Tíminn - 05.08.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.08.1966, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 5. ágúst 1966 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 Fram og Víkingur í bikarkeppni í kvöid f kvöld klukkan 20 mætast Rvík- ur-félögin Fram og Víkingur í bik- arkeppni KSÍ. Fer leikurinn fram á Melavellinum. Víkingur teflir fram a-liði sínu, en Fram b-liði. f undankeppni bikarkeppninnar taka þátt 2. deildar liðin og b-lið 1. deildar liðanna. Þar næsti leikur í keppninni fer fram á sunnudag og leika þá á Melavellinum Fram a og Breiðablik. Valur náði dskaforskoti á mdti KR, en glopraði því nærri Staðan í hálfleik 3:0 fyrir Val, en 3:2 eftir 10 mín. í síðari hálfleik niður Cassius Clay gefur nokkrum hnefaleika-unnendum eiginhandaráritun í hálfleik úrslitaleiksins í 'HM milli Eng- lands og V-Þýzkalands, en Clay var meðal áhorfenda. Er myndin tekin í kaffistofu á Wembley. Cassius Clay ver heims- meistaratitilinn á morgun - mætir brezka hnefaleikakappanum B. London í Earls Court Á morgun fer fram í Earls Court í London einvígi um heimsmeist- aratitUinn í þungavigt á milli þeirra Cassiusar Clay og brezka hnefaleikakappans Brian London. Clay hefur undanfarnar vikur dval- ið í London og æft sig vel fyrir elnvígið, en heldur lítið hefur bor- Ið á kappanum, sem féll algerlega i skuggann vegna heimsmeistara- Tæplega 9 þúsund hafa synt 200 metrana í Reykjavík Teletype 11 cic K.G. Alf-Reykjavík. — Fremur dræm þátttaka er í Reykjavík í norrænu sundkeppninni. Eftir upplýsing- um, sem íþróttasíðan fékk í fær, munu nú um 9 þúsund Reykvík- ingar hafa synt 200 metrana, eða nánar tfltekið 8694. Flestir hafa synt í Sundhöll Reykjavíkur, cða 3080. í Sundlaug Vesturbæjar höfðu í gær synt 2990 — og í Sundlaugum Reykjavíkur 2624. Ekki hefur okkur borizt neinar fréttir af þátttöku úti á landi. Nú er aðeins rúmur mánuður þar til keppninni lýkur og er fólk, sem á eftir að synda 200 metrana, ein- dregið livatt til að láta það ekki dragast lengur. kcppninnar í knattspyrnu. Búizt er við, að Cassius Clay muni sigra London auðveldlega, en London hefur lítið verið í sviðs- Ijósinu undanfarið, enda af flest- um talinn hafa lifað sitt fegursta í hringnum. Má geta þess, að fyrir nokkrum árum var Brian London áskorandi Floyd Patterson um heimsmeistaratitilinn og fór þá halloka fyrir honum. Eins og kunnugt er, þá er Cass- ius Clay ekki viðurkenndur heims- meistari af alþjóðahnefaleikasam- 9 stig — og á Alf-Reykjavík. — Enn einu sinni náði Valur óskaforskoti í 1. deild, í þetta skipti á móti KR í gærkvöldi, en í fyrri hálfleik skor uðu Valsmenn þrívegis, án þess, að KR næði að svara. 3:0 er gott vega nesti, en samt sem áður áttu Vals menn í hinum mestu vandræðum í síðari hálfleik og voru nærri bún- ir að missa þetta stóra forskot nið ur — rétt eins og í leiknum á móti Keflavík á Laugardalsvellin um. KR-ingar sýndu afar gott keppn- isskap í byrjun síðari hálfleiks og leit út sem þeir ætluðu að kaf- sigla Val. Strax á 1. mínútu storm uðu þeir upp miðjuna, og eftir nokkurt þóf í vítateignum skaut Einar ísfeld hörkuskoti frá vinstri, sem hafnaði efst í vinstra horni Vals-marksins. Og á 10. mínútu gera KR-ingar aftur harða hríð að Vals-markinu. Hörður Markan á fast skot, sem Sigurður Dags- son í markinu bjargar í horn. En það var skammgóður vermir. Upp úr hornspyrnunni, sem Hörður tók, skallaði Einar ísfeld glæsi lega í mark af stuttu færi. Og staðan var orðin 3:2! Þeim var ekki farið að líða vel í stúkunni, Vals-áhangendunum, enda verða þeir að hafa sterkar taugar til að geta horft upp á lið sitt leika. Á þessum fyrstu mín- útum síðari hálfleiks voru KR- ingar nær einráðir, en Valsmenn sáust varla. En eftir markið rumsk uðu Valsmenn og fóru að átta sig á hlutunum. En þeir voru mjög heppnir að fá ekki á sig þriðja markið á 25. mínútu, þegar Einar ísfeld er enn á ferðinni í dauða færi með knöttinn aðeins 3 metra frá marki, en skaut himinhátt yfir. Yfirleitt voru KR-ingar meira í sókn fyrst 30 mínúturnar, en kraft urinn, sem var fyrir hendi í upp hafi, þvarr smám saman. Og síð ustu mínúturnar höfðu Valsmenn aftur hlutverkaskipti