Vísir - 17.04.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Fimmtudagur 17. april 1975.
3
Margir gœta
illa að
peningunum
— gera þó að
auðveldum feng
vasaþjófa
Svo virðist sem menn gæti
ekki nógu vel að veskjum sinum
og þvi fé, semþeir ganga með á
sér. Veskjaþjófnaður fer mjög i
vöxt.og oft hafa þjófarnir mikið
upp úr krafsinu, þar sem menn
bera gjarnan á sér furðu stórar
fjárhæðir.
Sem dæmi má nefna, að um
helgina var stolið þremur
loðkápum úr forstofu i húsi i
Vesturbænum. Þar hékk lika
karlmannsfrakki með veski,
sem i var allhá fjárhæð. Fyrir
eitthvert „glappaskot” létu
þjófamir þennan frakka eiga
sig, en varla fer milli mála, að
óvarlegt er að geyma fé á stað
þar sem hægt er að fremja
svona þjófnað án þess að vart
verði við.
Astæða er til að benda mönn-
um á að varðveita veskin sin vel
og ganga ekki með háar fjár-
hæðir á sér i reiðufé að nauð-
synjalausu. -SHH.
Alþýðubankinn
hyggst stofna
útibú í
austurbœnum
Sligost
undan
umferðor
þunganum
á Lauga-
veginum
Alþýðubankinn
stefnir að aukningu
hlutafjár sins úr 40
milljónum i 100
milljónir. Nú þegar
hefur verið boðinn út
hlutafjárauki að fjár-
hæð 30 milljónir, og
gildii* forgangsréttur
hluthafa til 15. mai.
Vöxtur bankans á siðasta
ári var markviss og öruggur.
Innlánin námu i heild i árslok
tæpum einum milljarði. Þau
hafa sjöfaldazt frá þvi, að
bankinn tók til starfa árið
1971. Rekstrarafkoma bank-
ans batnaði mjög siðasta árið.
Bankinn hefur leitað hóf-
anna um opnun útibús, bæði
utan Reykjavfkur og i nýju
hverfunum. 1 náinni framtið
er liklegt, að útibú verði stofn-
að f austurhluta borgarinnar.
Það er talin nauðsyn vegna
umferðarþunga á Laugavegi,
þar sem bankinn er nú.
Heildarinnlánin jukust um
41,7% á árinu, spariinnlán um
37,5% og veltiinnlánin um
hvorki meira né minna en
83,6%. Otlánin jukust i heild
um 43,9%. Tólf prósent arður
verður greiddur hluthöfum.
— HH
Niðurstaða vistfrœðirann-
sóknar liggi fyrir er verk-
smiðjan tekur til starfa
segir Náttúruverndarráð í athugasemdum um málmblendiverksmiðjuna í Hvalfirði
„Varðandi fyrirhugaða
kisiljárnverksmiðju i Hvalfirði
er það mat Náttúruverndar-
ráðs, að hættan á skaðlegum
áhrifum á lifriki vegna
mengunar af hennar völdum sé
ekki veruleg, ef allar tilteknar
varúðarráðstafanir eru gerðar,
og minni en af öðrum málm-
blendiiðnaði, svo sem af fram-
ieiðslu mangan og krómjárn-
blendis,” segir i bréfi, sem
Náttúruverndarráð hefur sent
Heilbrigðiseftirliti rikisins og
fjölmiðlum.
í bréfinu segir, að Náttúru-
vemdarráði sé ljóst, að öllum
iðnrekstri fy lgi einhver
mengun, þótt beitt sé full-
komnasta hreinsibúnaði, sem
völ er á. Hafa beri i huga, að lif-
riki landsins búi við sérstæðar
aðstæður og almennt verði að
gera ráð fyrir, að islenzkt vist-
kerfi sé viðkvæmt vegna norð-
lægrar legu landsins og einangr
unar.
1 bréfinu segir ennfremur:
„Náttúruvei ndarráð telur
miklu varða, að fyrirtækið verði
frá byrjun búið fullkomnustu
mengunarvörnum, sem völ er á,
og strangt eftirlit verði haft með
viðhaldi og stýringu þess
búnaðar með tilliti til um-
hverfisáhrifa frá rekstrinum,
sem kosti slikt eftirlit og allar
nauðsynlegar úrbætur vegna
tjóna, sem rekja má til fyrir-
tækisins.
Náttúruverndarráð telur
mikilsvert, að vistfræðileg
rannsókn á umhverfi verk-
smiðjunnar, ásamt nauðsynleg-
um efnarannsóknum, hefjist
sem fyrst, þannig að áreiðan-
legar niðurstöður liggi fyrir
áður en rekstur hefst. Einnig
leggur ráðið áherzlu á, að slikri
alhliða könnun verði fram
haldið skipulega, eftir að
rekstur hefst, i samræmi við
áætlun er Náttúruverndarráð
lætur i té.”
