Tíminn - 05.08.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.08.1966, Blaðsíða 8
8 Litla barn, hve augu þín eru skær. Þau horfa á mig í orð- lausri spurn og ég svara: Ég á að gæta þín. Því að vaggan er svo lítil, en veröldin stór, og ljósið á sér alltaf marga skugga. En hvað get ég gefið, sem er betra en sakleysi þitt? Og hver er ég, ef ég sveipa þig lini, se'm gert er úr lygi? En hversu oft er það sannleik- ur, sem kallaður er lygi og lygi sem kallast sannleikur’ Aðeins árin geta kennt þér, hve margt getur dulizt bak við brosin. Litla barn, kannski gef ég þér veg, sem virðist harður og sár, en hann er betri en mos- inn, sem hylur dýin. Því að- eins lærir þú trúmennsku að upphaf þitt sé trútt og grunn- urinn traustur. Þú sefur, litla barn, og ég geng hljóðiega um gólf, ég vil ekki vekja þann, sem dreymir. — Draumurinn er athvarf á sviðinni jörð. — Leið mann- anna barna til stjarnanna. Ég geng út að glugganum og fagna nýjum degi. Og ég finn, hve það er gott að vera kona. Því hvenær voru dýrustu ljóð þeirra skráð og bundin í bækur? Aðeins mold hylur þær hendur, sem struku blítt um tárvota vanga. Ég gæti spurt, hví var hnýtt það band, sem varð ekki slitið, en ég veit, að ég má ekki spyrja. Aðeins krjúpa hinu æðsta og lúta þér, fegurð, í þögn . Jódís. Júgóslavneski blaðamaður- inn Bjelicka dvaldist í Moskvu um þær mundir er einvígið um heimsmeistaratitilinn fór fram. Átti hann þar tal við ýmsa af þekktustu skákmönnum heims og spurði þá álits um einvígið, og spurði þá álits um einyígið, en þá höfðu verið tefldar sex skákir. Miklhail Tal: „ í fyrstu þrem skákunum hafði Petroshan vinn ingsmöguleika. Petroshan var sterkari í byrjunum en Spassky gaf áhangendum sínum góðar vonir.“ Max Euwe: „Ef við trúum á tölfræði hefur Petroshan aðeins 20% möguleika því að heimsmeirararnir hafa nær allt af tapað.“ David Bronstein: „Mín skoð- un er sú, að heimsmeistarinn 1975 muni verða Larsen. Á und an honum 1972 Korchnoj og um 1969 Fischer, sem mun vinna titilinn af Spassky 1966.“ „Auðvitað getur Alþjóðlega skáksambandið breytt fyrir- komulaginu. Ég mundi vilja láta keppa um heimsmeistara- titilinn í móti með beztu stór- meisturum heimsins. Það yrði bezta fyrirkomulagið.“ Mikhail Botvinnik heims- meistari í ellefu ár og einn af mestu skákmönnum sögunn- ar kom ekki til að fylgjast með einvíginu þó hann vinni þar rétt hjá. Bjelicka fékk tæki færi til að hafa eftirfarandi samtal við Botvinnik. „Hvers vegna tefldir þú ekki í heimsmeistarakeppninni?“ „Það hefði farið of mikill timi í það. Til að ná aftur heimsmeistaratitlinum eftir hinu nýja fyrirkomulagi gæti ég hafa orðið að tefla meira en fimmtíu skákir." „Finnst þér breytingin mik- il í lífi þínu frá því að vera heimsmeistari?“ „Það er gott að vera á topp- inum en heimsmeistaratignin gerir miklar kröfur.“ „Ertu ánægður með nú- verandi fyrirkomulag á heims- meistarakeppninni og ef ekki, hvaða breyingar myndir þú vilja gera?