Vísir - 17.04.1975, Blaðsíða 2
Vlsir. Fimmtudagur 17. april 1975.
rismsm--
Ferð þú á sýningar sem
haldnar eru i borginni?
Edda Hrönn Eiriksdóttir, nemi:
— Nei, ég geri þa& mjög sjaldan,
þó ég hafi nú soldiB gaman af þvi.
Síðasta sýningin sem ég fór á, var
Kjarvalssýningin á Kjarvalsstöö-
um.
Agúst Gu&jónsson, vinnuvéla-
stjóri: — Nei, þa& geri ég ekki,
þvi ég er utan af landi. Ég er frá
Hólmavik. Þar er heldur litiö um
sýningar, en ég fer þó þegar þær
eru. Annars finnst mér aö þaö
mætti vera meira um þær.
Jörgen Ólafsson, starfsmaöur i
Straumsvik: — Já, ég fer þá aðal-
lega á málverkasýningar. Ég fór
til dæmis á sýningu Jóns Bald-
vinssonar á Kjarvalsstööum.
Þórunn Jónsdóttir, nemi: —
Yfirleitt geri ég þaö ekki. Mér
finnst það þó mjög gaman, en ég
hef bara ekki mikinn tima til þess
aö fara á sýningar. Ef þær eru
mjög sérstakar þá reyni ég þó aö
fara.
Jón Þóröarson, nemi: — Nei, ég
geri ekki mikiö aö þvi. Ég hef lit-
inn tlma til þess. en ég hef samt
gaman af þvi aö sko&a þær marg-
ar. Slöast sá ég sýninguna á verk-
um Kjarvals.
Sigrlöur Siguröardóttir, húsmóö-
ir: — Nei. Ég man ekki einu sinni
hvaöa sýningu ég sá siöast. Þaö
er líklega komin ár slöan þaö var.
LESENDUR
l
ORÐIÐ
UM „ORÐSKRIPASLOÐ A
##
Guöni J. Þórarinsson, Másseli,
skrifar:
„Föstudaginn 11.4. ’75 horföi
ég undirritaöur á Kastljós I
sjónvarpinu. Þar ræddu frétta-
mennirnir Einar Karl Haralds-
son og Guöjón Einarsson viö
iðnaöarráöherra Gunnar
Thoroddsen. M.a. bar á góma
virkjun fallvatnanna. Þaö sem
ég vil hér vekja athygli á, er
m.a. hið ástrlka orö frétta-
manna „gagnið”. Nefndir
fréttamenn virtust ekki eiga I
kolli slnum annað tiltækt orö en
þetta götustrákamál.
Það kann að vera aö þetta sé
eitt af tlzkufyrirbærum nútlm-
ans, og til séu þeir er telji sér
skylt að halda þessu vel aö
fjöldanum, svo aö sem flestir
megi læra og njóta.
En ég segi, — þeir sem dragn-
ast meö þennan „oröskrlpa-
slóða” á eftir sér finnst mér
minnka og persóna þeirra
blikna. Ofangreindir frétta-
menn töluðu báðir um „gagniö”
I umræddum þætti. Þeir inntu
ráöherra eftir þvl hvenær tiltek-
ið orkuver yröi tekiö I gagniö.
(Aö ööru leyti falla mér ofan-
greindir fréttamenn vel I geð).
Ráöherrann virtist mér aftur
á móti kunna að meta vandaðra
málfar, þvl hann sagði að virkj-
unin yrði tilbúin til notkunar á
tilgreindum tlma og á hann
þakkir skildar fyrir. Það er
karlmannlegt og aðdáunarvert
aö þora og geta snúizt gegn
straumnum,
Þaö er annars undarlegt, aö
óskólagengnir menn skuli þurfa
að bera kinnroða fyrir háskóla-
borgara þjóðar sinnar.
Til hvers er þá tuttugu ára
skólaganga ef menn svo vegna
tizkufyrirbæra og hégómaskap-
ar eru vart færir um að flytja
mál sitt skammlaust fyrir
alþjóö.
Þaö er talsvert alvarlegt
hversu mikiö er um það aö
menn glata persónuleika sinum
I skarkala og hraða eftir hjómi
einu.
Þaö er t.d. broslegt, jafnvel
raunalegt, að sjá fulloröna
menn með hárlubba niður á
heröar, hangandi aftan I —
hippalýð. Svo vikið sé aftur að
oröskrlpum fréttamanna o.fl.
Hvaö um það, þegar veður-
fræðingar tala um „almennt
veður”. Heyrt hef ég veöurfræö-
ing segja: „almennt verður
veðrið gott fyrir noröan á morg-
un”. Þótt ég sé innan við miðjan
aldur, man ég þá tiö, aö sagt var
annaö en „almennt” um höfuð-
skepnurnar. En „al-.
mennt” er vlst almennt tlzku-
fyrirbæri og dregur þvl með sér
hinn almenna borgara og veöur-
fræöinginn llka I hiö mikla haf
almennskunnar. Heyrzt hefur
veöurfræöingur segja einnig:
„Væntanlega veröur noröan-
átt meö snjókomu á Vestfjörö-
um á morgun”.