I bréfinu er rætt sérstaklega
um hinar ýmsu tegundir
mengunar, sem fyrir geta
komið i veri sem hér um ræðir,
og með hvaða ráðum megi
verjast þeim.
„Þrátt fyrir áratuga reynslu
af mikilli og hvimleiðri ryk-
mengun frá kisiljárnbræðslum i
Noregi, hafa að sögn umhverfis-
yfirvalda þar (Statens
Forurensingstilsyn, miljöde-
partementet) ekki komið fram
neinar upplýsingar, sem benda
til þess að slik mengun hafi haft
skaðleg áhrif á gróður eða dýra-
lif. A hinn bóginn var upplýst,
að þaðhafði ekki verið sérstak-
lega rannsakað,” segir i bréfi
Náttúruverndarráðs.
-SHH.
Allar likur eru nú á þvi, að
smáhýsin við Valaskjálf á
Egilsstöðum hverfi þaðan með
vorinu. Þarna hefur verið rekin
gistiaðstaða undanfarin 3 ár á
vegum 9 hreppsfélaga og
menningarsamtaka Héraðsbúa.
Samþykktu aðilarnir á fundi i
gær að freista þess að selja
húsin til júgóslavneska verk-
takafyrirtækisins Energopro-
ject við Sigöldu.
Júgóslavarnir ætla sér að
setja mikinn fjörkipp i fram-
kvæmdir efra I sumar og þurfa
á svefnplássi að halda fyrir
verkamenn sina. Smáhýsin
höfðu áður þjónað sama verk-
efni, voru notuð við Búrfell á
sinum tima I þessu skyni.
Fé það sem Austfirðingar fá
fyrir söluna, verður notað til
byrjunarframkvæmda á
viðbyggingu við félagsheimilið
SMÁHÝSIN Á
EGILSSTÖÐUM
FÁ FYRRA
VERKEFNI
— rœtt við
Energoproject um
sölu á hótelinu
við Valaskjólf
Valaskjálf, og i þeirri byggingu
verður fullkomnari gistiaðstaða
en verið hefur i smáhýsunum.
Ekki er mönnum þó úthýst, þótt
Valaskjálf loki i bili. Ásdis
Sveinsdóttir á Egilsstaðabúinu
rekur gistiaðstöðu sem fyrr.
JBP-
Fékk samvizkubit og
skilaði öllu þýfinu
Hann hefur hætt við jöklaferð-
ina, sá sem stal jöklabúnaði fyr-
ir 150 þúsund af Hjálparsveit
skáta i Kópavogi.
Visir sagði frá þvi á laugar-
daginn, að búnaði þessum hefði
veriðstolið frá skátunum, jökla-
tjaldi, isöxum, bakpokum,
tveim 40 metra sigköðlum og
fleira dóti.
Hvort sem fréttin hefur gert
það að verkum eða ekki, upp-
götvuðu skátarnir er þeir komu i
húsið eftir hádegið þann sama
dag, að búið var að skila þýfinu.
Þjófurinn hafði brotizt inn aftur
— en i þetta sinn til að skila þvi,
sem hann hafbi áður tekið.
Vonandi sannast hið forn-
kveðna, að batnandi manni sé
bezt að lifa.
— SHH
um, þegar við höfðum samband
við hann, en göturnar þar eru nú
mjög illa farnar. Sums staðar
eru næstum skurðir i malbikinu,
og nokkrir hafa haft á orði, að
þeir þurfi hreinlega að leggja
bilum sinum.
„Göturnar eru vægast sagt
afskaplega slæmar, og þær eru
að verða hættulegar, að þvi
leytinu til að menn reyna að
krækja fyrir holurnar i þeim, og
fara þá út á vitlausan vegar-
helming,” sagði Magnús enn-
fremur.
1 vetur var aðeins reynt að
komast yfir verstu kaflana i
götunum, en það entist stutt. En
nú, þegar tiðarfarið skánar, ætti
þetta allt að komast i betra horf.
— EA
,,Það er búið að
skamma okkur mikið
OG ERFIÐAR
YFIRFERÐAR
lagaðar strax og tíðarfar og mannskapur
leyfir, segir bœjarstjórinn í Eyjum
fyrir það að lagfæra
ekki göturnar hér. En
við höfum látið frum-
þarfir, eins og við köll-
um það, sitja i fyrir-
rúmi, svo sem holræsi,
vatn og rafmagn. Hins
vegar verður farið i
það núna um leið og
mannskapurog tíðarfar
leyfir að lagfæra
göturnar.”
Þetta sagði Magnús H.
Magnússon bæjarstjóri i Eyj-