“ „Kerfið er ekki gott. Ég stakk upp á við F.I.D.E. 1949, að sex keppendur skyldu tefla fjórfalda umferð. F.I.D.E. tók þetta til athugunar en hafa ekkert gert í því síðaji. Mér finnst enn að þetta sé bezta leiðin til að velja áskorand- ann. „Hvað vilt þú segja um heims meistaraeinvígið, sem nú er hálfnað? „Ég bjóst ekki við þessum úrslitum og ég er hissa á, hve mjög Petroshan forðast að hleypa stöðunum upp.“ „Hvernig heldur þú að ein- vígið fari? „Spassky verður að taka sig á. Mestu átökin eru ennþá eft- ir. í fyrri einvígjum hafa úr- slitin í skákunum frá 12 til 22 ráðið úrslitunum og ég held, að svo verði einnig hér. „Margir stórmeistarar hafa or ið fyrir vonbrigðum með hin mörgu jafntefli, hvað finnst þér um öll þessi jafntefli? „Jafnteflin í sjálfu sér eru ekki það versta.Mörg einvígi hafa haft mikið af jafntelfum en í þessu er of mikið af skák- um, sem lítil barátta er í. „Hver er ástæðan? „Ef til vill stíll Petroshans. Ef hann er ekki í skapi til að tefla, finnsf honum hann hafa fullan rétt á að tefla ekki. Svo hann semur þá bara um jafntefli.“ „Bronstein segir að næstu tólf árin verði Spassky, Fisch- er, Kortsnoj og Larsen heims- meistarar. Hvað segir þú um það?“ „Bronstein hefur verið að gera að gamni sínu. Það er nærri ómögulegt að segja, hver af þessum miklu skákmönnum verður heimsmeistari, enda kemur margt þar til greina, heilsa og jafnvel heimsviðburð- ír.“ „Heldur þú að heimsmeistara tignin verði áfram í Rúss- landi?“ „Ég held að titillinn lendi Framhald á bls. 12. FÖSTUDAGUR 5. ágúst 1966 Urslit í 800 m. hlaupi. Hestarnir nálgast markiS. Maðurinn lengst til hægrl kvað vera einn dómaranna. Fyrstur er Þytur knapi Aðalsteinn á Kerpúlfstöðum annar Faxi, knapi, Bjarni á Laugarvatni, þriðji Blesi. HESTAR OG MENN Hestar - knapar Hestamannamót hafa verið nokkur í sumar, og enn eru þau framundan. Eg hef sótt þrjú slík mót. Mér virðist mikil viðleitni forustumanna mót- anna í þá átt að þau gangi vel, þau séu sómasamlega undirbú- in og fullur vilji á því, að vel og rétt sé stjórnað. Dómnefnd- um og tímavörðum er enn nokkuð óbótavant, en mér finnst allt stefna til mikilla bóta, en óneitanlega miðar hægt, einkum þó í reiðvega- gerð, tamningu hesta, ásetu og útliti reiðtygja. Hestamenn eru menn lítilþægir og virðast láta sér nægja fögur orð og þægilegt skraf um hesta og hestamennsku. Ríkið og Bún aðarfélag fslands vilja ekki greiða neitt sem nemur fyrir sérfræðistörf í þágu hrossa- ræktar og tamningar, en Lands samband hestamannafélaga hef ur af eðlilegum ástæðum nær enga tekjustofna og getur af þeim ástæðum ekki launað sérmenntuðu fólki fyrir störf í þágu þroska hestsins, nema að litlu leyti. Hér er því mið- ur eingöngu um sjálfboðavinnu að ræða, enda máttlítil samtök og afskiptadauf um það, að þessi búgrein er höfð sem hornreka, og lítið gert með störf og óskir hestamannafé- laga með L.H. í forustu. Þetta er hægt að rökstyðja bæði með því, sem fyrr er sagt, og ennfremur er fjárveiting til reiðvega mjög knöpp. Meðfram Skógarhólaskeið- velli liggur þjóðvegur. Þegar mót eru þar og kappreiðar. not ar fjöldi fólks þennan almanna veg, ríkismannvirki, til að leggja bifreiðum sínum, horfa úr þeim á það, sem fram fer og þar með spara sér að greiða inngangseyri. Ráðherrann, sem fer með vegamál, skilur vel aðstæður okkar hestamanna og talar vel um