Vísir - 23.04.1975, Page 1

Vísir - 23.04.1975, Page 1
Mœttir á ný Verkfall starfsmanna bílaverk- stæðis Kaupfélags Árnesinga er á enda, en það hófst fyrir þrem vik- um. Starfsmennirnir mættu til vinnu sinnar snemma í morgun, þar á meðal Snorri Sigfinnsson, trúnaðarmaður starfsmannanna (t.v.), og sá frægi Kolbeinn Guðnason, sem er á myndinni hér til hægri. —Ljósm: Bragi. — Sjá nánar á baksiðu. SAMNINGAMENN VILJA AFLÝSA FLUGVERKFALLI Það hafðist —en erfitt var það! — FH bikarmeistari — íþróttir í opnu Seyðfirðingar dansa ekki veturinn út — þar er deilt um gjald fyrir löggœzlu ó dansleikjum Seyðfirðingar dansa ekki i kvöld. Þar er komin upp deila vegna greiðslu fyrir löggæziu á dansleikjum og allt komið I sjáifheldu. Til þess að fá heimild til dansleikjahalds á Austfjörð- um þarf að undirgangast þá skyldu að launa þrjá lögreglu- þjóna til eftirlits. Undir þessa skyldu gekkst kvenfél. staðar- ins' 1. desember siðastliðinn, en neitaði siðan aö greiða lög- gæzlugjaldið, þar sem lögregl- an hefði ekki látið sjá sig. Þegar kvenfélagið ætlaði aftur aö halda ball siðasta vetrardag, fékk það synjun vegna þess, að þessi skuld hafði ekki verið greidd. Þessu varð ekki haggað, þótt leitað væri til dómsmálaráðuneytis- ins. Erlendur Björnsson, sýslu- maður og bæjarfógeti á Seyð- isfirði neitaði að gefa nokkrar upplýsingar um málið, sagði það ekki vera blaðamat. Hann viðurkenndi þó, að þarna væri um deilu að ræða vegna greiðslu fyrir löggæzlu. A annan I jólum féll lika nið- ur dansleikur á Seyðisfirði, en þá að sögn vegna þess, að lög- gæzlumenn voru ekki I skapi til að hima á dansleik. —SHH — stjórn og trúnaðar- mannarúð á húdegis- fundi Samninganefnd flug- manna samþykkti klukkan sex í morgun eftir næturfund að leggja til við stjórn og trúnaðarmannaráð fé- lags atvinnuflugmanna, að fjögurra sólarhringa verkfalli, sem boðað hafði verið og hófst á miðnætti siðastliðnu, yrði aflýst. Fundur stjórnar og trúnaðar- mannaráðs um þetta hófst laust fyrir hádegi og stóð, þegar blaðið fór I prentun. Jóhann Sigfússon, formaður Félags islenzkra at- vinnuflugmanna, sagði, að samið hefði verið um, að frekari viðræð- ur færu fram, en ekki verið geng- ið frá varanlegum samningum. „Annaö verkfall kann að verða boðað siðar,” sagði hann. Hann sagöi, aðFlugleiðir hefðu lofað á- framhaldandi viðræðum, þar sem launamálin yrðu tekin fyrir og aðrar kröfur. Sveinn Sæmundsson, blaðafull- trúi Flugleiða, sagði, að flug hæf- ist samkvæmt venjulegum áætl- unum, um leið og stjórn og trún- aðarmannaráð hefðu samþykkt frestun verkfalls eða aflýsingu. Millilandaflug hefur legið niðri frá miðnætti. —HH Vísir óskar landsmönnum öllum gleðilegs og sólríks sumars Þessi unga stúlka heitir Vala Jónsdóttir og er úr Garða- hreppi. Hún er nýorðin tvitug. Á næstunni mun hún verða fulltrúi VIsis við Maja-hátiðahöldin i Zaragosa á Spáni. Hátiðin fer fram árlega til minningar um hinn fræga listmálara Goya. Myndin af Völu minnir okkur óneitanlega á, að vorið er kom- ið, það er siðasti dagur vctrar, og á morgun fagnar þjóðin fyrsta degi sumars. Þar tekur það bara mínútu að losna við allar fjórar konurnar! — rabbað við arab- iskan höfðingjason í heimsókn í Reykjavik — bls. 3 GUÐMUNDUR AÐ FJARLÆGJAST 600 ÞÚSUND KRÓNA VERÐLAUN — fréttir af stór- meisturunumokkar Baksíða

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.