Vísir - 21.04.1975, Page 1
65. árg. Mánudagur 21. aprll 1975 — 90. tbl.
VERKBANN VIÐ SIGÖLDUVIRKJUN
Það er næstum daglegt brauð, að starfsmenn
við Sigölduvirkjun leggi niður vin iu. Verkbann
var sett á jarðvegsflutningadeild síðastliðið
laugardagskvöld og var þvi ekki aflétt fyrr en i
nótt.
Undirskrift samninga, sem byggðust á Alþýðu-
sambandssamkomulaginu, hafði dregizt vegna
ágreinings um ákveðin atriði. Höfðu starfsmenn
jarðvegsflutningadeildarinnar gert kröfu um
breytingu á vaktakerfinu. Kom sú breytingartil-
laga fram nokkuð seint. Var þá verið að vinna við
að hreinrita samningana eins og verktakarnir
töldu þá geta farið til undirritunar samkvæmt
fyrri umræðum.
Þegar svo hin nýja breyting kom fram, voru
verktakarnir ekki tilbúnir til að bæta henni viö
samkomulagið fyrirvaralaust, en af þvi leiddi
verkbann það, sem stóð þar til i nótt, er samning-
arnir voru loks undirritaðir.
— ÞJM
Fengu styrk úr
Kardemommu-
sjóðnum
Klemens Jónsson og Carl
Billich fengu 100 þúsund krón-
ur hvor úr Kardemommu-
sjóönum svokallaða i gær.
Klemens hefur sett upp öll
leikrit Thorbjörns Egners og
Carl Billich hefur séð um tón-
listina við þau. Eru þeir hinir
fyrstu, sem fá styrk úr sjóðn-
um, en sjóðurinn á að efla
samskipti milli norsks og is-
lenzks leikhúsfólks.
Meiri helgarfrí — aðeins samið til 1. júní
Flest sjómannafélögin
samþykkja samningana
Mörg sjómannafélög
hafa samþykkt nýju
bátakjarasamningana,
að sögn Jóns Sigurðs-
sonar, forseta Sjó-
mannasambandsins, i
morgun. Þeir hafa ver-
ið samþykktir á Grund-
arfirði, Hellissandi,
Akranesi, Stykkis-
hólmi, Grindavik, Þor-
lákshöfn og i mat-
sveinafélaginu. Þeir
voru felldir i ólafsvik.
Jón sagði, að samningurinn
gilti nú aðeins til 1. júni, en fyrri
samningurinn, sem sjómenn
felldu, átti að gilda til. 15.
september. Samningurinn gildir
nú frá 1. marz. Verði honum
ekki sagt upp fyrir 21. mai, gild-
irhann áfram til 15. september.
Uppsagnarfrestur er 10 dagar.
Þá kemur nú inn i samning-
inn, að á reknetabátum skuli
eigi róið á sunnudögum á tima-
bilinu frá 1. april til áramóta,
nema næsti dagur á undan eða
eftir sunnudegi sé frfdagur, sem
ekki skal róið á samkvæmt
samningum. Er þetta gert til
þess, að stöðvun verði ekki i tvo
daga samfleytt.
Helgarfri skal aldrei teljast
minna en einn sólarhringur.
Ef bátur er utan lögskráning-
arstaðar sins, skal útgerðar-
maðurinn sjá skipverjum fyrir
fari til útgerðarstaðar skipsins i
helgarfrium.
Jón Sigurðsson sagði, að einn-
ig hefði verið bætt við fyrri
samninga ákvæði um, að á
loðnuskipum skuli nýtt kaup-
tryggingartimabil taka gildi,
þegar loðnuskipiö fer til
fjarlægra miöa, þegar I staö.
Ella kynnu sjómenn, sem hefðu
aðeins kauptryggingu að verða
kauplausir á þessum tima, en
nú væri úr þvi bætt.
Jón sagði, að samningarnir
yrðu teknir fyrir I sjómannafé-
lögunum viða I dag. Nú hefði
verið breytt fyrri stefnu og at-
kvæði væru greidd I einstökum
félögum en ekki Sjómannasam-
bandinu sem heild, eins og sið-
ast var. Samninganefndir sjó-
manna og útvegsmanna gengu
frá samkomulagi þessu um
helgina. —HH
„ÆTLI VIÐ FÖRUM ÞÁ EKKI BARA í SÓLBAÐ..."