störf L.H. og allra þeirra, sem vilja efla hestinn. Að leggja þennan veg miklu skemmri leið inn í Bolabás, en sú leið er, sem nú er farin, væri hið þarfasta verk í þágu starfs- ins í Skógarhólum, en mér er tjáð, að ósk um þetta fái ekki hljómgrunn hjá þeim, sem fara með valdið. L.H. verður að gera átak i nýjungaátt, reist á ráðum og dáð því að ekki er hægt að bíða framfaranna endalaust. Þannig er einatt, að góður vilji er annað en framkvæmd og fjármunir, sem til þeirra þarf. Við hestamenn stöndum að baki margra annarra sam- taka í áróðri fyrir starfi hest.a- mannafélaganna. Borið saman við íþróttirnar er ólíku saman að jafna. Fréttaritarar íþrótta skýra mjög nákvæmlega frá og fá til sinna þarfa heilar opnur ekki einungis í stóru blaði eins og Morgunblaðinu. heldur einn ig í hinum minni blöðum eins og t. d. Tímanum. Þeirra frétta menn skýra ekki einungis frá höfuðkempum baráttunnar, heldur einnig frá þeim, sem sem varpa í stöng og framhjá, hverjir hrinda, bregða fæti, detta og loks eru þeir nefndir, sem vikið er af velli. Þessari nákvæmu frásögn fylgir fjöldi mynda frá hverjum leik, ein- stökum mönnum og hópmyndir ásamt nafnaskrám og öðrum fróðleik. Myndasafn frá Skógarhóla- mótinu um sl. helgi mun ekki fjölskrúðugt. Á sunnudag var þó veður fagurt, fiölbreytt dag skrá og fjöldi hesta. Mótið fór vel úr hendi, starfsmenn voru um 40, auk knapanna sem sjald an er að neinu getið, gegna þeir þó mikilsverðu hlutverki og nú orðið með mikilli iprýði. bæði hvað ásetu snertir og framkomu við hesta sína. Yngsti knapinn á þessu móti, Bjarni á Laugarvatni, átti 12 ára afmæli sunnudag mótsins. Hann sat fimm hesta og hleypti samtals tíu spretti. Aðrir mjög þekktir ungir knapar voru þau Guðrún Fjeldsted í Ferjukoti og Aðalsteinn á Korpúlfsstöð um. 800 m hlaupið virðist vekja mesta athygli fólks. Reynsla okkar er sú, að vel æfður hest ur, sem er rétt haldinn, fremur grannholda hestur, hefur ekk- ert fyrir að renna þetta skejð. Eftir að mótinu var slitið komu saman félagar í hesta- mannafélaginu Trausta til góð hestakeppni svo sem boðað hafði verið. Dómarar voru þeir þjóðkunnu hestamenn Bogi R Eggertsson, Sigurður Ólafsson | og Kristinn Jónsson. Bezti gæð | ingurinn var valinn ígull, stein grár 7 v. undan Grana frá Sauðárkróki, eigandi Þorkell ráðunautur á Laugarvatni, ann ar og þriðji urðu folarnir Stormur, móbrúnn, og Geisli, bleikskjóttur, eigendur Guð mundur og Hulda, börn Þor- kels. Nokkur hundruð hesta streymdu frá Þingvöllum þetta kvöld ýmist í reið eða rekstri. Eg veit, að allir, sem þetta mót sóttu, hafa farið ánægðir heim, þar eð allt fór fram af kurteisi og að réttum hætti. Hitt er annað, að þeir menn, sem eiga hesta í keppni eru ekki ein- lægt ánægðir með afrek þeirra en þannig er öll keppni tvísýn og ýmsum ekki gleðiefni að lok um, en þetta vita flestir fyrir fram þar eð þeir sigurvissu eru svo fáir og sjaldgæfir. Nu eru til aðeins þrjú hross í landinu, sem borið hafa af öðrum. — Gletta í skeiði, Glanni og Þytur í stökki. Skógarhólar eru að sumu leyti vanræktir. Skógarhóla- nefnd þarf ábendingu um þau efni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.