Tíminn - 05.08.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.08.1966, Blaðsíða 3
t FÖSTUDAGUR 5. ágúst 1966 TÍMIWN Fyrir nokkrum dögum var átti að flytja hann til Jamaica, Charles Bretaprins staddur í ætlaði hún að ryðja sér braut Ástralíu og var honum ákaft til hans, en lögregluþjónar gátu fagnað af ungum sem öldnum, hindrað hana í því. Hún var en sú, er áköfust var í fagnaðar samt ekki af baki dottin, og látunum var þessi 16 ára gamla þegar prinsinn var á leið út í stúlka sem sézt hér í fylgd vélina hljóp hún til hans eins með lögregluþjóni. Hún heitir og fætur toguðu, þrýsti hönd Sharyn Shutton og vinnur í hans og sagði, að sér væri það mjólkurbúð. Er Charles var mikið ánægjuefni að hitta að bíða eftir flugvélinni, sem hann. ★ Pia Lindström dóttir Ingrid Bergman af fyrsta hjónabandí er nú orðin 26 ára- Hún gifti sig ung að árum, en hjónaband ið fór í hundana eftir skamma hríð og þá venti stúlkan sínu kvæði í kross og lagði út á kvikmyndabrautina. Hún hefur leikið nokkur smáhlutverk, en leikur hennar hefur feng'.ð afburðagóða dóma gagnrýnenda Pia býr hjá Roberto Rosseiir.i, fyrrverandi eiginmanni móður sinnar, og mikill samdráttur ex' milli hennar og bróðursonar Rosselini, hvað sem nú úr þvi verður. ★ 52 ára gamall Baptistaprestur í Bandaríkjunum er nýlega skil in við sautjándu konu sína. Ali ar konur hans hafa verið inn an við tvítugt. ★ Lögreglan í Rómaborg hetur nú tilkynnt, að framvegis skuli gatan Via Veneto, þar sem hið Ijúfa líf er dýrkað sem allra mest í borginni, skuli nú lokuð allri bílaumferð frá kl. 9 á kvöldin og til kl. 4 á morgnana. Að undanförnu hefur bilaum lerðin verið gífurleg um götu þessa og er þar aðallega um að ræða fólk, sem er að for vitnast um það, sem genst á veitingastööum þessarar frægu götu, eftir að skyggja tekur. Ekki er vitað, hvort þessar ráð stafanir lögreglunnar eru gerð ar til að koma í veg fyrir um- ferðatruflanir, eða til þess að vernda fastagesti götunnar fyr ir ásókn forvitinna aðskotadýra. ★ Það hljóp heldur betur á snærið fyrir ítala nokkrum, Gio vanni Turinetti, nú fyrir skömmu. Það sló eldingu niður i gamlan múr á eignaróðali hans skammt frá Torinó, og þeg ar hann hugði að veksummerkj um, fann hann í múrnum garr.la leirkrukku með 47 gullpening- um frá 17. öld. Talið er, að gull peningarnir hafi verið faldir í múrnum árið 1664, þegar setið var um Torino. ★ Paul McCartney og unnusta hans, leikkonan Jane Adher hafa keypt lítinn og niðurnídd an bóndabæ í Skotlandi, sem þau hyggjast láta gera upp. Ætla þau að flytja þangað, þeg ar vinsældir Bítlanna taka að réna. * Herra Petersen nokkur í Vejle í Danmörku brá sér fyrir skömmu til Englands og þar keypti hann tvo ketti á verði, sem svarar til 14 þús. kr. íslenzkra, þ. e. a. s. 7 þús. krónur stykkið. Að vísu eru þetta ekki neinir venjuleg ir kettir, heldur loðnir síams kettir af ættinni Mintchiu Manta. Fyrir utan þessa, tvo, munu aðeins fyrir finnast tveir slíkir gripir í allri Skandinav- íu. ★ Allt bendir nú til þess, að Rock Hudson sé orðinn þreytt ur á piparsveinalífi sínu, og hafi fundið draumadísina sína. Hún