Flugtúr
í Tjörnina
— bls. 3
,,Þetta er í fyrsta
skipti, sem við drekkum
kaffið okkar úti i vor",
sögðu stúlkurnar, sem við
hittum fyrir utan Bæjar-
útgerðina á Grandanum í
morgun. ,,En nú er það
lika alveg tilvalið", bættu
þær við.
Sólin skein lika glatt, og
sjálfsagt hafa flestir átt
erf itt með að loka sig inni
á vinnustöðum.
Þær hjá Bæjarútgerð-
inni sögðu okkur, að nóg
væri af fiski út þessa
viku. Þeim fastráðnu
hefur hins vegar öllum
verið sagt upp.
,,Ef til þess kemur?
Ætli við förum þá ekki
bara í sólbað svona til að
byrja með", sögðu þær
og virtust sannarlega
ekki kunna illa að meta
það.
— EA/ljósm. Bragi.
• •
„TOK TAL A HANS EIGIN BROGÐUM
— sagði Friðrik Ólafsson í morgun, en hann á enn möguleika ú toppsœti
##
„Þetta var skemmti-
leg skák við Tal,” sagði
Friðrik Ólafsson i
morgun i simaviðtali
við Visi. „Ég vann
hann i aðeins 24 leikj-
um, og má segja, að ég
hafi tekið hann á eigin
brögðum.”
inu, en eftir atvikum er frammi-
staðan ekkert hroðaleg,” sagði
Friðrik. Hann er nú i 5. sæti, en
hefur vonir um að brjótast upp.
Hann hefur til dæmis setið hjá i
umferð, en tveir af þeim, sem
fyrirofanhann eru, eiga eftir að
sitja hjá. Þar gæti Friðrik til
dæmis fengið vinning, meðan
þeir sitja yfir. Friörik kvaðst
ekki vita um úrslit biðskáka,
sem hefðu verið tefldar i nótt, en
Hort, sem hafði 7 vinninga eins
og Friðrik, hafði betri stöðu i
biðskák og þvi sennilega farið
upp i 8. Efstur er Ljubojevic
með 9 1/2 og annar Mecking
með 8 1/2, en Mecking á eftir að
sitja yfir i einni umferð. Friðrik
hefur unnið tvær siðustu skákir.
Þrjár umferðir eru eftir, og gæti
hann náð Mecking, ef gæfan
veröur honum hliðholl. í þriðja
sæti er Anderson með 8, og Hort
liklega orðinn jafn honum. Tal
fyrrum heimsmeistari hefur 6
l/2og biðskák, þar sem linurnar
eru ekki hreinar, segir Friðrik.
Siðan kemur Petrosjan, fyrrum
heimsmeistari með 6 vinninga
og biöskák, sem Friðrik telur
jafnteflislega.
Ljubovic og Anderson hafa
setið yfir eins og Friðrik. Hann
er þvi 2 1/2 vinningi á eftir
Ljubovic og 1 vinningi á eftir
Anderson. Vinni Friðrik skák-
irnar I þeim umferðum, sem
Mecking og Hort sitja yfir i, nær
hann Hort og verður aöeins 1/2
vinningi á eftir Mecking. Verði
biöskák Tals jafntefli, verður
hann jafn Friörik og ef biðskák
Petrosjans verður einnig jafn-
tefli, verður hann 1/2 vinningi á
eftir Friðrik. Þannig getur enn
margt gerzt i þessari jöfnu og
spennandi stöðu i mótinu. Frið-
rik er enn i baráttunni um topp-
sætin. Hann er ekki ánægður
með frammistöðuna, sem er
vissulega lakari en hin frábæra
frammistaða hans i mótinu i
Tallin, Sovétrikjunum, fyrir
skömmu, en á þessu móti á
Kanarieyjum eru einnig margir
beztu skákmenn heims saman
komnir, og enn getur flest gerzt.
—HH
„Ég byrjaði stirðlega i mót-
1