsagnir. ,,Sannleikurinn verð- ur ekki umflúinn leng- ur”, skrifaði eitt af helztu blöðum Þjóðverja um siðustu helgi. „Volkswagen verður ekki bjargað, nema þær aðlagi sig minnkandi sölu”. ,,En er það nú allur sannleikur- inn”, skrifar Frankfurter Alle- gemeine Zeitung skömmu á eftir. Meðan mönnum sýndist i fyrstu sem örðugleikar verksmiðjanna stöfuðu einvörðungu af sölu- tregðu á útflutningsmörkuðunum og almennum samdrætti i orku- kreppunni, þá hafa æ fleiri leitað sakarinnar hjá öðrum siðan. Nefnilega hjöllunni sjálfri. Eftir að hinn bjöllulaga Volks- wagen lagði undir sig heiminn og för jafnvel fram úr vinsældum ,,Tin Lizzy” Henry Fords, þá hafa vinsældir hans farið dvinandi og til eru þeir, sem kalla hann orðið gamaldags. Volkswagen var hannaður fyrir 40 árum, en fjöldaframleiðsla hófst á honum skömmu eftir seinni heimsstyrjöldina og hefur haldið áfram til þessa dags. Framleiðendurnir eru stoltir af þvi, að þeir hafa ekkert breytt ytra útliti bilsins að ráði, þótt þeir hafi framleitt auðvitað aðrar teg- undir að auki, skyldar bjöllunni, en gjörólikar um margt. Það átti ekki litinn þátt i vel- gengni verksmiðjanna um tima, að þessi stefna þeirra sparaði þeim þaðfé, sem t.d. bandariskir bilaframleiðendur lögðu i útlits- breytingar á sfnum bilum ár frá ári. Nú hafa framleiðendurnir verið sakaðir um skammsýni fyrir að byggja rekstur sinn á einni gerð bifreiðar aðallega og að hafa látið undir höfuð leggjast að hanna þróaðri arftaka hans. Meðan aðrar bilaverksmiðjur i Vestur-Þýzkalandi, eins og Ford- og Opelverksmiðjurnar banda- risku, B.M.V. i Bæjaralandi og Mercedes Benz segjast vera að rétta smám saman aftur úr kútn- um eftir oliukreppuna, þá verða Volkswagenverksmiðjurnar enn að láta vinna styttri vinnuviku, sem tekin var upp, þegar mest kreppti að. Ford og Opel skýrðu frá þvi fyrr I mánuðinum, að þeir væru að bæta við sig fólki, hundruðum nýrra verkamanna, til þess að fullnægja eftirspurn á heima- markaði. En Volkswagenverk- smiðjurnar greindu frá þvi i fyrradag, að þær ætluðu að fækka við sig um 25.000 manns. Toni Schmucker, forstjóri, sagöi, að fyrirtækið ætlaði að sjá til um sinn og ganga úr skugga um, hversu marga væri hægt að setja á eftirlaun og hve margir mundu ganga að þvi að segja upp af sjálfsdáðum með þvi að fá nokkurra mánaða kaup greitt um leið. — Þessar fyrirhuguðu upp- sagnir hafa legið i loftinu nokk um tima og orðið pólitiskt hita- mál. Starfsmenn verksmiðjanna hafa staðið að mótmælagöngum, og málið hefur blandazt inn i kosningaundirbúninginn i iðnað- arhéraðinu Norður-Rin og West- falen, en þar eiga kosningar að fara fram eftir mánuð. Aðalmál kosninganna er atvinnuleysi. Eins og Volkswagen urðu Ford og Opel að draga úr framleiðsl- unni og stytta vinnuvikuna og greiða þvi starfsfólki uppbætur, sem segja vildi upp. En öfugt við Ford og Opel, þá treystu verk- smiðjurnar i Wolfsburg meira á útflutninginn. I fyrra voru 820.977 framkvæmdastjórn fyrirtækisins um áætlun hans að reisa sam- setningarverksmiðju Volkswagen i Bandarikjunum. Það féll i hlut Schmuckers i janúar að láta i veðri vaka, að verksmiðjurnar kynnu að neyðast til þess að segja upp fjölda starfs- t orkukreppunni hlóðust viða upp óseljanlegir bilar. Loks núna eru sumir, en ekki allir bilaframleiöendur farnir að laga sig að nýjum aö- stæðum og rétta úr kútnum. bilar seldir á erlendum mörkuð- um, en aðeins 334.515 heima fyrir. Útflutningur Volkswagens minnkaði um 20% i fyrra. A Bandarikjamarkaði — stærsta markaði Volkswagen — dróst sal- an saman um 29,8%. Allt þetta leiddi til 31,862 milljón króna taps hjá verksmiðjunum. Fyrsta skref Toni Schmuckers til að mæta tapinu var að greiða hluthöfunum (800.000) engan arð. — Schmucker tók við stjórn fyrir- tækisins af Rudolf Leiding, sem stýröi þvi um þriggja ára bil, en lét af störfum heilsu sinnar vegna, eftir þvi sem sagt var. Ýmsir töldu þó, að uppsögnin hefði verið vegna ágreinings við manna. Fyrirtækið rekur sex Volkswagenverksmiðjur og fjór- ar Audi — N.S.U.-verksmiðjur, sem það keypti 1969. Eftir margra mánaða óvissu, verkföll og mótmælaaðgerðir var starfsfólki Volswagen — alls um 133.000 manns — skýrt frá þvi núna I vikunni, að um 100.000 þeirra gætu verið viss um að halda starfi sínu. Hin 33 þúsundin voru þá I hættu, og nú hefur verið tilkynnt, að sennilega verði um 25 þúsund þeirra látin fara. Það urðu margra vikna viðræð- ur, áður en trygging fékkst fyrir þvi, að engri verksmiðjunni yrði lokað. Tekst honum að ná vinsældum „bjöllunnar”? VW Golf, billinn, sem Volkswagenverksmiðjurnar settu nær allt sitt traust á, enn er allt I óvissu með framtiðina, á meðan aðrar bilaverksmiðjur bæta við sig mönnum. Uppsagnir hjá Volkswagen Umsjon:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.