er ósköp venjuleg spænsk stúlka, heitir Marie Jose Llov eras og er 25 árg að aldri. Um þessar mundir eru þau skötu hjúin á skemmtiferðalagi um Villtu ströndina á Spáni, og gert er ráð fyrir því að þau láti gefa sig saman í hjóna band þegar í haust. ★ Sænska fegurðardrottningin Ragnhild Olausen, sem á sínum tíma varð nr. 2 í keppninni um Miss World-titilinn hefur nýlega fengið skilnað frá manni sínum, tyrkneskum auðkýfing. Þau voru gefin saman fyrir 5 árum, en skömmu eftir hjóna vígsluna fór allt í bál og brand. Eiginmaðurinn var sjúklega af- brýðisamur að ástæðulausu, og misþyrmdi konu sinni á svívirði legan hátt. Hann drap í sígarett um á nöktum líkama hennar, fingurbraut hana, og lét leigu morðingja njósna um hana, og reyna að drepa hana. Hún flúði loks að heiman af ótta um líf sitt, og leitaði hælis í sænska sendiráðinu í Tyrklandi, og þar hélt hún sig, þar til réttur inn hafði dæmt í skilnaðarmáli hennar. ★ Skömmu áður en þau Birg itte Bardot og Gunther Sachs gengu í hjónaband, sátu þau á lítilli knæpu á Riverunni. Kom þar að þeim ung Sigauna spákona, leit í lófann á Sachs og tilkynnti honum, að innan skamms myndi hann verða ljón heppinn í spilum. Honum fannst ekki eftir neinu að bíða og ók að einu spilavítinu í Monte Carlo. Á fimm mínútum vann hann þar fjárupphæð, sem svaraði hálfri fjórðu milljón ísl. króna. ★ Loks er Maria Callas skilin frá manni sinum Menighini, en ár og dagur er liðin frá því að þau skildu að borði og sæng, og fyrir því lágu ýmsar ástæð- ur, m. a. ævintýri Mariu og gríska skipakóngsins Onassis. Það eru 18 ár síðan þau hitt ust grísk-ameríska söngkonan Maria Callas, sem þá var 26 ára og hinn 53 ára gamli iðju höldur Menighini. Hún varð strax ástfangin af þessum litla góðlega gráhærða manni, og þó að hann gerði sér grein fyr ir því að hana skorti ýmsar kvenlegar dyggðir, þá giftist hann henni. Um þær mundir var hún akfeit, blá- snauð og hafði ekki öðlast telj andi viðurkenningu fyrir rödd sína. Hann gjörbreytti henni, keypti handa henni dýrindis gripi og útvegaði henni fær- ustu söngkennara. Það er ekki ofsögum sagt, að það hafi verið Menighini, sem ruddi Mariu Callas brautina til frægðar og frama, en nú eru þau sem sagt skilin. 18 ára gömul stúlka í St. Louis í Missouri í Bandaríkj- unum hefur létzt um 120 kg. á tíu mánuðum og mun það vera algjört einsdæmi. Allt frá barnæsku hafði hún verið afmynduð af spiki og þessi gíf- urlega offita útilokaði hana frá því að lifa heilbrigðu og eðli legu lífi. Það var bent á hana á götum úti, hlegið að henni og enginn strákur bauð henni á ball né stefnumót. Fyrir ári fór hún í megrunarkúr og var mest allan tímann undir læknishendi. Árangurinn af þessu varð frábær, því að nú er hún aðeins 62 kg. Saga henn ar hefur borizt um heim allan. Henni hafa borizt hjónabands- tilboð frá Hollywood, kvik- myndatilboð, og þá hafa mat- vælaframleiðendur boðið henni gífurlega háar upphæðir til að fá hana í auglýsingar. Stúlk an hefur hafnað þessu öllu. Hennar eina ósk er, að fá nú að lifa eðlilegu lífi. Á meðfylgjandi myndum get um við séð, hvernig stúlkan leit út fyrir