(„Væntanlega” er nefnilega
tlzka líka). Um þetta mætti
mikiö skrifa, af nógu er aö taka.
Ég geri ráö fyrir aö ritstjórinn
hafi takmarkað rúm fyrir hé-
gómaskrif sem þessi, er þvl mál
að linni.
En hafiö mig afsakaöan
augnablik: Ekkert lát er á „þró-
un’’ fréttamanna útvarps né
blaða!
„Ég mundi segja” að þaö
væri mjög leitt fyrir frétta-
menn!
Þeir ættu aö taka I „gagniö”
fegurra málfar! „Almennt”
yröi þaö þeim til sóma!”
Bréf Gu&na er birt orörétt,
en meö lagfæringu á staf-
setningu á stöku stáö.
Látum Rauða kross-
inn og Hjálparstofn-
un kirkjunnar sjá um
Víetnamsöfnunina
• 'rjar a skuttogurum skuli fá v*
amk. 3 daga hafnarfrl þegar “
landaö er I innlendri höfn eftir
„Sjónvarpsáhorfandi” skrifar:
„Nú finnst mér að sjónvarpiö
ætti að senda Vietnamnefndinni
á íslandi dágóðan auglýsinga-
reikning. 1 mi&jum umræðunum
um gang mála I Vletnam i
Heimshorni reis lormaður
Víetnamnefndarinnar upp og
hélt langa utanaðlærða ræðu um
nauðsyn þess að nú ættu allir að
leggja sinn skerf til þess að
styöja bröltið I bráðabirgða-
byltingarstjórninni I Vietnam.
Mér finnst þetta fáheyrð
ósvlfni að nota opinberan
umræðuþátt á þennan hátt. Ef
þessi góði maður þurfti endilega
aö vekja athygli á þessari
fjársöfnun, þá hefði hann einnig
átt að vekja athygli á fjársöfnun
Rauða krossins og Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar, en þess-
ar tvær stofnanir hafa í samein-
ingu hrundið að stað fjársöfnun
til styrktar hinu striðshrjáða
m Mlövikudjgur
TT-
Hjálp__
stríöshrjáöum
í Indókína
Gíró
90002 20002
DlOÐVHHNN
K. aprfl 1975
gei%:
■m • gegn
r+iekib öll
aö Khoy,
s, flýöi land.
«.nö aö baki ár’ásinni.
RAUÐI KROSS
ÍSLANDS
I HJÁLPARSTC
KIRKJUNNA
lcvi
fólki I Vietnam, og verður fénu
variö til styrktar öllum þeim
sem hjálpar eru þurfi án tillits
til hver hafi „frelsað” það eða
raði þeim landsvæðum sem það
býr á. Einnig vona ég að ts-
lendingar séu svo viti bornir að
Munið
Víetnam-
söfnunina
Söfnun Vletnamnefndarinnar
bófit glasllega á fjáröflunar- og
samitööufundlnum I liáskólabMf.
Látnm framhaldlö ekki veröa
slöra. Hjálpum vfelnömom aö
bygRja »PP þaö land sem þelr
hafa frelsaö meö ngilegum fórn-
nm. Styöjum þá fjárhagslega og >
pólitfskt meö þvf aö gefa fé I Vfet-J
namsöfnunina og skrifa undlr J
skorun til rlkisstjórnarinnar^
aö vióurkenna Uráöabirgöi
Lýöveldlsins Suöur-Vletjj
Framlögum er velU J
gfróreikning Vletnam
14500 og á afgrc
þeir treysti frekar alþjóðastofn-
unum eins og Rauða krossinum
og Alkirkjuráðinu, til að útdeila
islenzku söfnunarfé, frekar en
einhverjum sjálfskipuðum,
„frelsurum” suður i Vlet-
nam.”
HEFÐU KALLAZT SVEITASVIK
HÉR FYRR Á DÖGUM
Þórarinn Arnason frá Stóra-
hrauni skrifar:
„Ég hef aldrei verið fylgis-
maður eins eða annars stjórn-
málaflokks. Ég hef alltaf fundið
einhverjar veilur hjá hverjum
einasta flokki, og geri enn —
bæði hjá þeim flokkum, sem eru
við st jórn og í stjórnarandstööu.
Sjálfsagt vilja þeir ágætu
menn, sem standa i eldlinu
stjórnmálabaráttunnar, láta
gott eitt af gjörðum sinum leiða.
En þeir varast of sjaldan vitin
ogglopra þess vegna út úr hönd-
um sér þeim sjóði og þeim ráð-
um, sem áttu að verða þjóöinni
til heilla.
