Tíminn - 05.08.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.08.1966, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 5. ágúst 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj skrifstofur t Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr 105.00 á mán innanlands - t lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f Hagráð Hagráð, sem stofnað var með lögum í vetur, hefur kom- ið saman til fyrsta fundar. í lögunum segir svo m.a.: „Stofna skal Hagráð, er sé vettvangur, þar sem full- trúar stjórnvalda, atvinnuvega og stéttarsamtaka geti þaft samráð og skipzt á skoðunum um meginstefnuna í efnahagsmálum hverju sinni”. Og ennfremur: „Meginverkefni Hagráðs skal vera að ræða ástand og horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar. Efnahagsstofnunin skal leggja fyrir Hagráð tvisvar á ári, í apríl og október, yfirlitsskýrslur um þróun þjóðarbú- skaparins og horfur í þeim efnum, þar á meðal varðandi framleiðslu, fjárfestingu, greiðslujöfnuð, afkomu at- vinnuveganna og verðlags- og kaupgjaldsmál1. Enginn vafi er á því, að Hagráð getur orðið hin þarf- a^ta stofnun. Því meira og því oftar, sem fulltrúar þeirra afla í þjóðfélaginu, sem mestu ráða um efnahagsþróunina# ræðast við, því meiri von er til þess, að vandamálin skoð- ist frá öllum hliðum og gagnkvæmur skilningur skapist milli aðila. Ef málflutningur fulltrúa aðila að Hagráði verður í samræmi við þær harðorðu ályktanir samtaka atvinnu- vega og stéttarsamtaka, sem gerðar hafa verið undanfar- in missiri, má ætla, að vonir aukist á því, að ríkisstjórn- inni verði loks ljóst, að það eru æði fleiri en Framsóknar- menn, sem krefjast róttækra breytinga á stjórnarstefn- unni. Má þar minna á samþykktir fiskiðnaðarins, iðnaðar- ins, útvegsins, bændasamtaka, samvinnusamtaka og stétt- arsamtaka. Ef marka má ályktanir þeirra aðila, sem fulltrúa eiga í Hagráði, er meirihluti Hagráðs öndverður þeirri stefnu, sem ríkisstjórnin hefur fylgt, enda hefur hún leitt til þess, að hvert iðnfyrirtækið áf öðru hrynur, frystihúsin á heljarþröm, aðeins unnt að gera út stærstu síldarbáta með hagnaði, togaraútgerð að leggjast niður, og lækkað kaup bænda, kauplægstu stéttarinnar. Reksturs- og hag- ræðingarlánaskrúfa ríkisstjórnarinnar kemur harðast niður á vaxtarbroddunum í atvinnurekstrinum, sem mest eiga undir hagkvæmum lánsfjármarkaði — og kemur þannig í veg fyrir, að fyrirtækin geti gert rekstur sinn hagkvæmari og þar með kleift að borga það kaup, sem fólkið verður að fá í hinni stjórnlausu dýrtíð. Vonandi geta fulltrúar í Hagráði sameinazt um að benda á hina brýnu nauðsyn á því, að hver atvinnugreinin af annarri verði endurskoðuð niður í kjölinn og síðan gerð- ar áætlanir um aukinn vélbúnað og hvers konar hagræð- ingu, þar sem það hefur forgang, sem lífvænlegast er og brýnast er og skjótast mun skila auknum arði — og því næst búi ríkisvaldið svo um hnútana, að lánsfé verði hik- laust látið í té með góðum kjörum til þess, sem í fyrir- rúmi á að sitja, en dregin inn seglin á öðrum sviðum. Það handahóf og stjórnleysi, sem nú ríkir, verður að víkja fyr- ir skynsamlegri vinnubrögðum. Gildi starfa Hagráðs mun fara eftir því, hve mikil sam- staða getur þar mótazt um tillögur í efnahagsmálunum milli samtaka atvinnuvega og stéttarsamtaka. Og það er rétt, að menn geri sér það fullkomlega ljóst, að samstaða getur aldrei orðið um það, að halda áfram þeirri stjórn- arstefnu, sem löngu hefur gengið sér til húðar og er að koma einni atvinnugreininni af annarri á vonarvöl. Von- andi verða ráðherrarnir einir um það í Hagráði að krefj- ast óbreyttrar stefnu áfram. TÍMINN Stríðið í Vietnam III: Búddatrúarmenn og kaþóískir pna hvorir aðra um græsku Prestar og munkar hafa ekki íeitað til leikmanna, en leikmenn hafa lifla trú á stjórnmálastr rfi trúarleiðtoganna , LODGE sendiherra fékk tækifæri til að kynnast Thich Tri Quang, stjórnmálaleiðtoga búddatrúarmannanna, þegar hann leitaði skjóls í bandaríska sendiráðinu undan Diems for- seta árið 1963. Sendiherrann léggur ekki trúnað á þann orð- róm, að Tri Quang sé dulbúinn kommúnisti. Flestir telja valdafíknina einkum knýja hann áfram. Tri Quang hefur mestmegnis treyst aðstöðu sína með atork- unni við að rífa niður og jafn vel mistekizt að vinna bug á á greiningnum milli búddatrúar- manna að norðan og sunnan. Þess ákafar sem hann hvetur til ofbeldis, þess meira hrindir hann sunnlendingunum frá sér, og