og eftir mergrunar kúrinn, og hvílíkur roginmun ur er á henni orðinn. Hin fræga kvikmyndaleik- kona Ava Gardner er nýkomin til London frá Madrid, til að verða sér úti um nýjan eigin mann. Hún hefur lýst því yfir, að hún vilji fá mann, sem noti fleiri herbergi í húsinu en svefnherbergið. Ava er nú 43 ára að aldri. Á VÍÐAVANGI Ráðgjafi Breta Bretar eiga i nokkrum efna. hagsörðugleikum og telja gjald miðil sinn vera i hættu. Það er þó ekki óðaverðbólga, sem þá þjáir, heldur aðrir kvillar og ekki eins saknæmir. Brezka stjórnin hefur þurft að gera nokkrar ráðstafanir til þess að styrkja gengi pundsins, og mál gögn íslenzku i íkisstjórnarinn- ar, einkum Morgunblaðið og Vísir, hrópa nú hátt um það, að þetta séu mjög svipaðar ráðstafanir og hin ágæta og langlífa „viðreisnar“-stjórn á ís landi hafi beitt í sex ár, og séu viðurkennd læknisráð við verð bólgu um heim allan enda sé efnahagsvandi Breta afar líkur íslenzku veikinni. Það er auðvitað alveg út • hött að segja, að vandamál Breta séu eitthvað lík þeirri óðaverðbólgu, sem við er að fást hér á landi. Þar er um tvennt gerólíkt að ræða, alveg eins og atvinnulíf Breta og fs- lendinga eru tveir gerólikir heimar. Annað er heimsveldi með langþróaðan iðnað, en hitt smáríki, sem byggir afkomu sína á mjög sveiflumiklum fisk. veiðum en þarf að byggja upp Ihlutfallslega margfalt á við önnur ríki. Að ætla efnahags- vanda þessara ríkja hinn sama er auðvitað fáráðlingsháttur og beinlínis skemmdarverk að ætla sér að beita sömu Iæknis ráðum við svo ólíka ,,sjúk. linga“. Það er hins vegar ákaflega kómískt að sjá Morgunblaðið gerast ráðgjafa Breta og segja þeim, hvar hundur þeirra liggi grafinn og hvað gera þurfi. Morgunblaðið segir svo í leið ara í fyrradag: „Kjarni efnahagsvandamála Breta er nefnilega sá, að þeir halda fast við heimsveldishlut verk, sem þeir hafa ekki efni á að ieika. Bretland er ckki lengur það stórveldi, sem það var”. Sést af þessu, að Morgun- blaðið veit. þótt það segi ann- að, að ekki einu sinni „kjarn- inn“ er líkur í efnahagsvanda Breta og íslendinga. Sex ára reynsla Málgögn íslenzku ríkisstjórn arinnar stagast enn á því, að ráðstafanir hennar gegn verð bólgu séu hinar einu sönnu og réttu, og þótt sex ára reynsla sem endað hefur með ósköpum ætti að hafa vakið einhvern grun þessara herra um, að þær ættu ekki alls kostar vel við atvinnu- og efnahagslíf fslend inga, svo sérstætt, sem það er þá bylur enn sami söngurinn. Morgunblaðið telur sig þess að vísu umkomið að segja Bret um það, að vandi þeirra stafi af því, að þeir kunni ekki „að sníða sér stakk eftir vexti“, en það hvarflaði ekki að þessum talsmönnum, að íslendingar þurfi að sníða sér stakk eftir sínum vextf heldur gcti smeygt sér hiklaust í einhvern „viður- kenndan“ alhcimsstakk! Hin ó- hugnanlega sex ára reynsla ís lendinga af þessum ,,viður. kenndu“ verðbólguráðum œtti þó að vera búin að kenna hverj um skyni bornum manni. að hin íslenzka sérstaða þarfnast alls annars, að ráðstafanir hér og stefnu í dýrtíðarmálum verð ur að velja með alveg sérstöku Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.