Hér er mikið um framkvæmd-
ir. Byggðar eru verksmiðjur,
keyptir togarar og bilar og
byggð svo stór og Iburðarmikil
Ibúðarhús, að heimsathygli vek-
ur. Hér hefur orðið verðfesting
upp á milljarða.
Manni virðist þetta I raun og
veru vera kapphlaup viö dauð-
ann, og kemur mér i hug gamla
setningin: „Lát mig sjá Napóli
og dey svo.”
Það er eins og sú kynslóð, sem
á aö taka viö eftir daga þeirra er
nú stjórna, sé það andlega og
llkamlega vanþroska, aö henni
sé ekki trúandi til neins konar
athafna fremur en sofandi
bleyjubarni.
Ég viðurkenni, að það hefur
þurft að standa I ýmiss konar
framkvæmdum, en hefur ekki
verið spilað of djarft? Það er
ekki nóg að ausa peningum i
alla skapaða hluti á kostnað
almennings, rikissjóðs. Það er
klárt mál. Fer ekki almenning-
ur að kikna undir þeim byrðum
er á hann eru lagðar?
Nauðsynjavörur hafa stöðugt
hækkað I verði og eiga þær
hækkanir enga hliðstæðu I sög-
unni. Erlendar verðhækkanir
eiga nokkurn þátt i því, eins og
t.d. hækkun á sykurverði. En
tæpast eiga verðhækkanir á inn-
fluttum vörum stóran þátt i
þeim verðhækkunum, sem orðið
hafa á heimatilbúnu matvöru-
tegundunum, svo sem á kjöti og
mjólkurafurðum. Siðan koma
hækkanir á sjónvarpi, útvarpi,
rafmagni, hita, áfengi og
tóbaki. Getum við kennt
útlöndum um allar þær hækk-
anir?
Það er talað um slysahætt-
una, sem er samfara ofhleðslu
bátanna, en er ekki verið að
koma almenningi i landinu I
svipaða hættu með því að of-
hlaða menn alls kyns álögum og
verðhækkunum.
Almenningur fær ekkert
gefið, en atvinnufyrirtækin fá
styrki á styrki ofan. Það verður
að gefa fé með öllum þeirra
framkvæmdum, þvi alls staðar
er tap. (Þetta orð, tap, er mest
notaöallra fslenzkra orða).Ein-
staklingar og félög geta eignazt
skip og togara. Það þarf ekki að
borga út nema um tuttugu
prósent af verðinu, hitt er lánað.
Eftir eitt og hálft ár er útgerðin
komin i milljóna tap og þá
veröur almenningur að fara að
hjálpa upp á sakirnar af litlum
efnum. Tapkóngarnir lifa hins
vegar allsæmilegu lifi. Þeir aka
um I lúxusbflum og búa I höll-
um. Hér hlýtur að vera eitthvað
að. Gæti ekki hugsazt, að það
væru of margar afætur I spil-
inu?
Það þótti afskaplega leiðin-
legt hér áður fyrr, þegar fjöl-
skyldufeður þurftu að fá smálán
hjá sveitarstjórnum til að geta
framfleytt fjölskyldunni, en
hvað er það miðað við það sem
nú er aö gerast? Hinir „stóru”,
sem svo eru nefndir, lifa á eillf-
um uppbótum og alls kyns fyrir-
greiðslu þess opinbera. Mér
finnast þessar uppbætur nálgast
sveitasvik, eins og það var kall-
að hér áður fyrr.
Við hjónin áttum tiu dætur og
urðum að sjá um þær án nokk-
urrar hjálpar. Nú er gefið með
bömum, hvort sem ríkur eða
fátækur á I hlut. Mér finnst að
það mætti gera í þessum efnum
greinarmun á fjárhagsaðstöðu
þessara styrkþega. Ég hef talað
við marga velstæða menn, sem
brosa að þessum barnameð-
gjöfum. Þessir smápeningar
skipta þá ekki nokkru máli.
Hins vegar er sjálfsagt að
styrkja þá sem fátækir eru og
hafa fyrir mörgum munnum að
sjá.
Þegar ég sit við að skrifa
þessar linur heyri ég glymja I
útvarpinu tilkynningu um nýja
hækkun. Þetta er sú sinfónia,
sem samin hefur verið af stjórn-
völdum okkar. Sinfónia, sem
tileinkuð er okkur þegnunum —
ekki af mikilli list, en þeim mun
meiri kærleika. Mér kemur i
hug það sem Sigvaldi I „Manni
og konu” er látinn segja: „Ég
held að það sé kominn timi til
þess að biðja Guð að hjálpa
sér.”
Væri ekki gott fyrir ykkur,
ágætu menn að biðja hinn
mikla anda að gefa ykkur ráð
sem dugar við stjórnun okkar
kæra lands, ykkur til sæmdar og
þjóðinni til blessunar?”