og áttu hættu leg tækifæri. T d. var Ingvar í dauðafæri rétt fyrir leikslok en skaut framhjá. Mörkin í leiknum urðu ekki fleiri og sigur Valsmanna, 3:2, staðreynd. Tvö dýrmæt stig eign uðust Valsmenn því í gærkvöldi, og stefna nú hér eftir vongóð ir til sigurs í mótinu. Að vísu eru margar erfiðar hindranir eftir í veginum, en í svipinn er staða Vals langbezt. Liðið hefur hlotið 3 leiki eftir. En bandinu, en þó óumdeilanlega KR-ingar, snjallasti hnefaleikamaður verald ar í dag. Síðasti mótstöðumaður hans var landi Brian London, Bret- inn Henry Cooper, og sigraði Clay hann fremur auðveldlega í keppn- inni, sem fram fór á leikvangi Arsenal, Highbury, í London. íslandsmeistararnir, hljóta að vera vonsviknir, að- eins með 4 stig eftir 5 leiki. Möguleikar á sigri í mótinu eru enn þá fyrir hendi, en í svip inn verða þeir að horfast í augu við aðra staðreynd, nefni 1 lega þá, að þeir eru næst neðst ir — og geta lent á botninum með Þrótti, takist þeim ekki að sigra Þrótt n. k. mánudagskvöl. En nóg um það, og snúum okk ur að gangi leiksins í gærkvöldi. Það er tæplega hægt að segja, að leikurinn hafi boðið upp á góða knattspyrnu, en hann var spennandi frá fyrstu mínútu og bauð hins vegar upp á skemmti leg augnablik. Sóknarleikur Vals var mun hættulegri í fyrri hálf leik, byggðist fyrst og fremst á spili upp kantana — að enda markslínu, en þaðan var knött urinn sendur fyrir. Og upp úr einni slíkri sóknarlotu skor aði Valur fyrsta markið. Her- mann Gunnarsson lék skemmti- lega upp vinstra megin og gaf góðan bolta út á Bergsvein, sem kom aðvífandi og skoraði af stuttu færi. Þetta skeði á 30. mínútu. Og 5 mínútum síðar kom 2:0. Reynir Jónsson lék upp imiðjuna og sendi til Ingvars, sem átti í höggi við Bjama Fel. Bjarni virtist ekki eiga í nein- um erfiðleikum, en skyndilega hné hann niður — og Ingvar skauzt fram úr og skoraði 2:0. Ingvar mun hafa sparkað í Bjarna sem var óvígur eftir þetta —- og fluttur út af. Ódýrt. mark. Þriðja og síðasta mark Vals skoraði Reyn ir eftir að hafa fengið sendingu frá Hermanni. KR-vörnin var op in eins og flóðgátt og auðvelt. fyrir Reyni að „labba“ sig í gegn og skora. Eftir gangi leiksins i fyrri hálf leik var munurinn 3:0 of mikill. KR-ingar áttu sín tækifæri t.d. átti Eyleifur skalla í slá og skot að marki, sem Valsmenn björguðu á línu, á sömu mínútunni. Og síðar átti Eyleifur hörkuskot, sem hafn aði í slá. Broddurinn í sóknimi hjá KR var ekki nógu mikill til að byrja með. Ellert Schram leysti Baldvin af hólmi í þessum leik og lék í stöðu miðherja, en siðar dró hann sig til baka — og Gunn ar Fel. fór í miðherjastöðuna. Ell ert var mjög slakur í leiknum, en þó batt hann vörnina saman svo að hún var ólíkt betri j síðari hálf leik. Átti Valur að vinna? Það er erf itt að dæma um það — og e.t.v. Framhald á bls. 14 STAÐAN Valur Keflavík Akranes Akureyri KR Þróttur 4 12 3 12 2 2 1 2 2 2 12 2 0 2 3 17:11 9 15:10 7 8:6 ú 10:13 «. 8'7 4 5:14 2 BWIHW/ Enn ekki vitað hvort ísland leikur i HM „Það er ekkert að frétta enn þá um hugsanlega þátttöku ís- lands í lokakeppni heimsmeist- arakeppninnar í handknattleik“ sagði Ásbjörn Sigurjónsson, for maður HSÍ, í stuttu viðtali við Tímann í gær, en eins og kunn- ugt er, fer keppnin fram í Sví- þjóð í janúarmánuði n.k. Þótt hinn „dauði tími“ hand knattleiksins sé venjulega yfir sumarmánuðina, fer fjarri því, að handknattleiksfólk okkar liggi í dvala. íslandsmótið utan húss stendur sem hæst, og Ás- björn skýrði okkur frá því, að síðar í þessum mánuði yrði efnt til þjálfaranámskeiða í öllum landsfjórðungum á vegum HSÍ. Verða námskeiðin haldin í Nes- kaupstað, Akureyri, Reykjavík og að öllum líkindum á ísafirði Áhugi á handknattleik fer stöð ugt vaxandi úti á landsbyggð- inni — og má m.a. marka það á mikilli þátttöku utanbæjarliða á íslandsmótinu, sem nú stend ur yfir. Við spurðum Ásbjörn, hvort landsliðsæfingai væru fyrirhug- aðar á næstunni vegna hugsan legrar þátttýku okkar í heims meistarakeppninni, og sagði hann, að þær myndu hefjast strax að aflokinni iðnsýning- unni, sem haldin verður i íþróttahöllinni í september. -alf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.