raunar einnig allmörg- um samherja sinna, þar sem þeir telja stjórnmál ekki sam boðin munki. Lodge hefur í einkasamtölum hvatt Tri Quang til þess að reyna að ger ast þjóðlegur leiðtogi allra búddatrúarmanna, en til þess þyrfti hann að sjálfsögðu að temja sér hófsamari og ábyrg ari afstöðu en áður. Ekki sjást þess enn merki, að Tri Quang ætli að hlíta þessu ráði. Athyglin hlýtur fyrst og fremst að beinast að búddatrú- armönnum og kaþólskum, þeg- ar svipazt er um eftir innlend- um stjórnmálahreyfingum, sem gætu orðið þess megnugai að hljóta almennan stuðning til að gegna mikilvægu hlutverki í Vietnam. Hoa Hoa og Cao Dai hafa aðalstöðvar sínar í hinum dreifðari byggðum og hafa þvi allt aðra landfræðilega aðstöðu, auk þess sem þeim er ótamt að hugsa um þjóðina í heild. Sam vinna búddatrúarmanna ig kaþ ólskra — eða jafnvel ríkis- stjórn búddatrúarmanna. sem kaþólskir berðust gegn — gæti komið fram fyrir hönd þeirra Suður-Vietnama. sem Saigon- stjórnin nær enn til. ÞVÍ MIÐUR er „lýðræði búddatrúarmanna" og „lýðræði kristinna manna“ enn mjög ó- ljós hugtök í Saigon, eins og raunar flest annað, sem byggja jnætti á traust þjóðlíf og stjórn arfar. í trúarstofnun búddatrú armanna eru aðalstöðvar norð- lenzkra búddatrúarmanna í Sai gon, en hún hefur aðsetur sitt í ósélegum moldarkofum, á- samt nokkrum einnar hæðar timburhúsum og hofi með blikkþaki. Lítið sópar að fólk inu, sem þar er að finna. jafn- vel þegar mikið er um að vera, nema því aðeins að mótmæla- ganga hafi verið undirbúin. Bóndakonur með keilulaga hatta á höfðum húka hér og hvar og biða þess, sem Búdda einn veit hvað er. Fáeinir skát ar og nemar rýna í ný, fjölrit- uð blöð og nokkrir munkar reika hingað og þangað. Þegar einhver af pólitísku prelátun- um kemur akandi, svo sem Thich Tien Minh. hinn strangi . Bandarískir hermenn í Vietnam yfirmaður stofnunarinnar, hóp ast hinir utan um hann eins og býflugur um drottningu sína, til þess að veita fyrirmælum hans viðtöku. Vökulum augum er rennt til blaðamanna. sem að garði ber. Gætum við nú gefið athyglis- verða yfirlýsingu eða stofnað til áhrifamikillar skrúðgöngu? En erfitt er að koma auga á, hvernig fara eigi að því að brúa bilið milli áhlaupasveita hinna geistlegu og vepjulegra aðfara ríkisstjórnar. í hreyf- ingu búddatrúarmanna eiga leikmenn engan tilverurétt enn sem komið er, að því er varðar völd og ábyrgð. Tran Quang Thuan prófessor framkvæmdastjóri hreyfingar búddatrúarmanna í Vietnam, stundaði nám í London og veit hvernig stjórnmálabaráttu er hagað annars staðar. Hann von ar að hreyfingin leggi fram sameiginlegan lista i kosning unum í haust. Þegar ég hitti hann að máli í stofnuninni. hafði hann enga bækistöð. Að setur hans var á stóli andspæn is Thich Tien Minh Þar sat hann og hripaði niður fyrir- mæli prelátans. Afstaða Thuans til striðsins er óaðfinnanleg í augum Banda ríkjamanna Hann sagði ómögu legt fyrir Suður-Vietnama að vera hlutlausir eins og sakir stæðu, eða losna við erlend af- skipti. Öfgafullir þjóðernissinn ar einir aðhylltust þá skoðun. Hann vill heldur ekki að kirkju höfðingjarnir fáist við stjórn- málin. „Tich Tri Quang sagði einu sinni, að Ky væri flug- maður, en Vietnam væri ekki flugvöllur. Við viljum segja á sama hátt, að Tri Quang sé munkur, en Vietnam sé ekki klaustur.“ AUÐVELDARA er að skilja kaþólska menn og skipa þeim á bekk. Þeir eru ómótmælan- lega skuldbundnir til að berj ast gegn Vietcong og sú skuld- binding var innsigluð með flótta 700 þúsund kaþólskra manna frá Norður-Vietnam þeg ar Ho Ohi Minh fékk völdin í hendur með Genfarsáttmálan um árið 1954. Kaþólskir prest- ar hafa hlotið vestræna mennt un og framkoma þeirra er öll önnur og hógværari en fram- koma búddatrúarmannanna. Af staða þeirra til safnaðanna er skýr og ákveðin og þeir eiga auðvelt með að beita áhrifum við messu á sunnudögum. Kaþólskir menn hafa tekið við þeirri óheppilegu arfleifð, að þeir voru taldir njóta sér- stakrar verndar franskra ný- lenduyfirvalda xig höfðu nánari samvinnu við þau en aðrir Viet namar. Þeir fengu einnig á s.ig óorð fyrir að vera í sérstöku uppáhaldi hjá Diem. Aftur á móti vantreysta kaþ ólskir menn búddatrúarmönn- um algerlega. Þetta á alveg sér staklega við um þann hóp kaþ ólskra manna, sem mesta and- úð hefur á kommúnistum og lýtur forustu föður Hoang Quynh. Hann var einn af prest- unum, sem stjórnuðu kaþólsk Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.